Vísir - 20.11.1972, Page 9

Vísir - 20.11.1972, Page 9
9 Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972 Albert áfram formaður KSf Albert Guðmundsson var endurkjörinn for- maður Knattspyrnu- sambands íslands á árs- þingi KSÍ i gær. Þegar kom að formannskjöri um sex leytið stakk Gunnar Eggertsson, for- maður Ármanns, upp á Albert sem formanni. Aðrar tillögur bárust ekki og var kjöri Alberts fagnað með miklu og langvarandi lófataki þingfulltrúa. Þrir menn áttu að ganga úr stjórn auk formanns, þeir Friðjón Friðjónsson, Helgi Danielsson og Hörður Felixson. Höröur gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en stungið varuppá Friðjóni. Helga, Axel Kristjánssyni, Vilberg Skarphéðinssyni, Bjarna Felix- syni, Gisla Guþlaugssyni og Haf steini Guðmundssyni. Hafsteinn baðst undan kjöri. Hófst nú spennandi kosning. 90 manns höfðu atkvæðisrétt, Friðjóni Friðjónssyni, gjaldkera KSI, var sýnt óvenjulegt traust. Hann hlaut 88 atkvæði, en tveir seðlar voru ógildir. Bjarni Felixson hlaut 56 atkvæði. Mikil spenna var i sambandi við þriðja sætið — en Axel Kristjánsson i Hafnarfirði hlaut einu atkvæði meira en Vilberg Skarphéðins- son, Viking, sem fulltrúar KRR stungu upp á, og Helgi kom rétt á hæla þeirra. Axel hlaut 38 at- kvæði, Vilberg 37 (fulltrúar KRR voru 38 á þinginu), og Helgi 33 atkvæði. Gisli Guðlaugsson hlaut 12 atkvæði. I varastjórn voru kjörnir Haraldur Snorrason, Helgi Danielsson og Vilberg Skarp héðinsson. I dómstól KSÍ voru kjörnir Bjarni Guðnason, Halldór V. Sigurðsson og Jón Tómasson, en endurskoðendur reikninga KSÍ Hannes Þ. Sigurðsson og Sæm- undur Gislason. Ársþingið hófst á laugardag og setti formaður KSl, Albert Guð- mundsson, það. Siðan hófust í'h"b, IÞ 4 Hin nýja stjórn KSÍ. Fremri röð frá vinstri. JónMagnússon, Albert Guðmundsson, formaður, Friðjón Friðjónsson. Efri röð. Axel Kristjánsson, Jens Sumarliðason, Bjarni Felixson og Hreggviður Jónsson. Skólaskrifborð ný gerð af skólaskrifborðum var að koma Greiðsluskilmálar hvergi betri. 1000.— útborgun og 1000.— á mánuði Trésmiðjan VÍÐIR h.f. Laugaveg 166 — Símar 22222 — 22229 þingstörfin undir stjórn Her- manns Guðmundssonar, sem var þingforseti og stjórnaði þinginu af miklum skörungsskap. A laugardag var rætt um skýrslu KSI og gjaldkeri, Friðjón Friðjónsson, lagði fram endur- skoðaða reikninga, sem sýndu glæsilegan hag KSI. Miklar um- ræður urðu um skýrsluna. Ýmsar tillögur voru samþykktar á þing- inu og breytingar á lögum KSl. Tillaga kom fram um fjölgun liða i 1. deild næsta keppnistimabil og var henni visað til nefndar. Stjórnarkjörið var siðasta mál á dagskrá. Fyrir i stjórn voru Jón Magnússon, Hreggviður Jónsson og Jens Sumarliðason. Þeir Frið- jón, Bjarni og Axel voru kjörnir til tveggja ára — en formaður til eins árs að venju. Eftir stjórnar- kjör flutti Gisli Halldórsson, for seti ISl, ræðu og þakkaði gott samstarf við KSl, sem er fjöl- mennasta sérsambandið innan ISl með 25% iðkenda iþrótta á Islandi. Albert Guðmundsson þakkaði Gisla hlýleg orð og það traust sem þingfulltrúar sýndu honum. Sagðist hann taka það sem traust á alla stjórn KSI og hún myndi starfa áfram á sama grundvelli sem fyrr. Siðan þakkaði hann þingfulltrúum störf þeirra og gestum komuna á þingið. Að þvi búnu sleit Her- mann Guðmundsson þingi. Nánar verður sagt frá þinginu siðar hér i blaðinu. lyklar aðréttu cu <3 svari FUÓTANDl KOMMA OG STILLANLEQ NIÐURSTAÐA e DEILING íM MARGFÖLDUN ÍÉ ÚJ SKIPTI - TAKKI c o FRÁDRÁTTUR M- vt SAMLAGNING M + i - MlNUS MARGFÖLDUN MC BAKK - TAKKI MR SJÁLFVIRKUR PRÓSENTUREIKN. SAFN - TAKKI REIKNIVERK HREINSAÐ MlNUS - MINNI PLÚS - MINNI MINNI HREINSAÐ NIÐURSTAÐA - MIKjNI VERÐ KR. 25.950.- ricoiviac rafreiknirinn hefur ýmislegt umfram vélar í sambærilegum verðflokki. Komið og kynnið yður kosti hjá söludeiid okkar Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. — t* Hverfisgotu 33 ýjfpy ^ Sím' 20560 ~ PÓSthÓ,í 377

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.