Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1972, Blaðsíða 8
Uiif'linKalandslift islands i knaltspyriiu ásaml unglinganefnd KSi. Akurnesing arnir i liftinu koniust ekki á æfinguna i gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur. Tekst þeim að komast í úrslit Evrópukeppninnar? - Unglingalandslidið heldur til Luxemborgar á föstudag og leikur þar á sunnudag áhuginn skein úr hverju andliti. Þarna voru margir piltar. sem þegar hafa vakih verhskuldaða athygli meh liðum sinum — flestir orðnir leikreyndir þó ungir séu. I hópnum sem fer til Luxemborgar, eru t(i leikmenn allir fæddir siðari hluta árs lf)54 eða 1955 - og nákvæm- lega helmingurinn, eða átta þeirra, léku i sigurkeppni Kaxaliðsins á Skot- landi. Nokkrir nýir leikmenn bættust svo við i hópinn. þegar leikið var i Afmíismóti KSi með þátttöku erlendra liða i sumar og þar sigraði islenzka liðið þó svo unglingalið Celtic léki þar. ()g siðan þá hefur tveim piltum verið badt i hópinn. Fyrirliði islenzka liðsins i sumar. Gisli Torfason. er einn þeirra. sem getur ekki keppt gegn Luxemborg vegna aldurstak- markanna - varð 19 ára fyrir 1. ágúst i sumar og fyrirliði landsliðsins nú verður Gunnar Orn Kristjánsson. Viking. sem verið hefur einn mark- hæsti leikmaður liðsins undanfarin sumur. Kllefu piltanna. sem leika i Luxem- borg. hafa áður leikið i unglingalands- liðinu. k>eir eru — og hafa allir leikið tvo leiki - nema markvörðurinn Ar- sæll Sveinsson. IBV, sem hefur leikið cinu sinni i unglingalandsliðinu. Janus Guðlaugsson. FH. Horvarður Höskuldsson KR. Björn Guðmunds- son. \iking. Guðmundur Yngvason. Stjarnan. Ottó Guðmundsson KR. Gunnar Örn Kristjánsson. Viking, llörður Jóhannesson. Akranesi. Ásgeir Sigurvinsson. tBV. sem einnig hefur leikiðþrjá A-landsleiki fyrir ísland. og Stefán Halldórsson. Viking. I>eir. sem leika nú i fyrsta sinn i unglingalnadsliðinu. eru Sverrir Haf steinssori. KR. Grimur Sæmundsen. Val. Logi Ólafsson FH. Hannes Lárus- son. Val. Karl Fórðarson. Akranesi. og Leifur Helgason. FH. Fararstjórar verða Albert Guð- mundsson. formaður KSÍ, og unglinganefndarmennirnir þrir, Árni, Gunnar og Hreiðar. Farið verður frá Keflavikurflugvelli kl. 7.45 á föstu- dagsmorgun og komið til Luxem- borgar um hádegi. Liðið mun skoða keppnisvöllinn siðari hluta dags og óskáð hefur verið eftir þvi að fá að æfa á vellinum, sem leikið verður á. t>að yrði þá á laugardag. Leikurinn i undankeppni hins árlega alþjóðlega unglingamóts UEk'A hefst kl. i:i.:ioá sunnudagog verður leikið á E. Mayrisch Stadium i Esch-sur- Alzette. Leikurinn verður forleikur að leik Luxemborgar og Tyrklands i 2. riðli undankeppni heimsmeistara- keppninnar 1974. 