Vísir - 20.11.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972
vísm
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Auglýsinga^tjóri
Auglýsingar
Afgreiösla
Ritstjórn
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Friðarsigur
Kosningaúrslitin i Vestur-Þýzkalandi voru
fyrst og fremst persónulegur sigur Willy Brandts.
Kosningarnar voru taldar hinar tvisýnustu, og
þær voru taldar einhverjar mikilvægustu þing-
kosningar i Evrópu eftir strið. Engir spáðu
Brandt jafnglæsilegum sigri og raun varð á.
Menn voru yfirleitt sammála um, að hann hefði
yfirgnæfandi stuðning annarra þjóða manna i
utanrikisstefnu sinni, en mikill vafi var um af-
stöðu hans eigin þjóðar.
Vestur-Þjóðverjar tóku af skarið. Greinilega
hlaut dómsdagsáróður stjórnarandstæðinga ekki
hljómgrunn. Sú þjóð, sem hafði allt frá striðslok-
um veitt kristilegum demókrötum brautargengi,
gert þá meirihlutaflokk i landinu,stærsta flokkinn
allt til þessara kosninga, svipti þá þvi sæti. Kjós-
endur úrskurðuðu nú, að þeir væru orðnir á eftir
timanum. Kjósendur lýstu eindregnum stuðningi
við raunsæisstefnu Willy Brandts. Þótt mörgum
væri það vafalaust sárt, viðurkenndu kjósendur,
að horfa bæri raunsæjum augum á völd kommún-
ista i Austur-Þýzkalandi og yfirráð Pólverja yfir
löndum, sem verið höfðu þýzk til striðsloka.
Valdsmenn kommúnista eru þvi miður ekki á för-
um frá Austur-Þýzkalandi. Hatrömm andstaða
vestur-þýzku stjórnarinnar hafði áður engu þok-
að. Þvert á móti hafði hún gert illt verra.
Með „þiðunni” gagnvart kommúnistarikjunum
hefur Willy Brandt tekizt að bæta raunverulega
hag fólks i Austur-Þýzkalandi og Berlin. Með
samningum hafa samskipti batnað og ,,skarð
verið rofið i múrinn”. Hagurinn er fyrst og
fremst almennings beggja vegna landamæranna,
én einkum fólksins austan megin.
Kjósendur veittu Willy Brandt umboð til að
halda þessari stefnu áfram og leiða samningana
til lykta.
Fyrir kosningarnar hafði meirihluti stjórnar-
flokkanna horfið vegna úrsagnar þingmanna,
sem sumir hverjir voru með þvi að mótmæla
utanrikisstefnu stjórnarinnar. Margt gekk
Brandt á móti. I innanrikismálum tókst stjórn-
inni illa að koma fram stefnumálum vegna inn-
byrðis sundrungar. Karl Schiller, einn aðalbógur
rikisstjórnarinnar, sagði af sér og hóf samvinnu
við stjórnarandstöðuna.
Kristilegir demókratar undir forystu Rainer
Barzels og Franz Josef Strauss börðust af meiri
hörku i kosningabaráttunni en dæmi eru um áður
i Vestur-Þýzkalandi. Þeir mátu stöðuna svo, að
nægilega margir kjósendur skelfdust samning-
ana við kommúnistarikin og óttuðust hugmyndir
sumra stjórnarsinna um „sósialisma”, til þess að
þeir létu stjórnarandstæðinga fá atkvæði sin.
Þessir útreikningar reyndust alrangir. Brandt
vann sigur sinn ekki i skjóli litillar kjörsóknar,
eins og sumir töldu hans beztu von fyrir kosning-
arnar. Kjörsókn varð þvert á móti með eindæm-
um góð.
