Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 12
Visir. Laugardagur 2:i. desember 1972
Tvö hundruð
— og tíu krónurnar
Kyrsta barnsástin og fimmkall hafði næstum
gert mesta leyndarmál i heimi að draumi sem
gat ekki rætzt. En allt fór vel að lokum og það
varð skemmtilegasta aðfangadagskvöld Mariu.
Ilugljúf litil saga um börn og foreldra.
Litil skólastúlka me6 mjóa
leggi i grænum sokkum. Skin-
andi bros, sem sii'ellt vantaói
nokkrar tennur i: vegna þess að
hún var á þeim aldri, þegar
maður kemur þjótandi inn án
þess að loka á ei'tir sér útidyra-
hurðinni og lætur mömmu eða
pabba la tönn, sem þau eiga að
geyma: og þessi tönn er einmitt
ein ai' þeim, sem vantar i brosið.
Að öðru leyti var hún i rauðri
kápu, sem aldrei var hneppt,
hún iiagsaði til og frá eins og
þvottur á snúru.
Alltal' þegar litla stúlkan l'ékk
krónu keypti hún sparimerki i
skólanum. Hún keypti þau alltaf
i átthagafræðitimanum hjá
Þuriði kennsiukonu, en timarnir
hjá Þuriði fóru oi't meira i spjall
en kennslu. Það var enginn agi i
timunum hjá Þuriði, aldrei hef-
ur einn bekkur sagt kennslukon-
unni sinni jafn marga skemmti-
lega hluti um lifið.
Maria átti þrjár i'ullar spari-
merkjabækur i skúffunni sinni,
hún átti sér nefnilega leyndar-
mál.
Það var svo mikið að hún
hafði engum sagt frá þvi. Það
var mesta leyndarmál i heimi.
Hún ætlaði að spara saman
tvöhundruð krónur.
Henni hafði dottið það i hug i
haust, þegar hún var nýbyrjuð i
skólanum. Hún sat inni i her-
berginu sinu og var að reikna i
gulu reikningsbókina sina.
Klukkan 4 stakk Gaukurinn
höfðinu Ut úr gauksklukkunni og
galaði þrisvar. Gauksi var alltaf
einum tima á eftir áætlun, en
þegar maður vissi af þvi, gerði
þaðekkert til. Mamma og pabbi
höfðu gefið henni gauksklukk-
una i afmælisgjöf.
En þennan dag þegar Gaukur
galaði þrisvar og klukkan var
fjögur, þá datt Mariu það i hug.
Stórkostleg hugmynd! Það
var dálitið, sem hún ætlaði að
gera.
Ekki einu sinni Gaukur fékk
að vita.
Það er aldeilis merkilegt,
þegar maður á mikið leyndar-
mál og þarf að spara tvöhundr-
uð krónur til jóla, hvað hægt er
að næla sér i margar krónur á
einn eða annan hátt.
Hún fór út i bakari fyrir
mömmu og fékk túkall.
Svo stóð hún við stólinn hans
pabba með fæturna i kross og
annan handlegginn um hálsinn
á honum, og spurði hann hvort
hún mætti ekki fá fimmkall.
Pabbi hélt áfram að lesa og
stakk hendinni i vasa sinn og
hún fékk það, sem hann átti af
smáaurum. Það voru raunar sjö
krónur og hann hélt áfram að
lesa. Hún hljóp inn i herbergið
sitt og stakk aurunum i penna-
veskið sitt. Svo var það krónan,
sem hún l'ékk á laugardögum.
Guðjón frændi kom lika stund-
um i heimsókn og hann var anzi
liðlegur ef smápenings var þörf.
Það gekk jafnt og þétt að
safna sparimerkjunum, hún var
hætt að kaupa gotteri. Hver eyr-
ir fór i pennaveskið og siðan i
sparibaukinn. Dagurinn, þegar
hún fann fimmkall á leiðinni
heim úr skólanum var ham-
ingjudagur. Gaukur sá fimm-
kallinn þegar hann kom út tii að
gala og hún var komin á
fremsta hlunn með að segja
honum frá öllu saman. En hún
gerði þaðekki. vegna þess að þá
hefði allt orðið ónýtt.
Þegarsvo vel var á veg komið
með söfnunina, varð nokkuð til
að eyðileggja allt, næstum þvi.
Úti á leikvellinum hitti hún
strák, sem hét Kristján og eftir
hálftima elskaði hún hann, hún
hafði mátt ýta honum i kassa-
bilnum hans, sem var gerður úr
sápukassa. HUn mátti gera það
allan seinni hluta dagsins svo að
hún kom allt of seint heim 'og
var búin að týna beltinu af
rauðu kápunni sinni, en
mamma sagði ekki neitt.
Mamma klappaði henni á kinn-
ina vegna þess að hún hafði
rauðar kinnar og át sex vinar-
pylsur, svo að mamma og pabbi
hlógu og sögðu að skárri væri
það nú lystin i litlu manneskj-
unni.
Vegna þess að hún var skotin i
Kristjáni Tómassyni og ýtti
honum á hverjum degi, gaf hún
honum lika allar krónurnar sin-
ar, og stundum gaf hann henni
með sér af brauðsneiðunum sin-
um. Hún fékk að bita af. þumal-
lingursnöglinni á honum. En
það gerðist þegar hann var bú-
inn að éta tvær fyrstu brauð-
sneiðarnar sjálfur. Þá skipti
hann þriðju sneiðinni á milli
þeirra, hún fékk af nöglinni.