1 þeim riðli eru auk þessara tveggja landa Italia og Sviss. Aðeins einn leikur hefur farið fram i riðlinum og það var i Luxemborg. italia sigraði þá liö Luxemborgar 4-0. Annar leikur verður i riðlinum á laugardag. Þá keppa Sviss og Italia. íslenzka liðið heldur frá Luxemborg daginn eftir leikinn — það er mánudag — og verður komið til Keflavikur kl. 16.30. Þaö var mikiö fjör á Mela- vellinum i gærkvöldi og margir leiknir piltar léku sér þar aö boltunum. Siöasta æfing unglingalandsliðsins i knatt- spyrnu — leikmenn átján ára og yngri — áöur en haldið veröur til Luxemborgar á föstudag. A sunnudag leika piltarnirþar fyrri leik sinn viö lið Luxemborgar i Evrópu- keppni ung linga landsliöa, en siöari leikurinn milli landanna veröurhérá landi i april næsta ar. Þaö liöiö, sem fer meö sigur af hólmi i þessum leikjum, kemst beint i úrslita- keppni Evrópusambandsins sem veröur háö á Italíu næsta sumar. Þaöerþvi tilmikilsað vinna og ef aö likum lætur ætti islenzka líöiö aö fá italiuferð- ina. Liöiö hefur öölazt mikla reynslu siöustu árin og uppi- staóa þess er enn Faxaliðið, sem vann frægan sigur i keppni a Skotlandi sumariö 1970. l>að var mikill hugur i strákunum þarna á Melavellinum. l>eir æfðu undir stjórn þjálfaranna Gunnars l’éturssonar og Hreiðars Arsælssonar. sem jalnframt eru i unglinganefnd KSt. ()g lormaður nefndarinnar. Árni Ágústsson lramkva'mdastjóri KSt var a ælingunni i fullum æfingaskrúða spenntur og áhugasamur eins og ungur strákur. l>etta var góð æfing og Guminr Orn Kristjánsson, landsliðsins. fvrirliði Reykjanes- mót í hand- knattleik Reykjanesmótið i handknatt- leik hefst i kvöld 18. október. Keppt verður i iþróttahúsinu i Hafnarfiröi i meistara-. 1. og 2. flokki. en á Seltjarnarnesi i 3ja og 4. flokki. Ryður Fram ennþá hindrun úr vegi? - Reykjavíkurmótið í handknattleik heldur áfram í kvöld Reyk javíkurmótiö í handknattleik heldur áfram i Laugardalshöllinni i kvöld. Stóra spurningin i sambandi viö leiki kvöldsins er hvort íslands- meisturum Fram tekst að ryöja enn einni hindrun úr vegi á mótinu — sigra lið Vikings, sem er eins og Fram, taplaust í mótinu. Þetta ætti aö geta oröiö hörkuspennandi leikur og ef Vikingur nær sér a strik eru leikmenn liðsins hættu- legir hvaöa liði sem er. Leikur Vikings og Fram er hinn fyrsti á dagskránni i kvöld og hefst k). 20.15. Tveir aðrir leikir verða i kvöld. 1 öðrum leik keppa Ármann og bróttur — lið, sem hafa sýnt ágæta leiki á mótinu, en samt ekki uppskorið mikið af stigum enda leikið hingað til að mestu við efstu lið mótsins. En bæði liðin eru i greinilegri fram- för og likleg til afreka i vetur á Is- landsmótinu. Siðasti leikurinn i kvöld verður milli Reykjavikur-meistara Vals og KR. Eins og lið KR hefur leikið i siðustu leikjum kemur ekkert annað til greina en sigur Vals. En kannski hrista KR-ingar af sér slenið og fara að sýna eitthvað á ný. Á laugardaginn hefst keppni i yngri flokkunum á Reykjavikur- mótinu og verður það mikið mót. AIls verða ellefu leikir a laugar- dag — en á sunnudag verða 14 leikir i yngri flokkunum og svo þrir leikir i meistaraflokki karla á sunnudagskvöld. Á laugardag hefst keppnin i Laugardalshöllinni kl. fjögur og eru fyrst tveir leikir samtimis i 2. flokki kvenna. bá leika Valur-tR og Fram og Ármann. Einnig verða tveir aðrir leikir i þessum flokki milli KR-l->róttar. og Fylki- Vikings. Siðan verða fjórir leikir i 2 flokki karla og þrir leikir i 1. flokki karla. Á sunnudag hefst keppnin kl. tvö og verða fyrst fjórir leikir i 3. flokki kvenna. þá