Vísir - 26.10.1972, Blaðsíða 6
6
Visir Fimmtudagur 26. október 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bif-gir Pétursson
./ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
Bretar i vanda
Bretar eru skæðir samningamenn. Utanrikis-
þjónusta þeirra hefur langa reynslu af málaþrasi.
Þetta fáum við nú að reyna i landhelgismálinu. Þeir
gera sem minnstar tilslakanir og gæta þess um leið
að vekja athygli á, að það séu þeir, sem séu reiðu-
búnir til frekari viðræðna. Með þessu reyna þeir að
forðast útspil, um leið og þeir slá ryki i augu manna
heima fyrir og erlendis.
Mesta vandamál Breta er, að þegar skuli hafa-
samizt i deilu íslendinga og Belga. Ekki hefur
heyrzt annað en bæði Belgar og íslendingar séu
ánægðir með þann samning. Belgisk stjórnvöld
hafa meira að segja lýst þvi yfir, að samkomulagið
sé i samræmi við það skilyrði Efnahagsbandalags
Evrópu fyrir gildistöku viðskiptasamningsins við
Island að „fullnægjandi” lausn fáist á landhelgis-
deilunni. Framhjá þessari staðreynd komast Bret-
ar ekki, hversu skæðir sem þeir eru i samningum.
Það er skynsamlegt af islenzkum stjórnvöldum
að svara Bretum i sömu mynt og leika biðleiki eins
og þeir. Ástæðulaust er að gefa þeim minnsta grun
um, að við séum að linast i landhelgismálinu. Við
stöndum i taugastriði, þar sem sá tapar, er fyrr
guggnar á spennunni.
Við höldum áfram tilraunum okkar til að hreinsa
landhelgina. Það gerum við sem fyrr með þvi að
stugga við brezkum togurum, gera þeim veiðarnar
erfiðar og klippa stöku sinnum togvira þeirra. Nú
fer vetur i garð og við það versnar aðstaða brezku
togaranna til mikilla muna. Þeir þurfa að leita vars
og hafnar i vondum veðrum og eiga þá á hættu að
verða kyrrsettir.
Sem betur fer er taugaveiklun að aukast i liði
Breta. Afgreiðslubannið, sem brezku verkalýðs-
félögin settu á flutninga til íslands og frá, var sann-
kallaður bjarnargreiði. Það veldur okkur tiltölulega
litlum vandræðum, en kemur sér illa fyrir marga
brezka framleiðendur. Jafnframt veikir afgreiðslu-
bannið þann áróður, sem Bretar hafa haldið úti
málstað sinum til stuðnings. Brezk bíöð hafa bent á,
hve óheppilegt afgreiðslubanhið sé.
Svo virðist einnig sem brezk stjórnvöld séu komin
á fremsta hlunn með að senda herskip inn i land-
helgi íslands brezkum togurum til verndar. Það
gerðu þau i siðasta þorskastriði og með hörmuleg-
um árangri. Brezkum stjórnvöldum tókst þá ekki að
draga hulu yfir nýlendusjónarmið sin i landhelgis-
deilunni. Herskipaverndin sá fyrir þvi. Svo kann að
fara, að Bretar geri sömu mistök nú. Það mundi
styrkja málstað Islendinga, bæði á alþjóðlegum
vettvangi og heima fyrir i Bretlandi.
Rikisstjórnin hefur nú tilkynnt brezku rikisstjórn-
inni, að af íslands hálfu sé ekki talinn grundvöllur
til frekari viðræðna, nema jafnhliða svæðum og
veiðitimabilum sé einnig rætt um fjölda, stærð og
gerð brezkra skipa á Islandsmiðum.
Þessi tilkynning felur i sér nokkra tilslökun,
þ.e.a.s. að bent er á fordæmi samkomulagsins við
Belga. Bretar eiga nú um tvo kosti að velja. Annars
vegar geta þeir náð samkomulagi á belgiska grund-
vellinum. Hins vegar geta þeir reynt að kreista út
betri samning fyrir sig, en það mun aðeins leiða til
þess, að þorskastriðið harðni. Slikt væri þeim
áróðurslega mjög i óhag. Og um leið harðnar af-
staða íslendinga i samningaviðræðunum.
