Vísir - 04.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 4. nóvember 1972
3
„Hausaveiðarareglur
við ráðningarnar"
Nú hefur verið ákveðið að
stofna Félag lausráðinna rikis-
starfsmanna, en stofnandi
félagsinserSiguröur Jónasson.Til-
gangur félagsins er að efla sam-
stöðu þeirra starfsmanna
rikisins, sem ekki njóta fyllstu
réttinda i samræmi við lög um
rikisstarfsmenn. Að sögn
Sigurðar munu lausamenn
rikisins vera á 2 þúsund.
Við svonefna fastráðningu
hefur rikisvaldið farið að ráðum
já-manna sinna að hverju sinni,
að sögn Sigurðar ,,og notað að-
ferðir innansveitarmanna á
Borneo, þ.e. bent á mikilvægi
hvers einstaklings eftir flokks-
legum þörfum, nánar tiltekið
hausaveiðarareglunni”.
Rikisvaldið hefur gengið lengra
og lengra inn á þá braut að laus-
ráða starfsmenn til ýmissa
starfa, að sögn Sigurðar. Þeir
hafi þurft að gegna öllum
skyldum en réttindi þeirra hafi
verið fótum troðin, þannig að
samlikingar er aðeins að finna
hjá vanþróuðu þjóðum Hvetur
Sigurður alla lausráðna rikis-
starfsmenn að ganga i félagið.
—ÞM
Verður gerð kvikmynd
um fótboltaprestinn?
Fólk frá irska sjónvarpinu var
hér eigi alls fyrir löngu. Mun það
hafa komið að máli við fótbolta-
prestinn svonefnda, Róbert Jack,
og lýst áhuga sinum á að gera
kvikmynd um ævi hans. Málið er
enn á umræðustigi og óákveðið
hvort af þessu verður. Þar ræður
meðal annars að irska sjónvarpið
mun ekki hafa mikla peninga til
umráða, enda efnahagsástand
slæmt á irlandi.
Þrátt fyrir peningaskort lögðu
Irarnir þó upp i reisu hingað
norður i haf, til að gera kvikmynd
um landhelgismálið. Þetta fólk,
og írar almennt, mun mjög ein-
dregið á bandi tslendinga i land-
helgismálinu. Er gott til þess að
vita að við.eigum bandamenn svo
skammt undan ströndum Eng-
lands. Ef til vill sézt til irsks sjón-
varps á Englandi og þannig
komist upplýsingar hagstæðar
okkur inn á brezk heimili.
—LÓ
BYRJAÐIR Á
r
NYJUM
í gærmorgun hófust
framkvæmdir við nýja
miðbæinn i Kópavogi.
Þá var byrjað að grafa
fyrir húsum þeim sem
eiga að risa i fyrsta
áfanga.
Svæði það sem fyrsti áfanginn á
að risa á, er á svæðinu frá Vallar-
tröð að austan og frá Alfhólsvegi
að norðan.
Fyrirtæki þau sem fengið hafa
þennan fyrsta hluta framkvæmd-
anna eru,,Miðbæjarframkvæmdir
s.k., en innan þess fyrirtækis eru
fjórir smærri aðilar. Þetta
MIÐBÆ
fyrirtæki fékk austurhlutann, og
með vesturhlutann eru Trésmiðja
Hákonar og Kristjáns, og Magnús
Baldvinsson, múrarameistari.
Einnig hefjast bráðlega fram-
kvæmdir við 2. hluta miðbæjarins
nýja. Búið er að úthluta einum
hluta framkvæmdanna við seinni
áfangann, Þær framkvæmdir
verða við Digranesveg, á svo-
kölluðu vestursvæði. Það er
Byggingafélagið Bær sem fékk
úthlutað þeim framkvæmdum.
Það sem á að risa núna i fyrsta
áfanga, eru tæplega 300 ibúðir,
2.000 fermetra verzlunarsvæði og
200yfirbyggð bilastæði. Áætlað er
að þessum framkvæmdum verði
að fullu lokið eftir þrjú ár.
—ÞM
,,Varð allt i einu miðdepill i feiknarlegum deilum” — Dave Duford og kona hans i Reykjavik.
„Bretar reka ekki úr
landi hljómlistarmenn"
— „eins og reynt er að gera við mig," segir Dave Duford
„Mér og konunni minni var alls
staðar tekið opnum örmum,
þegar við komum til islands. Ég
vissi ekki um nein vandamál, fyrr
en allt i einu, að ég er miðdepill-
inn i feiknarlegum deilum milli
félags hljómlistarmanna, eða öllu
heldur formanns þess, og
Rifsberja”.
Þetta segir Dave Duford,
brezki trommuleikarinn
umdeildi. ,,Ef þúsund brezkir
hljómlistarmenn kæmu til,
Isíands þá gæti Sverrir Garðar-
sson rifizt með rétti, en árásir
hans á mig eru eins og ég væri að
baka honum persónulegt tjón.
Kannski vill hann, að Rifsberja
bjóði honum starf trommu-
leikarans. Ég hef reynt að standa
utan við deilurnar”.
