Vísir - 22.11.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 22.11.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Miðvikudagur 22. nóvember 1972 Hœsta limgerði veraldar er 11 m Kannski einhverjir geti dregið lærdóm af þessari mynd sem komin er alla leið frá Manhattan i Bandarikjunum. Eigandi þessa vélhjóls ber greinilega litið traust til náungans, og til að geta öruggur yfirgefiö hjól sitt á bilastæði, þess fullviss að ganga að þvi visu á nýjan leik, hlekkjaði hann það einfaldlega við rist i götunni. Jafnvel ósvifnustu þjófar, sem ágirntust hjólið, myndu veigra sér við að ræna þvi. Sá hávaði og glamur, sem mundi fylgja þvi, að draga hina þungu rist á eftir sér um götur og stræti New York-borgar er ábyggi- lega ekki eftirsóknarvert ÞETTA ER KYNBOMBAN! Komið þið þvi fyrir ykkur hver hún er, stúlkan á myndinni hér til hliðar? Já — það er rétt, þetta er Diana Dors, i ein- kennandi atriði úr einni gömlu myndanna sinna. En hvað um kerlinguna á myndinni hér fyrir ofanl Eruð þið eins fljót að fallast á, að það sé einnig Diana Dors? Tæpast. En svo er nú samt. Hún er hér i hlútverki frú Wickens i barnamynd, sem heitir „The Amazing Mr. Blunder” og verið er að gera i Englandi. Myndinni er spáð mikilli vel- gengni og þá ekki hvað sizt fyrir framúrskarandi frammistöðu Diönu Dors. Þeir sem sáu mynd Peter Sellers um daginn, „There Is á Girl In My Soup” hafa senni- lega átt bágt með að trúa þvi að það væri D.D sem þeir horfðu á i hlutverki feitu húsvarðar- frúarinnar. Hæsta limgerði veraldar mun að öllum likindum umlykja Cirencester- garð i Earl Bathurst i Englandi. Fyrsti visirinn að þvi var lagður fyrir liðlega 200 árum og i dag er það orðið nær ellefu metrar á hæð, en lengdin er að sjálfsögðu alltaf sú sama, eða 750 metrar. Toppur lim- gerðisins er viða 3,5 metrar á breidd, en neðst er gerðið, 4,5 metrar á breiddina. I gerðið eru klippt bilagöng hér og hvar (sjá mynd að ofan) Jafnvel þó notaðar séu rafmagns- klippur, tekur það tvo menn ekki minna en tiu daga að snyrta limgerðið. Við það verk þarf að notast við vinnu- palla eins og þann, sem sézt á stóru myndinni. Grínþáttasmiðurinn Shavelton segir: „Þrœlapískerí" að vinna fyrir BobHope „Þrælapiskeri er eina orðið, sem ég á yfir það, að vinna undir stjórn grinistans Bob Hope,” seg- ir sá scm bez.t þekkir til, nefnilega Mei Shavelson. sem i gegnum ár- in hefur samið hvað mest af gamanefninu, sem Hope flytur i sjónvarpi og annarsstaðar. Núna, þegar Shavelson er að minka við sig gamansmiðir fyrir Hope litur hann til baka og rifjar upp samskipti sin við sjónvarps- stjörnuna. Shavelson, sem byrjaði að vinna fyrir Hope strax á árinu 1938 og sinnti engu öðru allt fram til ársins 1943, segir: „Hope er stöðugt að störfum og hann krefst þess af höfundum sin- um, að þeir séu til taks að minnsta kosti alla 24 tima sólar- hringsins. Þar sem hann ver litlu af tima sjálfs sin i svefn fær henn ekki skilið þörf annarra fyrir svefnfriö. Hope á bágt með að skilja, að aðrir geti haft öðrum hnöppum að hneppa, en að þjóna honum einum.” „Hann gaf mér aðeins tveggja klukkustunda fri til brúðkaups- ferðar,” heldur Shavelson áfram. „Og honum fannst sjálfum, sem hann væri þá ákaflega rausnarleg- ur. öðru sinni stóð hann mig að þvi, að hafa sólaráburð á nef- broddinum. Hann var kominn langt i skammarræðu yfir mér vegna timasóunar minnar i sól- böð, þegar mér loksins tókst að koma honum i skilning um, að ég hefði brotið það eitt af mér, að taka ritvélina mina með mér út i garð. „Ég minnist sérstaklega alls þess vanilluiss, sem Bob Hope gat gléypt i sig. Hann var bókstaflega óstarfhæfur á fundunum með okkur höfundunum (sem alltaf stóðu yfir i kringum miðnættið) öðru visi en að fá keyptan fyrir sig á annan liter af is, sem hann át — aleinn. „Háðfuglinn gat ekki skilið grinið á bak við það, þegar ég færði honum heilt fjall af vanilluis i viðurkenningarskyni, þegar hann hafði lokið við gerð kvik- myndar sinnar „The Seven Little Foys”. Hann þakkaði mér marg- faldlega fyrir — og át allan isinn án þess að depla auga. Aftur á móti held ég, að hann hafi skilið sneiðina, þegar ég færði honum sama magn af is á sjúkrahúsið, þar sem hann lá vegna aðgerðar á kjálkum. Eða þá kannski, að honum hafi bara sárnað að geta þá ekki gert isnum skil....”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.