Vísir - 20.11.1972, Page 5

Vísir - 20.11.1972, Page 5
Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972 AP/IMTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTL Umsjon Guðmundur Pétursson Stjórnarflokkarnir 272 þingsœti, en andstaðan 224 „VEITIÐ MÉR TRAUST YKKAR, SVO AÐ HEIM- URINN HALDI ÁFRAM AÐ TREYSTA OKKUR" — sagði Willy Brandt við kjósendur sína og varð að ósk sinni Willy Brandt vann einn sinn glæsilegasta stjórnmálasigur með þvi að sigra i kosningun- um í Þýzkalandi i gær. Aðeins tveim timum eftir að kjörstöðum var lokað og fyrstu tölur höfðu birzt, lá ljóst fyrir, að Rainer Barzel, leið- toga kristilegra demó- krata, mundi ekki takast að þoka Brandt úr kanslarastólnum. Barzel sendi þá þegar Willy Brandt skeyti: ,,Þú hefur sigrað.” Og nokkru seinna viðurkenndi hann ósigur sinn i sjónvarpi, áður en talningu var að fullu lokið, en þá var fyrirsjáanlegt, að kristi- legir demókratar höfðu tapað 18 þingsætum. Socialdemókratar Brandts höfðu hlotið 231 þingsæti, og hinn stjórnarflokkurinn, frjálsir demókratar, höfðu hlotið 41 þing- sæti — og stjórnin þannig endur- heimt þann meirihluta, sem hún áður hafði á þingi og meira til. Alls 27 þingmanna meirihluta. 1 hriðarmuggu og slyddu óðu vestur-þýzkir kjósendur snjóinn til þess að komast á kjörstaðina, en þessi skilyrði dugðu ekki til þess að draga úr kjörsókninni. Kosningaþátttakan hefur aldrei verið jafnmikil i vestur-þýzkum kosningum áður, og alls neyttu 91% kjósenda atkævðisréttar sins. Allt hafði bent til þess, að kosningarnar yrðu tvisýnar, og i skoðanakönnunum kom i ljós, að fjöldi kjósenda var ekki búinn að gera upp hug sinn um, hverjum þeir mundu greiða atkvæði sitt — ekki fyrr en einum eða tveim dögum fyrir kjördag. Og það var ekki fyrr en á laugardag, að skoð- anakannanir gátu gefið nokkra visbendingu um, hvor mundi bera sigur af hólmi. Virtist útkoma þeirra vera Brandt aðeins i vil, en niðurstaða siðustu skoðanakönn- unarinnar, sem ekki var birt fyrr en kjörstöðum hafði verið lokað i gær, var mjög nærri þvi, sem úr- slitin urðu, en þar var social- demókrötum Brandts og frjálsum demókrötum spáð 52,9% at- kvæða. Brandt flutti siðustu kosninga- ræðu sina á fundi socialdemó- „Þú hefur sigrað”, sagði Rainer Barzel i skeyti til Brandts, aðeins 2 timum eftir að kjörstöðum var lokað, en þessi mynd var tekin af þeim keppinautum i þinginu i aprfl, eftir að feild hafði verið vantrauststillaga Barzel, sem óskaði Brandt til hamingju með málalokin. ..Veitið mér traust ykkar, svo að...” sagði Willy Brandt i lokaávarpi sinu til vestur-þýzkra kjósenda. krata i Vestur-Berlin og komst þá svo að orði: „Við höfum nú mikla mögu- leika á að útiloka loks strið i Evrópu og tryggja frið um margra kynslóða bil.” En Brandt lagði mikla áherzlu á árangur „austurstefnu” sinnar i kosningabaráttunni, meðan andstæðingar hans gagnrýndu hann hart fyrir linlega efnahags- stefnu og misheppnaðar tilraunir til að stöðva verðbólguna. „Sem maður getur ekki séð á öllum fjáraustri þeirra i kosn- ingabaráttuna,” svaraði Brandt. t niðurlagsorðum sinum sagði Brandt: „Ég höfða til sjálfstrausts vestur-þýzku þjóðarinnar. — Veitið mér traust ykkar, svo að heimurinn geti haldið áfram að treysta okkur.” Menn hafa ekki á reiðum hönd- um skýringar á þessum yfir- burðasigri stjórnarflokkanna, sem i kosningunum 1969 hlutu 254 þingsætiá móti þeim 272 þingsæt- um, sem þeir hlutu nú. I sjónvarpsviðtali i