Vísir - 20.11.1972, Qupperneq 12
12
Hlutu fyrstu sigra úti gegn
taplausum liðum heimafyrir!
Martin Chivers hefur nú skoraö i 1. deild tvo laugardaga i röð.
Hið óvænta virðist nú
algjörlega ráða ríkjum í
ensku knattspyrnunni
laugardag eftir laugar-
dag. Lundúnarliðið West
Ham tapaði sl. laugardag
sinum fyrsta heimaleik á
keppnistimabilinu —
sömuleiðis Stoke City. Og
auðvitað þu(rjtu lið, sem
engan útileik höfðu unnið
fyrr á leiktímabilinu, að
hljóta þessi óvæntu stig á
Upton Park og Victoriu-
leikvanginum i Stoke-on-
Trertfc Sem sagt meistarar
Derby County og
Birmingham City, sem
komst upp í 1. deild í vor
— lið, sem vægast sagt
höfðu sýnt nöturlegan leik
á útivöllum fram að
þessu. Sannarlega óvænt
— en það voru einnig
úrslitin í mörgum leikjum
á Englandi á laugardag
— en kannski ekkert eins
óvænt og sigur áhuga-
mannaliðsins Hayes 1-0
gegn Bristol Rovers úr 3.
deild i 1. umferð ensku
bikarkeppninnar (FA-
cup) og þó munum við, að
ekki alls fyrir löngu sló
Bristol-liðið Manch.Utd.
út úr deildabikarnum og
það i Manchester.
Peter Cormack, skozki lands-
liðsmaðurinn, scm Liverpool
keypti frá Nottm. Forest i
suniar, hefur virkilcga notið sfn
i nýrri stöðu sem framvörður.
Aður lék hann alltaf sem mið-
herji.
Liverpool heldur sinu striki i
1. deildinni og vann niunda
heimasigurinn — eða hvern
einasta leik á Anfield frá þvi
leikirnir hófust i ágúst. Nú var
það á kostnað Newcastle, sem
náð hefur mjög athyglisverðum
árangri að undanförnu. Liver-
pool fékk óskabyrjun og mikið
heppnismark strax á 4 min.
Peter Cormack ætlaði þá að
gefa fyrir mark Newcastle, en
óvæntur snúningur kom á knött-
inn, þegar hann snerti völlinn,
og hann snérist inn i markið.
Leikmenn Newcastle stóðu eins
og steingervingar. John Tudor
jafnaði fyrir Newcastle á 27
min. með fallegu skallamarki,
en markvörður Newcastle, Ian
McFaul, hljóp út fyrir vitateig-
inn með knöttinn á 34. min. og
aukaspyrna var dæmd. Tommy
Smith ýtti knettinum til bak-
varðarins Alec Lindsay, sem
skoraði með hörkuskoti af 20
metra færi.
1 byrjun siðari hálfleiks jók
John Toshack i 3-1 fyrir Liver-
pool. Malcolm McDonald hélt
spennunni i leiknum með góðu
marki — og svo spyrnti fyrirliði
Liverpool, Tommy Smith,
l'ramhjá marki úr vitaspyrnu.
Þriðja vitaspyrnan, sem hann
skorar ekki úr á leiktimabilinu.
Úrslitin á islenzka getrauna-
seðlinum urðu þessi:
1 Arsenal-Everton 1-0
1 Coventry-Sheff.Utd. 3-0
X C.Palace-Leeds 2-2
2 Leicester-Tottenham 0-1
1 Liverpool-Newcastle 3-2
1 Man.City-Man.Utd. 3-0
1 Norwich-WBA 2-0
1 Southampton-Chelsea 3-1
2 Stoke-Birmingham 1-2
2 West Ham-Derby 1-2
2 Wolves-Ipswich 0-1
2 Nottm.For-Preston 0-1
Crystal Palace hafði tvö mörl
yfir i leikhléinu gegn Leeds!!
Það dugði þó ekki til — Leedí
tókst aö jafna og allir fjórii
leikir liðanna frá þvi Palact
komst i 1. deild hafa orðið jafn
tefli — það- er á Selhurst Park
Þetta var frábær leikur, þai
sem enginn lék betur en Charlit
Cooke hjá Palace. Áhorfendui
voru 38 þúsund, svo milljón
irnar, sem Palace hefur lagt
lið sitt að undanförnu, hafa
kveikt mikinn áhuga þarna
Suður-Lundúnum. John Craven
sem keyptur var i fyrra frá
Blackpool, skoraði á 9. min. og
43 min. i f.h. og það óvænta
virtist ætla að eiga sér stað i
þessum leik. En Leeds keyrði
upp hraðann i siðari hálfleik og
tókst að jafna með mörkum
Mike Jones á 55 min. og Johnny
Giles á 70. min. Leeds hafði
mikla yfirburði i þessum hálf-
leik, en þó munaði sáralitlu að
Craven skoraði sitt þriðja mark
á lokaminútunni.