i'jórir leikir i 4. flokki karla. fjórir leikir i 3. flokki karla og að lokum tveir leikir i meistaraflokki kvenna. Um kvöldið leika svo Valur-Vikingur. ÍR-Ármann og Fylkir-KR i meistaraflokki karla. VÍÐA HM-LEIKIR í iVRÓPU í KVÖLD Danir hefja þátttöku sína i heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu i kvöld og leika þá gegn Skotlandi á Idretsparken i Kaupmannahöfn. Danir og Skotar eru i áttunda riðli i Evrópu ásamt Tékkósló- vakiu. Danska liðiö kom á óvart i fyrra og sigraði þá Skotland í Kaupmannahöfn 1-0, en sá leik- ur var liður i Evrópukeppni landsliða. Hins vegar er varla hægtað reikna með þvi, að Dön- um — en með liði þeirra leika nokkrir atvinnumenn — tekist að endurtaka sigurinn nú. irland og Sovétrikin leika i 9. riðli i kvöld og verður leikurinn i Dublin. í þeim riðli er Frakk- land einnig og á föstudaginn vann Frakkland Sovétrikin 1-0 i Paris. Það var óvænt gegn úr- slitaliðinu i Evrópukeppninni i vor,en franska liöið náði góðum árangri i „litlu heimsmeistara- keppninni" i Brasiliu i vor. Það er i mikilli framför, aðallega vegna Chiesa, kornungs leik- manns, sem er eitt mesta efni, sem hcfur komið fram i Frakk- landi. í sjötta riðli leika Búlgaria og Norður-írland i Sofia, en þetta er cinn sterkasti riðillinn i Evrópu, þar sein Portúgal er einnig meðal þátttakenda. Fjórða liðið er frá Kýpur. Þetta verður fyrsti leikur landanna i riðlinum, en Portúgal hefur þegar sigrað Kýpur tvivcgis. Á morgun leika Spánn og Júgóslavia i Las Palmas og er það talinn lykilleikurinn i sjöunda riðli. Þar leikur Grikk- land einnig. Þetta verður fyrsti leikurinn i riðlinum og bæði löndin liafa mikinn hug á að ná langt að þessu sinni. Hvorugt komst í úrslitakeppnina 1970 i Mexikó, og var það hvað óvænt- ast i sambandi við undankeppn- ina þá, þvi Spánn og Júgóslavia liafa löngum verið stórveldi á knattspyrnusviðinu. Æft i flóöljósunum á Melavelli i gærkvöldi Ljósmynd Bjarnleifur — Na'sta sumar muii ég bæta hcimsmctiö i loo metra grinda- hlaupi i 17.3 sekúndum — eða uni liálfa sekúndu — sagði Olympiumeistarinn John Akii- Bua frá Uganda á hlaðanianna- lundi i Paris i gær. Hann sagðist ekki vera i nógu góðri æfingu til að geta gert sér vonir um að haúa heimsmetið á Afrikju- leikjunum i Nigeriu i janiiar. Ilann hefur keppt litillcga i Frakklandi mi en ekki náð um- talsverðum árangri. John Akii- Búa er 22ja ára lögregluþjónn og sagði, að það sem hefði háð sér mest i Munchcn-leikjunum liefði verið að venjast gadda- skóntini. sem liann hljóp á. En hann var ánægður cftir að liafa sett heimsmetið eins og sésl á myndinni liér að ofan. John hefur verið ha'kkaður i tign i liigregluliði Uganda og gata i höfuöhorginni. Kampala, liefur verið skirð i höfuð hans. Bikarleikir KSÍ um aðra helgi! - Frestað vegna utanfarar unglingalandsliðsins. Úrslit í 2. flokki á Melavellinum í kvöld. Vegna utanfarar islenzku unglingalandsliðsins í knattspyrnu verður ekki hægt aö koma undanúr- slita leik junum i Bikar- keppni KSi á um næstu helgi. Þrjú liðanna, sem leika í undanúrslítunum, FH, Vestmannaeyjar og Valur, eiga leikmenn i