Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 16
16 Visir. Laugardagur 2:i. desember 1972 SJÓNVARP UM JÓLIN Sjónvarpið, annan í jólum: „Þegar dauðir upp rísa^ síðasta verk Ibsens Á jóladagskvöld verð- ur eitt af verkum Ibsens á dagskrá sjónvarpsins. Það mun vera það síð- asta, sem hann skrifaði, en það var gefið út 1899. Það kann mörgum að finnast það undarlegt að siðasta verk Íbsens kemur út sjö árum fyrir dauða hans. Það er talið vera vegna þess að þetta er nokkurs konar andleg sjálfskrufning höfundarins og uppgjör Ibsens við sjálfan sig. Þetta er talið hafa valdið þvi að hann gat ekki skrif- að meira, varð, ef svo má að orði komast, andlega geldur þessi sið ustu sjö ár ævinnar. ,,Þegar dauðir upp risa” gerist á hressingarhæli og aðalpersón- urnar eru myndhöggvari og kona hans. Farið er að kólna á milli hjónanna, og þegar myndhöggv- arinn sér gamla fyrirsætu sina verður úr öllu þessu heilmikið drama. — LÓ. Dansflokkurinn i einu atriðinu, en allt sem flutt verður kynna þau sjálf. Skýringar þeirra eru þýddar jafnharðan, þannig að það ætti ckki að fara neitt á milii mála, hvað þau eru að fara hverju sinni. Sjónvarp annan jóladag kl. 20.30: Húla-húla ó eftir hangikjötsátinu Það verða vist cngir jólasálm- ar, sem kyrjaðir verða i sjón- varpssal að kvöldi annars i jóíum fyrst i stað. Klukkan liálf níu birt- asl þar hiirundsdökkir húla-húla- dansarar frá Suðurhafscyjum og sýna dansa af ýmsu tagi og syngja jafnframt við dynjandi trum huslált. Sjónvarpið, jóladag kl. 20.20 á jóladag Þar er á ferðinni dansflokkur- inn ,,The Polynesian Revue”, sem skemmtu höfuðborgarbúum um hálfsmánaðarskeið i Glæsibæ nú fyrir skömmu. 1 sjónvarpssal flytja þau sama skemmtiefni og gestum Glæsi- bæjar var boðið upp á — og eitt- hvað meira til viðbótar. En þessi suðræni dagskrárliður stendur i liðlega hálftima. Á efnisskránni verða m.a. húla- húla, elddansar, siva og sverð- dansar frá ýmsum eyjum i Suður- höfum, Tahiti, Hawaii, Samoa og Fijieyjum. Dansflokkurinn er skipaður sjö dönsurum, fjórum stúlkum og þrem karimönnum. Dansinn er aðeins þeirra tómstundagaman, raunar aðalatvinna nú um stundarsakir, en til þessa frábæra dansflokks var stofnað meir i gamni en alvöru. Hann átti i fyrstu aðeins að skemmta á um- fangsmikilli hátið i heimaland- inu, en fékk nógu góðar undirtekt- ir til að hópurinn afréð að ferðast með skemmtiatriðin um heiminn. Hingað kom hann frá Danmörku og hélt svo héðan til Englands til að skemmta drottningunni. En i Höl'n verða þau yfir jólin. Allir hafa dansararnir annan starl'a, sem fyrr segir. Til dæmis er fyrirliði hópsins fréttaritari við viðlesið, enskt blað og skrifar aðallega efnahags- og stjórn- málalegar greinar og fréttir. Þá er ein stúlknanna hjúkrunarkona O-la-la. llcr sviftist strápils faguriega á meðan bumbur eru barðar... og önnur rafeindatæknifræðing- ur. Þau létu öll vel af dvölinni hér og lýstu yfir eindregnum vilja i þá átt að heimsækja okkur aftur. Hér væri þeim nánast hvild af að dvelja miðað við allt amstrið og hraðann, sem er á ferðum þeirra um önnur lönd. — ÞJM. Þessa náunga kannast orðið flestir við. Þeir eru fastagestir í kvöldstundinni, sem i vetur hefur verið annan hvern laugardag. Á jóladagskvöld verða þessir firar og fleiri i jólaskapi á skerminum. Meðal þeirra, sem koma fram auk þeirra, eru Jónas og Einar, sem syngja ásamt Stúlknakór öldutúnsskólans, sem einnig syngur einn sér. Hljómsveit Ingi- mars Eydal verður lika með, Trúbrot, Sigursteinn Hákonarson (Steini úr Dúmbó og Steini), Erla Stefánsdóttir, Þorvaldur Hall- dórsson og Ivar Hauksson, sem er bara sjö ára. Þá ber til að nefna þá Július Brjánsson og Gisla Rúnar Jónsson, en það eru þeir sem myndin er af, og siðast en ekki sizt skal til nefna Rióstrák- ana sem kynna atriðin og tengja saman. —Ló Þ RIÐJUDAGUR 26. desember 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Sunnan um höfin. Dansflokkur frá Suðurhafs- eyjum, fjórir piltar og fimm stúlkur. Sýnir og kynnir dansa og söngva frá heimky nnum sinum . Upptakan var gerð i sjón- varpssal. Þýðandi Jón. O. Edwald. 21.05 Torsóttur tindur. Mynd um leiðangur brezkra fjall- göngumanna, sem einsettu sér að klifa næsthæsta tind Himalaja-fjalla og völdu af ásettu ráði erfiðustu leiðina. