Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur !1. nóvember 1972 5 VAXANDI UPPSKERA í KONSÓ Nú eru liðin tuttugu ár, siöan tekin var um þaö ákvörðun á þingi Kambands isl. kristniboðs- félaga að hefja kristniboðsstarf hjá Konsóþjóðflokknum i Kþiópiu. Hvað er að frétta af þessu starfi? Litum á bréf, sem bárust frá kristniboðunum fyrir skömmu. Ingunn Gisladóttir veitir sjúkraskýli á kristniboðs- stööinni i Konsó forstöðu. Hún segir: „Sjúklingarnir koma hver af öðrum. Það er margvislegt, sem að þeim amar. Sumir hafa lent i áflogum. Aðrir þjást af mýrarköldu. Henni fylgir oft blóðleysi. Enn eru þeir, sem hafa orma i maga og þörmun. Sumir eru með igerðir, án þess að ljóst sé, af hverju þær stafa. Einn sjúklingurinn er fótbrotinn. Annar er með stóran áverka á fæti. Hann var stunginn með áhaldi, sem fólk notar til að stinga upp akrana með. Hér er drengur með stif- krampa. Hann hefur legið hér nokkra daga. Hann virðist ætla að lifa þetta af, en slikt er sjaldgæft, þegar um þann sjúkdóm er að ræða. — Drengurinn hefur reyndar verið okkur til mikillar ánægju. Hann er íarinn að biðja kvölds og morgna. En fólkið hans hefur verið mjög háð törfa- mönnum, enda fór það fyrst með hann til töframanns, áður en það kom til okkar. Einn daginn þegar ég var að búa um hann, fann ég gamalt bein undir koddanum hans, og inni i koddaverinu var eitthvað vafið saman. Þegar það var rakið i sundur, reyndist brúnt duft vera inni i þvi. „Hvað er nú þetta?” spurði ég. Móðir hans varð fyrir svörum: „Þetta er töfralyf, sem hjálpar við þessum sjúkdómi”. — Við eigum oft i striði við slikt fólk. Nýlega var komið með illa farinn mann. Hann hafði tiu sm. langan skurð frá brjóstbeini og niður á kviðinn. Maginn lá úti og var að sjá eins og litið höfuð. Læknir norsku kristniboðs- stöðvarinnar i Gidole (i 50 km fjarlægð) kom á vettvang og hóf aðgerð. Hjarta sjúklingsins hætti að slá i miðri aðgerðinni, en það tókst að koma þvi af stað aftur. — Nú er maðurinn á batavegi. Það er stórkostlegt, hvað honum hefur farið fram. Hann er hress og glaður. Hann tekur undir, þegar við segjum, að þetta sé ekkert annað en undur Guðs. „Ef til vill er Guð að sýna þér”, sagði ég við hann, „að það er hann, sem hefur allt vald á himni og jörðu. Hann megnar að gjöra þig heilan, en hann hefur einnig mátt til þess að gefa þér og þinu fólki eilift lif”. Þetta er litil mynd af daglega lifinu á sjúkraskýlinu á kristni- boðsstöðinni i Konsó. Kristniboð- arnir islenzku voru brautryðj- endur i heilbrigðismálum Konsó héraðs. Til skamms tima hafa seiðmenn og aðrir skottulæknar verið athvarf fólksins, og eru raunar viða ennþá. Nú hljóta árlega 15-20 þús. manns hjálp á sjúkraskýlinú. 