ung- lingalandsliðinu. Leikirniri bikarkeppninni verða um aðra helgi. i kvöld verður hins vegar úr- slitaleikurinn i 2. aldursflokki á i gær var háður ágóða- og hciöurslc ikur fyrir Jimmy Greaves á Wliite Hart l.ane i Lundúnum. Þar lék Tottenham gegn hollenzka meistaraliðinu Fejenoord og lék Greaves með liði Totlenham. Úrslit urðu þau, að Tottenham sigraði 2-1 og skor- uðu þeir Greaves og Evans fyrir liðið. Jiminy Greaves hefur lagt skóna á hilluna fyrir nokkru. en íslandsmótinu. Það verður flóð- ljósaleikur á Melavelli milli tveggja stórskemmtilegra liða, Vestmannaeyja og Akraness. í leiknum verða fjórir leikmenn, sem leika með unglingalandslið- inu á sunnudag bráðsnjallir leikmenn eins og Ársæll Sveins- son og Ásgeir Sigurvinsson, ÍBV, llörður Jóhannesson og Karl Þórðarson, ÍA. Leikirnir i undanúrslitum bikarsins verða laugardaginn 28. október. Þá leika IBV og Valur i Vestmannaeyjum og hefst leikur- inn kl. þrjú, og á sama tima leika Fll og ÍÍIK öðru sinni i undan- liann lék lengi mcð Tottenham og ('helsea — markaskorari, sem um gelur i enskri knattspyrnu. Þá voru tveir leikir luiðir i 2. dcild á Englandi i gærkvöldi. Blaekpool og Aston Villa gerðu jafntelli 1-1 á vesturströndinni, en i Lundúnum sigraði ()Plt Fulham 2-0 og náði við það öðru sæti i deildinni. Lcikiö var á leikvelli Fulliam. úrslitunum. Sá leikur verður i Hafnarfirði, en lyrri leikur lið- anna var sem kunnugt er i Kefla- vik. Ef allt gengur upp a'tti úr- slitaleikur llikarkeppni KSÍ að geta farið Iram laugardaginn 4. nóvember eða sunnudaginn 5. nóvember á Melavellinum. FUNDIR Aðalfundur handknattleiks- deildar Ilauka verður sunnudag- inn 22. þessa mánaðar kl. tvö eftir hádegi i Sjálfsta'ðishúsinu i llafnarl'irði. Venjuleg aðalfund- arstörf. iþróttakennaralelag lslands heldur lelagslund n.k. fimmtudag kl. 20.30 að Hótel Esju. Á fundinum verður rætt um leikfimi- og limleikasýningu ÍKFI og FSI i desembermánuði n.k. og réttindamál iþróttakennara. Svavar Helgason, framkvæmda- stjóri Sambands islenzkra barna- kennara, og Stefán Kristjánsson, iþrótta fulltrúi Reykjavikurborg- ar. munu mæta á fundinum. Tottenham sigraði Fejenoord Roy Bentley sparkað 1 gær var Roy Bentley rekinn sem framkvæmdastjóri Swansea, sem er neðst i 3. deild. Bentley var áður fyrr einn kunnasti leik- maður enska landsliðsins — lék þar marga leiki — og var beztur sem leikmaður Chelsea upp úr 1950. Góökunningi islenzkra knattspyrnumanna, Noel Cant- well. hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Peterbro og liðið vann strax sinn fyrsta leik undir stjórn hans. Cantwell var áður leikmaður hjá West Ham og Manch. Utd. og fyrirliði irska landsliðsins m.a. sem lék hér 1962. Hann var framkvæmda- stjóri Coventry i þrjú ár, en var Iátinn vikja úr þeirri stöðu i vor. Þá hefur Stoke City boðið Derby County um 100 þúsund sterlingspund i Terry Hennessey, annan miðvörð Derby. Derby keypti Hennessey fyrir 110 þús- und pund frá Nottm. Forest fyrir nokkrum árum. en hann hefur ekki unnið fast sæti i liði Derby þar til nú — mest vegna meiðsla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.