Vísir - 14.12.1972, Side 6

Vísir - 14.12.1972, Side 6
6 Visir. Kimmtudagur 14. desember 1972 vísm Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Endalok Ólafíu? Stjórn Ólafs Jóhannessonar riðar til falls. Stjórnarflokkana greinir á um leiðir i efnahags- málum. Hannibalistar hafa sett hinum flokkun- um úrslitakosti. Þeirmunu ielja gengislækkun ,,skástu”leiðina eins og sérfræðinganefndin, en Alþýðubanda- lagsmenn eru tregir til. Magnús Kjartansson sagðist að visu ekki ,,láta þingmenn yfirheyra sig” þegar hann var spuröur i gær, hvort Alþýðu- bandalagið væri orðið gengislækkunarflokkur. Svarið bar þvi þó vitni, að Magnús var ekki reiðu- búinn að stiga á stokk og andmæla gengislækkun. Alþýðubandalagsmenn vilja berjast lengur bak við tjöldin. Hugsanlegt er, að þeir fallist á að gengið verði fellt þrátt fyrir allt, en jafnliklegt er, að dagar Ólafiu séu taldir. „Annaðhvort fellur stjórnin alveg eða Ólafur verður að fara, þótt sömu flokkar kynnu að hanga saman með nýjum forsætisráðherra.” Þetta var skoðun sumra kunnugra i herbúðum stjórnar- flokkanna. Vist er það, að Ólafur yrði að spotti, ef gengislækkun yrði valin eftir skorinorða yfir- lýsingu hans um hið gagnstæða. Mönnum er einnig að verða ljósara, einnig i stjórnarflokkun- um, að sú stjórn, sem ólafur hefur stýrt, hefur verið með eindæmum. Það væri ekki vænlegt í'yrir þá flokka, sem að henni standa, að þrauka lengur við sama. Stjórnarflokkarnir eiga úr vöndu að ráða, vist er það, og ekki óeðlilegt, þótt suma þeirra fýsi að fara af þvi skipinu. Þeimdylst ekki, að fylgi þeirra hefur þorrið. Vinstri stjórnin státar ekki af umbótum, en hún er ber af íakænsku og ráöaleysi. Það er einnig eðlilegt, að þess gæti fyrst i röðum hannibalista, þegar fylgið tvistrast. Hannibalistaflokkurinn var nýr flokkur fyrir siðustu kosningar, og hann vann talsverðan sigur. En hann byggir ekki á sama grunni og gömlu flokkarnir i stjórninni. Hann hefur ekki flokksskipulag á borð við þá. Hann hafði i farabroddi þáverandi forseta og varaforseta Alþýðusambandsins og sótti talsvert fylgi til verkafólks. Fylgishrunið nær til allra stjórnarflokkanna, en vafalaust tiltölulega mest til hannibalista. Áhugi Hannibals og Björns á sameiningu við Alþýðuflokkinn kemur einnig til. Þeir félagar hafa sagt, að sameiningarmálið skipti mestu og stjórnarsamstarfinu verði fórnað fyrir það, ef þörf gerist. Alþýðuflokkurinn er i stjórnarand- stöðu og ekki liklegur til að ganga i þrotabúið með hinum. Allt ber að sama brunni. Hannibalistar hafa allra sizt hagsmuni af langvarandi setu i þessari stjórn. Ólafia hefur staðið i aðeins hálft annað ár. Fyrirrennari hennar, vinstri stjórn Hermanns Jónassonar, stóð þó ári lengur, þótt hún brotnaði á skeri efnahagsöngþveitis. í öllum svokölluðum valkostum felst kjara- skerðing. Þeir tákna allir, að þjóðin skal greiða þunga skuld vinstri stjórnar. Þeir fela i sér, að verðlag hækkar, án þess að kaup hækki eða kaupið lækki meira en verðlagið við svo nefnda niðurfærslu. Er von annars en stjórnarflokkunum blöskri og þessi vesæla rikisstjórn riði til falls? Ótrúleg björgun úr snjóauðnum Kanada Það var saga um sálarstríð og baráttu við harðindi öræfanna, sein fréttamenn heyrðu af vörum flugmannsins Martin Ilartwell. Hartwell, sem átti lund með blaðamönnum á mánudag i sjúkra- húsinu i Yellowknife i Kanada, hafði Iraman af ekki viljað ræða við nokkurn mann uin slysið — nema