Vísir - 14.12.1972, Side 7

Vísir - 14.12.1972, Side 7
Visir. Fimmtudagur 14. desomber 1972 cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Umbi ó Eyrarbokka Guðinundur Danielsson — teikning eftir Halldór Pétursson á kápu bókar þeirra uni „skákeinvigi aldarinnar”. ÞAÐ SEM FISCHER SAGÐI GuðmundurDanlifiiiÍ Guðmundur Danielsson: JANHBLÓMID Skáldsaga ísafoldarprentsmiðja 1972. 273 bls. Aldrei sliku vant hefur ný skáldsaga eftir Guðmund Danielsson fengið heldur ómildilega dóma i blöðum að undanförnu. Svona á seinni skipunum má þvi vera að tilhlýðilegt sé í fyrstu að reyna fremur að sjá kost en löst á Járnblóminu. Og það þarf að visu ekki að leita lengi að kostum á sögunni. Guð- mundur Danielsson hefur alla sina tið verið heilmikill frá- sagnamaður. Og uppistaða at- burðanna, frumatriði mann- lýsinga, frásagnarháttur hans i Járnblóminu: saga Samsonar fyrrum sjómanns á Skaga, tilv. kartöflubónda og siðan sveitar- lims i Brimveri, loks fjölvöru- kaupmanns i Hlaðbæ, þetta er vissulega efniviður forvitnilegrar sögu sem Guðmundur ætti eftir guðs og manna lögum að vera mætavel fallinn til að segja Járnblómið er þriðja skáldsaga Guðmundar Danielssonar um Brimver og Hlaðbæ. Tvær hinar fyrri, Húsið og Turninn og ten- ingurinn, gerðust einkum á meðal höfðingja og máttarviða sam- félagsins. liðinnar tiðar og komandi. Þar fór saman óglöggur metnaður einhvers konar þjóð- félagslegrar lýsingar og mestur áhugi á sálfræðilegri könnun sögufólksins. Járnblómið gerist hins vegar á meðal almúga, og má vera að það sé kostur á sögunni, að þvi leyti sem það leyfir óhátiðlegri tök á efninu og frjálsri frásögugáfu höfundarins betur að njóta sin. Það má líka með sanni segja að atburðarás i Járnblóminu, tekin og rakin út af fyrir sig, sé með hinum mestu ólikindum — og má það þó kyrrt liggja svo lengi sem höfundur lætur sér nægja að segja frá fólki og atburðum. Þrátt fyrir allt verður seint spunnin upp svo ólik- indaleg atburðarás i skáldsögu að ekki gerist óliklegri hlutir i virkilegleikanum. Og Guðmundi Danielssyni lætur einatt vel að draga upp i stuttu máli skýrar mannlýsingar og skipa saman atburðarás,láta hlutina gerast i samhengi læsilegrar frásagnar. En jafnframt er engu likara en hann ætlist til þess af sögum sinum að þær beri einhverja við- tækari merkingu en mann- lýsingar og sjálfir atburðir þeirra endast til að gefa lesandanum til kynna. Hann leiðist þvi til að auka við söguefni sin einhvers konar tákniegri útleggingu þeirra, sumpart eigin rómi i sög- unni, en sumpart fyrir munn sögufólksins sjálfs, einatt með uppskrúfuðum hátiðleik i orðfæri og stil. Og hin kyndugu ummæli sjálfs hans um söguna, sem látin eru fylgja henni, að Járnblómið sé i verunni „skáldsaga um vel- ferðarrikið og trúna”. ber sjálfsagt að taka til skýringar á þessum efnisþætti hennar. Af þessum tvistringi i sögu- efninu leiðir margvislega ringul- reið, lausatök og losarabrag bókina á enda á efnivið og' að- ferðum höfundarins. Guðmundur Danielsson hefur dregið saman i Járnblómið margvisl. efni kát- legrar og kaldhæðinnar þjóð- . háttalýsingar frá undanförnum f aldarþriðjungi eða svo. Það er hvarvetna auðséð á bókinni að úr þessu efni mætti semja rifandi frá sögu. En þvi miður kafna sögu- efnin hvarvetna i allt að þvi óþol- andi uppgerð. Margt af þvi tagi er lagt i munn kvenfólkinu i bókinni, frú Lúisu á Bóli, mæðgunum Sóleyju og Viólu Samson. En sér i lagi er það séra Gils Orvar sem löngum stundum verður talsmaður höfundarins i sögunni — og með honum undir sögulokin mikill vandræðagepill, þjóðfélagsfræðingur frá Nýfundnalandi, nefndur Bruce van den Loon. Hann er eins konar Umbi undir Jökli i þessari sögu, til þess kominn að rannsaka og semja ritgerð um mannlif i Brim- veri, umskipti hins litla sam- félags á nýjum timum, við vel- ferð, En fyrr en varir , segir hann, „hef ég dregizt inn i mann- lif sem ég ætlaði að standa utan við, svo ég gæti virt það fyrir mér eins og maður horfir á sjónleik. Nú hef ég flækzt upp á sviðið og er allt i einu farinn að leika með — og þar með hættur að vera dóm- bær”. Ásamt séra Gilsi leggur hann sögunni til hennar hátiðlegu for- mála um leit kynslóðanna að nýjum lifsgildum, þegar hin gömlu hafa verið eyðilögð, tákn- gerða i Járnblóminu annars vegar, hins vegar rafmagns- krossinum nýja á kirkjuburst i Brimveri. Sú saga er nógu neyðarleg út af fyrir sig, auk þess sem hún gæti verið dagsönn. En með þessu móti er henni ofgert — eins og svo mörgu öðru í þessari sundruðu sögu. En önnur um- merki lætur Brúsi þessi ekki eftir sig i sögunni. A séra Gilsi má hins vegar glöggt sjá brotalamir sögunnar: hann er i rauninni aðgreinilegur i þrjár mismunandi personur. 1 fyrsta lagi er hann prestur i Brimveri og kemur þá nokkuð við sögu mæðgnanna Sóleyjar og Viólu. í öðru lagi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og á það eitt erindi þangað að Vióla geti háttað hjá honum, sem er að sinu leyti, endurtekning á fyrra ævintýri hans með móður hennar. Og i þriðja lagi er hann bókavörður i Hlaðbæ án þess að eiga annað er- indi i söguna en leggja út efni hennar fyrir lesendunum, yfrið hátiðlegur i bragði. Burtséð frá hinum hátiðlegri útleggingarefnum hennar er það einkennilegast um Járnblómið hversu kynósa sagan er. Sam- skipti sögufólks, hinna tveggja kynslóða sem sagan lýsir, eru fyrst og fremst kynferðislegs eðlis, kynhvöt þeirra það afl sem knýr atburði fram i sögunni og veitir hinu sundurleita efni hennar samhengi. En þetta innra sálfræðilega samhengi söguefnis- ins tekst ekki að nýta og gera raunverulega virkt i sögunni neitt fremur en margbreyttan efnivið raunhæfrar þjóðlifslýsingar — af þvi að höfundinum finnst vist að gitthvað allt annað vaki fyrir sér eitthvað „mikið” um „lifið”. (iuðmundur Danielsson: SKÁKHINVÍGI ALDAKINNAK i KKTTU ljósi Teikningar eftir llalldór Péturs- son. Bókarauki: skákskýringar eftir Trausta Björnsson og Gunnar Gunnarsson. Isaloldarprentsmiðja 1972. 345 bls. Þeir sem ekki fengu nóg af skákfréttum og greinum i blöðunum endilangt sumarið í sumarog reyndar allt frá því í fyrravetur — þeireiga leikinn núna. Þeir eiga að fara strax og fá sér einvigisbók Guðmundar Daníelssonar, allra helzt ef þeir hafa líka gaman af teikningum Halldórs Péturssonar. Þeir sem á hinn bóginn fengu nóg af skák-frásögnum i sumar og hafa þar á ol'an litið eða kannski alls ekkert gaman af Halldóri, þeir ættu að halda sig sem allra lengst frá bók þessari. Hún getur varla orðið þeim til annars en leiðinda. Einvigisskák- irnar sjálfar hlýlur að vera hægt að komast yí'ir með ódýrara móti en i „bókarauka”, á jólamark- aðsverði. Birtust þessar skák- skýringar annars ekki lika i blöð- um i sumar? Likast til er þe'ssi bók prýðilegt dæmi um umsvif og atorku manna á iólabókamarkaðnum — þegar þeir (aka á honum stóra sinum. Til er fenginn rithöfundur að skrifa bók um skákeinvigið sem sannanlega ber ekkerl beskyn á skáklist, eða svo segir hann sjálfur á fyrstu siðu sögu sinnar. Hann var ekki einu sinni viðstaddur einvigið sjálft, nema þá allra siðustu skákirnar, og svo lokahófið, „veizlu aldarinnar”. Þessi snilldar-hugmynd um „skákbók aldarinnar” sá nefni- lega ekki dagsins ljós fyrr en rétt undir einvigislokin. „It's great,” sagði Fischer, þegar hann fór að eltast við lamb- ié, nýkominn til landsins i sumar. Þvi trúi ég vel að Guðmundi Danielssyni hafi orðið eitthvað svipað að orði þegar úlgefendur hans i ísafold föluðu hann til þessa verks. Og svo hefur hann tekið til óspilltra málanna — rétt eins og söguhetjur hans við skák- borðið — að elta uppi heimildir fyrir sögu sinni. En tilefnið til þess að Guð- mundur Danielsson er fenginn til