Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 11.11.1972, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 11. nóvember 1972 nú Snowdon kaus peysu Það var afteins Snowdon } lávarður yzt til vinstri, sem í kaus óþvingandi klæðnað og i framkomu, þegar öll heila * konunglega enska fjöiskyidan kom saman i Windsorkastaia nú á dögunum. Tilefnið var silfur- brúðkaup þeirra Elisabetar drottningar og Philips prins. i 19 af þeim 25 árum hefur Elisabet verið drottning Stóra- Bretlands. Yngsti fjölskyldumeðlimur- inn er næst þvi að stela senunni frá hinum eldri — en Anna prinsessa dregur lika að sér uokkra athygli. Á myndinni eru 1. drottningin, 2. Philip prins, 3. prinsinn af Wales, 4. Anna prinsessa. 5. Andrew prins, 6. Edward prins. 7. móðir drottningarinnar, 8. Margrét prinsessa, 9. jarlinn af Snowdon, 10. Linley greifi, 11. lafði Sarah Armstrong-Jones, 12. hertoginn af Kent, 13. hertogaynjan af Kent, 14. Nicholas Windsor lávarður, 15. jarlinn af St. Andrews, 16. lafði Helen Windsor, 17. prins Michael af Kent, 18. Alexandra prinsessa. 19. Angus Ogilvy, 20. James Ogilvy, 21. Marina Ogilvy. Leikmenn IBV koma til — og úrslitaleikur Bikarkeppninnar œtti því að geta farið fram í dag. Ummœli þjólfara um leikbann og athugasemd Þá á enn aö reyna i dag viö úrslitaleikinn í Bikar- keppni KSi milli FH og IBV. Leikurinn verður á Melavellinum og hefst kl. tvö. Samkvæmt fréttum frá Vestmannaeyjum i gær ætluðu leikmenn iBV aö fara sjóleiöina að þessu sinni — treysta ekki á stopult flugveöur. Ef veður veröur ekki þvi verra eru allar líkur á, að af úrslita- leiknum geti nú oröiö. Bæði liðin stilla upp sinum sterkustu leikmönnum — leik- bannið á Erni Oskarssyni, útherja IBV, er nú upphafið, þó svo mörgum hafi ekki likað á hvern hátt hann losnaði úr þvi. Annar flokkur IBV gat sem sagt leikið úrslitaleik bikarkeppni 2. t'lokks á sunnudag, þó meistara- flokkurinn kæmist ekki tii Reykjavikur daginn áður. Úrslitaleikurinn i dag ætti að geta orðið skemmtileg og tvisýn iðureign liða, sem hafa verið igursæl i sumar og eru i góðri ufingu. Lið FH verður þannig skipað: Ómar Karlsson . Janus Guðlaugsson . Magnús Brynjólfsson !. Jón V. Hinriksson 5. Dýri Guðmundsson. (i. Pálmi Sveinbjörnsson 7. Leifur Helgason 8. Logi Ólafsson 9. Ólafur Danivalsson 10. Viðar Halldórsson 11. Helgi F. Ragnarsson 12. Gunnar Bjarnason 13. Ásgeir Arinbjarnarson 14. Daniel Pétursson 15. Friðrik Jónsson. Ellefu hinir fyrst töldu hefja leikinn. Lið IBV verður þannig: 1. Páil Pálmason 2. Ólafur Sigurvinsson 3. Einar Friðþjófsson 4. Þórður Hallgrimsson 5. Friðfinnur Finnbogason 6. Óskar Valtýsson 7. örn Óskarsson 8. Kristján Sigurgeirsson 9. Tómas Pálsson 10. Haraldur Júliusson 11. Ásgeir Sigurvinsson 12. Ársæll Sveinsson 13. Gisli Magnússon 14. Snorri Rútsson 15. Valur Andersen En fyrst á annað borö er verið að skrifa um úrslitaleikinn get ég ekki látið hjá liða að minnast á ummæli, sem höfð voru eftir þjálfara liðs tBV, Viktor Helgasyni, i einu dagblaðanna og komu svo spánskt fyrir sjónir, að i fyrstu fannst manni sem þau Á innan félagsmóti Ármanns i Baldurshaga á miövikudagskvöld setti Sigurður Sigurðsson, hinn 14 ára Ármenningur, nýtt sveina- og piltamet i lang- stökki. Hann stökk sex metra slétta, en eldra metiö var 5.48 metrar. gætu ekki verið rétt höfð eftir hinum ágæta þjálfara þeirra Vestmannaeyinga. Þar var sagt: ,,bað er min skoðun að ekkert lið ætti að lána leikmann úr liði sinu til að leika með landsliði og svo er leik- maðurinn settur i leikbann i staðinn”. Geta þetla verið ummæli ábyrgs þjálfara og uppalanda? Ég hef aldrei vitað til þess, að leikmaður hafi verið settur i leik- bann fyrir það eitt að leika i