74 i 32 manna heimavist Skólastarf kristniboðsins vex hröðum skrefum. Engin skóli var i Konsó, þegar Islendingar komu þar. Skúli Svavarsson, sem nú er Börn i skólanum i Gidole. þar kristniboði, segir svo nýlega i bréfi: „Barnaskólinn er byrjaður, með rúmlega 300 nemendur. Mörgum varð að synja um skólavist. Ég skil ekki, hvernig nemendurnir komast fyrir i kennslustofunum, svo rækilega er i þær troðið. I heima- vistunum er ástandið ekki betra. Þar á að vera rými fyrir 32 drengi, Við höfum bætt við auka- rúmum og komið þeim upp i 40. Þeir drengir einir fengu vist, sem eiga meira en tveggja klukku- stunda gang i skólann. Það var óskaplega erfitt að velja úr. Þeir voru margir, sem grétu þann daginn, sem ákveðið var, hverjir fengju vist. Stórir drengir há- grétu, og það var engin uppgerð- hjá þeim. Sjötiu og fjórir drengiri fengu pláss — eða hluta af plássi! Þeir sofa tveir og tveir i flestum kojunum — Stúlknaheimavistin er einnig fullsetin með 13 stúlk- um”. Kenn'arar eru sjö. allir inn- lendir. Er námsskrá rikisins fylgt, en auk þess lögð mikil áherzla á kristnifræðikennslu. Þá eru reknir allmargir barnaskólar i þorpunum, bæði 1. og 2. bekkur og svo lesskólar. Munu nemendur þeirra vera um tvö þúsund Hið beina kristniboðsstarf og starf kirkjunnar eykst einnig með hverjum degi, sem liður. Hinni ungu kirkju, sem risið hefur á starfsakrinum, vex þróttur. Kristniboðarnir vinna engan veginn einiraðboðun trúarinnar. 1 byrjun þessa árs var unnið kristi- legt starf i 60-70 þorpum, og eru starfsmenn allir innlendir, ýmist sjálfboðaliðar eða launaðir menn. Þeir annast bæði kristilega upp- fræðslu og almenna kennslu. Vigðir prestar eru orðnir f jórir sá yngsti vigður nú i október. Djöflatrú á undanhaldi Trúarbrögð Konsómanna er djöfladýrkun. Seiðmennirnir eru „prestar” þeirra. Þeir færa fórnir og hafa i frammi ýmiss konar hátterni til þess að halda djöflunum i skefjum og hafa gott af þeim. Fólkið er þvi haldið si- felldum ótta. Þessi forneskjutrú lætur nú smám saman undan siga fyrir fagnaðarboðskapnum um Krist. Það er i minnum haft, að fyrsti Konsómaðurinn, sem kastaði djöflatrúnni, var seið- maður. Hafði hann fórnað um 30 dýrum, kindum geitum og kúm Þessi kirkja er byggð úr greinum, grasi og leir. Hún hefur ekkert hvolfþak, engan turn, ekki steinda glugga, ekkert hljóðfæri. En hvað sakar það? Þarna hljómar hinn kristni boðskapur, sem Ieysir fólkið úr viðjum hjátrúar og ótta. Hátt á þriðja þús. Konsómenn hafa verið skirðir. Frá kristilegu móti i Eþiópu. Konan stendur upp og lofar að gefa gjöf til safnaðarstarfsins. Nafn hennar er skrifað niður. Þó að innlend kirkja sé risin i Konsó, er fólkið enn svo fátækt, að starf kirkjunnar er að mestu háð fjárhagsaðstoð kristniboðsins. A morgun, sunnudaginn 12. nóvember er Kristniboðs- dagurinn. Þá er þessa merka og gilda þáttar i kristnu lifi þjóðar- innar minnzt, þar sem messað verður i kirkjum landsins og leitað eftir samskotum til starf- semi Sambands isl. kristniboðs- félaga og annarra kristniboðs- vina. Það cr fólk, sem trúir á sina hugsjón og fórnar miklu fyrir hana, þvi að á s.l. ári bárust sambandinu hvorki nieira né minna en kr. 3.315.000, — þrjár miljónir þrjú hundruð og fimmtán þúsund krónur — i frjálsum gjöfum og samskotum. Kirkjusiðan i dag er helguð kristniboðinu. Grein um það er skrifuð af Benedikt Arnkelssyni, kand. theol., sem ásamt Gunnari Sigurjónssyni, kand. theol., er starfsmaður