Vísir - 26.10.1972, Side 2
2
Vísir Fimmtudagur 26. október 1972.
risnism:
Ilafið þér hugsað yður
að sjá rússneska
ballettinn í Þjóðleik-
húsinu?
Kristrún Guftjónsu. húsmóftir,
Já, ég heffti ekkert á móti þvi. Ég
hef gaman af að sjá ballett. Þessi
rússneski ballett er áreiðanlega
skemmtilegur.
Stefán Bjarnason, flugvirki. Nei ,
ég geri ekki ráð fyrir að sjá hann.
Éghef mjög litinn áhuga á hallett
Rögnvaldur Bergsson,
verksmiftjustjóri. Nei, ég hef
litinn sem engan áhuga á ballett.
Það stendur heldur ekki til að ég
sjái hann, þvi að ég er ekki bæjar-
maður.
llólmfriftur Gisladóttir,
húsmóðir. Það held ég ekki. Ég
hef þó mjög gaman af að fara á
ballettog bara yfirleitt i Þjóðleik-
húsið.
Guðrún Jóhannesdóttir, húsmóð-
ir. Ég hef mjög mikinn áhuga á
ballett, en i þetta sinn hef ég ekki
tækifæri til að fara.
Jónas Magnússon, bóndi.Nei, ég
hef frekar litinn áhuga á ballett,
en ég hef mikið gaman af sjón-
leikjum. Það er ekki þar með sagt
að ég myndi ekki fara að sjá
bállettinn, ef ég hefði tækifæri til
þess. Ég er gestur i bænum i
stuttan tima, og i svoleiðis
ferðalögum er litið um möguleika
á að njóta lista.
IÐNNÁM í FANGELSUM?
Óvissa og rótleysi, sem refsingin skapar, leiðir marga ,, \ klefann" aftur
Fangelsismálin hafa verift
mjög mikift á dagskrá á undan-
förnum mánuðum, og þykir
mörgum aft miklu sé ábótavant i
fangelsismálum okkar ts-
lendinga. Fangelsi okkar eru fá
og litil og aftstæður i þeim eru
yfirleitt mjög slæmar og oft varla
mönnum bjóðandi. Mikil þörf er á
sérlærftu fólki vift fangelsin, t.d.
sálfræðingum og félagsráftgjöf-
um.
t fyrrakvöld var i sjónvarpinu
umræöufundur um fangelsismál-
in og tóku þátt i honum ulsftir Jó-
hannesson, dómsmálaráðherra,
lögfræðingar, sálfræðingar,
félagsráðgjafar og ýmsir aðrir
sem að fangelsismálunum starfa
eða láta sig þau einhverju skipta.
Voru þar ræddir möguleikar á úr-
bótum i þessum málum.
Kom fram i umræðunum að alls
engar kröfur eru gerðar um
menntun fangavarða eða
fangelsisstjóra. Er þvi hætta á
þvi, að til þessara starfa geta val-
izt menn sem ekki eru hæfir að
gegna þeim. Fangar hafa kvartað
yfir þvi að oft séu þeir látnir sæta
refsingum vegna þess að ein-
hverjum fangavarðanna sé per-
sónulega illa við þá. Geti þvi
fangaverðir notað sér aðstöðu
sina til að ná sér niðri á föngunum
og beita þá refsingum, t.d. inni-
lokun um styttri eða lengri tima.
Oft vita fangar ekkert hvers
vegna þeir eru lokaðir inni og
hversu lengi þeir eiga að vera i
einangrun. Bókanir um hegðun
fanganna og agabrot eru færðar
inn i dagbækur fangelsanna, án
þess að fangar hafi hugmynd um
það eða fái nokkurt tækifæri til að
tala sinu máli
Ungir menn.eroft hafa fengið
dóm fyrir smávægileg afbrot, eru
látnir á staði, þar sem fyrir eru
stórafbrotamenn og afbrota-
menn, sem eru veikir á geði og
ættu að vera á geðveikrahælum
þar sem þeir væru undir umsjón
geðlækna. Margir halda þvi fram
að fangelsin bæti ekki, þau spilli
og mun mikið vera til i þessari
fullyrðingu. Margir fangar koma
aftur og aftur i fangelsin eftir að
þeim hefur verið sleppt. Sr. Jón
Bjarman fangelsisprestur, sagði i
umræðuþættinum i sjónvarpinu,
að sitt álit væri að margir fangar
sem lenda aftur i fangelsi, fari út i
afbrot aftur þegar þeir koma út,
vegna þess að þeir þola ekki vist-
ina.
Vinnumöguleikar fyrir fanga
sem dvelja i fangelsum eða
vinnuhælum eru litlir. Það er
slæmt að menn sem eru hraustir
bæði andlega og likamlega, geti
ekki stundað vinnu sem er við
þeirra hæfi. Á vinnuhælinu að
Litla Hrauni hefur verið komið
upp aðstöðu til föndurvinnu og
kennslu fyrir fanga. Er þetta spor
i rétta ár, en enn vantar mikið á
að vinnumöguleikar fyrir fang-
ana séu nægir. I umræðunum
kom fram að búskapur er nú eng-
inn stundaður á Litla Hrauni, sem
er þó stór og góð jörð. Vel mætti
láta fanga vinna að búskapnum
og eru þarna ónotaðir miklir
vinnumöguieikar fyrir fanga.
