Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 3
Visir Miðvikudagur 18. október. 1972 ## Bretar œfir ÞESSI ÓÞVERRABRÖGÐ VORU EKKI NOTUÐ SÍÐAST" — rabbað við brezku skipstjórana við Vestfirði ,,Skipin voru öll i stórhættu”, sagði Bill Spearpoint, skipstjóri á togaranum Wyre Corsair frá Fleetwood, þegar við náðum sam- bandi við hann i gær- dag á miðunum út af Dýrafirði. ,,Það er nú einu sinni svo að þeir, sem hafa stundað sjó- inn árum saman, vilja losna við að horfa upp á sjóslys. Þetta er sjó- manninum eiginlegt, og hann vill öryggi til handa skipi og áhöfn. „Þessi aðgerð Ægis var stórhættuleg, ekki aðeins fyrir okkur, heldur líka sjómennina um borð hjá þeim. Hér voru fjöl- margir i hættu. Spearpoint sagði Ægi hafa komið á mánudagskvöldið og aðvarað tvö skipanna. ,,En á þriðjudagsmorgun kom varð- skipið og sveimaði kringum skipið. Það kom i átt til okkar og skipaði mér að taka veiðar- færin inn. Ég svaraði þvi til, að mér væri engin nauðsyn á sliku, ég væri að veiðum á úthafi og teldi, að mér bæri engin nauð- syn til að hlýðnast honum”. Spearpoint kvað varðskipið siðan ekki hafa haft nein umsvif, en gert atrennu að togaranum. 1 fyrstu tilraun kvaðst hann hafa getað komizt undan klippunum. Hefði hann þá kallað til varðskipsmanna, að hann þyrfti að beygja, áður en hægt væri að hifa upp trollið. „Svo byrjaði ég að hifa, — en það var þá sem hann kom aftur og klippti á virana á 100 faðma dýpi. Þetta var mjög naumt allt saman. Þvi á meðan ég var að hifa, varði systurskip okkar með þvi að sigla á milli. En Ægir kom þá og sigldi aftur á milli okkar, og þá munaði ekki nema nokkrum metrum, að stórárekstur yrði milli skip- anna allra. Spearpoint sagði, að þetta væri i fyrsta sinn siðan land- helgisdeilan blossaði upp, sem hann hefði séð til varðskips, en hann hefði heyrt af þeim fyrir' vestan á dögunum. Skipstjórinn sagði, að tjón sitt og útgerðar- innar væri mikið, ekki aðeins 2500 til 3000 pund (um 600 þúsund krónur) heldur einnig timatap og tjón, sem kæmi niður á venjulegum hásetum um borð. „Ég kynntist ekki öðrum eins óþverrabrögðum og þessum i siðasta þorskastriði”, sagði Bill Spearpoint, „að eyðileggja milljónaverðmæti af veiðar- færum og matvælum á þennan hátt. Þá voru deilurnar öllu meira við samningaborð en úti á hafinu, og mannslffin voru ekki i hættu eins og hér gerðist i morgun”. Skipstjórinn kvaðst ekki vita hug Islendinga i máli þessu, en kvaðst verða að lita á íslend- inga sem óvinaþjóð eins og á stæði. Ekki kvaðst hann hætta veiðum vegna atburðarins i gærmorgun. „Ég hef nóg af veiðarfærum um borö”, sagði hann glaðklakkalegur, „og veiði þar sem tækifærin gefast”.Og veiðin góð, spurðum við. „Silly question gets silly answer”, sagði skipstjórinn hlæjandi, „við skipperarnir erum nú ekki vanir að láta mikið uppi um slikt. En eitt er vist, aðgerðirnar munu ekki reka okkur burtu af þessum miðum. Um borð i Wyre Gleaner, systurskipi Wyre Corsair, ræddum við við Belchar skip- stjóra. Ilann sagði: „Við óttumst ekki að verða færðir til islenzkrar hafnar i vetur. Þeir væru ekki hérna um borð piltarnir, ef svo væri. Þeir eru reiðubúnir að verjast uppgöngu, ef til kemur. Belchar kvaðst þeirrar skoðunar, að i gærmorgun hefði stórhætta verið á, að allt að þrjú skip sykkju vegna aðgerða Ægismanna. „Þetta var afskap- lega naumt aílt saman”, sagði hann. — JBP — „Hœttan er engin þegar klippt er undir sjávarmóli segir Landhelgisgœzlan S#f ,,Þetta er allt orðum auk- ið hjá skipstjórunum