Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 21

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 21
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. ______________ 21 | í DAG | í KVÖLD | I PAG | í KVÖLD | í DAG ~1 Sjónvarp í kvöld kl. 21.45: Að losna við betri helminginn! Hjónaskilnaðir eru á dagskrá i þættinum „Réttur er settur.”, sem sjónvarpið sýnir i kvöld. Það eru laganemar við Há- skólann sem sviðsetja réttar- höldin. Þar sem hjónaskilnaðir ku vera nokkuð tiðir hér á landi ættu menn kanski að horfa á þáttinn, hver veit, kanski geta þeir lært eitthvað sem komið gæti að notum ef menn skyldu nú ein- hverntíma þurfa að standa fyrir rétti vegna hjónaskilnaðar. Það er aldrei að vita, einhvern- tima vildu menn kannski losna við betri helminginn, eða betri helmingurinn við hinn verri. —ÞM Sjónvarpið í kvöld kl. 20,50 Múrinn og lífið fyrir austan hann „Borgin bak viö múrinn" nefnist mynd sem sýnd SJÓNVARP • MÁNUDAGUR 16. október 1972. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Hátiðartónleikar i Björgvin Filadelfiu- strengjakvartettinn leikur Strengjakvartett eftir Far- tein Walen. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 20.50 Mannheimur i mótun Franskur fræðslumynda- flokkur. Borgin bak við múrinn t þessari mynd er fjallað um Austur-Berlin á siðustu árum. Rætt er um Berlinarmúrinn og áhrif hans á lif fólksins. Litazt er um i borginni og athuguð þróun hennar og uppbygg- ing. Einnig er rætt við Gyð- inga um kjör þeirra og að- stöðu, og spjallað við nokkra listamenn um störf þeirra. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 21.45 Réttur er settur Hér sviðsetja laganemar við Háskóla islands réttarhöld i hjónaskilnaðarmáli. Skarp- héðinn Þórisson kynnir málið. 22.35 Dagskrárlok verður í sjónvarpinu í kvöld. Myndin er úr frönskum fræðslumynda- fiokki „Mannheimur í mótun". í þessum þætti er fjailað um Austur-Berlín og breytingar þær, sem þar hafa orðið siðan múrinn var settur upp. Rætt verður við ýmsa menn, jafnt listamenn og stjórnmála- menn sem hinn almenna borgara. Verður reynt að sýna afstöðu fólksins til múrsins og lif þess bak við járntjaldið. Gyðingar eru frekar fámennir i Austur-Berlin, en hafa þeir myndað sin á milli nokkurs konar hagsmunasamtök og rætt verður við nokkra þeirra Gyðinga sem i samtökunum eru. ýmsa þekkta listamenn, rithöf- unda, skáld og leikstjóra. Einnig kemur borgarstjóri Austur-Berlin fram i viðtali i þættinum. Segja þessi samtöl meira um lifið fyrir austan en myndirnar sjálfar. Litast er um i borginni og ýmsar byggingar og stofnanir skoðaðar. En miðdepillinn er múrinn og breytingar þær sem hann hefur ollið, bæði á mönnum og andrúmsloftinu, sem rikir meðal ibúa borgarinnar. Þýðandi og þulur er Óskar Ingi- marsson. —ÞM Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 18. og 20. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1972 á eigninni Svöluhrauni 3, Hafnarfirði, þinglesin eign Sigurðar Nikulássonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar, hrl., og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. október 1972 kl. 5.15 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði ÚTVARP • MÁNUDAGUR 16. október 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Draum- ur um Ljósaland” eftir Þór- unni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Er- ling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika só- nötu i a-moll fyrir selló og pianó op. 36 eftir Grieg. Fil- harmóniusveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 2 i C-dúr op. 61 eftir Schumann: Rafael Kublik stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu” eftir Estrid Ott Jónina Steinþórsdóttir, þýddi, Sigriður Guðmunds- dóttir les (7) 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál, Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn, Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 Viðtalsþáttur. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri ræðir við Brynjólf Oddsson á Þykkvabæjarklaustri i Álftaveri. 21.00 Strengjaserenata i E-dúr op. 22 eftir Antonin Dvorák Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Hamborg leikur: Hans Schm idt-Isserstedt stjórnar. 21.30 Útvarpssagaan: „Bréf séra Böðvars” eftir ólaf Jó- hann Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Um æðardún og æðardúnshreinsun Gisli Kristjánsson ritstjóri fer með hljóðnemann i dún- hreinsunarstöðina á Kirkju- sandi. 22.40 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 ■ ■ ■_■_■_■_■_■_■_' >4" Spain gildir fyrir þriðjudaginn 17. október. Hrúturinn,'21. marz—20. april. Sómasamlegur dagur. Eins liklegt að þú komist I kynni við ein- hvern kynlegan náunga, en sem eigi að siður getur orðið þér að vissu liði. Nautið, 21. april—21. mai. Hætt er við að það sýni sig að einhverjir útreikningar, sem þú hefur treyst, standist ekki, en ekki er vist að þú verðir fyrir tjóni. Tviburarnir, 22. mái—21. júni. Það litur út fyrir að þér sé ekki vanþörf á að þú gætir þin á ein- hverjum náunga, sem beitir heldur óviðkunnan- legu baktjaldamakki. Krabbinn 22. júni — 23. júli. Þetta getur orðið dalitið erfiður dagur, að minnsta kosti fram eftir, en árangurinn ætti lika að verða yfirleitt i samræmi við það. Ljónið,24.júli — 23. ágúst. Það er ekki óliklegt aö einhver komi fram við þig af nokkrum þjösnaskap, og er vissast fyrir þig að halda skapró þinni i þeim samskiptum. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Það bendir margt til þess að þú eigir góðan leik á borði fyrri hluta dagsins. Hafðu þvi augu og eyru opin fyrir öllu þessháttar. Vogin,24. sept. — 23. okt. Það geta gerzt óvæntir og undarlegir hlutir i dag, en yfirleitt munu þeir verða jákvæðir. Taktu kvöldið snemma og hvildu þig vel. í Drekinn 24. okt. — 22. nóv. Þú hefur i mörgu að snúast i dag, og ættir að kappkosta að einbeita þér að einu i senn, þó svo að eitthvað verði ógert undir lokin. Bogmaðurinn23. nóv,—21. des. Taktu ekki mark á öllu, sem þú heyrir i dag og yfirleitt ekki þvi sem fram fer á yfirborðinu. En þú ættir að fylgjast vel með öllu. Steingeitin, 22. des — 20. jan. Ef einhver aðili sem þú þarft til að leita sýnir þér drumbshátt eða óbilgirni, skaltu láta sem þú veitir þvi ekki athygli — en muna það eigi að siður. w JS! Vatnsberinn21. jan. — 19. febr. Það er eins og þú eigir venju fremur erfitt með að átta þig á þvi sem fram fer i kring um þig i dag, en það lagast er á liður. Fiskarnir, 20. febr. —20. marz. Farðu þér hægt og rólega fram eftir deginum, en vertu við þvi búinn að taka hressilega á verkefnunum hvenær sem þarf, er á liður. .V. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 71., 72. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1971 á eigninni Álfaskeiði 74, ibúð á jarðhæð, Hafnar- firði, talin eign Harðar Jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans i Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 19. október 1972 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð scm auglýst var í 14., 18. og 20. tölublaði Lögbirtingabiaðs- in; 1972 á eigninni Unnarbraut 28, efri hæð, Seltjarnarnesi, þinglesin eign Jóns Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 20. október 1972 kl: 2.30 e.h. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 50. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1971 á eigninni Eyrarbraut 4, Hafnarfirði, þinglesin eign Storms h/f, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Tryggingastofnunar ríkisins, Útvegsbanka Islands, llauks Jónssonar, hrl„ Verzlunarbanka tslands og bæjar- gjaldkerans i Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. október 1972 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.