Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Miðvikudagur 18. október. 1972 VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Bihgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Véfréttin mesta Einkennilegt er, að forsætisráðherra skuli i há- sætisræðu sinni ekki gera neina skiljanlega grein fyrir stefnu stjórnar sinnar i þeim þremur vanda- málum, sem alvarlegust eru um þessar mundir, efnahagsmálunum, landhelgismálunum og öryggismálunum. Ummæli ráðherrans á þessum þremur sviðum gáfu ekkert til kynna um, hvað stjórnin hygðist taka til bragðs. Orðaval véfréttar- innar er orðið honum eiginlegt. Um efnahagsmálin sagði hann, að rétt væri að biða þess, að myndin skýrðist og álit efnahagssér- fræðinga kæmi fram. Mönnum er litil fróun að slik- um upplýsingum eins og ástandið er nú. Myndin er að skýrast og hún er sú, sem Jón Árnason alþingis- maður benti á i umræðunum um hásætisræðuna, að um 2500 milljónir króna vantar aukalega úr vösum skattgreiðenda til að halda áfram leiknum með visitölur, niðurgreiðslur og uppbætur. Annað eins efnahagsástand hefur ekki verið áratugum saman. í umræðunum vitnaði Jóhann Hafstein i efna- hagssérfræðing rikisstjórnarinnar, sem sagði ný- lega i Þjóðviljanum, að atvinnuvegirnir væru ýmist reknir með tapi eins og sjávarútvegurinn eða án hagnaðar, að fjárfestingarsjóðirnir væru orðnir tómir, að framleiðsla þjóðarinnar stæði ekki undir eyðslu hennar, og að bruðlið væri að sliga þjóðfélag- ið og skapa vitahring jafnvægisleysis. Ástand, sem svo ófagurlega er lýst, ætti að gefa forsætisráð- herra tilefni til að spjalla nokkuð um væntanlegar gagnaðgerðir sinar. En hann var þögull sem gröfin. Um landhelgismálið sagði forsætisráðherra, að samkomulagsleiðinni yrði ekki lokað, svo lengi sem nokkur von væri á sanngjarnri lausn við samninga- borðið. Ekkert minntist hann á, hvort stjórnin mundi fylgja linu Einars eða Lúðviks. Það hefur þó ekki farið fram hjá neinum, að tilraunir Lúðviks til að slá sig til riddara hafa valdið opinberlegu mis- sætti ráðherranna. Þetta ósamkomulag er engin lygi vondra blaða. Lúðvik hefur lýst sinum sérsjónarmiðum i viðurvist fjölda vitna á blaðamannafundi. Og i umræðunum i gær tók hann það fram, að breyting hlyti að verða á núverandi hægagangi stjórnarinnar i landhelgis- málinu. Siðar i umræðunum veitti Hannibal honum ofanigjöf. Hann sagði, að enginn ætti að reyna að slá sig til riddara i þessu máli. Slikt sæmdi engum og græfi undan málstað þjóðarinnar. í hásætisræðu forsætisráðherra var engan úrskurð að finna i þess- um klofningi rikisstjórnarinnar. Hámarki náði véfrétt forsætisráðherra, er hann talaði um öryggismálin i einni málsgrein og kvað stefnuna vera þá að mynda sér sjálfstæða skoðun á þvi, sem að höndum bæri, og ráða fram úr þvi á þann hátt, er samrýmdist sjálfstæðu en vopnlausu smáriki. Enginn getur fundið út, hvað þessi ummæli eiga að tákna. Þau eru i samræmi við klausu mál- efnasamningsins um sama mál, en þá klausu hafa stjórnarsinnar túlkað á ótal mismunandi vegu, eins og menn muna. Forsætisráðherra hefur sinar ástæður til að tala eins og véfrétt og fara vendilega i kringum þá þrjá elda, sem heitast brenna á þjóðinni um þessar1 mundir. Hann hefur nefnilega ekki umboð til að tala um þessi mál fyrir hönd rikisstjórnarinnar, þvi að hún er ósammála um þau og er þess vegna i raun- inni óstarfhæf. Baráttan gegn eiturlyfjunum farin að segja til sín í USA Um árabil hefur Miami verið álitin heWa aðflutn- ingsæð heróíns til Banda- ríkjanna, en þau skörð, sem tollgæzlan hefur höggvið í smyglkeðju eiturlyfja- hringanna á síðustu tveim árum, þykja likleg til þess að hafa skorið á þá æð. Um 800 pund af heróini hafa lent i klóm tnlivarða Miami á siðustu 24 mánuðum, en það magn mundi nægja i eins dags skammt fyrir 7,5 milljónir eitur- lyfjaneytenda og hefði gefið fikni- lyfjasölum 253 milljónir doilara i aðra liönd F i k n i 1yfjade i 1dir lög- gæzlunnar.sem viðurkenna, að þessi skoðun þeirra sé byggö á nokkurri bjartsýni, benda þó jafnframt á, að hugsanlega hafi helztu smyglhringirnir aðeins gert stundarhlé á innflutn- ingnum, á meðan þeir leita nýrra bragða til þess að komast fram- hjá þeirri fylkingu leyniþjónustu- manna, sem skorið hefur á smyglið. Um leið er fullvist talið að eiturlyfjasalarnir verði sér núna úti um herónin eftir öðrum leiðum. James Dingfelder, talsmaður tollgæzlunnar i Miami, sagði ný- lega