Vísir - 26.10.1972, Síða 4
4 Visir Fimmtudagur 26. október 1972
...........
£:
I Negrar „f rysta" Sommy Davis útí
stuðnings hons við Nixon
iiy
::
::
::
::
■■
::
::
::
::
1
| Nixon nýtur stuftnings Sammy
:: Davis ir. ..
■■ J
Blakki söngvarinn og
leikarinn Sammy
Davis jr., sem hefur
„snúið baki við”
Kennedyu-num og
demokrötum öllum tií
að styðja við bakið á
Nixon, hefur fyrir vikið
mætt megnri andúð
blökkubræðra sinna.
Þegar hann kom nýveriö fram
i Chicago var tekið á móti hon-
um með háværu blistri og pipi.
Og i Washington og viðar hafa
fjöldamargar hljómplötu-
verzlanir stöðvað sölu á hljóm-
plötum hans.
En það er ekki aðeins Sammy,
sem fengið hefur að finna fyrir
barðinu á blökkumönnum, óvil-
hollum repúblikönum. Sá þekkti
soul-söngvari James Brown,
sem einnig hefur stutt Nixon i
kosningabaráttunni horfði ný-
verið upp á söngskemmtun sina
„frysta úti” i Baltimore.
Fjöldahandtökur reyndust
nauðsynlegar, þegar mikill
fjöldi blökkumanna fór i mót-
mælagöngu i gegnum borgina,
þeirra erinda að fá komið i veg
fyrir að Brown gæti látið til sin
heyra i sönghöllinni.
Blaðaútgefandi i Baltimore,
William Scott, sagði: ,,Ég hef
aldrei orðið vitni að þvilikum
árekstri milli litaðra manna.
Þetta var óhugnanlegt.”
Þá hefur blökkumönnum
einnig tekizt að „frysta úti”
sýningará kvikmynd annars lit-
aðs stuðningsmanns Nixons,
nefnilega Jims Brown, sem var
kunnur fyrir knattspyrnuleik
áður en hann snéri sér að kvik-
myndaleik.
„VOIIUÐ KEYPTIR”
Leiðari blaðs stærstu blökku-
manna-samtakanna segir m.a.:
„Nixon, sem i siðustu kosning-
um fékk aðeins 12 prósent at-
kvæða blakkra kjósenda, gerir
með þessum hætti tilraun til að
kaupa þá enn fleiri til fylgis við
sig með mútum og alls kyns
samningum — og það eru þvi
miður alltof margir okkar, sem
eru til sölu.”
Þess má að lokum geta, að
Sammy Davis var fyrir
skömmu útnefndur af Nixon
forseta i mikilvæga stjórnar-
nefnd, sem falið hefur verið að
leggja á ráðin varðandi barátt-
una gegn fiknilyfja-vandamál-
inu.
mm
Þannig túlkar margur blökkumaðurinn viðhorf Nixons forseta
til hlakkra.....
:::::::
Paul, og frú hans, Linda. Bæöi eru þau i Wings, hljómsveitinni, sem
flytur titillagið i næstu James Bond kvikmynd
nú
Umsjón: Þ.J.M.
P. McCartney
semur fyrir
Bond-mynd
PAUL McCARTNEY
heíur samið nokkuð af
bljómlistinni fyrir næstu
James Bond kvikmynd
„Live And Let Die.”
Þá mynd er þegar byrjað aö
gera iAmeriku, og þá með fóst-
bróðurinn Roger Moore i hlut-
verki 007 i stað Sean Connery.
Hversu mikið af hljómlist
myndarinnar Paul mun semja er
ekki ákveðið ennþá. En svo mikið
er vist, að hann hefur lokið við
gerð titillagsins — og það hefur
verið hljóðritað fyrir kvik-
myndina leikið af Wings, hljóm-
sveit McCartneys.
Einn umboðsmanna Bitilsins
upplýsir að Paul sé jafnframt
búinn að gera skil tveim eða þrem
lögum fyrir myndina á sama hátt.
„Það liggur bara ekki ljóst fyrir,
hvort honum vinnst tími til að
semja fleiri fyrir þessa Bond-
mynd,” segir umbinn. „Það hefur
verið farið fram á það við hann og
honum verið boðnar svimháar
upphæðir fyrir lagasmiðina.
Coca-Colo - Það er drykkurinn
Coca-Cola hefir hið ferska, lifandi bragð, sem fullnæqir smekk hins nýja tíma
„Ég svaf ekki hjá Wilson!"
Blaðakonan Nora Beloff við
fréttablaðið Observer hlaut
nokkra frægð fyrir stjórnmála-
grein, sem hún nýlega skrifaði i
blaðið. öllu frægari varðhún þó,
þegar annað timarit hafði látið i
veðri vaka, að blaðakonan hefði
aflað sér mikilvægra upp-
lýsinga i grein sina með þvi að
sænga með Harold Wilson.
Blaðakonan brást að sjálf-
sögðu hin versta við þessari at-
hugasemd og fór i meiðyrðamál
við timaritið. Þvi hefur nú verið
gert að greiða Noru Beloff sem
svarar liðlega 600 þúsundum is-
lenzkra króna i bætur.
Timaritið bar þvi við fyrir
rétti, að klausan i blaðinu hafi
öll verið i gamni gerð.
ÞYRLUFLUGMAÐURINN
CHARLES RÍKISARFI
Það er vist engum blöðum um það að fletta, þessi kankvisi herflug-
maður er enginn annar en rikiserfinginn Charles, sem nú er orðinn
24ra ára gamall. Hann sézt hér búa sig undir flugtak á þyrlu, en hann
fékk nýverið bréf upp á það, að hann væri nú orðinn fullnuma i að fljúga
slikum vélum.
Charles prins, sem gegnir stöðu undirliðsforingja i hernum, eyddi
siðustu viku við þyrluæfingar yfir æfingabúðum flotans i Yeovilton i
Sommerset.
Prinsinn hafði annars komizt i kynni við þyrlur sömu tegundar og
hann flýgur nú, áður en hann tók til við að læra á þær. Þá var hann að-
eins farþegi um borð, en einhver tæknileg óhöpp áttu sér stað á fluginu
og varð að nauðlenda þyrlunni á flugvelli skammt fyrir utan London.
Hvorki prinsinum né öðrum um borð varð meint af.