Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 18.12.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. briftjudagur 19. desember 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Skrúfan á fólkið? Þrátt fyrir gengislækkunina hefur rikisstiórnin enn ekki leyst dæmið. Hún fær að visu frest. Verðhækkanir, sem gengislækkunin veldur á næstunni, eiga ekki að valda hækkun á kaupi fyrr en 1. marz. En þetta er skammgóður vermir fyrir stjórnarflokkana. Verði við það staðið, að verð- hækkanir af völdum gengisfellingarinnar komi fram i kaupgjaldsvisitölu, blasir við mikil hækk- un á tilkostnaði atvinnuveganna. Visitöluhækk- unin kæmi til viðbótar almennri kauphækkun, sem á að verða 1. marz samkvæmt samningum verkalýðsfélaganna. Ekki verður annað séð en að gengisfellingin ein sér sé haldlitil sem lækning á vanda útflutningsatvinnuveganna og þeir muni eiga i erfiðleikum innan skamms, ef ekki kemur annað til. Rikisstjórnin valdi ekki neinn af kostum sér- fræðinganefndar sinnar. Nefndin tengdi gengis- fellingu af þessu tagi bindingu visitölu. Hannibal- istar lögðu til, að gengið yrði fellt um 15-16 prósent, sem hefði að minnsta kosti enzt töluvert lengur en 10,7 prósentin. Þau eru ekki nein út- hugsuð leið til að lækna meinið, heldur niðurstaða hrossakaupa stjórnarflokkanna þriggja, varla til annars en að veita stjórninni stundargrið. Auð- vitað getur menn dreymt um,,stóra vinninga” á vetrarvertið og verðlag á erlendum mörkuðum fyrir útflutningsafurðir okkar. En varla er við öðru að búast en þvi, að gengislækkunin yrði olia á verðbólgubálið. Hún veldur verðhækkunum, sem siðan kæmu fram i kauphækkunum, en kauphækkanir yllu frekari verðhækkunum. Þannig væri hraði ver- bólguhjólsins aukinn til mikilla muna, og afleið- ingin gæti ekki orðið önnur en óðaverðbólga og gjaldþrot atvinnuvega. Ráðherrar ræddu i gær óljóst um framhald niðurgreiðslna með sama hætti og verið hefur. Þeir töldu unnt að afla þess rúma þúsunds milljóna, sem þyrfti til að halda niðurgreiðslum óbreyttum i eitt ár enn. Þeir töluðu um aðhald i útlánum og niðurskurð á fjárveitingum til sjóða. Loks batt forsætisráðherra vonir við viðræður við fulltrúa launþegasamtakanna, sem yrði haldið áfram á næstunni. Virðist hann vænta þess, að launþegasamtökin gefi eftir af visitölubindingu kaups, áður en 1. marz rennur. Megingalli á þeirri gengislækkun, sem stjórnin hefur valið, er sá, að með henni er dæmið ófull- gert. Hún er ekki nægileg lausn á efnahags- vandanum. Hún skapar ekkert traust á gengi krónunnar. Þvert á móti vekur hún meiri ótta en hún sefar. Hún boðar almenningi skriðu verðhækkana og fyrst um sinn vonir um að fá hækkanirnar bætt- ar eftir á með kauphækkun. En öllum er ljóst, að efnahagsvandamál verða ekki nú fremur en endranær leyst með visitöluskrúfunni. Stjórnin ber aðalábyrgðina á þeim vanda, sem við blasti i haust þrátt fyrir fádæma góðæri. Þess var þó vænzt af henni, að aðgerðir hennar yrðu meira en kák eitt, þegar hún var komin i pyttinn. Þvi er ekki að heilsa að svo stöddu. Almenning- ur krefst þess, að stjórnin skýri, hvernig þessi gengisfelling á að leysa vandann. Eða er bara verið að setja skrúfuna á fólkið, svo að stjórnin lafi til