opinbera aðila vegna rannsóknar á flugslysinu. H111 hjukrunarkona hafði ekki lifað slysið af. Eftir voru bara þeir tveir, Hartwell og Kootook, Eskimóa- drengurinn. Horfurnar á þvi, að þeir kæmust af, voru hreint ekki glæsilegar. Annar þeirra ökkla- brotinn á báðum fótum, og þar að llllllllllll m ii Umsjón: Guðmundur Pétursson \\ í þrjátiu og tvo daga háöi þessi / 1 46 ára gamli flugmaður harða \ baráttu fyrir lifi sinu i hinum / hrjóslugu óbyggðum Kanada — \ og gekk með sigur af hólmi. / Leit að honum og farþegum \ hans i flugvélinni hafði verið / hætt. Oll von um að finna þau lifs \ hafði verið gefin upp á bátinn — / þar til tilvonandi tengdafaðir \ iiartwells skrifaði opið bréf i eitt / Toronto-blaðanna, sem hafði þau \ áhrif, að varnarmálaráöherra / Kanada skipaði flughernum aftur \ til leitar. Þá loks fannst Hartwell, / sá eini eftirlifandi úr slysinu, og \ mátti varla tæpara standa. / Flugvéi Hartwells, sem var \ tveggja hreyfla Beachcraft 18, / var i sjúkraflugi á leið með tvo \ sjúklinga frá Cambridgeflóa, sem / erá yztu mörkum mannabyggðar \ i Kanada. Annar sjúklingurinn // var 14 ára gamall Eskimóa- \\ drengur , David Kootook að nafni, / ættaður úr Spenceflóa. Hann \ þjáðist af þvi sem álitið var al- / varleg botnlangabólga. Hinn var Íófrisk Eskimóakona, komin að þvi að fæða barn sitt. — Þriðji farþeginn var 27 ára gömul hjúkrunarkona, Judith Hill að nafni, sem flutzt hafði til Kanada I frá Kingsbridge i Englandi þrem !\ árum áður. / Flugvélin villtist af réttri leið, \ þegar ákveðið hljóðmerki, sem / ilugmaðurinn miðaði stefnu sina ) við, hætti að heyrast. Fyrirskipuð I' hefur verið rannsókn á þvi, hvernig slikt má verða. Flugvélin hrapaði niður i þykkan barrskóg i fjalishlið, en Hartwell er ófáan- legur til þess að svara spurning- um blaðamanna um, hvernig það I bar að. Neemee Nulliayok, Eskimóa- konan, lézt fimm klukkustundum, \ eftir að flugvélin hrapaði. Judith auki með brákað hné — algerlega ófær um að hreyfa sig. Hinn með botnlangabólgu og haföi hlotið taugaáfall. Hann var nær frávita af ótta. „Samt var hann aðstoðar- maður minn og bjargvættur,” sagði Hartwell. ,,Án hans gat ég ekkert gert”. Hartwell, sem gerði sér vel grein fyrir þvi, að flugvélin hafði borið langt af leið, gerði sér litlar vonir um, að þeir mundu finnast. — Samt kom ekki annað til greina en reyna að þrauka. Kannski gat Eskimóadrengurinn sótt hjálp? En unglingurinn var ófær um að sjá fótum sinum forráð. ,,Hann var lamaður af ótta. Gat ekkert gert. Ég varð að segja honum alla hluti. Hann kunni ekki að beita exi, gat ekki kveikt bál og vissi ekki, hvar hann átti að leita að þurrum sprekum til eldi- viðar”. sagði Hartwell, sem er þýzkur að ættum frá Cologne i Vestur-Þýzkalandi, en fyrir löngu fiuttur til Kanada. Hann varð að sýna drengnum, hvernig hann átti að skera til súlur, svo að þeir gætu slegið upp tjaldi. Tvö hlifðarsegl fyrir hreyfla flugvélarinnar voru breidd yfir tjaldgrindina. „Tajdlið var vel gert hjá okkur, og það var svo hlýtt inn fyrir hjá okkur, að við þurftum ekki að hlifa eyrunum. — Þau frusu ekki. — Það hlýnaði strax inni, ef við vorum báðir i tjaldinu”. I flugvélinni voru fimm svefn- pokar og meira en nóg af hlýjum fatnaði. En matarbirgðir, sem nægja áttu fimm manns i sex daga, ef i nauðir ræki, þrutu á sextánda degi, þrátt fyrir að þeir félagar skömmtuðu sér naumt til matar og reyndu þannig að treina birgðirnar. Hartwell