Kjósendur i Vestur-Þýzkalandi hafa lagt bless-
un sina á raunsæisstefnu i utanrikismálum. Þeir
treysta þvi, að Willy Brandt og stuðningsflokkar
hans, jafnaðarmenn og frjálsir demókratar,
muni ekki rasa um ráð fram. Þeir hafa lagt sitt
að mörkum til friðarstarfs.
i
Menntamanna- nnninm
mciimumunna m mm
flóttinn úr
þróunarlðndum
Umsjón Guðmundur
Pétursson
í skýrslu frá Samein-
uðu þjóðunum eru þró-
unarlöndin hvött til þess
að skapa yngri
kynslóðum sinum betri
skilyrði til þess að ganga
menntaveginn heima
fyrir og starfa þar að
námi loknu - ef þessi
lönd ætla sér að stemma
stigu við flótta mennta-
manna sinna til
Bandarikjanna og
Kvrópu.
„Höft á ferðir námsmanna
erlendis eru óráðleg, en á hinn
bóginn ætti að stuðla á jákvæðan
hátt að þvi, að sem flestir náms-
menn rækji sitt nám i heimalandi
sinu”, segir í skýrslu i
Rannsóknarstofnun Sameinuðu
þjóðanna um menntunar-lekann”
frá sex þróunarlöndum,
Cameroon, Colombiu, Libanon,
Filippseyjum, Trinitad og
Tobago.
Litið er á þessi fimm riki, sem
dæmigerð fyrir þau lönd, er eiga
þúsundir námsmanna i skólum i
Evrópu og Norður-Ameriku. Og
flestir þessara námsmanna verða
um kyrrt erlendis, en það leiðir til
efnahagslegs tjóns fyrir heima-
lönd þeirra, og dregur úr þróun
þeirra.
,,Ef þeir stunduðu nám sitt
heima”, segir áfram i skýrslunni,
„minnka likurnar á þvi, að þeir
flytjist út og setjist að erlendis.
Þvi að i skólum heimavið læra
þeir bezt að skilja land sitt og
þjóð, bindast vináttusamböndum
og gerast virkir aðilar i menning-
ar-, félags- og stundum stjórn-
málalifi sins lands”.
Upplýsingar, sem lagðar eru til
grundvallar skýrsiunni, hafa
meðal annars að geyma:
I. Filippseyjar. — Eftir
breytingar á innflytjendalögum
Bandarikjanna, varð gifurleg
aukning á fólksflutningum frá
Filippseyjum til USA. Um leið
átti sér stað fækkun á iðn-, tækni-
og háskólamenntuðum mönnum i
Filippseyjum. Arlegur fjöldi
menntamanna,- sem flutti frá
Filippseyjum til Bandarikjanna
jókst úr 382 upp i 3350 árið 1967,
þar á meðal er stór hópur
hjúkrunarkvenna, hjúkrunar-
1 Colombiu er mikil þörf tæknimenntaðra manna, eins og i öðrum
þróunarrikjum, en þeir eira ekki i heimalandinu, heldur setjast að ann-
ars staðar, sem dregur úr þróun landsins, eins og t.d. í landbúnaðinum,
þar sein bændafólk notast við fornaldarlandbúnaðartæki.
þjálfara og læknismenntaðs fólks.
— Meir en 1000 iðn- og tækni-
menntaðra Filippseyinga flytzt
árlega til Kanada.
En flótti háskólamenntaðra
manna úr Filippseyjum er ekki
talinn eins alvarlegur i skýrsl-
unni. „Með þeim hópi hafi þó far-
ið einn af fimm mestu hæfileika-
mönnum þjóðarinnar”. Af
háskólamenntuðum Filippsey-
ingum flytjast út 7% þeirra, sem
menntast hafa heima, og um það
bil 40% þeirra, sem nema erlend-
is, snúa ekki heim aftur.
2. Trinitad og Tobago. — A ár
unum frá 1962 til 1968 fluttust
10.912 sérmenntað fólk þaðan.
Aðallega til Kanada, Bretlands
og Bandarikjanna.
3. Colombia. —Frá 1955 til 1968
leituðu 38.400 tækni- og sérmennt-
að fólk sér atvinnu erlendis, og
rúmlega 20.000 þeirra snéru ekki
aftur, (settust flestir að i
Bandarikjunum).
4. Libanon — Frá 1960 til 1968
fluttust 4.882 Libanir til
Bandarikjanna. Frá 1956 til 1968
fluttust 7295 Libanir til Kanada.