brezku" sagði Hafsteinn Hafsteinsson hjá Land- helgisgæzlunni. ,,Það er skorið á togvírana undir sjávarmáli og við visum al- gjörlega á bug þessu tali um slysahættu. Auk þess hafði togarinn fengið margitrekaða aðvörun." — Hvers vegna er aldrei klippt á hjá Þjóðverjum? „Þeir hlýða yfirleitt skipunum varðskipanna um að hifa upp og þar af leiðandi hefur ekki komið til klippinga hjá þeim,” sagði Hafsteinn Hafsteinsson. I gær rættist sá langþráði draumur blaðamanna að fá að fara með i eftirlitsflug. P’logið var vestur fyrir land þar sem Ægir hafði skömmu áður klippt togvira Wyre Corsair frá P’leetwood. Samkvæmt frásögn Guðmundar Kærnested, skipherra á Ægi, brugðust togarakallar hinir verstu við afskiptum varðskips- ins. Reyndu þeir að sigla varð- skipið i kaf og einnig hentu þeir út tógi i þeirri trú að það myndi fest- ast i skrúfu varðskipsins. Ekki varð þeim þó að ósk sinni og fóru þeir þá, til þess að gera varatroll- ið klárt. Aðrir togarar sem voru Belgíumenn: Samningurinn fullnœgir EBE-skilyrðum Samningarnir við Belgiumenn rufu skarð i múrvegg Efnahags- bandalagsins i land- helgismálunum, sem skýrt sannast með yfir- lýsingu Belgiustjórnar um, að þeir séu fullnægjandi að þvi er varðar samninga okkar við EBE um friverzlun. EBE setti það skilyröi i samninga við íslendinga i sumar, að ivilnanir, sem Islendingar fengu samkvæmt samningunum við útflutning sjávarafurða til EBE-landa skyldu ekki taka gildi, fyrr en lausn hefði fengizt á land- helgismálum, sem EBE-menn sættu sig við. Stjórn Belgiu hefur tilkynnt utanrikisráðuneyti Islands, að landhelgissamningurinn milli rikjanna fullnægi þessum skilyrðum. HH að veiðum á þessum slóðum hifðu upp hið snarasta og sigldu norður með Vestfjörðum. Varðskipið Óð- inn var þarna i grenndinni og það siðasta sem blaðamenn sáu var sú ánægjulega sjón sem blasti við þegar Óðinn rak flotann á undan sér. Ægir hélt aftur á móti i átt til nokkurra þýzkra togara sem voru fyrir innan linu á Kögurgrunni. Þjóðverjarnir höfðu þá fregnað af klippingunni og hifðu upp hið snarasta þegar Ægir kom á vett- vang. Að öðrum kosti hefðu þeir eflaust fengið að kenna á skærum Ægis. „Nú fljúgum við i 100 feta hæð sem er algengast þegar þarf að tesa á númer togaranna” sagði Ólafur Valur Sigurðsson, skip- herra á Fokker flugvél Land- helgisgæzlunnar, þegar við flug- um yfir landhelgisbrjótana i gær. Raunar sýndist fréttamönnum vélin ekki vera meira en 50 fet yfir sjónum en ástæðulaust er að rengja orð Ólafs. Og það var ekki að sjá á Guðjóni Jónssyni flug- stjóra að þetta væri annað og meira en venjulegt áætlunarflug. Enda er flugvélin á lofti flesta daga og tekur það oft og tiðum 8- 12 tima aðafgreiða miðin. Þegar flogið er niður að allt að 100 skip- um og þau skrásett, segir sig sjálft, að öldutopparnir nær þvi sleikja búk flugvélarinnar. Hlut- verk Fokkersins er ómetanlegt i sambandi við Gæzluna. Vélin æð- ir yfir stórt svæði á skömmum tima, tekur niður nafn og númer togara sem fyrir innan eru og þá á eftirleikurinn að vera hægur fyrir varðskipin. Þau setja á fullt, sigla að landhelgisbrjótunum og gefa þeim ákveðnar skipanir um að hypja sig á brott. Ef þvi er ekki hlýtt þá getur svo farið að klippt verði á togvira. Þetta vita skip- stjórarnir og þvi gefst ákaflega takmarkað næði til veiða. Allar likur benda til að aðgerðir Landhelgisgæzlunnar verði hert- ar á næstunni og öllum brögðum beitt til að hreinsa landhelgina rækilega. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.