vors? Reyndist vera lamb í úlfsham Juan D. Peron erenn á ný lagður af stað frá Argen- tínu í útlegðargöngu, — en að þessu sinni að eigin vilja. Og ögn hefur dregið af Ijómanum, sem lét um þennan þjóðsagnarkennda leiðtoga. Hann olli þúsundum fylgismanna sinna miklum vonbrigðum, þegar hann lét ekki hagga ákvörðun sinn um að fara ekki í framboð í forsetakosning- unum 11. marz í vor. Þessi 77 ára gamli vinsæli „II Lider” flaug til Paraguay i sið- ustu viku, og ætlaði þaðan til Lima og Peru i gær. Hann verð- ur um jólin á heimili sinu i Mad- rid, en hefur látið á sér skilja, að hann hugsi til ferðar til Rúmeniu og svo til meginlands Kina, áður en hann snýr aftur til Argentinu i janúar eða febrúar til að undir- búa kosningabaráttuna fyrir vor- ið. Peron, staddur utan landstein- anna fjarri þrýstingnum frá stjórnmálum Agentinu og klofn- ingnum iflokki Peronista (sem er sá stærsti i Argentinu), valdi þann manninn, sem helzt þykir liklegur til þess að sigla á milli skers og báru. Sá tilnefndi heitir Hector Campora og er tannlækn- ir. Hann hefur verið helzti ráð- gjafi Perons siðustu mánuðina. Campora var þingmaður og sendiherra i forsetatið Perons á árunum 1946 til 1955. Hin „sögulega afsögn” Perons — eins og sumir hafa nefnt ákvörðun hans um að gefa ekki kost á sér til framboðs — var gerð kunn á fimmtudag i siðustu viku, nokkrum klúkkustundum áður en forsetinn fyrrv. lagði af stað til Paraguay. Hann dvaldi i 20 daga i Argentinu að þessu sinni, og þótti mörgum ekki mikið eftir 17 ára útlegð. Þessi ákvörðun og svo útnefning Campora á laugar- dag valda samtökum ungra Peronista og öðrum róttækum öfl um i flokknum miklum vonbrigð- um. Þeir höfðu vonað fram á sið- ustu stund, að Peron byði sig fram og mundi leiða flokkinn til sigurs og byltingar i þjóðfélaginu. Þá um kvöldið sprengdu hermdarverkamenn upp hluta af nýtizkulegu hóteli i Parana, þar sem halda átti þing sveitar stjórnarmanna. Fjórir starfs- manna hótelsins særðust i sprengingunni, og þar af einn hættulega. Þessi sprenging er talin vera upphaf nýrrar skriðu skæru- iimimm Umsjón: Guðmundur Pétursson hernaðar og hermdarverka, sem nú muni falla, að afloknu eins mánaðar hléi, meðan Peron var i Argentinu. Hin ihaldssama herforingja- stjórn, sem nú ræður rikjum i Argentinu, hafði lagt ófrávikjan- legt bann við þvi, að Peron yrði i framboði i forsetakosningunum, með þvi að setja lög, sem gerðu kröfu til þess að forsetaframbjóð- endur hefðu dvalið i Agentinu lengri tima en Peron gat fullnægt. Og hinn aldraði leiðtogi lýsti þvi yfir rétt fyrir brottför sina, að hann mundi ekki brjóta þetta bann. Né heldur gagnrýndi hann handtökuskipanina á hendur Rodolfo Galimberti, hinum marxistiska leiðtoga ungmenna nreyfingar Peronista. Galimberti hafði hvatt Peronista til að vopn- ast og mótmæla fyrir Perons hönd þessu banni stjórnarinnar. Og Peron hélt sig fjarri öllum opinberum fundum og latti hina róttækari, sem efna vildu til mót- mælaaðgerða. Ákvörðun Perons um að gefa ekki kost á ser er vissulega sögu- leg. Hún rekur endahnútinn á einn kaflann á mjög svo flóknum stjórnmálaferli Perons. Árin, sem hann var i útlegð, lét hann ævinlega i það skina, að einn góð- an veðurdag mundi