i viðtali: 89% alls heróins, sem tollgæzla Bandarikjanna komst yfir, náðist i Miami — þar til fyrir tveim árum. Við vitum ekki nákvæm- lega hvernig tölur standa núna, en þetta magn hefur minnkað gifurlega hér i Miami. — Að visu gripum við smávegis hér og iitilræði þar, en það er ekkert i likingu við þær stóru sendingar, sem við höfum komizt yfir á siðustu 24 mánuðum”. l»að var i október 1971, sem toll verðir komust yfir fyrstu stóru heróin-sendinguna, 156 pund af 97% hreinu heróini. Á næstu mánuðuin klófestu tollverðir i Miami 66 punda, 209 punda og 94 punda sendingar. Þá náðu tollverðir i San Juan i Puerto Rico, með tilsögn tollyfir- valda i Miami, seglskútu með 247 punda farm af fiknilyfjum. Og áður en margar vikur voru liðnar, veitlu fiknilyf janeytendur á austurströndinni þvi eftir tekf, að framboðið var að detta niöur. Styrkleiki og gæði skammtanna fór versnandi og verðið fór hækkandi. ,,Við vitum vel, að heróinsend- ingar komast ennþá framhjá okkur, en ekki i nærri þvi eins llllllllilll MlWÆ Umsjón: Guðmundur Pétursson ,,Það hefur ekki liðið nægilega langur timi til þess að við getum verið vissir um, að þetta mikla herfang tollvarðanna hafi varan- leg áhrif á framboð heróins”. Við gefum gaum ákveðnum at- riðum, sem geta bent okkur á það sanna i þessu, Svo sem hvort verðið færi hækkandi, vegna þess að eiturlyfjasalarnir eigi i erfið- leikum með að verða sér úti um efnið. Þá er skortur á þvi á göt- unum. Annað merki um þetta sjáum við með þvi að gefa gaum endurhæfingarhælunum. Ef Ein af örfáum myndum, sem náöst hafa af heróínsaia, bolnum)aö selja viðskiptavinum sinum dagskammtinn. (á röndótta stórum mæli og hér áður fyrr”, sagði Dengfelder i viðtalinu. „Þetta er nánast eins og knatt- spyrnuleikur, þar sem sóknar- mennirnir reyna að smjúga með boltann i gegnum varnarkeðjuna, þar sem hún er veikust fyrir. — Og nú er Miami ekki lengur veiki hlekkurinn, svo að smyglararnir þreifa fyrir sér annars staðar”. Það er samdóma álit lögreglu- foringja úr mörgum fylkjum Bandarikjanna, að heróin send- ingarnar, sem áður fóru i gegnum Miami, komi frá Kanada og Mexikó, og ennfremur eitt- hvað með verzlunarskipum inn i hafnarbæi i Kaliforniu og Washington-fylki. Þeir, sem svartsýnastir eru um árangurinn i baráttunni gegn eiturlyfjadreifingunni, eru senni- legast fiknideildarmennirnir, sem fást við neytendurna og eiturlyfjasalana á strætunum. R.C. McGavock, lögreglulið- þjálfi i afbrotadeild sýslu- mannsins i Dade-sýslu, sagði, þegar honum bárust til eyrna ummæli Dingfelder i Miami: Heróin-innspýting undirbúin....uppleyst og hitað upp—og dregið f sprautuna i gegnum siu—og siðan sprautað i æð á handlegg. eiturlyfjaneytendur hópast þangað inn fyrir dyr til þess að leita liknar á kvölum sinum. þá hefur orðið skortur hjá götusöl- „Hins vegar er orðið erfiðara fyrir okkar menn að kaupa skammta af eiturlyfjasölunum, en það er ekki hægt að gera sér grein fyrir þvi, hvort þaö stafar af svo litlu framboði eða aukinni varkárni hjá seljendunum”, sagði liðþjálfinn. En eiturlyfjaneytendur eru ekki jafnhikandi og McGavock að játa, að það sé farið að harðna tilfinnanlega á dalnum. 19 ára unglingur, sem kaupir og selur eiturlyf i litlum mæli, sagði: „Með hverri vikunni, sem liður, á ég erfiðara með að fá birgðir frá minum veitanda, og gæðin fara alltaf versnandi. — Eg var vanur að taka 4 innspýtingar á dag, en núna er ég kominn upp i 8, vegna þess hve efnið hefur verið þynnt. — Og svo hef ég orðið að selja dýrara, og minir viðskiptavinir eru örvita orðnir, þvi að þeir verða að kaupa meira magn (vegna þess hve efnið er dauft) á hærra verði”. 25ára gamall maður, sem var i læknismeðferð á St.Lúkasar- spitalanum i Miami, sagði, að aukin aðsókn fikniefnaneytenda á sjúkrahúsin og hælin stafaði bein- linis af aðgerðum yfirvalda i Miami. ,,Að visu getur ,maður enn fengið það”, sagði hann, „en það hefur verið blandað mikið”. Velgengni Miami-tollvarðanna, þegar þeir klófestu stóru send- ingarnar, byggðist að mestu á upplýsingum. sem leynierind- rekar U.D. Bureau og narcotics and dangerous drugs höfðu komið áleiðis heim. Fikniefnadeildin á menn á sinum snærum innan vé- banda eiturlyfjahringanna — alla leið frá valmúuökrunum i Tyrk- landi til eimingarverksmiöja, sem reknar eru leynilega i Frakklandi. en þá leið hefur slóðin legið á Bandarikja- markað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.