gærkvöldi treysti Rainer Barzel sér ekki til að skýra ósigur flokks sins. En fyrst og fremst lita menn á úrslit kosninganna sem persónu- legan sigur fyrir Brandt og fram- lag hans i þágu friðar i Evrópu. Peron fús til samkomulags við herforingjaráðið fjöldans. Peron birtist með base- ball-húfuna sina frægu, sem hann jafnan bar á mótorhjólaferðum sinum i valdatið sinni. Átti viðrœður í gœr við formann nœststœrsta stjórnmálaflokksins Iiinn 77 ára gamii Peron og kona hans Isabel (44 ára) veifa til Peronista. Peron átti i gær viðræður við Kicardo Balbin, formann næst- stærsta stjórnmálaflokks Argen- tinu, og sagði eftir viðræðurnar, ,,að þær hefðu veriö árangursrik- ar.” Herforingjaráðiö i Argentinu, þar sem herinn hefur öll vöid, veitti á laugardag Peron leyfi til þess aö ávarpa fund Peronista, sem er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Höfðu Peronistar sakað her- foringjaráðið um að hefta ferðir Perons og halda honum föngnum. Fúllyrtu þeir, að 30.000 öryggis- varðarlið, sem umkringdi flug- völlinn við komu Perons til Buenos Aires og vörðurinn um- hverfis hótel hans — væru fanga- verðir Perons. Stöðugur straumur fólks hafði legið að flugvallarhótelinu, þar sem Peron dvaldist fyrstu klukkustundirnar eftir komuna til Buenos Aires, þar til honum var leyft að flytjast i 96.000 dollara lúxusvillu, sem Peronistar höfðu keypt handa þeim hjónum. Eftir ásakanir Peronista voru hermennirnir fjarlægðir frá húsi Perons og gefin út yfirlýsing um, að hann fengi leyfi til að ávarpa fund Peronista i einni af hinum stóru iþróttahöllum höfuðborgar- innar, þar sem komast fyrir 100.000 áheyrendur. Lorenzo Miguel, formaður járniðnáðarmannasambands Peronista, tiikynnti, að enginn funduryrði haldinn: „Peron furð- ar sig á þvi, að þeir skuli ákveða stað og stund fyrir fundi hans. Það mun hann ákveða sjálfur, þegar honum þykir sjálfum henta.” Eftir að verðir höfðu verið f jar- lægðir frá húsi Perons og aðeins 50 lögreglumenn skildir eftir, sem gerðu enga tilraun til þess að halda fólki f jarri, söfnuðust strax um 300 manns i garðinum og á gangstéttinni fyrir.framan á laugardagskvöld. Peron birtist i glugga og veifaði og móttók hrifningarhróp fjöld- ans með breiðu brosi, en afsakaði sig með þvi, að hann væri orðinn þreyttur eftir ferðalagið, „enda ekki farið úr skónum i þrjá daga.” En hrópunum og köllunum linnti ekki og klukkustundu siðar urðu Peron og kona hans enn að koma fram á svalirnar, i þetta sinn á náttfötunum, og veifa til Meðan Peron hefur dvalizt i út- legð, hefur herinn, sem á sinum tima hrakti Peron frá völdum, rikt i Argentinu og hindrað Peronista að taka þátt i forseta- kosningum landsins. Lanusse hershöfðingi tók þó upp breytta stefnu i þessu tilliti, þegar hann varð forseti i fyrra og nam úr gildi þau lög, sem héldu Peron i útlegð. Heimkoma Perons varð fljót- lega eitt aðalágreiningsatriðið i þeirri togstreitu, sem er á milli hersins og b.orgaraflokkanna. Herinn leitar nú fyrir sér eftir liklegu forsetaefni úr röðum óbreyttra borgara fyrir forseta- skiptin i marz næstkomandi — einhverjum þeim, sem herfor- ingjaráðið getur fellt sig við. En Peron hefur lýst sig fúsan til sam- komulags við Lanusse hershöfð- ingja. Fylgismenn Perons marséra frá flugvellinum til Buenos Aires, eftir að þeir höfðu tekið á móti átrúnaðargoði sinu, sem loks er komið heim eftir 17 ára útlegð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.