Vísir - 26.10.1972, Side 5

Vísir - 26.10.1972, Side 5
Visir Fimmtudagur 26. október 1972. AP/IMTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Í MORGU 5 « Bardagar blossa aftur upp í Vietnam — en „vopnahléð átti að hefjast 31. okt." segir Hanoi-útvarpið Hlé það á loftárásun- um i Vietnam, sem. Nixon Bandarikjafor- seti hefur fyrirskipað, á meðan á vopnahlés- viðræðunum stendur — hefur ekki orðið til þess að draga úr átökunum i styrjöldinni. Norður-Vietnamar og Þjóð- frelsisherinn gerðu 113 árásir siðasta sólarhringinn viðsvegar i Suður-Vietnam, og eru þetta einhverjar stærstu sóknarað- gerðir þeirra siðan i vor. Harðir bardagar voru i gær á Mekong-svæðinu um 80 kiló- metra suður af Saigon. Fót- göngulið Suður-Vietnam, stutt af stórskotaliðinu, barðist þar i fjóra tima samfleytt við Vietkong og N-Vietnama. Opinberir aðilar i Suður - Vietnam fullyrða, að bardagar þessir standi i beinu sambandi við vopnahlésviðræðurnar að undanförnu, þar sem kommúnistar vilji ná á sitt vald fleiri þýðingarmiklum svæðum til þess að fá til ráðstöfunar, ef til vopnahlés skyldi koma. Voru sammála um vopnahlé 31. okt. Útvarpið i Hanoi sagði á þriðjudag, að Bandarikin og Norður-Vietnam hefðu i við- ræðunum i Paris i siðustu viku og þar áður orðið sammála um vopnahléssamning, sem undir- rita átti i þessum mánuði, ,,en Bandarikin drógu sig út úr þvi aftur, og báru þvi við, að þau ættu i erfiðleikum með Saigon”, sagði útvarpið. „Þessir svonefndu erfið- leikar Saigon eru ekkert nema fyrirsláttur af hálfu Bandarikj- anna til þess að draga á langinn, að efna þau loforð, sem þau höfðu þegar gefið um vopna- hlé”, sagði Hanoi útvarpið. Hanoi-útvarpið, sagði, að i ljósi þessa dráttar af hálfu Bandarikjamanna sæi stjórnin i N-Vietnam sér ekki annað fært, en að skýra frá efni hinna leyni- legu viðræðna, sem Kissinger átti i Paris ,,til þess að þjóðir Vietnam og Bandarikjanna og . allur heimurinn skilji sannleik- ann i málinu”. Ennfremur upplýsti Hanoi - útvarpið, að það hefði verið ætlunin, að vopnahlés- samningur skyldi undirritaður 31. okt.', og strax 24 stundum eftir undirritun hans átti að sleppa úr haldi öllum striðs- föngum, og erlendir herir áttu að verða úr landinu, áður en 60 dagar voru liðnir. 1 kjölfar þess áttu siðan að hefjast viðræður milli Saigon — stjórnarinnar og Viet Cong um lýðræðislegar kosningar i S-Vietnam. Enn hefur ekkert verið látið opinskátt af hálfu stjórnarinnar i Washington um viðræður Kissingers við Norður - Vietnama á fundunum i Paris, né heldur um viðræður hans við Thieu forseta i Saigon á dögunum. í fréttaskeyti frá AP segir, að þessar yfirlýsingar Hanoi - útvarpsins hafi verið bornar undir ráðamenn i Washington, en þeir hafi ekkert viljað um málið segja. Umsjón: Guðmundur Pétursson Fer í mól við Pófa Luigi Fedeli, kjötsali og slátr- ari Páfagarðsins i Róm hefur höfðað mál á hendur Vatikaninu. Vatikanið lét loks loka kjötbúð Fedeli i april i vor og yfirtók mat- sölustað hans, en nú hefur hann leitað til dómstólanna og krefst 151 milljóna lira upp i ógreidd vinnulaun og skuldir. ,,Ég hef verið þeirra dyggur þjónn i 21 ár, en þá á svipaðan hátt og þjónar voru á miðöldum”, sagði hann i viðtali við blaða- mann. — ,,En nú er nóg komið”. Vatikanið réði föður Fedelis sem páfalegan slátrara 1933, og strax sem drengur að aldri vann sonurinn i kjötbúðinni, meðan Pius, XI var páfi. Fedeli sagði, að sá páfinn, sem hann hefði þekkt bezt, hefði verið Jóhann XXIII, sem hefði verið sérfræðingur i ostum. ,,Einu sinni hringdi hann sjálf- ur i búðina til þess að láta vita, að hann vildi heldur aðra tegund af osti en honum hafði verið send”, rifjaðist upp fyrir Fedeli,- Hánoi-útvarpið upplýsir, að viðræður þeirra Le Duc Tho — for- manns sendinefndar N-Vietnam iParis — og Henrys Kissingers — ráðgjafa Nixons i Paris fyrir rúmri viku hafi leitt til sam- komuiags um vopnahié, sem taka átti giidi 31. okt. Róttœkasti