Leikur Manchester-liðanna
var ekki eins ójafn og tölurnar
gefa til kynna — en City, var þc
betra liðið. Colin Bell skoraði
strax á 7. min., þegar Alec
Stepney, markvörður United,
missti knöttinn fyrir fætur hans.
Og þannig stóð þar til fimm
minútur voru eftir af leiknum.
United virtist hafa mikla mögu-
leika á að jafna, þvi Ian Moore
gat orðið gert hvað sem hann
vildi á vinstri kantinum gegn
hinum „aldna” fyrirliða
Manch.City, Tony Book (38
ára), og sóknarlotur Manch.
Utd. voru hættulegar. En á 85
min, náði City snöggu upphlaupi
og Martin Buchan sendi knött-
inn i eigið mark eftir fyrirgjöf
Bells. Og tveimur min. siðar var
Bell aftur á ferðinni og skoraði
eina fallega markið i leiknum úr
þröngri stöðu. Bell átti snilldar
íeik hjá City, en hjá United
börðust þeir Buchan og Bobby
Charlton hetjulegri baráttu án
árangurs. Ahorfendur voru 52
þúsund, svo þrátt fyrir neðsta
sætið „trekkir” Manch.Utd. enn
mest bæði úti og heima.
Bertie Mee hjá Arsenal kom á
óvart fyrir leikinn við Everton
þegar hann tók Peter Simpson
framyfir fyrirliða Arsenal,
Frank McLintock — en Simpson
hefur ekki leikið i aðalliðinu um
tima vegna meiðsla. Frank var
ekki saknað og vörn Arsenal,
þar sem Jeff Blockley lék sinn
bezta leik frá þvi hann var
keyptur frá Coventry, var mjög
sterk i leiknum. Að minnsta
kosti alltof sterk fyrir „feimna”
framlinumenn Everton, sem
litið hafa sýnt þann tima, sem
Joe Royle hefur verið frá vegna
meiðsla. Aðeins eitt mark var
skorað i leiknum — John
Rad'fbrd fyrir Arsenal á 36 min.
eftir sniðuga sendingu Alan
Ball. Arsenal sótti miklu meira i
leiknum, þar sem mikið var um
góða knattspyrnu. En Charlie
George fór illa að ráði sinu —
skallaði yfir og spyrnti siðan
beint á Lawson, markvörð
Everton, úr auðveldum stöðum.
Auk þess varði Lawson snilldar-
lega skot frá Marinello og
George.
Loksins léku meistarar Derby
i 1. deild eins og þeir hafa gert i
Evrópubikarkeppni meistara-
liða. Liðið skoraði tvivegis
fyrstu 15 min. gegn West Ham
og var Kevin Hector að verki i
bæði skiptin. Fyrra markið á
annarri min. var þó „gjöf”
svertingjans John Charles,. sem
lék nú bakvörð eftir langa
fjarveru, en hann var fastur
maður i liðinu hér áður fyrr.
Fæddur FLundúnum. Charles
mistókst þá alveg sending aftur
til Bobby Ferguson, mark-
varðar. Siðara markið skoraði
Hector með fallegum skalla,
eftir.að John O’Hare hafði átt
skot i þverslá.
1 siðari halfleik skoraði
„Pop” Robson fyrir West Ham
— 13. mark hans i 1. deild i
haust og er hann markhæstur
þar. En West Ham tókst ekki að
jafna, þó Bermudasvertinginn
Clyde Best kæmi inn á siðasta
stundarfjórðunginn. Derby var
miklu nær að Skora fleiri mörk
— átti tvö skot i stangir loka-
minúturnar.
Martin Chivers, miðherji
Tottenham og Englands, sem
litið hefur skorað i l. deild á
þessu leiktimabili skoraði eina
markið i Teiknum á Filbert
Street i Leicester á 56. min. eftir
að Alan Gilzean hafði splundrað
vörn Leicester. Þessir tveir
leikmenn höfðu verið erfiðir
vörn Leicester i fyrri hálfleik,
en það næsta, sem þeir höfðu
komizt að skora, var skot
Gilzean i þverslá.
