Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 19. desember 1972 5 AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson 1972 ERFITT ÁR HJÁ RÚSSUM — Lélegri afkoma iðnaðar og landbúnaðar, heldur en gert hafði veríð ráð fyrír Afkoma Ráðstjórnar- rikjanna var með lakara móti þetta árið, og rikis- stjórnin hefur boðað minni hagvöxt árið 1973 heldur en gert hafði verið ráð fyrir i siðustu fimm ára áætluninni. Jafnframt hefur Kreml upplýst, að fram- lag til varnarmála á fjárlögum næsta árs verði 17.9 milljónir rúbla — sama upphæð og undanfarin fjögur ár. t ræðu, sem Vasily Garbuzov, fjármálaráðherra, flutti i æðsta ráðinu, varð honum á að mis- mæla sig og segja, að fjár- austurinn til hernaðarmála mundi hækka um 10% eða verða 19.7 milljónir rúbla, en leiðrétti sig siðan og tiltók sömu upphæð og verið hefur á fjárlögum Ráð- stjórnarrikjanna undanfarin ár. Þessi liður fjárlaganna nemur nær 10% af niðurstöðutölum þeirra, sem eru 181 billjónir rúbla. Gert er ráð fyrir, að tekjur nemi 181.7 billjónum rúbla. Skýrslu fjármálaráðherrans var fylgt úr hlaði með nánari út- skýringum um fjárhagsafkomu Ráðstjórnarrikjanna. Nikolai Baibakov, formaður áætlana- ráðsins, skýrði frá þvi að það hefði orðið ,,alvarlegur brestur” á afkomu bæði landbúnaðarins og iðnaðarins. „Heildarkornframleiðsla Ráð- stjórnarrikjanna á árinu 1972 verður ögn meiri en meðal árs- framleiðslan var á siðustu fimm ára áætluninni (1966-1970)”, sagði Baibakov. Það, sem hann þar með gaf til kynna, án þess að segja það berum orðum, var sú staðreynd, að sovézkir bændur hafi framleitt 168 milljónir smálesta af korni En það er 20 milljónum smá- lestum minna heldur en gert hafði verið ráð fyrir i yfirstand- andi 5 ára áætlun. „Afar erfið veðrátta er meginorsök þessa’, sagði Baibakov. I/ VARAÐU ÞIG, GENE" „Farðu nú varlega þarna, Gene,” Barbara Cernan, eigin- kona Eugene Cernan, geimfara, gat ekki stillt sig, þegar hún sá tnann sinn birtast á sjónvarps- skerminum. Frá heimilum sinum gátu eiginkonurnar fylgzt með betri helmingum sinum arka um á tunglinu, en myndavélar i tunglferjunni og á tungljeppan- um sáu fyrir þvi. Margar myndirnar voru mjög skýrar, eins og t.d. hér neðri myndin af þeim félögum, Cern- an og Schmitt, þar sem þeir eru að reisa upp fánastöngina og draga upp fánann. Cernan stendur við fánann og Schmitt mundar sig til þess aö taka ljós- mynd af honum og krýpur á fag- mannlegan hátt. Ferð geimfarann þriggja, Cernans, Schmitts og Evans, til jarðar gengur prýðilega, en sið- degis i gær voru þeir hálfnaðir, staddir miðja vegu milli tungls og jarðar. Þetta er þrettándi dagur þeirra i fcrðinni, en þeim var skotiö á loft frá Kennedy- höfða þann sjöunda desember. Þeir eiga að lenda á Kyrra- hafi, suðaustur af eyjunni Samoa, sem er undir yfirráðum Bandarikjamanna. Ef allt geng- ur samkvæmt áætlun það sem eftir er ferðarinnar, verða þeir lentir klukkan hálfátta i kvöld. Átti að handtaka varaf orseta Sinn Fein? David O'Connell/ sem talinn er einn af æðstu mönnum þeirrar deildar irska lýðveldishersins/ sem starfar í Suður-- irlandi/ fór i felur á mánudag af ótta við, að lögreglan sé á hnotskóm eftir honum. En yfirstjórn lögreglunnar i Dublin neitar þvi, aðhandsama eigi þennan 36 ára gamla skóla- kennara, sem er varaforseti Sinn Fein — stjórnmálaflokks- ins lýðveldissinna — og er talinn