mótmœl- andínn lagstur veikur William Craig, hinn róttæki leiðtogi mótmælenda á Norður- irlandi, hefur verið veikur siðan hann féli saman eftir æsinga- kennda ræðu, sem hann hélt i London á fimmtudag isiðustu viku. Læknar segja að hann gangi William Craig með nýrnasjúkdóm og verðí að hafa hægt um sig — en i frétta- skeyti frá NTB segir að það sé margra manna hald, að Craig hafi fengið taugaáfall að lokinni ræðu sinni. William Craig lagðist i rúmið i gær, og læknir hans segir, að flytja verði hann á sjúkrahús til frekari rannsóknar. Ræða Craigs á fimmtudaginn vakti athygli um allan heim, en þar sagði hann, að fylgismenn hans væru reiðubúnir „til að skjóta til bana til að vernda brezka arfleifð sina”. Málrómur hans var þvoglu- kenndur meðan hann flutti ræð- una og á köflum vart heyranlegur svo að áheyrendur héldu að' hann væri ölvaður, en eftir á sagði hann það stafa af kvölum, sem hann hefði af nýrnaveikindum sinum. En ræða hans olli sliku uppþoti, að nær hafði leitt til klofnings i hans eigin flokki heima á Irlandi, þegar hún fréttist þangað. Olíukóngur gaf Rússum milljón dollara mólverk Bandariskur oliukóngur, dr, Armand Hammer að nafni, sem bjó i mörg ár i Rússlandi og var góðkunningi Lenins, gaf á mánu- daginn safni i Leningrad milljón dollara málverk eftir Goya. -s ■f •s ■u I •fr ■» * * •B * MUNIÐ VÍSIR VÍSAR ÁVIÐSKIPTIN VISIR Hammer 74 ára að aldri afhenti málverkið um leið og hann opnaði sýningu á einka málverkasafni sinu, sem sýnt verður næstu daga i Leningrad. Hammer fór til Rússlands 1921 sem ungur læknir og starfaði þar, þegar taugaveikisfarsótt brauzt út, en hann ávann sér vinsemd Lenins fyrir aðstoð sina þá. Um tima hafði hann umboð 37 ameriskra fyrirtækja i Rússlandi, og var fyrsti útlendingurinn sem fékk námavinnslu- og verzlunar- samninga við Ráðstjórnarrikin. Um þessar mundir vinnur hann að samningum við Sovétrikin um 150 milljón dbllara árleg við- skipti, þar sem hann hyggst selja Rússum fosfór-gerviáburð, en fá i staðinn ammonium og fleira. Nordkap fannst í nótt Tveimur mönnum komið um borð til kokksins. — Vœntanlegir til lands um hódegið. Togbáturinn Nordkap frá Esbjerg, fannstí nótt um 11 sjómílur út af Jótlandi, eft- ir aö hans hafði verið leitað síðan á mánudagskvöld. „Stardust" — annar vélbátur frá Esbjerg fann Nordkap i nótt og tókst að koma tveim mönnum um borð, til kokksins, Jörgen Christiansens. — Voru bátarnir væntanlegir til Esbjergs upp úr hádeginu í dag. Jörgen Christiansen rauk upp frá félögum sinum i Aberdeen i Skotlandi á mánudagskvöld, og sagðist vera farinn heim. Hann hélt beinustu leið um borð i bát- inn, leysti festar og lagði af stað út úr höfninni, en áður en hann komst út á opið haf, rakst hann á bryggju og skip i höfninni. Skipstjórinn á Nordkap hóf eftirför i öðrum vélbát, en þeim tókst ekki að sigla Nordkap uppi, og hvarf hún þeim. Á þriðjudag heyrðu menn loks til Jörgens i talstöðinni og töldu sig geta miðað bátinn út, en þyrl- ur fundu hann þó ekki. — Slæmt veður hefur siðan hamlað leit úr lofti, og voru menn farnir að ótt- ast um afdrif hans, þvi að leiði hefur verið slæmt á N-Atlanzhafi þessa dagana. Liklegt þykir, að kokkurinn, sem af aðstandendum er sagður hafa langað lengi til þess að verða skipstjóri, hafi viljað sýna, að hann gæti siglt skipi yfir úthafið. — Hann „féll” á augnvottorðinu, þegar hann fyrir nokkrum árum ætlaði að verða sér úti um stýri- mannsmenntun. Sjón hans stóðst ekki þær kröfur, sem gerðar eru til yfirmanna skipa. Fyrsti vetrarsnjórinn í Noregi Við höfum sloppið tiltölulega vel I umferðinni i fyrstu snjókomu vetrarins miðað við Norðmenn. öku- menn i Kongsberg létu sér koma mjög á óvart, þegar hann för að snjóa á sunnudaginn, en fljótlega myndaðist hálka á veginum, og lentu þá margir út af. Þessi mynd er tekin i Kongsberg-héraöinu, þar sem margir sátu fastir á sunnudag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.