Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 11. nóvember 1972 3 STUÐNINGUR VIÐ 50 MÍLURNAR - EÐA ATVINNULEYSI ELLA? Ungur Knglendingur isem styður 1 Islendinga i landhelgisbarátt-■ unni) óskar eftir vinnu. Talar I islenzku. Margl kemur til greina. m Svar merkt ..Nóvember" sendist ■ augl.d ■ Visis fyrir 10. nóvember. B Ungur Englendingur, (sem styður Islendinga i landhelgis- baráttunni), óskar eftir vinnu. Þannig hljóðaði ein smáauglýs- inga Visis i fyrradag. Ekki vitum við. hvort pilturinn hafi fengið at- vinnutilboð frá landhelgisgæzl- unni eða einhverjum öðrum enn- þá — okkur fannst bara aug- lýsingin athyglisverð. Englendingur þessi, — sem i auglýsingunni lætur þess getið, að hann tali islenzku — hefur ef til vill heyrt getið um islenzku stúlk- una, sem skýrt var frá hér i Visi, að hafi vertö „fryst úti” i Eng- landi vegna 50 milnanna. Og þvi viljað vera þess fullviss, að sama mæti honum ekki hér. Það er ekki gott að segja. En meðal annarra orða: var kannaður hugur brezkra trommuleikarans i Rifsberja til landhelgisdeilunnar, áður en hon- um var veitt atvinnuleyfið hér- lendis? Kannski ráð að ganga i það, áður en það verður endur- nýjað... —ÞJM 4 þúsund breytingar órlega í símaskrónni Nú er unnið af kappi að undir- búningi fyrir útgáfu nýrrar sfma- skrár. Frestur til að tilkynna flutning búferla rann út um síð- ustu mánaðamót, en enn eru að berast bréf til Pósts og sima um flutninga. Meðaltal búferlaflutninga með sima mun vera um 2.000 tilfelli á ári. Þá bætast við milli 14-17 hundruð ný simanúmer á ári. Ekki er hægt að komast hjá þvi að gefa út nýja simaskrá á hverju ári, þvi breytingarnar eru það miklar árlega, að skráin er orðin úrelt eftir árið. 1 Sviþjóð er verið að gefa út simaskrár allt árið um kring. Sviðþjóð er skipt i 24 svæði og þarf að gefa út tvær nýjar skrár fyrir hvert svæði árlega. Þar eru það þvi tvær nýjar sima- skrár, sem eru gefnar út mánað arlega. Nýja simaskráin mun koma út i marz næstkomandi, en þá á sjálf virka simstöðin i Breiðholtshverfi að vera komin i notkun, en breytingarnar á skránni vegna Breiðholtshverfis eru gifurlegar. — ÞM „HANN" er að gefa sig — og nú á að lygna .] - Að öllum likindum verða Iíeykjavikurbúar heppnir með veður um helgina. Veðurharkan virðist ætla að dvina, að þvi er við fregnuðum á Veðurstofunni, og það gildir um mest allt landið. 1 Reykjavik verður áfram norðan átt, en nokkur kaldi, og hiti verður nálægt frostmarki. Ekki virðast börnin geta fengið tækifæri til þess að bregða sér á skauta enn sem komið er, og þó að eitthvað frjósi, verður það ekki nógu mikið til þess að skautafæri gefist. Á Austurlandi virðist nokkuð hlýtt, og sums staðar má búast við 2-3 stiga hita. Ef til vill er ekki beinlinis hægt að tala um hita, en þar er þó „heitast” á landinu. Þar getur þó orðið nokkur rigning, þegar liður á helgina. A Norðvesturlandi snjóar, og þar er sjálfsagt orðið hið ákjósan- legasta skiðafæri. -EA. JÁ, VÍST ER HÚN HEIMSFRÉTT! Heimsfrétt? Kannski ekki beinlinis, og þó. Þannig var jú tizkan árið 1971, og til að sýna fólki seinni tima það, birtist myndin i bókinni um ARIÐ 1971 i myndum og máli, sem er nú komin i 6. sinn i íslenzkri útgáfu. i