Vísir - 20.11.1972, Page 2

Vísir - 20.11.1972, Page 2
2 Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972 vhntm Trúið þér á anda- lækningar? Maria Schram: Ég veit þaö varla. Ég hef ekki orðið vör viö neitt slikt sjálf, en ég hef heyrt um slik lækningatilfelli. En ég get ekki neitað þvi sem ég veit ekki um. (luðmundur llafsteinn Sigurðs s«n, matreiðslunemi: Nei, ég geri þaðekki. Min persónulega skoðun er sú, að slikt sé mesta vitleysa. En þetta er aðeins min skoðun og hún er ekki afgerandi fyrir aðra. Katrin Jónsdóltir. neinandi: Já, ég geri það. Ég hef oft heyrt um slikar lækningar og ég tel töluvert mark a þessu takandi. Ég er nú kannski ekki alveg viss um þetta. Asta Svavarsdóttir, nemandi: Ég veit það nú ekki. Ég held ekki að þetta sé til. Ég á voðalega erfitt með að segja um þetta. Það getur verið eitthvað til i þessu, en það er órannsakað. Steinuiiu Jónsdóttir, húsmóðir: Ég get ekki sagt að það séu ekki til svona lækningar. Ég hef enga reynslu i þessu, en ég hef heyrt ýmislegt um þetta. Maria Fredriksen, húsmóöir. Eg veit það nú ekki. Ég heyrði mikið um slikar lækningar þegar ég var yngri, en ég hef enga reynslu á þessu sviði sjálf. Önnur sagan var á þessa leið: ,,Að sjálfsögðu trúi ég á anda- lækningar. Ég hafði þjáðst af lömun i nokkur ár. Svo bar við, að ég þurfti að bregða mér bæjarleið með Djúpbátnum til Isafjarðar. Ég festi svefn i um þrjár stundir á leiðinni og dreymdi undarlega drauma. Þegar ég vaknaði var ég hins vegar albata og hef ekki fundið fyrir lömuninni siðan”. — Eru þeir óþarfir, þegar allt kemur til alls??U Mjög margir þeirra spurðu, gátu sagt frá reynslu annarra af andalækningum, sem hefðu átt að gefa góða raun. — ,,Ég veit svo mörg dæmi þess að fólk hafi fengið lækningu vegna fyrirbæna og af engu öðru. Fóik sem árangurslaust hafði gengið áður til lækna. Sjálfur sé ég lika nóg af framliðnu fólki bæði i vöku og draumi svo að ég hlýt að taka lif eftir dauðann sem sjálísagðan hlut”. 87. skoðanakönnun Vísis: Trúið þér ó andalœkningar Nei... og þó annars Niðurstöður úr könnumnni urðu þessar: Jú 113 eða 57% Nei 60 eða 30% Óákveðnir 27 eða 13% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan þannig út: Já 65% Nei 35% Kl' blaðamenn Visis liefðu hugsaö út i það fyrirfram, gætu þeir liafa skrifað bók um andalækningar á islandi með litlum fyrirvara og með lítilli fyrirhöfn eftir seinustu skoðanakönnun Visis. Þar var spurt? Trúið þér á andalækn- ingar? Það stóð ekki á svörum. Heil 57% svöruðu spurningunni hik- laust játandi. í mörgum tilvikum fylgdu lýsingar á persónulegri reynslu spurðra á yfirnáttúr- legum lækningum. Aðeins 13% voru óákveðnir, sem er í minnsta lagi. Þó að 30% hafi svarað spurningunni neitandi, þá er ekki þar með sagt að sami hlutfalls- hópur hafi verið andvigur anda- lækningum. Siður en svo. Mjög margir, sem svöruðu spurning- unni neitandi, töldu andalækn- ingar mjög gagnlegar fyrir þá, sem á þær trúðu. ,,Ei trúi ég nú sjálfur á þær, en .” — ,,Nei, og þó, hvað veit maður svo sem.” — Þannig voru fjöldinn af nei-svör- unum. Þessar niðurstöður eru svo ótviræðar, að unnt er að fullyrða, að verulegur meirihluti þjóöar- innar trúir á andalækningar. Efnishyggjumenn verða að sætta sig við þá staðreynd, hvort sem þeim likar það betur eða verr. Og það má jafnvel varpa þeirri spurningu fram, hvort læknavis- indum landsins væri ekki hollt að viðurkenna þessa staðreynd og taka mið af henni. Kannski lækn- ar og hjúkrunarlið viðurkenni einnig fyrir sjálfum sér, að mikill hluti sjúklinga sem annarra trúir á an.dalækningar. Athyglisvert