Dave neitar þeirri fullyrðingu
Sverris Garðarssonar, formanns
félagsins, að Bretar mundu ekki
taka sérlega velámóti islenzkum
trommuleikara, og nefnir Dave
fjöldan allan af erlendum hljóm-
listarmönnum, sem spila i Bret-
landi: Focus frá Hollandi,
hljómsveitir frá Jamaika og
Afriku, svo sem Osibisa, Ginger
Johnsons African Drummers,
Bukutu , Ominah Brothers, og
einstaklinga eins og Glen Fortin-
berri og Perry Sinclave og Glen
Campbell. Bretar taki útlendum
hljómlistarmönnum kannski ekki
opnum örmum, segir hann, en
þeir reki þá ekki úr landi eins og
formaður félagsins hér sé að
reyna að gera við sig.
—HH
ffllUWU
14. skók Olympíumótsins
-og styzta skók mótsins
Fyrri skák þáttarins í dag er
frá 14. umferð Olympiuskák-
mótsins, cn þá stóð keppni
Sovétmanna og Ungverja um 1.
sætið hvað hæst. Sovézka sveitin
hafði loks náð forystu og tefldi
við Argentinu. Þar varð jafn-
tefli á öllum borðum og Ung-
verjar lögðu allt kapp á að vinna
andstæðinga sina, Hollendinga,
með hvað mestum mun. A 1.
borði gaf Portisch löndum sin-
um tóninn og vann Donner með
svörtu. Hann beitti sömu upp-
byggingu i Nimzoindverskri
vörn og Fischer gegn Spassky i
5. einvigisskákinni. Líkt og
Fischer, náði Protisch snarlega
undirtökunum og þó Donner
gjörþekki þetta afbrigði, hlaut
hann slæma útreið. Þetta varð
skákin sem gaf Ungverjum
vinningin gegn Hollendingum,
2 1/2 : 1 1/2.
Hvitt : Donner
Svart : Portisch
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. e3 c5
5. Bd3 Rc6
6. Rf3 Bxc3 +
7. bxc3 d6
8. e4 e5
9. d5 Re7
10. Rh4 h6
11. f3
(Spassky lék 11. f4! og tapaði
eftir 27 leiki. Donner hefur teflt
þetta afbrigði áður og náði betri
stööu eftir 11. .. g5 12. Rf5 Bxf5
13. esf5 Da5 14. Dc2 0-0-0 15. h4
e4 16. Bxe4 Rxe4 17. fxe4 Hd-e8
18. Kf2 f6 19. Be3 Kb8 20. e5!
Donner: Djamanovic 1972.)
11. Da5
12. Dc2 g5
13. Rf5 Rxf5
14. exf5 Bd7
(Liktoghjá Spassky: Fischer
er svarta staðan mun betri.
Biskupar hvits eru lokaðir af
með eigin peðum og verksvið-
þeirra þvi heldur litið.)
15. h4 g4
16. fxg4 Rxg4
17. Be2 Hg8
18. Bxg4?
(Hvitur stenzt ekki þá freistingu
að næla sér i eitt peð. Reynandi
var að leika 18. Hh3, þó svartur
hafi vissulega yfirburða tafl.)
18. Hxg4
19. Bxh6? Bxf5!
B
ii 1
i A
# tttA'
& Hi
i
i # i
lS @ a.
B C O E F G H
(örlög Donners minna um
margt á örlög Spasskys. Hin
vandræðalega staða hvitu
mannanna gefursvörtum þunga
pressu og hvita staðan gefur
hreinlega eftir.)
20. Dxf5 . Dxc3+
21. Kf2 Db2+!
22. Ke3 Hgxg2
Gefið
Hvitum eru allar bjargir
bannaðar. T.d. 23. Dd3 Df2+ 24.
Ke4 f5 mát. Eða 23. Ha-el Dd4 +
24. Kf3 Hf2+.
Þá skulum við lita á styztu skák
Olympiumótsins, en hún sýnir
að ekki eru það allt ofurmenni
sem þar tefla.
Hvitt : Levy, Skotlandi
Svart : Martines, Boliviu.
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. d4
(Levy er þjóðerni sinu trúr og
teflir skozka bragðið.)
3. exd4
4. c3 d5
5. exd5 Dxd5
6. cxd4 Bb4 +
7. Rc3 Bg4
8. Be2 Bxf3
9. Bxf3
(Allt er þetta vel þekkt og talið
bezta framhald svarts. 1 skák
Marshalls: Capablanca frá 1924
var leikið 9. .. Dc4 10. Be3
Bxc3+ ll.bxc3 Dxc3+ 12. Kfl
Dc4+ 13. Kgl Re7 14. Hcl Dxa2
15. Hal Dc4 jafntefli. En nú
kemur Martines með einn leik
frá eigin brjósti. )
9. .. Dxd4??
Lengri varð skákin ekki þvi
svartur sá um ieið og hann tók
peðið,að eftir 10. Bxc6+, fellur
drottningin.
Jóhann örn Sigurjónsson