hann snúa aftur og stýra nýrri rikisstjórn. Engu að siður mun hann i þessu nýja hlutverki aldraðs stjórn málamanns hafa mikil áhrif á stjórnmál Argentinu. Hann er ennþá átrúnaðargoð hinna snauðu, sem minnast Peronsár- anna, þegar þeir nutu góðs af vel- ferðaraðgerðum þeirra Perons og Evu, örra launahækkana og félagslegra umbóta. Aðrir lita hins vegar á brottför Perons sem sigur fyrir Alejendro Lanusse hershöfðingja, sem er yfirmaður herafla Argentinu og forseti herforingjastjórnarinnar. Lanusse, 54 ára að aldri, dvaldi 4 ár ævi sinnar i fangelsi á rikis- stjórnarárum Perons. Þó var það hann, sem réði þvi, að Peron fékk að koma til Argentinu, en hann litur svo á, að kosningarnar hafi þvi aðeins gildi, að Peronistar taki þátt i þeim. Herinn hefur set- ið að stjórn Argentinu þessi 17 ár, sem liðin eru frá þvi að Peron var velt úr stóli, og margir æðstu for- ingjar hans óttast, að peronism- inn verði nú innleiddur á nýjan leik. Héldu flestir, að Lanusse gengi það eitt til, þegar hann leyfði heimkomu Perons, að gera Peron beran að þvi að þora ekki að láta sjá sig. Eða þá ef Peron kæmi, að ljóstra þá upp, að Peron ætti mikið minna fylgi, en hann sjálf- ur hefur alltaf haldið fram. — Hið siðarnefnda kom nú ekki fram, en þegar Peron fór aftur eftir aðeins 28 daga dvöl, og án þess að bjóða sig fram, þótti ýmsum sem sann- azt hefði það fyrrnefnda. Mörgum Argentinumönnum til mikillar furðu bar ekki á neinum óeirðum eða skærum við heimkomu Perons 17. nóv., eins og þó hafði verið búizt við. Fólk- inu lærðist það fljótlega, að Peron varekki sá byltingarleiðtogi, sem hann hafði sjálfur gefið i skyn i útlegð sinni. Heldur kom hann fram sem gamalreyndur stjórn- málaforingi, sem nú beitti persónutöfrum sinum og áhrif um til þess að sameina sundruðu öfl Peronista fyrir kosningarnar næstu. Þær fyrstu, þar sem flokki Peronista leyfist að bjóða fram. Þar verður kosið um hvorki meira né minna en 20.000 stöður viðsvegar i rikinu — allt frá for- seta og niður i bæjarráð. Hreyfing Peronista nær til allra stétta og innan hennar eru bæði hægri sinnaðir og vinstri sinnaðir, sem hafa trú á þvi, að Peronis- minn sé bezta leiðin til þess að losna undan yfirráðum hersins. En kjarni Peronismans eru alls- herjarsamtök verkalýðsins, „justivalista”- flokkur Perons. Margir i þeim flokki eru miilistéttar iðnaðarmenn, sem áttu fulltrúa i rikisstjórninni, þegar Peron var forseti. En i svo marglitri samsteypu er skiljanlega hætt við sundrungu, og eitt aðalverkefni Perons var að sameina armana og stofna 15 flokka samsteypu til þess að bióða fram einn lista fyrir kosningarnar. En meirihluti frambjóðendanna verða Peronistar, meðan hinir fjórtán flokkarnir koma til með að eiga aðeins 25% frambjóðendanna. Annar vandi, sem Peron þurfti að glima við, hlauzt af þeirri kröfu Lanusse, að fyrir kosningar yrði gengið frá samkomulagi, sem tryggði hernum einn fulltrúa i rikisstjórn.sem mynduð yrði eft- ir kosningar. „Ég er ekki til viðtals við neinn úr núverandi rikisstjórn eða nokkurn fulltrúa hersins”, sagði Peron, en þó þykir fullvíst, að eitthvert samkomulag hafi náðst i þessu efni, sem herinn uriir vib.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.