Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 16
Visir. Þriðjudagur 19. desember 1972 ]6 Elztu taflmenn Evrópu smíðaðir á íslandi? I'egar taflmennirnir eru skoöaðir náið má sjá að norrænn svipur er yfir þeim og hrossið virðist hafa hinn siða makka islen/.ka hestsins. Kannski ekki svo fráleitt að þetta haganlega gerða tafl hafi verið unnið af islenzkum höndum? — Þegar skákeinvigi aldarinnar var að hefj- ast létu forráðamenn Skáksambands íslands senda eftir skákmönn- um af Staunton-gerð til Englands, segir skákrit- höfundurinn frægi Ilarry Golombek i grein i Jewish Chronicle for Men nú nýlega, en þar ráðleggur hann lesend- um sem hafa það að tómstundaiðju að safna skáksettum, en slik söfnun er talsvert út- breidd, a.m.k. erlendis. „Framkvæmdanefndin áleit réttilega að þessi tegund tafl- manna væri sú eina, sem áskor- andinn mundi ekki hafna.” segir Golombek. „Sjálfur mundi ég ekki vilja tefla neina meiriháttar keppni nema með Stauntonmönn- um”, segir rithöfundurinn, sem margir minnast frá veru hans hér i sumar. Staunton-taflmennirnir voru fyrst smiðaðir á 19. öld og hlutu einkaleyfisviðurkenningu 1849. Þeir sem haldnir eru þeirri ástriðu að safna furðulega út- skornum taflmönnum geta fundið búðir við sitt hæfi i stórborgum um allan heim. 1 London segir Golombek að séu til búðir, sem sérhæfa sig i þessum efnum, — en þær vilja lika talsvert fyrir sinn snúð. Þvi sé bezt að hafa augun opin, þegar farið er i antik-búðir i smábæjum úti á landinu. Golombek hefur skemmtilega sögu að segja i sambandi við gömul skáksett. Elzta skáksettið, sem fundizt hefur i Evrópu fannst i Bretlandi, Lewisseyjatafl- mennirnir er þetta taflsett kallað. Og hver skyldi svo hafa skorið þessa fallegu taflmenn út i rost- ungstönn? Jú, það er talið að þetta hafi verið skorið út af is- lenzkum hagleiksmanni á 12. öld. Fari menn i British Museum má spyrja eftir þessum merka safngrip og þá geta menn séð með eigin augum að á lslandi hefur einhver snillingur búið hér fyrr á öldum. Eftirlikingar af þessum handskornu islenzku taflmönnum hafa siðan verið gerðar i all- nokkrum mæii og er hægt að kaupa þær á verði sem Golombek telur viðunandi. — Harry Golombek telur að Lewisseyjataflið hafi verið búið til á íslandi á 12. öld En safnarar vilja ekki eftir- likingar, aðeins frumsmiði, svo framarlega sem það er kleift. Þvi bendir Golombek á taflmenn smiðaða hjá Wedgewood siðustu tvær aldirnar, sérstaklega þó taflmennina sem Flaxman hann- aði (ef það orð má nota) árið 1783. Við snerum okkur til Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar og spurðum hann um taflmenn- ina, sem Golombek telur ættaða frá Islandi. Þór kvað það rétt að taflmenn þessir væru mjög nor- rænir útlits, en ekki hefði hann áður heyrt það fullyrt að þeir væru gerðir hér á landi. Tilgátur hefði hann heyrt um Noreg eða jafnvel Grænland, en raunar væri ekkert um það vitað hver hag- leiksmaðurinn væri eða hverrar þjóðar. Skrautið á taflmönnunum og svipur þeirra væri hins vegar á þann veg,að greinilega væru þeir úr hinum norræna heimi. Þór kvað greinilegt að hagleiks- menn hefðu verið til hér á landi, sem mögulega hefðu getað skorið út þessa haglega gerðu taflmenn, en kvaðst ekki vilja eigna okkur heiðurinn af þeim eins og vinur okkar frá i sumar, skákhöfundur- inn Golombek. —JBP— Ætloði í „þorskostríðið" — sjóveiki öll ferðosagon Margir af mikilsmetn- ustu mönnum veraldar hafa stigið sin fyrstu skref til frægðar og frama með þvi að hlaup- ast að heiman. Og viða um heim er smáfólk enn að iðka þann leik. Ósjaldan má lesa i erlendum blöðum og timaritum lýst eftir börnum og unglingum, sem foreldrar og lög- regla leita að. Litum hér á fáein dæmi: Þar er til að mynda strákurinn hann Duane Roach, sem aðeins 11 ára gamall ákvað að láta dag- drauma sina rætast. Hann hafði lengi átt þá ósk heitasta að ger- ast sjómaður, og þegar