Þetta gat haldiö lengi áfram,
þvi þegar maður gefur bara
krónu i einu, þá er ekki mikið
gefið og ef maður gefur hana
með gleði er hún vel gefin og
hún elskaði Kristján Tómasson,
kom skitug heim og át sex vin-
arpylsur.
En það var þetta með Gauk, i
hvert skipti, sem hann kom út til
að gala, kom leyndarmálið með
honum. Hún hætti að læra lexi-
urnar i herberginu sinu, hún fór
með skóladótið sitt á borðið i
eldhúsinu.
Það er ekki gott að vita hvað
hefði orðið ofan á i huga Mariu,
liklega hefði það orðiö Kristján
Tómasson þvi að það var hægt
að koma viö hann og hann gat
sagt: ,,Jæja nú keyrum við af
stað, Maria!”
En einn daginn var Kristján
ekki lengur á vellinum. Hann
kom aldrei aftur. Hún beið og
beið og beið. Að lokum rölti hún
af stað heim til sin i rökkrinu,
litil og þögul eftir götunum,
næstum ósýnileg.
Nú var gott að hafa Gaukinn
og leyndarmálið. Maria fékk
strax eitthvað að hugsa um. Nú
var mikið að gera við að bæta
sér upp allar þær krónur, sem
ástin hafði fengið hana til að
gefa og þær voru margar. Dag
einn átti hún svo fjórar bækur
fullar af sparimerkjum og hún
sagði manninum að hún vildi
gjarnan fá tvöhundruð krónur
fyrir þær. Maðurinn sagði að þá
yrði pabbi hennar eða mamma
að skrifa undir, hún væri ekki
nógu gömul til að fá peningana
sjálf.
Þetta hafði henni ekki dottið i
hug.
Um kvöldið fór hún til pabba
sins.
,,Pabbi, ég get ekki sagt það,”
sagði hún ,,það er leyndarmál,
mikið leyndarmál, mesta leynd-
armál í heimi, pabbi og maður
getur ekki sagt frá svoleiðis
pabbi, er það?”
Hún stakk puttunum i munn-
inn og leit upp á hann.
Það lyftist á honum brúnin
eins og þegar hann ætlaði að
vera skemmtilegur. „Jóla-
leyndarmál?” sagði hann og
það lá vel i honum.
Hún kinkaði ört kolli án þess
að taka fingurna út Ur munnin-
unr.
Næsta dag náði hún i tvö-
hundruð krónurnar og fór i búð-
ina.
„Þetta þarna” sagði hún og
benti.
Það var tekið niður og þvi
pakkað inn. HUn hafði komið að
glugganum næstum á hverjum
degi til að skoða það. Hún lagði
tvöhundruð krónurnar á borðið.
„Litla vinkona, þetta kostar
tvöhundruð og tiu krónur,”
sagði konan.
Maria hafði ekki tekið eftir að
það stóð núna 210 kr. á verðmið-
anum, það hafði nefnilega ný-
orðið verðhækkun.
Hún roðnaði.
„Er það?”
„Já, það kostar það nú vist.
Þú getur séð að það stendur hér.
Þú átt kannski ekki tiu krónur i
viðbót?”
„Nei,” litla telpan var að
bresta i grát.
„Það var synd. Hvað getum
við gert i þvi?”
Maria var svo rugluð og
óhamingjusöm að hún sneri sér
allt i einu við og þaut út um búð-
ardyrnar. Konan kallaði,
„heyrðu, biddu aðeins væna
min!” Hún hefði slegið tiu krón-
um af verðinu, en þetta gerðist
með svo skjótum hætti að hún
hafði ekki náð að segja það. Það
var vist ekki annað að gera en
að taka pappirinn aftur utanaf.
Tiu krónurnar voru synda-
gjöld, en.brátt komst þó allt i lag
aftur, og Maria kom arkandi inn
i búðina stolt á svip og lagði tvö
hundruð og tiu krónur á borðið.
, „Fékkstu það hjá mömmu?”
sagði konan brosandi.
„Nei, hjá pabba.”
,,ÞU hlýtur að eiga góðan
pabba.”
Maria setti upp brosið sitt.
Heima sat hún við gluggann
og horfði á, þegar verið var að
kveikja ljósin. Mamma köm ut-
an úr búð. „Situr þú hér i
myrkrinu,” sagði hún, en lét svo
litlu stúlkuna sina sitja áfram
og fór inn i eldhús að sýsla við
matseldina. Allt var svo dásam-
legt. Svo kom pabbi heim, og
þegar þau voru búin að borða
bjuggu þau til jólaskraut, sem
þau hengdu svo upp i stofuna.
Hún sofnaði að lokum við öxlina
á pabba og hann háttaði hana og
bar inn i rúm. Það þurfti ekki að
þvo henni, sagði mamma.
„Þaö er synd að við getum
ekki gefið henni eitthvað
meira,” sagði mamma.
„Þið eigið vist leyndarmál
saman,” sagði pabbi. „Hún er
búin að safna tvöhundruð og tiu
krónum.”
„Það vissi ég ekki” sagði
mamma.
„Nú ekki það?”
Maria hafði rumskað meðan á
samtalinu stóð og gat heyrt að
pabbi talaði léttur á brún.
„Ég get fullvissað þig um að
mig grunar ekki einu sinni hvað
um er að vera”, sagði mamma.
„Hún sagði mér reyndar að
hún ætti sér leyndarmál”, sagði
pabbi.