Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 7
Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Ó, mér stendur ogn... Fógetinn i Aþenu: Bessi Bjarnason öfgarnar, allt frá látbragösleikn- um i upphafi þar sem sleginn er tónn sýningarinnar, einföld and- stæðumynd friðsældar og ófriðar. Það felst i aðferð sýningarinnar að leikurinn er borinn upp og fram af leikhópnum i heild, ekki einstökum leikendum, það eru kórar aþenskra karla og kerlinga sem i rauninni fara með „aðal- hlutverk” hans. Hér verður þvi ekki farið út i umgetningar ein- stakra hlutverka með tilheyrandi nafnarunum — aðeins getið Lysi- strötu sjálfrar: Margrétar Guð- mundsdóttur sem nú fær loks að njóta sin i sjónarmiðju leiks. En hverju einstöku hlutverki i atriðaröð leiksins er að sönnu gerð fullnægjandi, oft mjög skop- leg skil i snurðulausri samfellu efnisins, kóra og leikatriða. Þetta varð minnisvert kvöld, eitt hið glaðasta sem ég man i Þjóðleikhúsinu. Og vel átti það við að ásamt leikstjóranum komu aðrir ungir menn til starfa að þessari sýningu nýrrar kraftbirt- ingar: Sigurjón Jóhannsson sem gerði fjarska haganlega leik- mynd sýningarinnar, og Atli Heimir Sveinsson sem saman tók ogsamdi tónlistina viðleikinn. An þess að trana sér neinstaðar fram átti hún áreiðanlega sinn mikla þátt i þvi hversu vel leikurinn tókst, og þeim sigri sem vannst. þjóðlifi samtimans, tungutakiö mergjað og óheflað, ádeilan oft persónuleg og svæsin,” segir Kristján Árnason. En um vetkefni þýðandans seg- ir Kristján á meðal annars að þýðing til leiks nú á dögum hljóti að krefjast tilfæringa eða breyt- inga á stöku stað — „allt frá þvi að krukka litillega i textann til þess að græða við hann. Hefur það og verið gert hér, en þó innan þeirra marka að þessháttar brjóti ekki niður hinn upprunalega ramma leiksins.” Aö predika frjó- semi og frið Þetta er vitaskuld viðurkennd aðferð við þýðingu og flutning Lysiströtu nú á dögum — en raun- ar er skammt til þess tima að litið var á leikinn sem óhafandi, alltof klúran og ruddalegan til að hann væri takandi i alvöru. Klassisk gerð leiksins á sænsku (eftir Hjalmar Gullberg og Ivar Harrie) var, til dæmis, gerð til leiks með stúdentum fyrir fjöru- tiu árum. Hún auðkennist af fjarska lipurri ljóðrænni kveð- andi, ýtarlegri staðfærslu orð- færis og efnisatriða til samtim- ans. En það er andheit og innileg friðar-predikun textans sem ber hann uppi á bak við og undirniðri öllum öfgunum, hinum klúru til- burðum og skringilátum leiksins. An þess að hafa lesið texta Kristjáns Arnasonar virðist mér þýðingu hans eindregið beint i sömu átt. Hún hefur að visu ekki sömu ljóðrænu prýði og lipurleik til að bera, bæði orðfæri og kveð- andi miklu óheflaðri, grófari og klúrari, og mikið lagt upp úr alls konar völsaefni i málfari og óduldum skirskotunum i textan- um. En vel má vera að islenzka gerð leiksins reynist að þvi skapi upprunalegri, gróskumeiri og beinlinis trúrri frumgerðinni. Og það sýnir sig i Þjóðleikhúsinu (eins og áður á Herranótt) að is- lenzki textinn er einkar leikhæfur Eilif barátta kynjanna: skæruhernaður i Lysiströtu Þjóðleikhúsið: LYSISTRATA Gleðileikur eftir Aristofanes Kristján Arnason þýddi úr grisku Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Leikmyndir og búningateikning- ar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Ef leiklist og leik- menning okkar daga á i raun og sann upphaf sitt aftur i grárri frjósemis- dýrkun, bakkusarhelgi klassiskrar fornaldar — þá eiga islenzkir leik- húsgestir kost á þvi um þessar mundir að bergja á sjálfri upprunaleikans lind. Og hvernig sem hinum nánari sifjum er hversdagslega háttað er eitt vist: það er engu lik- ara en nýr og heilnæmur andi fari um Þjóðleik- húsið með