Laun þau sem fangar fá fyrir þá
vinnu sem þeir hafa möguleika á
að stunda á vinnuhælum og i
fangelsum á lslandi eru aðeins
100 krónur á dag. Þar af verða
fangar að borga klæði, lyf og
snyrtivörur sem þeir þarfnast.
Geta fangar þvi litið sem ekkert
lagt fyrir og standa oft uppi alls-
lausir þegar þeim er sleppt laus-
um. Þá vantar þá húsnæði, vinnu
og mat. Félagssamtökin Vernd og
fangahjálp Óskars Clausens hafa
reynt að aðstoða fanga þegar þeir
koma út, en ekki ráða þessir aðil-
ar við öll þau vandamál, sem við
er að striða.
Mjög mikið skref i rétta átt
væri, ef föngum byðust möguleik-
ar á að stunda eitthvert nám, á
meðan þeir dveljast i fangelsum.
Koma þyrfti upp aðstöðu til að
þeir gætu stundað iðnnám eða
lært eitthvað annað, sem þeir
gætu gripið til er þeir losna.
óvissa um, hvað við tekur þeg-
ar fangar losna úr fangelsum,
þjáir marga þeirra mjög. Ef
fangar vissu hvert þeir gætu snú-
ið sér, þegar út er komið og hvar
þeim yrði veitt hjálp til að finna
fótfestu á ný, er liklegt að fækka
ííliindi mikið þeim tilfellum er
þeir gerast bfOt'egir á ný, strax
og þeir eru lausir.
Oft er það að dómar fyrnast
vegna þess að ekki er pláss fyrir
mennina i fangelsum eða hælum.
Samt er vinnuhælið á Litla
Hrauni ekki fullsetið. f mörgum
tilfellum er málið þannig, að
menn hafa aðeins verið dæmdir
fyrir smávægileg brot og hafa
fasta vinnu og ekki gerzt brotlegir
aftur. f slikum tilfellum er engin
ástæða að láta menn afplána
dómana. Einnig eru til þau tilfelli
að menn þora ekki að fá sér vinnu
vegna hræðslu um að þeir séu
sóttir og þeim stungið inn. Ef þeir
reyna að skrifa til viðkomandi
yfirvalda og spyrjast fyrir um,
hvort þeir eigi að afplána dóminn
eða ekki, er þeim oft á tiðum alls
ekki svarað. Margir þessara
manna fara þá út i afbrot aftur,
aðeins vegna hræðslu og óvissu.
Um siðustu áramót munu 237
hafa átt óafplánaða dóma hang-
andi yfir sér.
Rætt er um að byggja rikis-
fangelsi, þar sem deild fyrir geð-
veika afbrotamenn sé fyrir hendi,
og þar verði starfandi geðlæknar.
Margir eru nú þeirrar skoðunar
að fangelsin ætti að leggja niður
að mestu, en koma upp góðum
vinnubúðum i stað þeirra. Neitað
hefur verið að taka við geðveik-
um afbrotamönnum á sjúkrahús-
um hér. Flestir eru sammála um
það, að geðveikir afbrotamenn og
stórafbrotamenn eiga ekki sam-
leið með ungum piltum sem
dæmdir hafa verið fyrir smá af-
brot, hvort sem rikisfangelsi er
lausnin eða ekki.
—ÞM
Sumum föngum finnst oft aft bjálkinn sé i auga dómsvaldsins.
LESENDUR
JkHAFA
ORÐIÐ
Banna œtti
togveiðar
á landgrunninu
P. skrifar eftirfarandi:
,,Mér finnst að það hafi verið
haldið heldur klaufalega á land-
helgismálinu. Að minum dómi
hefði átt að banna allar veiðar
með botnvörpu á landgrunninu,
en auðvitað leyfa handfæra- linu-
og lagnetaveiðar, og þá aðeins
íslendingum. Þetta togveiðibann
ætti að gilda i 3-5 ár og taka það
siðan til endurskoðunar.
Um siðustu aldamót réri ég til
fiskjar, vor og haust, Þá var að-
eins veitt á handfæri, linu og i lag-
net, engar botnvörpur eða drag-
nætur. En þar sem ég á full-
orðinsárum hafði mikil viðskipti
við útgerðarmenn sem banka-
starfsmaður, fór ég nokkrum
sinnum út á Flóann með togurum.
Ég get fullyrt, að ekki var hægt að
hirða nema 1/3 af þvi sem kom i
vörpuna i hvert sinn. Hinu var
'mokað i sjóinn og sögðu sjómenn-
irnir að þessi seiði dræpust öll og
spilltu þau fiskimiðunum þegar
þau rotnuðu.
