Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 11
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. 11 Það er skemmtilegt aS búa til Readicut teppi. Þó lítill tími sé aflögu, jafnvel þó þér hafið aldrei búið til teppi áður, verðið í litum, og litavísirinn sýnir 52 litbrigði Readicut uUarinnar — sjö þeirra eru nú sýnd í fyrsta skipti — til hæfis litum heimilis- Keflvíkíngar gótu aldrei sameinazt! - og nýjan leik þarf milli IBK og FH í Bikarkeppni KSÍ létu hinirtryggu aðdáendur iþróttarinnar sig ekki vanta og sýndu mikla hreysti með þvi að standa í næðingum, til að fylgjast með leikn- um. Varla var hægt að greina á milli að þarna ættust við liö úr 1. og 2. deild. Þegar sömu aðilar léku i vor. sigruðu Keflvikingar með þriggja marka mun en siðan hafa KH-ingar sýnilega allmikið lært. Þótt liðið hafi ekki áberandi sterkum einstaklingum ,á að skipa. átti það ekki minna i leiknum og þau fáu marktækifæri sem sköpuðust. voru þeirra, enda reyndu þeir að leika yfirvegað. Gegn vindunum lögðu þeir aðal- áherzlu á varnarleikinn, en með i bakið, reyndu þeir að dreifa spilinu á útherjana og opna þannig vörnina, sem reyndar tókst. en Þorsteinn Ólafsson varði hættuleg skot og einu sinni valt knötturinn þvert fyrir markið og fauk ut fyrir endamörk, eftir að Ólafur Danivalsson hafði leikið laglega á vörn IBK. Keflvikingar, með alla sina sterku einstaklinga og sitt reynda lið, gátu aldrei sameinazt um á- takið. Mátti fremur ætla að þarna væru ellefu einstaklingar á vellinum. algerlega óháðir hver öðrum, en liðsheild, sem ætlað er að vinna saman. Furðuleg um- skipti frá Real Madrid-leiknum, þar sem leikmenn virtust eiga auðvelt með að finna hvern annan og spiluðu skinandi vel. IBK verður sannarlega að taka sig á i hinni leikrænu hlið, ef Bikarkeppnin á að vinnast. í liði FH var Dýri Guðmunds- son mjög hættulegur og fundvis á til að skjóta i gegnum, ATHUGIÐ — Readicut teppi fást ekki í verzlunum, — aðeins beint frá okkur. Fyllið strax út miðann og sendið í dag til: Reyniö Readicut aöferöina meö sýnipakkanum sem fylgir | ókeypis öllum Readicut pökkum.j 1 sýnipakkanum er efni í teppi, i 35x50 cm, sem þér megið eiga, þó að þér ákveðið aö skila Readicut pakkanum aftur. Readicut Dept F1 Postbox 1470 Köbenhavn F. Danmark, Nafn. Heimilisfang. Tveggja klukkustunda viöureign IBK og FH á heimavelli hinna fyrr- nefndu á laugardaginn dugði ekki til að skera úr um, hvor aðilinn færi til að leika til úrslita í Bikar- keppni KSI, þvi leiknum lauk með jafntefli, ekkert mark var skorað. Annar leikur verður þvi að fara fram og verður hann leikinn í Hafnarfirði. Satt að segja var leikmönnum nokkur vorkunn að þurfa að leika í suðvestanrokinu. Ekki af þvi að menn væru svo krumnir heldur af hinu, að næstum ógerlegt er að sýna nokkuð sem heitir knattspyrna við slík skilyrði. Þrátt fyrir það Ómar Karlsson, mark vörður FH, horfir á eftii knettinum, þar sem hanr rennur framhjá stönginni - eitt af fáum hættulegum augnablikum við mark FH enda varerfittað leika knatt spyrnu i hávaðarokinu á malarvellinum. Ljósmynd emm. Gerið þetta teppi ÓKEYPIS! Readictrt NYULL þótt hann sé á stundum nokkuð klaufskur. Ólafur Danivalsson skortir ekki bardagaviljann, leikinn og fljótur, en ekki að sama skapi útsjónarsamur. Ómar Karlsson þurfti ekki mikið að verja, nema einna helzt fyrir eigin afglöp, en hann greip ávallt mjög vel inn i þegar hætta steðjaði að markinu. 