hafa átt sæti i herráði lýðveldis- flokksins. Kona hans kýrði svo frá, að þau hjónin hefðu verið að koma af fundi á sunnudagskvöld og. voru rétt komin út úr fundar- salnum, þegar kallað var i þau á götunni: „David”! O'Connell leit við, og maður nokkur gekk að honum, sýndi honum lögregluskjöl og sagði: „Ég handtek þig á grundvelli Eiginkona hans skarst í leikinn og bjargaði honum hinna nýju laga um ykkur i lýð- veldishernum”. En þá skarst frú O’Connell i leikinn. „Ég held nú siður”, sagði hún og tróð sér á milli þeirra, en maðurinn hafði gripið i öxlina á O’Connell. Svo righélt hún i manninn, meðan eiginmaður hennarhljóp burtu. Siðan hefur hann farið huldu höfði. En á Norður-lrlandi, þar sem lýðveldissinnar hafa barizt i 3 ár fyrir sameiningu ensku ný- lendunnar og lrska lýðveldisins i suðurhluta landsins, hefur allt verið með kyrrum kjörum siðustu tvo daga. En sú kyrrð kemur i kjölfar 48 klukkustunda óeirða þar á undan, þar sem ljórar manneskjur létu lifið og tylft manna særðist. Landhelgisviðrœðum Kanada og Spánor lokið Kanada og Spánn hafa undirrit að samkomulag um, að spænsk fiskveiðiflotinn hætti veiðum fyrii austurströnd Kanada. Mitchell Sharp ráðherra og Ju an Jose Rovira, ambassadoi Spánar, undirrituðu i gær sam komulag, að Spánverjar hætti fiskveiðum i St. Lawrence-flóa eftir 31. júli 1976 og ennlremur á iiðru svæði innan landhelgi Kan- ada eítir 30. nóv. 1978. Kanada hefur gert svipað sam- komulag við Slóra-Bretland, Danmörku, Noreg, Portúgal og Frakkland. Með þessu samkomulagi er lok- ið samningaumleitunum þessara tveggja rikja, sem hófust 1970, þegar kanadiska þingið vikkaði landhelgina úr þrem milum i 12 milur. HASS-SÆLU HIPPA I NEPAL LOKIÐ Nepal liefur verið sæluriki hippa Irá vestrænum liindum, bæöi vcgna þess hye afskekkt og friösælt þar er og svo vegna þess hve hass hefur verið ódýrt þar. Hefur verið.... þvi að nú hefur stjórn Nepals bundið enda á þá sæluna. 1 þessu konungsriki i Himalayaljöllum hefur verið lagður sérstakur skattur á hamp- ræktendur. 31.500 krónur á hverja hálfa aðra ekru lands. Af hállu þess opinbera var skýrt svo lrá , að gripiö væri til þessara aðgerða vegna þeirra slæmu áhrifa, sem hampurinn hefði, bæöi innanlands og utan. Um leið var tilkynnt opinberlega, að algert bann lægi við útflutningi hamps og litið yrði á tilraunir til þess að smygla hampi úr landi sem meiriháttar afbrot. MiXIKANAR ÆTLUÐU AÐ SKODA SNJÓINN Þúsundir íbúa Mexico-borgar þustu til fjalla á sunnudag i leit að snjó, en lentu einungis i kulda og umferðarhnútum. Veðurstofan hafði spáð snjókomu i hliðum fjallahringsins umhverfis dalinn, og ökumenn TRUMAN AÐ „All right”, svaraði hinn 88ára fyrrverandi forseti, Harry Truman, þegar hann var spurður i morgun, hvernig honum liði. En það voru fyrstu orð hans siðan 10. desember, og segja læknar nú, að hann sé heldur að hressast. ruku upp til handa og fóta til þess að fara og skoða þetta skritna , hvila efni. Siðast snjóaði i Mexico-borg i desember fyrir fimm árum, en snjófölina tók þá upp strax eftir nokkrar klukkustundir. HRESSAST Truman er búinn að liggja á sjúkrahúsi i Kansas City siðan 5. desember þungt haldinn mest all- an timann og rænulaus fyrstu dagana. Þó virtist honum vera að batna eftir 5 daga legu, en þá hrakaði honum aftur skyndilega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.