sagðist þá hafa sent unglinginn til stoðuvatns þarna ekki fjarri til að reyna að veiða fisk i gegnum isinn. En drengnum tókst það ekki. Hann kom niðurbrotinn til baka, var óhuggandi „og ákvað hreinlega að deyja”, sagði Hart well. „Hann óskaði þess, að þetta tæki enda, og þrem dögum siðar dó hann”. Kootook dó með nöfn bræðra sinna og systra á vörunum, en Hartwell gat ekki merkt, að botnlangabólga hefði þjakað hann. — Hartwell sá til að minnsta kosti þriggja leitarflug- véla fljúga yfir svæðið, meðan Eskimóinn háði dauðastrið sitt, en engin þeirra veitti eftirtekt flugvélarflakinu, sem var lika huliö snjó, eða litla tjaldinu hjá þvi. Nú var Hartwell einn eftir. Fótameiðslin kvöldu hann og sulturinn svarf að. Tuttugu og þrir dagar voru liðnir, siðan flug- vél hans hrapaði. „Fyrstu dagana á eftir var ekki svo kalt. Svo að ég gat skrifað bréf og jafnvel erfðaskrá”, sagði hann frá. En siðan kólnaði til muna og hitastigið fór tuttugu gráður niður fyrir núllpunkt. Fingurgómar hans urðu frost- bitnir, og hann varð að hætta skriffinnskunni. Eldiviðarbirgðir hans gengu fljótlega til þurrðar eftir fráfall drengsins. Þegar björgunar- sveitirnar loksins fundu hann á laugardag, hafði hann verið án elds i þrjá daga. „Þetta var eins og i kvikmynd eða likt og i draumi”, sagði hann, þegar hann var að lýsa þeirri stund, þegar björgunarþyrla og tveir fallhlifarhermenn fundu hann nær samtimis. „Það gat verið raunveruleiki, en það gátu lika verið tómar hillingar”. Sem betur fór voru fallhlifar- hermennirnir raunveruleiki fyrir Hartwell, sem hafði náð sér ótrú- lega vel yfir helgina, þegar hann talaði við blaðamenn á mánu- dagskvöld. Hann var að visu mikið tekinn i andliti eftir hungrið, kominn með hár niður á herðar og skegg niður á bringu. En önnur eftirköst eftir hrakn- ingana voru ekki merkjanleg. Beinbrotin höfðu hins vegar gróiö saman og varð að brjóta þau upp til þess að setja þau rétt saman. En aðfaranótt þriðju- dagins var flogið með Hartwell til sjúkrahúss i Edmonton, þar sem hann átti að hljóta meðferð sér- fræðinga i þeim efnum. Lögregluþjónar og loftferða- eftirlitsmenn fór á slysstaðinn til þess að rannsaka flugvélarflakið, ef af þvi mætti grafast fyrir um, hvað olli þvi, að flugvélin hrapaði. Lik hinna þriggja látnu voru þegar i stað flutt til Edmonton, en loftferöaeftir- litsmennirnir dvöldu á slysstaðn- um yfir helgina. Þessi ótrúlega björgun hefur vakið mikla athygli einkum og sér i lagi almennings i Kanada, sem hrýs hugur við þvi, að leit hafði verið hætt, á meðan Hart- well var enn á lifi einn sins liðs og ofurseldur auðn öræfanna. Margir telja vist, að slikt hafi áður hent, að ýmsir þeir, sem orðiö hafa úti i öræfunum, hafi enn verið á lifi, eftir að þeir voru taldir af og leit að þeim hætt. Enda tvö eða þrjú dæmi þess að mönnum hafi verið bjargað eftir tveggja mánaða hrakninga i snjó- auðnunum. Blöð i Kanada hafa bent á það hugarfar, sem liggur að baki þvi, að námamenn grafa og grafa eftir týndum félögum sinum, sem grafizt hafa niðri i námu- göngum og hætta ekki fyrr en þeir eru fundnir, lifs eða liðnir. Jafn- framt er visað til leitar- og björgunaraðgerða vegna skips- tapa, þar sem ekki er hætt. fyrr en alveg þykir útséð um það, að hinir týndu hafi ekki komizt af. ,.Við þurfum að tileinka okkur slikt hugarfar og slikar venjur”. segja kanadisku blöðin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.