Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 1
vism 62.árg.— Laugardagur 11. nóvember 1972 — 259 tbl. Litmyndasögurnar vinsœlu eru á bls. 9 Og svo eru allar hinar vinsœlu söguhetjurnar á bls. 10, 11 og 12. Þegar konurnar fóru í verkfall Verkföll eru mismunandi árangursrik, — enda vopn verkfallsmanna mismun- andi sterk eins og gengur. En konurnar i Lysiströtu höfðu það vopn, sem er sterkara öllu öðru. Þær fóru i ásta- verkfall gegn hinum strið- andi bændum sinum! Og nú hefur Þjóðleikhúsið sett á svið þennan forna leik, sem á þó svo margt skylt við rauð- sokkubaráttu nútimans. Og um leikinn er fjallað i leik- dómi. — Sjá bls. 7 ☆ En sú tilfinning! Hvernig skyldi manni liða, ef fallhlifin skyldi nú ekki opn- ast? Þannig hefur eflaust margur hugsað. En hvernig er svo raunveruleikinn? Bob Hill, 19 ára fallhlifarstökkv- ari getur sagt frá af eigin raun, hann varð nefnilega fyrir þessu á dögunum. — Sjá NÚ-siðuna á bls. 8 ☆ Keppa þeir gegn Dallas-Ásunum? Tveir islenzkir bridgcmenn hafa nú verið valdir á mjög sterkt mót sem Sunday Tim- es i London gengst fyrir i Englandi á næsta ári. Nú er það bara spurningin hvort islendingarnir lenda i keppni við Dallas-Asana i þessari miklu keppni. Meira um þetta i BRIDGE-þættinum á bls. 4 ☆ Hreindýr innan um skíðafólk Bláfjalla? Sjá bls. 2 ☆ Þorskurinn heldur sínu striki - en karfinn og ýsan rjúka upp í USA - Sjá baksíðu Sigurður Líndai lagaprófessor um bandaríska sjónvarpið: ENGINN VAFI A AÐ SJÓNVARPIÐ ER ÓLÖGLEGT Sunna Borg leikur aðalhlutverk i „The Queen and the Rebels”. ,JÓMFRÚ RAGNHEIÐI' HAMPAÐ af -gagnrýnendum vestan hafs — Sá leikari, sem mest hrós á skilið, er Sunna Borg frá ís- landi. Hún slær þeim öllum við, segir i leiklistargagnrýni blaðs- ins The Red and Black i Georgiufylki i Bandarikjunum. Sunna stundar nú leiklistarnám við háskóla fylkisins, en hún hlaut einn af þeim styrkjum, scm skólinn veitir árlega. Hún leikur nú eitt aðalhlut- verkið i leikriti, sem nefnist ,,The Queen and the Rebels”. Gagnrýnandi fyrrnefnds blaðs hælir henni á hvert reipi og seg- ir, að Sunna Borg sé bezt allra. Sunna fór utan i haust til náms i einn vetur, og nægir styrkurinn henni fyrir öllum kostnaði. Hún segir i viðtali við fyrrnefnt blað, að hún hafi séð auglýsingu um þennan styrk, þegar hún var að leika i bjóðleikhúsinu, og ákveöið að sækja um. Tveim mánuðum seinna var allt klapp- að og klárt. Sunna lætur mjög vel af dvöl- inni ytra og segir ekkert vafa- mál, að hún muni læra margt og mikið. í fyrravetur lék Sunna aðalhlutverk i Skálholti, jómfrú Ragnheiði, þegar sjónvarpið sýndi leikritið, og auk þess hef- ur hún tekið þátt i nokkrum sýningum Þjóðleikhússins. Segja má, að hún hafi ekki langt að sækja leikhæfileikana, en hún er bróðurdóttir Onnu heitinnar Borg. — SG. ,,Ég cr algjörlega á öndverðri skoðun við utanrlkisráðherra. Ég get ekki séð, að um neinn milli- rikjasamning sé að ræða viðvikj- andi sjónvarpi varnarliðsins. Samningurinn um dvöl liðsins hér gerir hvergi ráð fyrir útvarps- og sjónvarpssendingum,” sagði Sig- urður Lindal lagaprófessor i sam- tali við Visi i gær. Þau ummæli Einars Ágústsson- ar i Visi, að Keflavikursjónvarpið sé löglegt að hans áliti, þar sem um millirikjasamning sé að ræða, hafa vakið talsverða athygli. Sig- urður Lindal hefur kannað þetta mál mjög itarlega, og þvi leitaði Visir eftir áliti hans á þessum ummælum ráðherrans. Sigurður sagði, að i útvarps- lögunum kæmi skýrt fram, að einkaréttur Rikisútvarpsins væri ótviræður. Þar væri ekki um neinar undanþágur að ræða, hvorki til Bandarikjamanna eða annarra. Meðan þessi útvarpslög stæðu óbreytt, væri þvi Kefla- vikursjónvarpið ólöglegt og bæri að loka þvi. Ennfremur sagði Sigurður, að jafnvel þótt einhver millirikja- samningur um Keflavikursjón- varpið væri til, þá viki sá samn- ingur fyrir islenzkum lögum, ef honum hefði ekki verið veitt sér- stakt lagagildi. Ef sérfræðingar utanrikisráðherra gætu kreist einhver ákvæði út úr varnar- samningnum — en sá samningur hefur lagagildi — þá hlyti að vera um mjög langsóttar skýringar að ræða. Sigurður Lindal kvað sér þykja undarlegt, að fyrirsvarsmenn Is- lendinga skyldu telja það hlut- verk sitt að túlka ákvæði milli- rikjasamninga andstætt skýlaus- um ákvæðum islenzkra laga. ,,En þessi meðferð sjónvarpsmálsins er dæmigerð um það, hvernig kerfið i þjóðfélagi okkar getur ráðskazt með mál, óháð landslög- um” sagði Sigurður. Itrekaði hann, að það leyfi, sem veitt var til sjónvarpssendinga frá Kefla- vikurflugvelli, bryti algjörlega i bága við útvarpslögin og það væri þvi ólöglegt. Þá sneri Visir sér til æðsta yfir- manns útvarpsins, Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamála- ráðherra, og spurði hann, hvort hann áliti Keflavikursjónvarpið löglegt eða ekki. ,,Ég tel mig ekki getað kveðið upp óyggjandi laga- legan úrskurð i málinu á grund- velli þeirra gagna, sem ég hef nú undir höndum” svaraði ráðherr- ann. —SG Það á að lygna um helgina - Sjá bls. 3 <2;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.