Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 1
MAFÍAN HEFUR TANGARHALD Á 100 LÖGLEGUM FYRIRTÆKJUM — sjá bls. 5 «2. árg. — Miðvikudagur 18. október 1972. — 238. tbl. Ríkisstjórnin boðar samdrátt — sjá baksíðu Togari bakkaði á varðskip — minni háttar skemmdir ofanþilja, — en Aldershot verður að sigla heim ítrekaðar tilraunir til að sigla skipið niður — Auðvitað dauðlangar mig lika til að taka þessa Breta. En það eru bara aðrir sem ráða, ég er bara stýrimaður hér um borð eins og þú veizt, hvislar Pálmi lllöðversson að verndargrip sinum urn borð i flugvél Land- helgisgæzlunna r. Tröllið kinkaði kolli nieð samúð i svip og starði dreymandi á svip út i lnftið yfir gleraugun. lJað er engin hætta á að tröllið segi frá neinum þeim leyndar- málum, sem Gæzlan býr yfir enda eru gúmmidýr þögul með afbrigðum. l>að er þvi óhætt i liingu og tilbreytingarlausu flugi að rabba við dýrið, vitandi að það fer ekkert lengra. Sjá frásögn á bls. 3 af átökum við landhelgisbrjóta. -SB Brezkur togari bakkaði á fullri ferð á varðskip í morgun norður við Hraun- hafnartanga, en nokkur brezku veiðiskipanna gerðu sig líklega til að sigla á varðskipið nokkru siðar, en því tókst að komast undan þeim. Skemmdir á varð- skipinu urðu litlar, sagði Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgisgæzlunni um hádegi i morgun, en togar- inn, sem er Aldershot GY 612 verður að halda heim á leið með minni háttar leka, Sex brezkir togarar hifðu strax upp vörpur sinar i morgun, þegar varðskipið skipaði þeim að hætta veiðum, en Aldershot þrjózkaðist við þrátt fyrir itrekaðar aðvaran- ir. t>á var gerð aðför að togaran- um. Þegar varðskipið nálgaöist Aldershot setti togarinn Ross Revenge GY 718 á fulla ferð á varðskipið. Revenge var þá nýbú- inn að taka upp vörpu sina. Þrengdi togarinn nú svo aö varð- skipinu, að þegar Aldershot setti á fulla ferö aftur á bak, bakkaði hann á varðskipið og kom með afturendann nokkuð aftan við miðju varðskipsins og fór aftur með þvi. Skemmdirnar urðu eins og fyrr greinir minni háttar og ofan þilja, en ekki var að sjá neinar skemmdir á skrokk skipsins. Engin slys urðu heldur á mönnum að sögn þeirra i Landheglisgæzl- unni. Kftir atburðinn varð mikill at- gangur i togurum þeim, sem þarna voru að veiða, og voru gerðar itrekaðar tilraunir til að sigla varðskipið niður. Kréttastofa AP sagði i hádeginu að togarinn hefði fcngið 4 feta rifu á kinnunginn nálægt stefninu rétt fyrir ofan sjólinu. Atburðurinn átti sér staö klukkan 9 i morgun, en ekki var ljóst hvort varpan hefði verið skorin frá togaranum. — JBP — Lukkutröllið þegir um hernaðarleyndarmálin Tveggja USA- þingmanna saknað Einkaflugvélar með tveim bandariskum þingmönnum innanborðs er saknað, en hennar var leitað i gær fram á nótt i fjalllendi vestur af Juneau i Alaska. Prátt fyrir að leitarflugvélar greindu hljóðmerki neyðarsendis, tókst ekki að miða út, hvar flugvélin væri niðurkomin. Sjá nánar á bls. 5 ★ Heróínsmyglarar fœlast orðið Miami Eiturlyf jadeildir tollþjón- ustunnar og lögreglunnar i Bandarikjunum telja sig nú sjá fram á einhvern árangur af baráttu sinni gegn smygli og dreifingu á eiturlyfjum. Heróin verður smám saman vandfengnara, enda hefur tollgæzlan i Miami — aðalflutningsæð eiturlyfja inn i Bandarikin — hremmt nær 800 pund af heróini á siðustu 2 árum. Sjá nánar á bis.6 ★ Guðfaðirinn sjá gagnrýni á bls. 7 ★ Fremur áhorfendur en þátttakendur í eiturlyfjasvallinu islendingar eiga sina fulltrúa i gömlu Kristjaniu i Kaupniannahöfn, hippa- hverfinu, þar sem eitur- lyfjasjúklingar halda mest til. En islenzku unglingarnir eru miklu fremur áhorfendur en þátt- takendur og stunda vinnu sina af mestu kostgæfni, segir Ómar óskarsson úr hljnmsveitinni Icecross i við- tali við Visi, en hann og félagar léku i hippahverfinu i sumar. Sjá bls. 4. ★ Stórhœtta á að þrjú skip sykkju — segja œfir brezkir skipstjórar l>að var þungt i þeim hljóðið hrezku togaraskipstjórunum, þegar við ræddum við þá, þar sem þeir voru að bardúsa á miðunum út af Vestfjörðum i gærdag. „Við höldum veiðum áfram, — höfum nóg af veiðarfærum”, sagði Spcarpoint skipstjóri, sem var þá nýbúinn að missa 600 þús. króna vörpu i hafið. — Við flugum lika yfir togarana og mynduðum þá og horfðum á aöfarir þeirra, þegar reynt var að sigla Ægi niður. — Bretinn kvað aðgerðir Ægis hafa verið fifl- djarfar og 3 skip og áhafnir hafa verið i stórhættu. —Sjá bls. 2. AP um hádegi: „Skotið að togara" Ap-fréttastofan segir, að heimildir í London fullyrði, að íslenzkt varðskip ,,hafi skotið" að einum brezkum togara. Varðskipið Óðinn hafi skipað togaranum Wyre Vanguard að stöðva og skotið þremur skotum í grennd við togarann, þegar þvi var ekki hlýtt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.