landsliði. Leikmaður þarf að brjóta af sér til að vera settur i leikbann — annaöhvort með orðum eða verknaði á leikvelli. Það á að vera hlutverk þjálfara að koma i veg fyrir, að leikmenn missi stjórn á skapi sinu á leik- velli. Þeir eiga að leiða leik- mönnum fyrir sjónir, að ekki sé vegsauki i þvi að ,,rifa kjaft við dómara" eða sýna ruddalegan leik. Það er hluti af þjálfun þeirra. Þessi ummæli, sem höfð voru eftir Viktor Helgasyni voru vegna Sigurður vakti einnig athygli i 50 metra hlauDÍ. begar hann sigraði hinn ágæta IR-ing Friðrik Þór Óskarsson. Báðir hlupu á 6.2 sek., en Sigurður var sjónarmun á undan. Timi hans er nýtt pilta- og sveinamet innanhúss. Hann átti sjálfur eldra metið 6.4 sek. I 50 m hlaupi kvenna sigraði Sigrún Sveinsdóttir á 6.9 sek. leikbanns á Orn Óskarsson i einn leik. Hann hafði þá þrisvar sinnum fengið áminningu dómara — verið sýnt gula spjaldið. Það er ekki til vegsauka fyrir örn, þann ágæta leikmann. Heldur ekki þjálfara hans, Viktor Helgason. Þar kemur fram galli i þjálfun leikmannsins. Fyrstu áminriing- una fékk örn i landsleik — siðan tvær i leikjum Vestmannaeyja- liðsins. Eftir fyrstu áminninguna átti þjálfarinn að brýna fyrir leik- manninum að gæta tungu sinnar og athafna. bað virðist ekki hafa verið gert — illu heilli — siðar i leikjum ÍBV. Nei, leikmenn eru ekki settir i leikbann fyrir það eitt að vera valdir i landslið. Það ætti hins vegar að vera metnaður hvers liðs og hvers þjálfara að eiga sem flesta leikmenn, sem njóta þess. trausts að vera valdir i landslið þjóðar sinnar. Það er góður vitnisburður fyrir þjálfara að hafa sem flesta landsliðsmenn i iiði sinu góður vitnisburður um hæfileika hans sem þjálfara og vegsauki fyrir lið hans. —- hsim. Erna Guðmundsdóttir varð önnur á 7.0 sek. 1 langstökki sigraði Friðrik Þór — stökk 6.66 metra. Hannes Guðmundsson varð annar með 6.42 metra. 1 50 m grinda- hlaupi sigraði Valbjörn Þorláks- son á 7.2 sek. I langstökki telpna sigraði Ása Halldórsdóttir með 4.88 metra, en Erna Guðmunds- dóttir stökk 4.78 metra. Heill á húfi eftir 3300 feta fall! ,,Ég æpti upp yfir mig, þegar ég uppgötvaði, að fallhlifin mfn vildi ekki opnast, og þóttist þess full- viss, að nú væru dagar minir taldir,” segir 19 ára gamall bandariskur fallhlifarstökkvari, Bob Hill að nafni. Hann hafði varpað sér út úr flugvélinni i 3300 feta hæð og féll næst 100 fet á sekúndu, en fallhlif hans opnaðist ekki, hvernig sem hann reyndi. „Ævidagar minir runnu mér fyrir sjónir eldsnöggt. Það gerði það svo sannarlega. Ég sá andlit móður minnar fyrir augum mér, öll heimili min fram til þess dags, herskólann, sem ég var við, og aðra fyrri skóla, sem ég hafði gengið i. Og ég sá andlit allra minna gömlu félaga, allt. Siðan hlýt ég að hafa snert jörðu. En ég man ekki, hvernig það var. Man ekki til neins sársauka, blóðs, eða hvar fallhlifin kom niður.” Sannleikurinn er sá, að Bob hafnaði á hraðbraut, og sjónar- vottar báru, að hann hefði fallið með 100 til 130 kilómetra hraða á klukkustund. En örfáum sekúndum siðar var hann risinn á fætur — án þess þó hann reki sjálfan minni til þess. Hann var þegar drifinn á nær- Iiggjandi sjúkrahús, þar sem læknar þyrptust að honum. EN — það eina, sem þeir þurftu að gera, var að dytta að nefi hans og fáeinum tönnum i munni hans. Siðan eru liðnar þrjár vikur, og ekki er lengur hægt að sjá nein merki eftir fallið. Læknum tókst að rétta nef hans með plast-að- gerðum og tennurnar, sem losnuðu i gómi hans, hafa verið festar á nýjan leik. Þrátt fyrir þetta óhapp i Arizona, kveðst Bob Hill vera reiðubúinn að stökkva fljótlega aftur. Bœtti langstökksmet- ið um hólfan metra!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.