HVER TEKUR VIÐ
AF MAO?
) Vangaveltur fjölmiðla
\ um arftaka Maos hafa
( skipað mikið rúm i
/ dagblöðum eftir fund
) Cou En-Lais, forsætis-
\ ráðherra með 22 banda-
( riskum ritstjórum á
/ dögunum.
) Þær hugleiðingar hafa
( komið þeim, sem vel
I þekkja til mála i Kina,
rnokkuð spánskt fyrir
Ísjónir.
( Ritstjórarnir 22 sögðu,
/að Chou hefði talað mjög
Jopinskátt um það,
hverjir væru hugsan-
legir eftirmenn Maos, en
seinna hefur komið á
daginn, að ummæli hans
( hafa verið túlkuð á
( margvislega vegu.
) — Flestir diplómatar i Peking
Cliou En-Lai
telja sennilegast að eftir daga
Maos og Chou En-Lais verði
valdaspilin stokkuð upp og skipt i
fleiri en einn stað, vegna þess að
báöir mennirnir gegni slikum
eindæma stöðum, að óhugsandi sé
að nokkur einn maður geti annað
þvi eftir þeirra dag.
Eins og reyndar þó einn rit-
stjórinn vék að og hafði eftir
Chou: ,,í svona stóru landi..með
öll þau vandamál, sem við
stöndum frammi fyrir...hvernig á
einn maður að sjá fram úr þvi?
A hinn bóginn sögðu aðrir tveir
ritstjórar eftir áheyrnarfundinn
meö Chou, að nafn hugmynda-
fræðings flokksins, Yao Wen
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Yao Wen-Yuan
Yuans hefði verið eins og
„ljósviti” i samræðunum — sifellt
skotið upp. En i Peking þykir
mönnum það litlar fréttir. Eins og
einn Vesturlandafulltrúi i Peking
sagði:
,,Ég get vel imyndað mér að
Chou forsætisráðherra hafi nefnt
Yao, þegar hann var spurður um
yngri mennina i flokksforystunni.
Astæðan er sjálfsagtsú, að Yao er
eini maðurinn i flokksforystunni,
sem kallazt getur ungur. En það
þarf ekki að tákna, að hann sé
neitt sérstakl. áhrifamikill eða
hafi eitthvað meira tilkall til
krúnunnar.”
Yao er á fertugsaldri, en ekki er
vitað nákvæmlega, hve gamall
hann er. Um þessar mundir
gegnir hann starfi aðalritstjóra
flokksmálgagnsins „Dagblað
fólksins.”
Hann hefur átt sæti i mið-
stjórninni siðan 1969, en af þeim
21 sem þá sátu þar, hafa nú
margir horfið af sjónarsviðinu.
Aðrir meðlimir með-
stjórnarinnar, sem sýnast standa
fullt eins mikið i sviðsljósinu,
eru: Mao sjálfur. Chou, sem
verið hefur i fararbroddi siðan
Lin Piao féll frá. Yeh Chien-Ying.
Aðstoðarforsætisráðherra. Li
Hsien-Nien. Eiginkona Maos,
Chiang Ching og Chang Chun-
Chiao frá hinum volduga
flokksarmi i Shanghai.
Frú Chiang Ching og „liðs-
foringjar hennar tveir” frá
Shanghai — Chang og Yao — voru
þau þrjú, sem næst stóðu
menningarbyltingunni. Það var
reyndar hún, sem flutti þau þrjú i
fremstu raðir.
Og eftir þvi sem lengra liður frá
menningarbyltingunni, dofna
áhrif þeirra — að mati manna i
Peking. Og einkum og sér i lagi
hefur vingjarnlegri afstaða Kina
til erlendra rikja upp á siðkastið,
dregið úr áhrifum þessarar
þrenningar, svo að menn eru æ
meir að komast á þá skoðun, að
Yao nái ekki toppnum i þessari
atrennu.
