Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 13
Visir. Laugardagur 23. desember 1972 ☆ $r „Það hlýtur að vera mjög merkilegt úr þvi að hvorugt okkar veit um það,” sagði mamma. Ég segi þér það satt ég veit ekkert um það. Ó þið eruð nú meiri rebbarnir, alltaf að rotta ykkur eitthvað saman.” & Aðfangadagskvöldið kom. Það var raðað undir jólatréð. Fyrst hafði Maria laumað pakk- anum inn á klósettið, horft lengi á það sem i honum var og skrif- að innan á lokið til hvers það var og setti það svo inn i jólapappir. Þetta tók allt langa stund og á meðan hafði mamma komið og tekið i hurðarhúninn og éngu munaði að Maria missti allt nið- ur á gólf. Við mömmu hinum megin við dyrnar sagði hún, að hún skyldi flýta sér en hún væri ekki búin ennþá. Og mamma beið brosandi i eldhúsinu og söng og rótaði i eldhúsáhöldunum, svo að litla stúlkan heyrði að það væri i lagi að koma fram með pakkann og stinga honum lengst inn undir tréð. Þegar verið var að taka utan af jólagjöfunum, var Mariu næstum alveg sama hvað hún fékk, hún bara beið og var á verði, það varð að opna þennan ákveðna pakka seinast af öllum. Loks kom að honum. „Það stendur ekkert nafn á honum,” sagði pabbi. „Hvér á að taka hann upp?” „Ég!” sagði Maria og tók ut- an af pakkanum skjálfandi fingrum á meðan pabbi og mamma héldust i hendur og horfðu með ákafa og spenningi á Mariu. Nú er búið að taka utan af. Nú er þetta ekki leyndarmál lengur. Þetta er gauksklukka. „Ég er svo...” sagði mamma. „Er hún til okkar?” Skyndilega varð Maria eld- rauð og skömmustuleg i fram- an. Þaðkom allt i einu yfir hana að hún hafði steingleymt að gefa pabba sinum og mömmu nokk- uö, hún hafði notað alla pening- ana i „leyndarmálið”. Og þau litu út eins og þau vildu gjarna eignast gauks- klukku. „Hvað er að sjá elskan min, ertu að gráta”, sagði mamma. ,,Já.” snökkti Maria, „þessi klukka er alls ekki til ykkar. Ég keypti ekkert handa ykkur. Ég gleymdi þvi. Þetta er handa Gauki.” „Handa Gauki???” „Já af þvi að — uu-uu-huu — Gaukur er alltaf svo einmana." Nú sáu mamma og pabbi að það stóð skrifað með grænum vaxlit á lókið: TIL GAUKS. „----Af þvi að Gaukur er svo einmana?" „Jaahúúú ... Þessi átti að hanga á hinum veggnum og heita Gauksa, frú Gauksa. Svo áttu þau að gala á hvort annað. En nú finnst mér þetta svo leið- inlegt af þvi, að þið fáið ekki neitt. Tárin runnu niður rauðu kinn- arnar og hún faldi augun i oln- bogabótinni. Nú var mikið að gera hjá mömmu og pabba. „Þú mátt ekki gráta elskan min, við erum svo glöð vegna þess hve fallega þú hugsaðir til Gauksins.” „Einmitt" sagði pabbi ákat'- ur, „við höfum einmitt verið að tala um að Gaukur þyrfti fé- lagsskap, er það ekki mamma?” Pabbi sagði annars aldrei mamma við hana. „Komdu.nú þurrkum við augun og grátum ekki meira.” Maria leit upp. „Hafið þið virkilega talað um það?” spurði hún. „Já, það höfum við! Oft!” sagði pabbi og lét hana fá vasa- klútinn sinn, sem hún notaði viðutan. „En þið virtust ekki vera glöð," sagði Maria. „Og þá hélt ég að það væri af þvi að þið fenguð ekkert — og þá gat ég bara ekki annaö en grátið....” Nú var hún farin að gráta aftur. „Virtumst við ekki glöð?” sagði mamma. „En það var ekki af þvi að við fengum ekk- ert. Það var vegna — vegna — jú vegna þess að við urðum hrædd um að við hefðum lánað honum Jóni hérna i næsta húsi hamarinn og pabbi man ekki hvort allir naglarnir eru búnir eða ekki, við verðum þó áð hengja frú Gauksu upp.” „Nú var það bara þess- vegna,” sagði Maria og henni létti óskaplega og varð hamingjusöm. „Þá þurfið þið ekki að vera hrædd lengur, þvi að ég leit nefnilega i verkfæra- kassann i gær og sá að hamar- inn var þar og nóg af nöglum.” Það sem eftir var af þessu jólakvöldi, fór i að hengja frú Gauksu upp og það var spenn- andi að vita hvort hún galaði nú rétt. Það tók pai _ næstum tvo klukkutima að fá frú Gauksu til að gala einum tima á eftir áætl- un eins og Gaukur. Nú gala þau hvort á annað á klukkutima i'resti og Maria veit hvar litla skrúfan er, sem á að snúa bara pinulitið til að gera frú Gauksu rétta þegar hún, ein- staka sinnum, kemur of fljótt út um dyrnar sinar. Óskum viðskiptavinum vorum og öðru landsfólki GLEÐILEGRA JÓLA 7 og farsœis komandi árs Einar J. Skúlason skrifstofuvéiaverzlun og verkstæði. Hverfisgötu 89, simi 24130. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, simi 26600. Fatapressan tJðafoss Vitastig 12, simi 12201. Félagsheimili Kópa- vogs — Kópavogsbió simi 41391 Frimerkjahúsið Lækjargötu 6A, simi 11814. G. Albertsson, Garðastræti 38, simi 16101. G.J. Fossberg Skúlagötu 63, simi 18560. Grill-inn Austurveri, simi 34555. Grænmetisverzlun landbúnaðarins Siðumúla 34, simi 81600. Guðmundur Þor- steinsson gullsmiður. Bankastræti 12, simi 15421. Gúmmibátaþjónustan Grandagarði, simi 14010. Hafskip hf. Hafnarhúsinu við Tryggva- götu, simi 21160. Happdrætti DAS Simi 17117. Hárgreiðslustofan Perla Vitastig 18A, simi 14760. Hekla hf. Laugavegi 170-172, simi 21240. Hf. Ofnasmiðjan Einholti 10, simi 21220. Hjartarbúð Suðurlandsbraut 10, simi 81529. Hlutafélagið Hamar Simi 22123. Hreyfill Simi 85522. íjt(vmm()cri)s braidur Laugavegi 24, simi 18125. Ingólfscafé — Iðnó Simi 12350. ísarn hf. — Landleiðir hf. Reykjanesbraut 10-12, simi 20720. jpGudí€msson hf. Shulagötu 26 (ry)W£> Járnvöruverzlun Jes Zimsen hf. Hafnarstr. 21 Suðurlandsbr. 32. simi 13336.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.