svo sögur fóru að berast af „þorskastrið- inu” á íslandsmiðum bar ævintýraþráin hann ofurliði. Hann kvaddi föður sinn i Grimsby með þeim orðum, að núna væri hann að fara i striðið — sem faðirinn trúði að sjálfsögðu rétt mátulega. Strákur var bara kominn út á rúmsjó, þegar i ljós kom við hvað hann átti. Hann hafði smyglað sér um borð i brezkan togara, sem var að halda á Islandsmið.En vesalings litli laumufarþeginn fékk að kynnast þvi, að „sjómennskan er ekkert grin”. Hann var svo sjó- veikur allan túrinn, að hann var þvi fegnastur að geta hvolft sér yfir skólabækurnar sinar þegar heim kom að nýju. ÚTÞRÁIN ENN Brezka blaðið, sem segir ofan- greinda sögu lætur getið jafnframt um fáeina strokugutta til við- bótar. Sá næsti er 16 ára og frá Coven- try. Philip Davison heitir hann. Hann leitaði á önnur mið en sá fyrrnefndi. Hann strauk úr skóla i Abergavenny á siðasta ári og fannst i reiðuleysi i Swiss i sum- ar, peningalaus og án vegabréfs. Hann var ekki fyrr kominn heim til Bretlands en hann var horfinn á nýjan leik. Að þessu sinni til Ameriku. Hann fannst I Florida. Og heim var hann fluttur — en tolldi ekki við i heimabæ sinum. Hann hvarf á nýján leik, og það hafðist ekki upp á honum fyrr en fimm vikum siðar. Þá i góðu yfir- læti i London. Annar vandræðaunglingur, sem sögur fara af er 14 ára gam- all, heitir Michael Whittaker. Ilann hafði flutzt búferlum með fjölskyldu sinni frá Skotlandi til Ástraliu fyrir fimm árum siðan. 1 sumar ákvað hann að heimsækja ömmu sina i Skot- landi. Eftir 11 þúsund milna ferðalag gat hann loks laumazt um borð i skip, sem hann taldi fullvist að væri að leggja af stað til Skotlands. Með litilsháttar nesti til ferðar- innar tróð hann sér undir þröngan rekka i farangursgeymslu ofan- þilja. Þaðan skolaðist hann undan i illum veðrum nokkrum dögum eftir að skipið lét úr höfn. Þá komst hann að þvi, að hann var ekki aldeilis á leið til hennar ömmu sinnar. Næsti viðkomustað ur skipsins var Belgia. En þessi fýluför Michaels varð svo umtöluð, að skipaútgerð við- komandi skips ákvað að borga fyrir hann fargjaldið heim frá Belgiu, sem voru 450 pund. Þvi fékk strákurinn far með finni flugvél á fyrsta farrými. Og þá rifjast upp saga af drengsnáða, sem fyrir skemmstu ætlaði að bregða sér i helzt þriggja vikna „fiskeri” á Is- landsmiðum. Drengurinn heitir Michael Blade og er 15 ára gam- all. Hann laumaðist um borð i tog- ara, sem var að leggja úr höfn i Fleetwood i Lanchire, sem hann hélt að væri að halda á tslands- mið. — sðgur af brezkum smóstrókum, sem strjúka að heiman En raunin var samt önnur. Togaranum var siglt upp i þurrkvi skammt frá Lanchire — aðeins fáeinum timum siðar. STÚLKUR LÍKA Það eru ekki aðeins drengir, sem búa yfir rikri útþrá. Hér er saga af 14 ára gamalli stúlku að nafni Angela Riley frá London. Hún var núna nýlega að virða fyrir sér flugumferðina um Lundúnaflugvöll og heillaðist skyndilega af þeirri hugmynd að bregða sér til Ameriku. Hún heyrði kallað upp flug til Boston, snaraði sér upp að hlið konu með tvö börn, sem var að hlýðnast kallinu. „Ég er að fara með pabba i sömu flugvél og þér”, sagði hún — og bauðst til að halda á yngra barninu inn i vél- ina. Konan þáði boðið með þökkum. Angela framvisaði farmiða litlu telpunnar, fann laust sæti i vél- inni — og litlu siðar flaug hún af stað. Miðju vegar yfir Atlantshafinu uppgötvaði flugfreyja það loks, að Angela var laumufarþegi. Litla telpan fékk að skoða sig vel og vandlega um i Boston áður en henni var flogið heim aftur á kostnað flugfélagsins, sem gerði sér væna auglýsingu úr öllu sam- an. Þeim 19 ára gamla Anthony Furniss, sem hugðist laumast yfir hafið með TWA þotu árið 1969, hlotnuðust ekki sömu lystisemdir og Angelu. Hann kaus að fela sig i kælilest þotunnar og var þar fros- inn til bana áður en langt var lið- ið. — ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.