Kínverjar rétta Bretum höndina
Allra leiöir lágu til Rómar, en
liggja nú orðið til Peking — að
minnsta kosti hvað viðkemur
liclztu stjórnmálamönnum
Norður- og Vestur-álfu.
Sir Alec Douglas-Home, utan-
rikisráðherra Bretlands, leggur
af stað um næstu helgi i fimm
daga ferð til Peking til fundar við
ráðamenn i Kina.
Sir Alec verður þá æðsti
embættismaður brezkra stjórn-
valda, sem hefur heimsótt Kina,
siðan kommúnistar tóku þar völd
1949. Reyndar verður hann æðsti
fulltrúi Bretlands sem nokkurn
tima hefur stigið þar fæti á land.
Verkefni hans i Peking verða
að binda endi á væringjar og
diplómatiska árekstra landanna
beggja siðustu 150 árin, og
leggja grundvöll fyrir vinsam-
legri sambúð rikjanna. Mögu-
leikarnir á þvi að þetta heppnist
eru góðir. Eins og einn
frammámanna Kina orðaði það:
„Ég gleðst yfir þvi, að Bretland
er ekki lengur heimsvaldasinnað.
Þjóðir okkar geta nú tekið upp
eðlileg samskipti eins og tveir
aðilar sem standa jafnfætis.”
En það liggja reyndar önnur
sjónarmið á bak við vilja Peking-
stjórnarinnar til þess að bæta
sambúðina við Stóra Bretland.
Kina gefur þróuninni i Evrópu
góðan gaum, og kinversku leið-
togarnir eru sannfærðir um, að
Bretland muni gegna þýðingar-
miklu hlutverki i Efnahags-
bandalagi framtiðarinnar. Og þar
að auki hefur forsætisráðherra
ihaldsstjórnarinnar, Edward
Heath, haldið kuldalegri stefnu i
garð Ráðstjórnarrikjanna. Kin-
versk yfirvöld og málgögn hafa
margsinnis hrósað ákvörðun
Breta i fyrra, um að visa úr landi
lOOsovézkum diplómötum, vegna
gruns um njósnir. Heath hefur
einnig átt frumkvæðið að tillögum
um að sendinefndum rikjanna
tveggja verði breytt i sendiráð.
Og samfara þvi hefur Bretland
rofið stjórnmálasambandið við
Taiwan. — Allt saman eykur
þetta veg Breta i augum Kin-
verja.
Kinverjar hafa margsinnis sýnt
áhuga á þvi að kynnast starfsemi
Efnahagsbandalagsins. Munu
opinberar viðræður Cou En-Lais
forsætisráðherra og Chi Pen-Fei
utanrikisráðherra við sir Alec að
miklu leyti snúast um það. Orð
leikur á þvi, að Mao muni jafnvel
veita ráðherranum viðtöku til
merkis um, að Kina liti ekki leng-
ur á Bretland sem heimsvalda-
sinna. Bretarnir kváðu vera sér-
lega fiknir i að slikur fundur eigi
sér stað. einkum eftir að Maurice
Schumann. utanrikisráðherra
Frakklands, náði fundi Maos i
heimsókn sinni til Peking i sum-
ar.
Franska sendinefndin kom á
menningarsamskiptum landanna
i milli, i heimsókn sinni i sumar,
en sir Alec mun þó ekki hafa i
hyggju að undirrita neina
samninga meðan á dvöl hans
stendur. 1 fyrstu atrennu mun
hann einungis ræða möguleikana
á auknum samskiptum landanna.
En eitt málefni munu Kin-
verjarnir áreiðanlega taka á dag-
skrá og það er brezka nýlendan
Hong-Kong. An efa munu þó
Bretar sniðganga allar umræður
um þessa mikilvægu hafnarborg i
Austur-Asiu.
Sir Alec Douglas-Home