Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Mánudagur 1(>. október 1!)72, vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Kyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson Ititstjórnarfulltrúi: Valdimar II Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skuli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu :i2. Simar lliifit) íiiifil) Af'greiösla: Hverfisgötu J2 Simi tililill Ritstjórn: Síftumúla 14. Simi tilifill '7 linur) Askriftargjald kr 225 á mánufti innanlands i lausasölu kr 15.00 eintakift. Blaöaprent hf. Svefnlyf hrekkur upp Dagblöðin magna sifellt rok i vatnsglasi stjórn- ( málanna. Stjórnmálahöfundar þeirra stunda burt- / reiðar sinar i sérstöku Limbói, þar sem hver þeirra ) um sig gegnir hlutverki góða og hvita riddarans \ gegn hinum illu og svörtu riddurum. 1 þessum ævin- ( týraheimi er sifellt rok, en að öðru leyti er eilift logn / á siðum flestra dagblaðanna. j Rokið i stjórnmálunum og lognið i öllum öðrum / málum verkar eins og svefnlyf. Annars vegar er ) japl og jaml og persónunið stjórnmálanna, sem \ venjulegt fólk sinnir ekki. Hins vegar er hið friðsæla / og góða fréttaefni,þar sem iivergi erskyggnztundir / yfirborðið og hvergi stuggað við heilögum kúm. ) Fjárhagslega er þessi friðsæld vel heppnuð. ) Enginn móðgast og segir upp blaðinu eða hættir að ) auglýsa i þvi. Texti blaðanna veldur engum manni ( áhyggjum. Enginn tekur nærri sér rok stjórn- / málanna, þvi að flestir lita á það sem óraunveru-) legar burtreiðir. Og annað efni blaðanna er svo \ ósköp lygnt og ljúft, að það spillir ekki hugarró ( nokkurs manns. / Þessi eðlisþáttur er tiltölulega rikur i islenzkri y fjölmiðlun, þótt tilraunir hafi verið gerðar til að inn- / leiða alvöru blaðamennsku. Dagblöð hafa tekið ) rokur, reynt að skyggnast undir yfirborð hlutanna \ og hreinsa út gröftinn, sem þar er ótrúlega viða, ( ekki sizt þar sem heilögu kýrnar hafa legið. / Þessar tilraunir hafa oftast farið illa. Hér og þar íi hafa menn móðgast, sagt upp blaðinu, eða hætt að ) auglýsa i þvi. Alvarlegri hefur þó verið þrýst- \ ingurinn frá stjórnmálaöflunum, sem yfirleitt ( ráða blööunum. Þau öfl vilja fá frið til að stunda / sinar burtreiðar og kæra sig ekki um neitt efni, sem ) gæti móðgað einn né neinn. \ Samanlagður þrýstingur fjármálanna og stjórn- ) málanna hefur dregið kjarkinn úr þeim blöðum, \ sem hafa farið út á þessa braut. Það verður þá ( freistandi að snúa til baka i friðsæla höfn logn- ) mollunnar. Menn sjá lika velgengni stærsta blaðs- ) ins, sem árum saman hefur ekki hætt sér út á hinn ( hála is. í En það er ábyrgðarhluti að gera dagblöð að ( svefnlyfjum, þótt það borgi sig frá sjonarmiði // fjármála og stjórnmála. Dagblöð verða að taka þátt )/ i hinum þjóðfélagslega raunveruleika, sem þau lifa )i i. Prentfrelsið er litils virði, ef það er ekki notað til (( að kanna raunveruleikann og lýsa honum fyrir // fólki. Og raunveruleikinn liggur fremur sjaldan á )) yfirborðinu sjálfu. Þjóðfélagið er enginn \\ Kardimommubær. (( Gaman er að fylgjast með viðbrögðum svefn- \\ lyfjanna, þegar dagblaði tekst að brjóta nægilega af (í sér klafa fjármála og stjórnmála til að sinna að )/ nokkru þjóðfélagslegum skyldum sinum. Þá risa ) svefnlyfin upp i vandlætingu og tala um gróðafikni ( sorprita og hnýsni óprúttinna blaðamanna. / Það er ákaflega vel viðeigandi, er hlutverk vand- ( lætarans er leikið af einum hinna hvitu og góðu / riddara, sem stunda burtreiðar japls og jamls og ) persónuniðs i Limbói stjórnmálanna. Við slika frið- \\ elskendur er aðeins hægt að segja þetta: Sofið þið (( áfram vel i ykkar ævintýraheimi. // Hverjir verja „varið hlutleysi" Svíþjóðar? (Bcmdoríkin) ifiiiiiiiim IDUiiuuriiun; mmm Oiov Palme er umdeildur maður bæði heima og erlendis. Mörgum gömlum stuðningsmönnum ilokks hans þykir hann róttækur um of, gefa of mikið undir fótinn æskumönnum, sem vilja kasta á glæ fornum dyggðum. Jafnaðarmannaflokkurinn sænski hefur misst fylgi siðan Palme tók við, þótt taka verði til greina, að sumt af þvfhefur tapazt til vinstri. A flokksþingi sænska jafnaðarmanna- flokksins l'yrir skömmu drottnaði Palme þó og aðrir vaídsmenn yfir öllum uppreisnarmönnum, sem ýmsu vildu breyta. Það var sigur flokksforingj- anna, flokks,,bossanna”. Uppreisnarmcnn höfðust mikið að lyrir flokksþingið. Margir