Frá 1951 til 1965 fluttust nær 20.900
Libanir til Kuwait. Og áætlað er,
að milli þrjú og fjögur þúsund
flytjist árlega til Astraliu, Evrópu
og Afriku.
5. Canieroon — Umtalsverður
landflótti sérmenntaðra manna,
og Cameroon er einna skýrasta
dæmið um, hvernig slikt dregur
úr þróun og uppbyggingu lands
ins, og gerir það háð aðstoð þró-
aðri rikja. Frá 1962 til 1969 flutt-
ust 2965 til Frakklands, 793 til
Bretlands og 3672 til annarra
landa.
í skýrslu sinni gerir stofnunin
ýmsar tillögur um, hvað gera
mætti til þess að draga úr land-
flótta menntamanna. Svo sem
eins og:
— Taka upp breytta stefnu i at-
vinnumálum og gera ungu fólki
störf i afskekktari héruðum eftir-
sóknarverðari, en þar er þörfin
mest fyrir sérmenntað fólk,
— Að endurskipuleggja
stirðnaða uppbyggingu stjórn-
kerfisins, svo að stöðuhækkanir
verði örari og betri nýting fáist á
þekkingu og vinnuafli yngra
fólksins. Stöðuveitingar á grund-
velli aldurs og ættarbanda eða
þjóðfélagsstöðu eru oft megin-
undirstaða ánægjunnar, segir i
skýrslunni.
— Hækkun launa, þar sem slikt
kann að vera maklegt.
— Draga úr þeirri einangrun,
sem sérm.enntað fólk kann að
finna fyrir i heimalandi sinu, með
þvi að veita þvi aðgang að vis-
indaritum, og skipuleggja með
nægilegri tiðni utanlandsferðir á
fullum launum.
ER BEN BARKA-MORÐIÐ
AÐ UPPLÝSAST?
Yfirvöld í Brazilíu
halda þvi fram, að mafían
og glæpahringar í Frakk-
landi hafi haft á prjónun-
um ráðagerðir um að gera
Brazilíu að miðstöð fíkni-
efna- og vopnasmygls.
Þaöan hafi átt að dreifa eitur-
lyfjuni og vopnum til fjölmargra
landa i svo stórum mæli, aö nema
mundi hundruöum milljóna
dollara.
Þetta var fullyrt i yfirlýsingu,
sem stjórnin gaf út viku eftir
handtöku þrjátiu og fjögurra
manna i Rió de Janeiro og Sao
Paulo. Fólk þetta- var allt talið
viðriðið þetta ráðabrugg.
Sjö mannanna — sex Frakkar
og einn Itali (allir eftirlýstir i
heimalöndum sinum vegna
morða) — var visað úr landi i
Braziliu.
Yfirlýsing þessi byggðist á yfir-
heyrzlum hópsins, og skýrðu yfir-
völd frá þvi, að i hópnum væri
maður að nafni Christian Jacques
David (41 árs) og væri hann við-
riðinn morðið á Ben Barka, leið-
toga stjórnarandstöðu Marokko á
sinum tima, en það hefur enn ekki
verið upplýst.
— Skýrt var frá þvi, að David
hefði þegið 150.000 dollara af
Mohammed Oufkir, fyrrum
varnarmálaráðherra Marokko,
fyrir að grafa lik Ben Barka, og
aðrir 450. 000 dollarar runnu til
glæpaflokksins, sem sá um brott-
námið og morðið.
Þvi var haldið fram' að glæpa-
klika þessi hefði sambönd i
flestum Suður-Amerikurikjunum,
svo og Frakklani, Italiu og
Bandarikjunum. Þá var upplýst
að i Braziliu hefði glæpaklikan
haft. fjóra lögreglumenn á mála
til þess að falsa skjöl og vera
þeim á annan hátt til þægðar.
1 siðasta mánuði komst
lögreglan yfir 40 milljón dollara
sendingu af kókaini um borð i
bandariska skipinu Mormac-
Altair, sem var á leið frá
Arg'entinu til New York.