Vísir - 23.12.1972, Síða 9
Vísir. Laugardagur 2:5. desember 1972
9
og aörir litlir söngfuglar
notfæra sér sín eigin flug-
tæki. Þessir fuglar taka sér
vetrarfrí og fljúga til suð-
lægra landa þar sem gnægð
skordýra er allt árið um
kring. Þessir fuglar snúa
fyrst þá heim aftur, þegar
hiti vorsins hefur lokkað
skordýrin fram úr vetrar-
dvalarstöðum sinum.
Spendýrin sem lifa á
skordýrum, geta ekki farið
að dæmi fuglanna. Þau
gera það sem margur kul-
vís maðurinn vildi gjarnan
geta gerf, þau leggjast í
dvala og sofa af sér vetur-
inn.
Þegar vorið kemur, éta
þau allt hvað þau geta því
fæðan sem þau háma í sig
yfir sumarið, verður að
duga allan veturinn. Einn
góðan veðurdag að hausti
til, draga þau sig á ein-
hvern stað, sem er hlýr og
þurr. Þar leggjast þau nið-
ur og sofa þar til vorið
kemur aftur.
. Á islandi er ekkert spen-
dýr, sem leggst i dvala yfir
vetrartimann. En til eru í
náttúrunni dýr, sem á
sumrin hafa heitt blóð en á
veturna kalt. Broddgöltur-
inn gefst upp á því á vet-
urna að halda á sér hita,
þar sem það mundi kosta
hann miklu meira eldsneyti
en hann hefur yfir að ráða,
með fitulagi því sem hann
hefur safnað undir húðina.
Líkamshitinn
fer eftir
umhverfinu
Broddgölturinn og leður-
blakan eru á sumrin með
heitt blóð, en á veturna
kalt. Likamshiti þeirra
hagar sér eftir umhverfinu.
Um leið og hitastigið lækk-
ar inni i vetrardvalarstað
broddgaltarins, lækkar
likamshiti hans sjálfs um
leið. Við þetta hægir öll
starfsemi líffæra hans mik-
ið á sér.
Andardrátturinn verður
hægari. Broddgölturinn
dregur andann tuttugu
sinnum eða oftará mínútu í
svefni á sumrin, en i vetr-
arsvefni hans dregur hann
aðeins andan níu sinnum
á mínútu. Meira að segja
getur andardráttur hans
stöðvast alveg, svo mínút-
um skiftir, þegar hann sef-
ur á v'eturna. Hjartsláttur-
inn verður einnig mikið
hægari hjá dýri sem sefur
allan veturinn. Púlsinn hjá
vakandi broddgelti á sumr-
in er i kring um 200 slög, en
þegar hann sefur á veturna
verða slögin aðeins 20 á
minútu.
Innbyggður
hitageymir
Samt eru takmörk fyrir
þvi, hve likamshiti sofandi
spendýrs getur fallið á vet-
urna. Spendýrin eru ekki
búin ,,frostlegi" eins og
sum skordýrin. Um leið og
kuldinn er orðinn það mik-
ill, að blóðið frýs í æðum
broddgaltarins, deyr hann.
En það er tekið tillit til
þessa möguleika. Á milli
herðablaðanna hefur
broddgölturinn brúnan
fituklump. Fituklumpur
þessi virkar nokkurnveginn
eins og sjálfstillanlegur
hitageymir. Um leið og
frostiö verður meira en 5-6
gráður, byrja liffæri
broddgaltarins að brenna
þessum fituklumpi. Fitan
breytist fljótlega í hita sem
leiðir út í blóðið, og breiðist
síðan með þvi um hinn
kalda og næstum stífa lik-
ama galtarins. Sama hvað
kalt er umhverfis brodd
göltinn, heldur fitan
likamshita hans hæfilega
yfir frostmarki. Svo lengi
sem þessi hitageymir er í
lagi, getur broddgölturinn
sofið og látið sig dreyma
um vorið og feita maðka.
Svona heppin eru mörg
önnur dýr ekki. Á komandi
vor- og sumarmánuðum,
þurfa þau að leita í görðum
og á engjum, meðfram
ströndum og i bæjum, að
fæðu til að geta lifað af
veturinn. Og þrátt fyrir það
að þau vinni meira til þess
að geta lifað en nokkurn-
fima mennirnir, hafa þau
aldrei nægilegan mat til
þess að geta orðið nógu
södd. Hvert gramm matar
fer til að kynda innbyggða
ofna þeirra svo þau geti
haldið á sér hita.
Mennirnir geta hjálpað
dýrunum í þessari hörðu
lifsbaráttu. I hvert skipti
sem stráð er út fræi eða
annarri fæðu, færfjöldinn
allur af fuglum og öðrum
dýrum nóg, til að halda frá
sér hungrinu og kuldanum,
og þá um leið til að halda í
sér lífinu.