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 20.00 Þegar dauðir upp risa. Leikrit eftir Henrik Ibsen, litið eitt breytt og staðfært. Leikstjóri Per Bronken. Aðalhlutverk Knut Wigert, Lisa Fjelstad og Henny Moan. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Leikurinn gerist á hressingarhæli, þar sem myndhöggvari nokkur og kona hans dveljast. Þau eru bæði leið á lifinu og hjónaband þeirra i megnasta ólestri. Á hælinu hittir myndhöggvarinn fyrrverandi fyrirsætu sina. Þau rifja upp gömul kynni, en sú upprif jun verður þeim báðum örlagarik. (Nordvision—Norska sjónvarpið) 23.05 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 25. desember Jóladagur 16.30 Kristrún i Hamravik. Leikrit eftir Guðmund Gislason Hagalin. Leik- stjóri Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Kristrún Simonardóttir- Sigriður Hagalin, Anita Hansen-Ingunn Jensdóttir, Falur Betúelsson-Jón Gunn- arsson, Jón hreppstjóri Timótneusson-Jón Sigurbjörnsson. Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. Áður á dagskrá 21. febrúar 1971. 18.00 Stundin okkar. Jólaskemmtun i sjónvarpssal. Nemendur úr Arbæjarskóla flytja helgi- leik. Glámur og Skrámur spjalla saman. Umsjónar- menn Ragnheiður Gests- dóttir og Björn Þór Sigur- biörnsson. Illé. 20.00 Fréttir, 20.15 Veðurfregnir. 20.20 Kvöldstund i s j ó n v a r p s s a 1. Ág ú s t Atlason, Helgi Pétursson og Ölafur Þórðarson taka á mótijólagestum i sjónvarps- sal. 1 þættinum koma fram Þorvaldur Halldórsson, hljómsveitin Trúbrot, Stúlknakór öldutúnsskóla, Jónas og Einar, Ein- söngvarakvartettinn og margir fleiri. 20.55 Vikingur og dýrlingur. Mynd um Ölaf konung helga, sem var við völd i Noregi i rúman áratug á öndverðri elleftu öld, en vann sér þó meiri hylli komandi kynslóða en flestir aðrir konungar landsins. Ólafur var vikingur á yngri árum, en snerist til kristni og hóf trúboð á Norður- löpdum. Hann féll i orustu á Stiklastöðum árið 1030, og var tekinn i tölu helgra manna rúmri öld siðar. Sögu Ólafs konungs hefur Snorri Sturluson ritað i Heimskringlu sem kunnugt er. Þýðandi Karl Guð- mundsson. Þulir Hrafn- hildur Jónsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Karl Guðmundsson. 21.35 Eplavin með Rosie. Brezkt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir Laurie Lee. Leikstjóri Claude Whatham. Aðalhlutverk Rosemary Leach og þrir drengir, sem allir leika sömu persónuna á misjöfn- um aldri. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Leikurinn lýsir uppvaxtarárum drengs i ensku sveitaþorpi. 23.15 Að kvöldi Jóladags. Sr. Sigurður Sigurðarson á Sel- fossi flytur hugvekju. 23.25 Dakskrárlok. SUNNUDAGUR 24. desember Aðfangadagur jóla 14.00 Kréttir. 14.15 Þotufólk. Bandarisk teiknimynd úr gaman- myndaflokknum um Jón Jetson og félaga hans. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 14.40 livolpajól. Teiknimynd. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 14.45 Lina Langsokkur Lokaþáttur myndaflokksins. Þýðandi Kristin Mantyla. 15.05 Sliari Lcwis skcmmtir. Brezkur skemmtiþáttur með ýmiss konar gleðskap og jólaefni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 15.30 Jólasveinninn. Teiknimynd. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 15.40 Snædrottningin Brúðu- leikrit, byggt á samnefndu ævintýri eftir H. C. Andersen. (Nordvision — Danska sjónvarpið). Þulur Guðrún Ásmundsdóttir. 16.25 Jólasvcinarnir.Þáttur úr sýningu Litla leikfélagsins og Leikfélags Reykjavikur, „Einu sinni á jólanótt" Þátturinn er byggður á jóla- sveinaþulu eftir Jóhannes úr Kötlum. (Aður flutt i Stundinni okkar á jólunum 1971) 16.40 lllé. 22.00 Aftansöngur jóla. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, þjónar fyrir altari og predikar i sjón- varpssal. Kór Háteigskirkju syngur. Martin Hunger stjórnar og leikur á orgel. 22.50 Tónleikar. Kammerhljómsveit Tónlistarskólans leikur Branderborgarkonsert nr. 5, fyrir pianó, flautu og strengjasveit, eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi Björn Ólafsson. Einleikarar Gisli Magnússon og Jón. H. Sigurbjörnsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.