Ef við friðuðum eigin fiskimið
algerlega i nokkur ár fyrir öllum
botnvörpuveiðum, þyrfti ekki að
kviða fiskleysi i framtiðinni og
heldur ekki ófriði við þá sjóræn-
ingja, sem nú eru að hrella okk-
ur.”
Svar frá
Ferðafélaginu
..G.Guðmundsson skrifar i Visi
i gær og hefir áhyggjur af, að
Þórsmörk verði eyðilögð með
vegagerð og átroðningi, á sama
hátt og Landmannalaugar hafa
þegar verið eyðilagðar að hans
áliti.
Ferðafélagið fær árlega smá-
upphæð úr Fjallvegasjóði, sem
skoða má sem leigu Vegagerðar-
innar fyrir afnot vegagerðar-
manna af húsum félagsins. Þetta
framlag hefir ekki verið tekið út
undanfarin ár, heldur runnið
beint i einhverjar vegabætur,
sem Vegagerðin framkvæmir á
fjöllum uppi. Ferðafélagið hafði
að sjálfsögðu áhuga á vegagerð i
Landmannalaugar vegna starf-
semi sinnar þar og einnig i sam-
ræmi við markmið félagsins frá
stofnun þess árið 1927. Tveggja
" ára framlag félagsins úr Fjall-
vegasjóði var þvi sett i þessa
vegagerð, og með þvi móti hafði
félagið áhrif á málið. Bændur úr
Landssveit höfðu einnig áhuga á
þessari vegagerð, þvi að leitar-
menn höfðu oftar en einu sinni
orðið að sundriða Kvislina i
haustleitum, og slikter ekki alltaf
grin á þeim árstima. Sumarið
fyrir vegalagninguna hafði lika
einn þekktasti öræfabilstjórinn
sett 30 manna fjallabil sinn á kaf i
ána og skemmt hana fyrir næst-
um þvi þá upphæð sem vegalagn-
ingin kostaði. Nýtizku fjallabilar
kosta nú orðið 4-6 milljónir og
rekstur þeirra er orðinn mjög
erfiður, m.a. vegna skattbyrða
rikisins og meirihlutinn af þess-
um sköttum rennur einmitt til
vegagerðar. Það kann að hafa
verið „æfintýri” að fara yfir
Jökulgilskvislina eða að horfa á
bila festast þar, og fólkið i bilun-
um, kannski konur og börn, kom-
ast naumlega upp á þakið og biða
þar i ofvæni eftir björguninni. Slik
óhöpp voru tið i þessu vatnsfalli,
en ég efast um, að þarna hafi ein-
ungis verið um „æfintýri’ að ræða
fyrir eigendur bilanna eða far-
þega.
Krossá i Þórsmörk er að visu
annars eðlis en Jökulgilskvislin,
en samt hafa margir lent þar i
alvarlegum vandræðum. Það er
þvi engin fjarstæða að hugsa sér,
að til brúargerðar geti komið yf-
irKrossá, og þyrfti sjálfsagt ekki
að vera svo kostnaðarsamt fyrir-
tæki. Þá yrði oftast fært þangað
fyrir jeppa og eins- eða tveggja-
drifa rútubila, og það er langt frá
þvi að öll sú umferð yrði á vegum
Ferðafélagsins eða þvi til fram-
dráttar. Að gera fólksbilafært i
Þórsmörk er hins vegar mikið
fyrirtæki, og verður sjálfsagt ekki
gert á næstu árum eða áratugum.
Viðtal mitt við sjónvarpið hefur
brenglazt svoiitið hvað þetta
atriði snertir.
Það er sjálfsagt að vernda sem
bezt fegurstu staði landsins, það á
að vernda þá handa fólkinu en
ekki frá þvi. Jafnframt verður þó
að krefjast þess af „mestu menn-
ingarþjóð i heimi”, að hún læri að
umgangast landið á sómasamleg-
an hátt. Umgengni i Landmanna-
laugum hefir ekkert versnað
vegna tilkomu vegarins, og það er
engin ástæða til að ætla, að verr
fari i Þórsmörk, þótt ferðin þang-
að yrði auðvelduð með vegabót-
um. Það voru heldur ekki allir
likamlega færir um að ganga
skriðuna heim i Laugar, og þetta
fólk á lika nokkurn rétt.
Reikningar Ferðafélagsins eru
ekkert leyndarmál, og eru birtir i
árbókum félagsins. Leiga á tækj-
um Vegagerðarinnar er að sjálf-
sögðu greidd, eins og leiga á öðr-
um tekjum og er færð i viðkom
andi gjaldaliði i reikningunum.
Sigurður Jóhannsson, vegamála-
stjóri og forseti Ferðafélagsins,
er alveg saklaus af þvi að ivilna
Ferðafélaginu á kostnað Vega-
gerðarinnar.”
Einar Þ. Guðjohnsen.