Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 10
10 Visir. Þriftjudagur 19. dcseinber 1972 NÝJAR bækur „Fann hann kistur fullar Þjóðlegur fróðleikur ó jólaborðum bókabúðanna: SKUGGABALDUR kemur í bæinn á morgun af gulli, eða hvað? KULTAKESKUS OY IIR ofi KbUKKUR L.iugavcgi 3 sirni 13b40 l>jóftlegur fróftlcikur er liklega sú teguncl bókmennta, scm hvað vinsælust er á jólabókamarkaöi nú, eins og um mörg undanfarin ár. íslendingar virðast almennt ócndanlega forvitnir um fortið sina og vilja scm mest fá að for- vitnast um hagi forfeðranna. 1 þeim bókastafla, sem Visir hefur undanfarið fengið sendan frá útgefendum er fjölbreytilegt úrval bóka, sem falla undir þenn- an flokk. Prófastssonur segir frá, nefn- ast minningar Þórarins Arnason- ar, bónda frá Stórahrauni. Hér lýsir hann foreldrum sinum af nærfærni, en faðir hans var Arni Prófastur á Stórahrauni, lands- frægur maður, sem Þórbergur Þórðarson gerði mikil og góð skil á sinum tima i bókum sinum. Minnist hánn hér margra frægra Islendinga, sem komu á æsku- heimili hans, veru sinnar á „bolsablaði” þess tima, Alþýðu- blaðinu. t alllöngum kafla bókar- innar fjallar Þórarinn um ævi séra Árna föður sins. Lýsir hann þar viðhorfum hans til Snæfell- inga. Liklega finnst mörgum for- vitnilegt að lesa þann kafla, ekki sizt þeim sem þekkja til hjá „Vondu fólki”. Skuggsjá gaf bók- ina út. Var það satt að hann hefði fund- ið kistur fullar af gullpeningum, þegar hann var að grafa fyrir grunni nýs ibúðarhúss að Grund? Eða hlaut hann stóran vinning i dönsku happdrætti? Hvernig fór hann annars að þvi að reisa veg- legustu kirkju landsins upp á einsdæmi? Eða hvers veena eaf hann stórfé til stofnunar Krists- neshælis? Þannig var spurt um Magnús á Grund i Eyjafirði i eina tið. Gunnar M. Magnúss, rithöf- undur, hefur ritað bók um þennan óvenjulega persónuleika, sem svo margar spurningar spunnust um. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gaf út bókina: Dagar Magnúsar á Grund. Magnús Gestsson hefur tekið sér það fyrir hendur að skrá ýms- ar sögur og minningar manna i Dalasýslu um ýmsa þá menn, sem ekki bundu bagga sina sömu hnutum og aðrir samleröamenn, en voru þó eftirm innilegir höfðingjar, hver á sinn sérstæða hátt. Bók sina nefnir Magnús Mannlif og mórar i Dölum. Skuggsjá i Hafnarfirði gaf bókina út. Meðal Skuggsjárbókanna i ár er önnur bók um þjóðleg efni, Skrudda eftir Ragnar Ásgeirsson, sem starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands. A ferðum sinum notaði Ragnar tækifæriðtil að viða að sér miklum hafsjó af fróðleik, visum og sögnum. Efn- inu er raðað eftir sýslum og byrj- að á Gullbrigu og Kjósarsýslu en endað á Árnessýslu. Byggðasaga Austur-Skafta- fellssýslu er gefin út af Guðjón ó. Hér fjallar Kristján Benediktsson i Einholti um Mýrar en Þorsteinn Guðmundss. frá Reynivöllum um Suðursveit. Hér er hluti stærra verks, en einn maður úr hverri sveit skrifar lýsingu á sinni byggð. Það var Steinþór á Hala i Suðursveit, sem átti uppástung- una að verki þessu og tilnefndi menn til að rita verkið. t geysimiklu verki Bergsteins Jónssonar, sem Menningarsjóður sendi á markaðinn fyrir nokkrum dögum, fjallar Berg- steinn um athafnamanninn Tryggva Gunnarsson. Er þetta þriðja bindið og er gefið út að til hlutan Landsbanka tslands og Seðlabankans. Þetta bindi er 709 siður og fjallar um stjórnmála- manninn Tryggva Gunnarsson. Richard Beck hefur ritað um 7 menn úr hópi „andlegra höfðingja enskumælandi”, sem öðrum fremur báru hróður þjóðar vorrar fyrir brjósti. Útverðir is- lenzkrar menningar heitir bókin og gefur Almenna bókafélagið hana út. Þessir menn voru þeir George P. Marsh, Longfellow, Bayard Taylor, Willard Fiske, Arthur M. Reeves, Charles Venn Pilcher og Vilhjálmur Stefáns- son. Þá hefur Helgafell gefið út rit- safn Jóns Sigurðssonar i Kald- aðarnesi og sá Kristján Alberts- son um útgáfuna. t fórum Jóns heitins voru ýmis verk, frumsam- in og þýdd og voru þau annað hvort á tvistringi eða óbirt. t bókinni Hugurinn flýgur viða, eru þættir sextán fyrrverandi sóknarpresta gefnir út af Bókaút- gáfunni Grund i Reykjavik. Jón Skagan rifjar upp ýmsa þætti úr lifi sinu og starfi i bókinni Axlaskipti á tunglinu. Höfundur- inn er kunnur langt út fyrir sögu- svið Njálu, en þar hefur hann þjónað sem prestur á Bergþórs- hvoli i 21 ár við góðan orðstýr. Þá er að geta Endurminninga Friðriks Guðmundssonar, sem Vikurútgáfan hefur gefið út. Frið- rik fór til Vesturheims 34 ára að aldri með fjölskyldu sina, þá blá- snauður, en efnaðist fljótt. Um sextugt varð þessi mikli athafna- maður alblindur. Börn hans gáfu honum þá blindraritvél að gjöf og á hana tók hann að rita endur- minningar sinar, sem hér birtast i bók. Gils Guðmundsson bjó bók- ina undir prentun. Ilvernig gat Magnús á Grund reist á einsdæmi slikt guöshús sem þctta? Ilcr sjáum við svalir og söngloft i kirkjunni á Grund. Bókomarkoðurinn: LjÓðOUnnendur fÓ SÍtt Ljóðaunnendur fá sinn skammt að venju fyrir jólin að þessu sinni, enda þótt þeirra flokkur sé öllu fyrirferðarminni en margt annaö og bækurnar þynnri og minni i brotum en skemmtisögurnar. Þrilækir heitir ljóðabók, sem kemur frá Kristjáni skáldi frá Djúpalæk. Er þetta ellefta bók höfundar og skiptist ljóðaskráin i þrennt, Tjaldljóð, Glettur og Minni. Bókaforlag Odds BjÖrns- sonar gaf bókina út. Lárus lögreglumaður Saló- monsson er kunnur Dorgari i Reykjavik og gegnir lögreglu- mannsstarfi sinu á Seltjarnarnesi við miklar vinsældir. Lárus er mikill hagyrðingur og eftir hann hefur ýmislegt komið út, allt frá verðlaunaritgerð um umferöar- mál upp i tslandskappatal. Nú er komin út ljóðabókin Visan á vængi, sem Lárus gefur út á eigin kostnað. Tölusett eintök bókar- innar selur höfundur sjálfur. Þá er loks litil bók eftir Kára Tryggvason, Til uppsprettunnar, sem tsafoldarprentsmiðja gaf út, en bækur Kára eru orðnar 23 tals- ins, sem út hafa komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.