verksins er það að hann hefur áð- ur skrifað vinsælar bækur um sönn söguefni, Spitalasögu i fyrra, og þar á undan Lands- hornamenn, sem báðar er sagt að hafi orðið „metsölubækur”. Til þess að ganga á það lagið er þessi bók samin og gefin út. En samt er meginmunur á bókinni um skák- einvigi aldarinnar og þessum tveimur fyrrnefndu sögum. I báð- um þeim bókum er höfundurinn fyrst og siðast að skrifa um sjálf- an sig, lýsa sinni eigin reynslu og kátbroslegum ævintýrum, og ekki sizt ýmsum kunningjum- sinum. Það verður hins vegar ekki séð að Guðmundur Danielsson hafi sjálfur haft svo sem nein kynni af skákmeisturunum eða fylgdarliði þeirra né reyndar heldur öðrum sem við sögu hans koma. Og að sjálfs sin sögn hefur hann sem. fyrr segir engan snefil af þekk- ingu né áhuga á skák. Það hefur svo sem sýnt sig áður á jólabókamarkaði að hnifi og skæri eru ekki neitt verri græjur að búa til bækur með en blýantur, penni eða ritvélin sjálf. Guð- mundur Danielsson gerir sjálfur enga grein fyrir heimildum sögunnar né vinnubrögðum sin- um við sögugerðina. En það virð- ist alveg augljóst mál að hann hafi viðað að sér i slórum stil blaðagreinum og frásögnum um skákeinvigið i sumar, aðdrag- anda og undirbúning.þess og svo keppnina sjálfa eftir’að hún ioks hófst, og samið frásögn sina að mestu leyti eftir og upp úr þess- um heimildum. Getur það sjálf- sagt orðið mikið sport lyrir glögga og áhugasama lesendur skákfréttanna fyrr á árinu og lyrir viðkomandi blaðamenn að rifja upp og rekja hvernig vinsað sé úr heimildunum, eða reyna að ættfæra hvaðan hvaðeina sé runnið, t.a.m. þar sem atburðum er lýsl og samtök tekin upp i frá- sögnina. Án þess að hafa lagt mig eltir að skoða þetta sérstaklega finnst mér t.d. einsætt að höfundur hafi stuðzt bæði beint og óbeint við frásagnir Björns Bjarmans hér i Visi i sumar— en Björn átti það sammerkt með Guðmundi að hann var að sjálfs sin sögn „lög- giltur háífviti” um skák, þótt hann skrilaði manna mest um einvigið. En báðir þessir höfund- ar aðhyllast svipaðan, léttan og lauságopalegan stilshátt á frá- sögnum af þessu efni. Eftir Birni Bjarman tekur Guðmundur Danielsson upp heilar og hálfar greinar i sina frásögn. Og viðar held ég að megi l'inna dæmi um óbreytlar klausur upp úr blöðun- um, stundum án þess heimilda sé gelið, t.a.m. fyrrnefnda frásögn af Fischer og lömbunum héðan úr Visi. Almenna reglan sýnist mér hins vegar að sé sú að höl'undur fylgi i meginatriðum frásögnum blaðanna af rás atburða fyrir og meðan á einviginu stóð, dragi saman sitt litið efni úr hverjum stað og auki við og færi efnið i stil- inn eítir sinum eigin hætti. Þá er hér um að ræða einhvers konar hreinskrift fréttaefnisins. Og vist sér það á bókinni að Guðmundur Danielsson á lélt um að segja vel og hressilega frá, hann er leikinn og ritfær blaðamaður eftir sinum hætti, frásagnir hans vissulega liflegar og læsilegar — fyrir þá sem nógan áhuga hafa á þessum atburðum og lrásögnum frá þvi i vor og sumar til að fara að rifja það aftur upp i haust. j Gallinn er bara sá hve ofur-litla kröfu bæði höfundur og útgef- endur gera til verksins sem þeir eru að vinna. Það hefði ekki verið ónýtt verkefni fyrir leikinn og metnaðargjarnan rithöfund að fá að semja bók um skákeinvigiö, fylgjast þar með fólki og atburð- um frá byrjun i þvi skyni að semja um efnið sjálfstæða frá- sögn, eftir sinni eigin raun af þvi. Það ráð hefði að sönnu þurft að taka i tima — áður en atburðirnir voru umliðnir, fólkið farið burt og orðið brýnt að koma metsölubók á markað. VÍSIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóda fréttir sem skrifaðar vom 2 'A klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kL hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. |i' Fyrstur meó , fréttimar VISIR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.