var, hvað flestir svöruðu spurningu þessari ákveðið og hiklaust i já-hópnum. — ,,Já, ég trúi FAST á andalækn- ingar, Bæði þekki ég fjölda fólks, sem þeirra hafa notið og eins hef ég reynslu sjálfur af andalækn- ingum”. — Og þessi maður hélt áfram að lýsa sinni persónulegu reynslu eins og svo margir aðrir. ,,Það var fyrir allmörgum árum, að ég var svo vondur undir siðu af ristilbólgu og hafði ekki fengið neina almennilega bót hjá læknum hér, að ég skrifaði út til miðils i London. Mér fannst ég fá svarið mjög fljótt. Aðeins hálfum mánuði seinna hrökk ég upp af svefni eina nóttina með miklum verkjum og fór alveg i keng. En morguninn eftir fann ég mig góðan af slæmskunni. Og það liðu þó nokkur ár þangað til ég fann til hennar aftur. — Hvernig getur maður annað en trúað á anda- lækningar eftir svona reynslu. HERÐA ÞARF ÁRÓÐURINN GEGN TÓBAKSREYKINGUM K.E. simar: ,,Það er leiðinlegt til þess að vita hvað áróðurinn gegn tóbaks- reykingum hefur koðnað niður. Að visu birtast af og til i dagblöð- um auglýsingar, sem benda á skaðsemi tóbaksnotkunar, en þær eru alltof máttlausar til að vekja athygli. Staðreyndin mun vera sú, að sigarettureykingar halda stöðugt áfram að aukast og sifellt færist aldurinnniður.Nú mun ekki þurfa að deila um þá staöreynd að reykingar eiga stærstan þátt i lungnakrabba, auk annarra sjúk- dóma. Við eyðum árlega millj- ónatugum i baráttuna við þessa sjúkdóma — eftir að fólk er orðið sjúkt. Væri ekki nær að stórauka áróðurinn gegn reykingum og reyna þannig að koma i veg fyrir að fólk sýkist. Það hefur sýnt sig, að veröhækkun á tóbaki hefur aðeins áhrif i skamman tima eins og með vinið. Og ég er ekki frá þvi að hinar sifelldu hækkanir á þess- um eiturlyfjum hafi gert illt verra. Mestur hluti fóks virðist nota áfengi og tóbak og þegar það hækkar krefst fólk bara launa- hækkana til að geta haldið áfram aö reykja og drekka. Það þarf að sýna áhrifamiklar myndir i sjónvarpi og kvik- myndahúsum um skaðsemi tóbaks. Fá lækna til að halda er- indi i skólum, útvarpi og á vinnu- st. Birta leiðbeiningar til fólks sem vill hætta að reykja og jafn- vel gefa þvi kost á sjúkrahúsvist, ef fólktreystirsérekki til að hætta hjálparlaust. Þótt þetta kæmi til með að kosta nokkurn pening er um smámuni að ræða miðað við LESENDUR Æ hafa ORÐIÐ það tjón sem reykingarnar valda á hverju ári. Og ekki má gleyma börnum og unglingum. Þar þurfa foreldrar að vera fyrirmyndin. Hvaða .unglingur tekur mark á aðvörunum frá móður sem er með sigarettu f munnvikinu meðan hún predikar um skað- semi reykinga? Ég held að þeir séu fáir sem það gera. Ég skora á viðkomandi aðila að taka nú röggsamlega við sér og hleypa af stað reglulegri áróðursherferð gegn þessum mikla skaðvaldi.” Hver er Gregory i Firðinum? Vegna lesendabréfs ónafn- greinds Hafnfirðings um fréttir úr Firðinum, sem birt var í les- endadálkum Vísis á fimmtudag, vil ég fá að óska eftir skýringu á undarlegri klausu, sem þar má lesa. Þar spyr Hafnfirðingurinn, ,,hvort Hafnfirðingar séu ekki samrriála um, hverjum við eigum að þakka þessa kynningu á bæn um f fjölmiðlum,” eins og hann orðar það. Þvi miður get ég ekki gert mér grein fyrir þvi, en leikur svo sannarlega forvitni á að fá það upplýst. Skora ég á Hafnfirðinginn að ljúka við hálfkveðna visujhonum ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi.” Annar ónafngreiiidur Hafn- firðingur <en fávísari). Þœgilegir strœtóstjórar Guðrún Sigurðardóttir simar: ..Það er stundum verið að hnýta i strætisvagnsstjóra i blöðunum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.