vildu nú. að l’alme flytli Iram þann sósialisma, sem þeir töldu ganga nokkuð hægt. Jafnaðar- menn hafa rikt i Sviþjóð i Ijóra áratugi. Uað er vissulega umdeilt, i hve rikum mæli þjóð- skipulag Sviþjóöar getur kallazt ,,sósialistiskt’’ eltir allan þann tima. Margter i Sviþjóð öðruvisi en annars staðar, vist er það. En ekki l'yrirfinnsl þjóðskipulag Svia i gömlum fræðibókum og varla nýjum Ira'ðibókum um sósial isma heldur. „Þjóðnýting? þá fáurn við Kana” Nýja þjóðnýtingu vildu hinir róttæ'kari fá l'ram á flokks- þinginu. llngir jafnaöarmenn gerðu áhlaup i þvi efni. Ueir kröfðusl þjóðnýtingar banka og lyfjaframleiðslu. ,,Kg vil fremur sjá blágulan fána blakta yfir slórbankanum á lorginu. þótt á honum standi nafn stórkapitalistans Wallenbergs, heldur en sjá þar fána Bandarikj- anna með heitinu Chase Man- hattan Bank,” var svar fjármála- ráðherrans Gunnar Strangs. Hann sagöi, að þjóðnýting sænska bankakerfisins mundi leiöa til þess, að erlendir bankar tækju til sin fjármagn iðnaðarins. Hessi rök fengu stuðning Olov Falmes. Vinstri sósialistarnir á flokksþingi hristu höfuð sin og undruðust. Þeir voru hins vegar sigraðir, er flokksforystan færði fram önnur rök: ,,Hvers vegna ættum við að leggja þessi vopn i hendur borgaraflokkanna fyrir þing- kosningarnar á næsta ári? Hvers vegna a'ttum við að gefa þeim færi á að grala upp þjóðnýtingar- grýluna?” Við þvi var litið sagt. Vinstri sósialistarnir lutu i lægra haldi l'yrir l'lokksræði ölof Palmes, sem mörgum tslendingum linnst vist alllangt til vinstri. Falme og llokksræðið léku á uppreisnarmenn. Umsjón: Haukur Helgason Sviar gætu hrundið imirás Finna, eða hvað? Annar slagur varð um varnar- málin. Olof Palme hefur heims- frægð fyrir mótmælagöngu sfna forðum daga gegn Viet- namstriðinu. Bandarik jastjórn veitti honum ráðningu þá um sinn og hótaði að gera flugfélaginu SAS sitthvað til miska. En SAS blómstrar i dag. Sviar hafa löngum lagt meira til hermála en eðlilegt getur kallazt frá sjónarhóli þeirra hlut- leysisstefnu, sem þeir hafa á vörum. Gegn hverjum skyldu Sviar verjast með því að verja miklu fé til varnarmála? Vist gætu þeir lamið af sér Finna með þvi, sem þeir hafa. Kannski Norðmenn. En fáir munu halda þvi fram, að „innrás Finna eða Norðmanna” sé verðugt viðfangsefni á fjár- lögum. Vist mætti hver Svii sitja með fallbyssu fyrir framan sig án þess að Sviþjóð yrði þannig varin fyrir árás Sovétmanna eða Banda- rikjamanna. Sviar gætu ekki varið land sitt einir fyrir neinum þeim, sem hugsanlega gerði á það árás. Margir munu komast svo að orði, að sænskt hlutleysi sé „varið hlutleysi”. En fyrir hverjum er það varið? Sviar geta ekki varið hlutleysi sitt fyrir neinum. Þess vegna er það skemmtileg þraut að ihuga eftirfarandi: Er sænska hlutleysið ekki varið af Bandarikjamönnum? Þeirri spurningu verður að svara játandi, svo fremi sem sænska hlutleysið sé varið af ein- hverjum. Ella gætu Sviar allt að einu gefið skæruliðum i Afriku það fé, sem þeir leggja nú i hermál. Lærdómur heræfinga: hjálpar beðiö Heræfingar Svía hafa gefið til kynna, að hernum sé ætlað að tefja framrás óvina úr austri, þangað til her Atlantshafsbanda- lagsins komi á vettvang Svium til hjálpar. Sviar hafa etið kökuna, en eiga hana samt. Þeir hafa orðið mál- svarar hlutlausra þjóða, oftast fremur gegn vestri en austri á opinberum vettvangi. En jafnframt binda þeir trúss sitt við aðstoð frá NATO, ef i odda skerst. Þetta finnst sumum vinstri sósialistum skritið. Það er að segja, þeim þykir undarlegt, að svo miklu sé varið i herinn, þegar ekki sé ljóst hvers vegna. Flokksforingjar jafnaðar- manna svara þeirri spurningu ekki. Þeir munu aldrei svara henni. Friðarsinnuð fjögurra barna móðir. segja bliiðin. fékk þvi Iramgengt. að flokksþingið sam- þykkti. að ekki skyldi leggja meira fé i lullkomnar herflugvél- ar. Hermálaraðherrann var á móti. Það var þó samþykkt, en það mun aðeins hafa formlega þýðingu. Áætlanir um nýjar fullkomnar herflugvélar til varnar hlutleysi Sviþjóðar eru komnar lengra en svo. að þess konar samþykkt geti stöðvað þær — nóg af full- komnum herflugvélum fram að næsta flokksþingi, og þá getur flokksforystan ailtaf skotið af stóru fallbyssunum, ef hún telur við þurfa. Stundum er skotið á spörfugla með stórum fallbyssum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.