bókinni er að finna margar af frábærustu fréttaljósmyndum heimsins þetta ár, —og svo eiga islenzkir ljósmyndarar sinn kafla aftast i bókinni. Ekki vitum við, hvað stúlkan heitir, né heldur hverrar þjóðar hún er. En hins vegar er þess verið álitin óholl á þvi herrans ári 1971 — getiö i textanum, að stigvél eins og hún ber svo tignarlega hafi MJWm MIKIL KEPPNISGLEÐI TVEGGJA ÓLYMPÍUFARA í fjölmennasta haustmóti T.R. sem um getur tefla 116 keppendur 9 umferðir eftir svissneska kerf- inu. Að 5 umferðum loknum var röö efstu manna þessi: 1.-3. Bragi Björnsson, Bragi Halldórsson og Sævar Einarsson 5 vinn. 4.-7. Björn Jóhannesson, Haraidur Haraldsson, Jón Kristinsson og Jón Torfason 4 1/2 vinn. Tveir Olympiufaranna, Jón Kristinsson og Björn Þorsteins- son eru meðal keppenda og er ekki hægt annað en dást að keppnisgleði þeirra. Björn hefur tapað einni skák gegn Birni Jóhannessyni og Jón varð aö láta sér nægja jafntefli gegn ögmundi Kristinssyni. Haraldur Haralds- son hefur velt tveim skákjöfrum, Ingvari Asmundssyni og Þráni Sigurössyni og á vafalaust eftir aö láta að sér kveða i framtiðinni. t 6. umferð urðu úrslitin hjá efstu mönnum þessi: BragÞ Halldórsson 1 Haraldur Haraldsson 0 Jón Kristinsson 1/2 Jón Torfason 1/2 Biðskákir urðu hjá Braga Björns- syni og Sævari Einarssyni, Birni Jóhannessyni 'Og Magnúsi Ólafs- syni. Þá skulum við lita á skemmtilega skák frá mótinu. Hvítt: Gylfi Magnússon Svart: Sævar Einarsson Caro-Can vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rf3 Rd7 (Svartur má ekki leyfa Re5.) 7. h4 h6 8. Bc4 (Þessi uppbygging þykir ekki vænleg til árangurs eftir að hvitur hefur leikið h4. Betra er talið 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Dc7 11. Bd2 og hvítur stendur örlitið betur 8. .) Rgf6 9. De2 e6 10. c3 Bd6 11. Re5 Bxe5 12. dxe5 Rd5 13. f4 Rc5 14. Be3 Bd3! 15. Bxd3 Rxf4! (Með skemmtilegum vend- ingum vinnur svartur alla- vega peð. Leiki hvitur 16. Bxf4 Rxd3+ 17. Kfl Rxf4 og veikleik- arnir I hvitu stöðunni segja fljótt til sin) 16. Bxc5 Rxd3+ (Eftir 16... Rxe2 17. Kxe2 hefur hvitur þrjá menn fyrir drottn- inguna og töluvert spil) 17. Kfl Rxc5 18. Hdl Dc7 19. Rh5 Hg8 20. Hh3 Rd7 21. Hh-d3 0-0-0 (Ekki 21... Rxe5? 22. Hd6 Rg6 23. Dg4 og hvitur hefur góða stöðu, þar eð svartur getur ekki hrókað.) 22. Hd6 Rb6 23. Rg3 De7 24. Hxd8+ (Ef 24. Re4 Dxh4 25. Hxd8+ Hxd8 26. Rd6+ Kc7 27. Rxf7 Hf8 og vinnur.) 24. Hxd8 25. Hxd8+ Dxd8 26. Re4 Dxh4 27. Rd6+ Kb8 28. Rxf7 (Or þvi sem komiö er verður hvitur að fara út í endatafl með peði minna). 34. Kd2 Rxa2 35. Kc2 c5 36. Kb2 Rb4 37. cxb4 cxb4 38. Kc2 (Eða 38. Rh8 Kc6 39. Rg6 Kd5 og svartur á ekki í erfiðleikum með að innbyrða vinninginn.) 28 . Df4+ 29. Df3 Rd5 — 30. Dxf4 Rxf4 31. g3? (31. Rd6 Rd3 32. Re8 veitti meiri mótspyrnu, þvi það er hvitum i hag að fá uppskipti á peðum.) 31 Rd3 32. b3 Kc7 33. Ke2 Rcl+! (Mannsfórn, þvi riddarinn á ekki afturkvæmt frá drottningar- vængnum.) 38. b5 39. Kd3 a5 40. Kd4 a4 41. bxa4 bxa4 42. Kc4 b3 43. Rd6 b2 44. Rb5+ Kc6 45. Rc3 h5 (Fjarlæga fripeðið ræður rétt einu sinni úrslitum.) 46. Kb4 g5 47. Kxa4 h4 48. Kb3 h3 Hvítur gafst upp Jóhann örn Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.