þangaðkomu Lysiströtu, hins forna gleðileiks eftir Aristó- fanes. Kristján Árnason vikur að þvi i fróðlegri grein sinni i leikskránni að eðlilegt sé að „elzta gerð” hins klassiska skopleiks, leikform Aristófanesar, höfði fremur til áhorfenda nú á dögum en „yngri gerðir” klassiskra gleðileikja. Það ætti engum að koma á óvart i þjóðfélagslegu umróti okkar ald- ar, þegar listin verður að taka mið sin af félagslegum sjónar- miðum og baráttu og tjáningar- mátinn verður jafnframt hispurs- lausari og harðari. En þessir fornu leikir „einkennast mjög af nálægð sinni við upprunann, þeir eru gróskumiklir og nátengdir og einatt fjarska fyndinn. í þvi sem mestu skiptir tekst honum sin tilætlun: að samræma óþving- að daglegt mál, alls konar sam- timaefni í málfari, hefðbundnum brag og kveðandi gleðileiksins á starfhæfu islenzku máli. Enginn sem á annað borð ber að sýningu Lysiströtu i Þjóðleik- húsinu þarf að velkja fyrir sér samtimagildi leiksins. En það er auðvitað háttur klassiskra leikja að tala jafnt til allra tima, að manni finnst, einatt timabærari verk en flestallt nýsamið efni. Og auðvitað er það hversdagslegur hlutur að segja að það „eigi er- indi” við alla tima jafnt að predika þeim frið og frjósemi. Kynósa tiðir En burtséð frá þeim almenna sigilda „boðskap” leiksins má vel vera að, margvisleg önnur efnis- atriði hans höfði umsvifalausar til okkar samtíma en annarra. Kynferðis-verkfall kvennanna i leiknum skirskotar á annan veg til „eilifrar baráttu kynjanna” i skáldskap og sálarfræði daglegs lifs. En á hinn veginn á það lika mætavel við okkar tima rauð- sokka-hreyfingar og alls konar róttækra baráttusveita fyrir friði i nýjum og betri heimi. Einnig á okkar tima tiðkast kynferðislegt frjálsræði, mikið hispursleysi i tali um kynferðismál, einnig alls- konar völsadýrkun, unz talað er um kynósa tiðaranda. En hitt væri verra ef áhorfendur hefðu ekki annað að sækja á sýningu Lysiströtu en kitlur út af klám- fengnu orðbragði. Frjósemis- dýrkun leiksins, að hans óheflaða hætti, skefjalausa orðbragði og tilburðum, er einmitt samofin friðarskoðunum hans, svo að þetta verður ekki sundurgreint. Og veigamesta skirskotun leiksins til okkar tima má vera að felist i hispursleysi hans, öllu hans klúra blygðunarleysi. Einn- ig við lifum tima takmarkaðrar virðingar fyrir arfhelguðum hug- myndum, hvort heldur er um þjóðfélagslega stöðu kynjanna, vald og virðingu rikisins, gildi auðmagnsins i heiminum — eða bara það sem „sæmandi” sé i skáldskap og listum. Og það er Lysistrata: kór aþenskra öldunga gegn hverskonar slikum arftekn- um hugsunarvenjum sem leikur- inn beinir sinu bitra og káta, sundurtætandi skopi. Einfeldni, öfgar og blygðunarleysi En hinn nýi andi, rammi safi sem manni þykir auðkenna sýn- ingu Lysiströtu i Þjóðleikhúsinu stafar ekki eða ekki einungis af efni og orðfæri leiksins. Það sem gildir umfram allt annað er hand- verkið i leikhúsinu, hin frjáls- mannlega og hispurslausa með- ferð leiksins á sviðinu. Það er lika ánægjulegt til þess að vita að sýn- ing Þjóðleikhússins skuli beinlinis vera sprottin af tveim fyrri sýn- ingum leiksins út i frá, fyrir utan það sem hún kann að hafa notið góðs af Hárinu i Glaumbæ um ár- ið. En i krafti allra þessara verka vinnur Brynja Benediktsdóttir mikilsháttar leikstjórnarsigur með Lysiströtu i Þjóðleikhúsinu. Sýningin á Lysiströtu fannst mér auðkennast annars vegar af hispursleysi, einhver mundi sjálf- sagt frekar segja blygðunarleysi sinu, hins vegar af fjarska mikl- um einfaldleik og stilfestu, og sið- ast en ekki sizt: hreinu og beinu likamlegu fjöri sinu. Einmitt hinn einfaldi, grófi leikmáti tryggir að þetta tekst, tryggð hans við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.