1 annan stað er FH-liðið mjög jafnt og hvergi veikan hlekk að finna. Hinn nýi og ungi þjálfari þeirra Halldór Fannar, fyrrum hljómlistar- maður i Rió-trióinu, getur verið ánægður með frammistöðu sinna manna. Hjörtur Zakariasson er sá leikmaðurinn, sem tekið hefur framförum i IBK-liðinu, svo um munar. í þessum leik áréttaði hann enn einu sinni að hann er orðinn einn bezti spilari liðsins. Útsjónarsamur á að stöðva upphlaup og skilar knettinum jafnan skynsamlega, þótt það dugi jafnan skammt. Grétar Magnússon, hinn ólseigi bak- vörður, virðist ná betra valdi á stöðunni, með hverjum leik. Bak- vörðurinn P'riðrik Ragnarsson ögraði vörn FH hvað mest i leiknum, þótt ekki tækist honum að stuðla að eða skora mörk að þessu sinni. Kannski tekst Jóni Jóhannessyni þjálfara IBK, að kippa i liðinn, svo að mörkin komi i næsta leik. Menn eru ekki búnir að gleyma að einu sinni var hann kallaður marka-Jón, og það ekki að ástæðulausu. Hann ætti þvi að geta miðlað þeim af kunnáttu sinni. Dómari leiksins, Guðjón P'inn- bogason, skilaði hlutverki sinu mjög vel og þurfti aðeins einu sinni að draga úr pússi sinu gula spjaldið, og veifa þvi að FH-ingi. emm — Hvað er þetta maður, ætlarðu að slá knöttinn innan vita- teigs?. Nei, það var nú eitthvað annað. Ástráður Gunnarsson skallaði frá, þó hann sýni þarna markmannstilburði og vettlinga voru flcstir leikmenn með. Ljósmynd emm. ókeypis: 24 siðna litprentuð bók sem sýnir yður hvernig hœgt er að gera fallegt teppi i tómstundum Sendið strax eftir ókeypis eintaki af Readicut teppabókinni. 1 bókinni eru 52 skýringamyndir í litum af teppum, sem þér getið búið til. Þeirra á meðal eru nýtízkuleg Skandinavisk mynstur hönnuð fyrir Readicut af færustu, yngri hönnuðum Svíþjóðar. Þér fáið einnig leiðarvísi um liti, sem sýnir 52 falleg litbrigði Readicut ullarinnar, svo að þér getið valið liti með hliðsjón af litum heimilis yðar. Allt yður að kostnaðarlausu. Skrifið strax. Upplagið er takmarkað. þér undrandi hve fljótleg teppa- gerðin er, og hvað hún vekur mikla aðdáun. Allir hafa ánægju af Readicut teppagerð. Hjón gera teppi saman, einstaklingar sem föndur eða fyrir framtíðarheimilið, eftirlaunafólk sér til afþreyingar, jafnvel unglingar. Readicut pakk- inn veitir öllum gagn og gaman. Það er mjög auðvelt að velja eftir hinni ókeypis Readicut bók. Hvert teppi er fullkomlega sýnt ins. Pakkamir em í margvíslegum stærðum og fimm gerðum. Verð allra mynstra fara eftir stærðum pakkanna. (Einlit teppi em ódýmst). Við staðgreiðslu eða lítils háttar innborgun getið þér hafið þetta spennandi tómstundagaman. Ef yður lízt ekki á pakkann, endurgreiðum við peninga yðar samkvæmt ábyrgð- arskilmálum Readicut. Sendið eftir Readicut teppa- bókinni nú þegar. Þér emð ekki skuldbundin að kaupa neitt..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.