Coventry heldur áfram sigur-
göngunni og lék sinn sjöunda
leik i röð án taps gegn Sheff.
Utd. Hinn ungi Brian Alderson
skoraði tvö mörk á fyrstu 25.
min. leiksins. Fyrst lék hann i
gegnum vörn Sheff.Utd. og
skoraði, og lék siðan aftur sama
leikinn og nú einnig á markvörð
Sheff.Utd., Tom MaAlister,
áður enJiann renndi knettinum
i mark. Þriðja mark Coventry á
35. min. var sjálfsmark
McKenzie.
Norwich — nýja liðrð i 1. deild
— heldur sinu striki á heima-
velli og er nú eina taplausa liðið
heima i 1. deild ásamt Liver-
pool. Það átti léttan dag gegn
WBA og skoraði eitt mark i
hvorum hálfleik — fyrst Dave
Stringer og siðan Graham
Paddon, sem skoraði beint úr
aukaspyrnu rétt utan vitatiegs.
Dýrlingarnir hlutu sigur gegn
Chelsea með tveimur mörkum
Ron Davies siðustu sex minútur
leiksins — en það kom á óvart i
fyrri viku, að Davies var ekki
valinn i landslið Wales gegn
Englandi. Peter Osgood náði
forustu fyrir Chelsea á 9 min.
eftir að Eric Martin hafði slegið
knöttinn frá eftir spyrnu John
Garner. En Brian O’Neill
jafnaði fyrir Southampton rétt
fyrir hlé með spyrnu af 35 metra
færi, sem hinn ungi Steve
Sherwood (18 ára) réð ekki við.
Dýrlingarnir sóttu mjög i siðari
hálfleik og i lokin skoraði Ron
tvivegis — fyrst með spyrnu,
siðan sinum „fræga skalla”,
sem við eitt sinn fengum tæki-
færi að sjá hér á Laugardals-
vellinum, þegar hann kom með
Norwich.
Allt gengur nú á afturfótunum
hjá Úlfunum á heimavelli eftir
jafnteflið „fræga” þar við
Crystal Palace. Siðan hafa
Úlfarnir tapað þar öllum
leikjum sinum — fyrst gegn
Leeds, þá Arsenal og nú
Ipswich. Trevor Whymark
skoraði eina markið i leiknum á
52. min. eftir að Johnson, sem
Ipswich fékk nýlega i Skiptum
frá Everton fyrir Rod Belfitt,
hafði leikið frá eigin
vallarhelmingi upp i vitateig
Úlfana.
Þá kom að þvi að Stoke tapaði
á heimavelli og það gegn
Birmingham. Jimmy.
Greenhoff náði þó forustu fyrir
Stoke á 3. min„ en það dugaði
skammt. Bob Latchford jafnaði
þremur minútum siðar og
skoraði svo sigurmarkið á 61
min. eftir fallegt upphlaup
Gordon Taylor og Bob Hatton.
Liverpool er nú efst i 1. deild
með 26 stig úr 18 leikjum.
Arsenal hefur 25 stig, en hefu(f-
leikið einum leik meira, og
siðan kemur Leeds með 24 stig
úr 18 leikjum. Tottenham hefur
22 stig, Ipswich og Norwich 21.
Chelsea og Newcastle 20, öll úr
18 leikjum.
Manch.Utd. er nú aftur komið
á botninn með 12 stig. Leicester
hefur einnig 12 stig, en betri
markatölu. Stoke City,WBA og
C.Palace hafa 13 stig — öll úr 18
leikjum en Birmingham 14 stig
úr 19 leikjum.
í 2. deild hefur Burnley nú
tveggja stiga forustu eftir sigur
i Brighton á laugardag 0-1.
Burnley hefur 25 stig, en QPR
— sem tapaði óvænt á heima-
velli fyrir neðsta liðinu i
deildinni Millvall 1-3 — er i öðru
sæti með 23 stig. Aston Villa og
Luton hafa 22 stig, en Luton
sigraði Aston Villa i
Birmingham á laugardag 2-0.
Það var annar tapleikur hins
fræga Birmingham-liðs á
heimavelli á leiktimabilinu.
Ekki var leikið i 3. og 4. deild
vegna 1. umferðar FA--
bikarsins. Auk ’sigurs Hayes
gegn Bristol Rovers var mjög
óvænt. að Margate úr Suður--
deildinni 'vann Swansea 1-0. 1
bikarkeppni i fyrra skoraði Ted
McDougall — nú Manch.Utd.
niu mörk hjá Margate fyrir
Bournemouth — hsim.