isl. kristniboðs- sambandsins. Undanfarið ár dvaldi Benedikt suður i Eþiópiu, á trúboðsstöð N.L.M. i Gidole. Þar kenndi hann við Bibliuskól- ann, sem býr menn undir prédikunar- og trúboðsstarf i Abessiniu. Það er mikil þörf lyrir slika slarfsmenn, þvi að þráin eftir orði Guðs og hjálpræðisvitnisburði þess er mikil. Benedikt Arnkelsson Kristniboðsdagurinn til þess að þóknast hinum illu öflum. Nú munu um 2500 manns vera skirðir til kristinnar trúar I Konsó, en áhrifa kristnidómsins og starfs kristniboðanna gætir miklu meira og miklu viðar en unnt er að gefa til kynna með tölum. Það er ekki ofsögum sagt, að menn eru leiddir til nýs lifs, þegar þeir veita Jesú Kristi við- töku sem frelsara sinum og losna undan valdi andadýrkunar og fá- fræði. Kostnaður kristniboðsins hvilir á herðum vina þess og velunnara. Og kostnaðurinn eykst stöðugt, eftir þvi sem starfið verður um- fangsmeira. Ótal verkefni biða úrlausnar. Nú er það brýnast að bæta úr þörfum skólans á kristni- boðsstöðinni. Þar er um sann- kallað neyðarástand að ræða. Það skortir fé til að byggja. Á morgun, kristniboðsdaginn, verður kristniboðsins minnzt i mörgum guðsþjónustum og sam- komum og fólki gefið tækifæri til leggja þvi lið. Hér er á ferðinni „þróunarhjálp” i beztu merkingu þess orðs. Benedikt Arnkelsson Þetta þorpskrili er I nánd viö Gidole, sem er um 50 km. frá Konsó. Þetta er fámennt þorp um 30-40 manns. Stráhúsin standa inni í skógi af stórvöxnum nytjaplöntum. Sumar bera ávöxt i krónum sfnum, rætur annarra erhin bezta fæöa. Óti á sléttunni eru kýrnar á beit. Þær eru smávaxnar, mjög magrar og júgrin varla stærri en á islenskum kindum og nytin eftir þvf. Maöurinn fremst á myndinni er vinnumaöur á stööinni i Gidole. FYRSTU SAMSKOT TIL KRISTNIBOÐS Þann 15. júni 1891 var eim- skipiiö Laura á leiö til Keykja- vikur. Þegar skipiö sigldi um miöjan dag i góöviðri vorsins inn bláan Faxaflóann voru far- þegarnir uppi á þiljum. Kvaddi sér þá hljóös miöaldra maður og talaði fyrir áhugamáli sinu, sem þá var all-nýstárlegt fyrir þjóð- ina — ISLENSKT HEIÐINGJA- TRCBOÐ. Þessi maöur var sr. Oddur Gislason á Stað i Grinda- vik. — Hann var ekki maður oröa heldur athafna og hér gekk hann beint til vcrks — samskot strax i gang. A framþiljum gengust þeir fyrir samskotum Tobias Finn- bogason og Nikulás Eiriksson úr Útskáiasókn og urðu 5-10 og 25 aura samskot þessi 10 kr. 21 cyrir. Þá urðu fleiri, sem óboönir vildu styrkja kristni- boöiö. Skipstjóri l.auru, Christjansen, gaf 1,50 kr. og umboðsmaður Jensen gaf frá sjálfum sér 1.00 kr. og frá hús- bónda sinum grossera Holme 5.00 kr. Vcrzlunaragent Kristján Jónasson gaf 1.00 kr. „Voru mér þannig afhentar”, segir sr. Oddur, „18.71 kr. til ráðstöfunar og lýsti ég því yfir þar og þá, aö þvi skyldi varið til islensks kristniboös innra og ytra, sem siðar skal grein fyrir gjörö.” Þetta sama sumar hreyfði sr. Oddur þessu máli á synodus. En það var þá of mikil nýung til þess að vera rædd þar til gagns enda stóð prestastefnan þá að- eins i 4 klukkutima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.