Vísir - 23.12.1972, Side 10
* isn . i^augaruagur 23. desember 1972
Visir. Laugardagur 23. desember 1972
11
Jólatré, englar, jólaskraut, Ijósog
gómsætur matur er víst vort helzta
jólatákn. Fyrir mörgum er þó
stemningin um jólin og svo kirkju-
sóknin hápunktur þessarar hátiðar.
Þó að skiptar skoðanir séu um það,
hvers vegna jólin eru haldin, þá
byggjum við þau víst flest upp á því
sama, og við deilum ekkert um það,
hvort jólin eru upprunnin frá heið-
ingjum eða hvort þau eru fæðingar-
dagur Krists.
Eftirfarandi sögur og tilvitnanir
eru fengnar úr mörgum bókum, sem
hafa að geyma ýmsar skemmtilegar
sagnir um jólin. Kannski erekki allt
saman alveg rétt, en jaetta eru að
minnsta kosti ekki leiðinlegar upp-
lýsingar. Jólin eru talin hafa verið
haldin strax á annarri öld, eða að
minnsta kosti á þeirri f jórðu. Þá tal-
aði páfinn og brýndi um fyrir al-
menningi að blanda ekki saman
hinu jarðneska og himneska og átti
þá við, að jólin mætti ekki gera að
neinni gleðihátíð, þar sem skemmt-
anir yrðu haldnar eða annað slíkt.
Danski þjóðsagnasafnarinn H.F. Feilberg
telur jólin upprunalega hafa verið hátið sál-
arinnar, einnig hátið fyrir þá dauðu, og nefn-
ir mörg dæmi um það, að menn hafi fyrirhitt
látna ættingja sina á jólanótt.
Enginn veit hvaðan orðið jól er upprunnið
eða hvers vegna hátiöin er kölluð þessu nafni.
En nafnið helzt samt sem áður, og árið 492
var farið að syngja svokallaöar ljósmessur i
kirkjum. Um leið minntu messurnar á ljós
heimsins, Jesús. A miðöldum var siður að
kveikja á stóru kerti, sem brann upp á 12
dögum.
t Noregi var haft stórt kerti i stofunni, sem
hafði það l'ram yfir önnur kerti i stofunni að
vera kallað jólaljósið. Það var oft yfir einn
metri á hæð og átti að brenna alla jólanótt-
ina. t Sviþjóð var kveikt á kertum, einu fyrir
hvern meðlim fjölskyldunnar og þjónustu-
l'ólkið. Einnig tiðkaðist það að steypa nokk-
urra arma kerti, og var þá einn armur fyrir
hvern meðlim Ijölskyldunnar. Svört Ijós eða
svört kerti tiðkuðust einnig, en það voru ljós
hinna dauðu, sem varð þó að slökkva fljótt á
aftur.
Marteinn Lúther hefur stundum hlotið
heiðurinn al' þvi að hafa fyrstur skreytt furu-
tré eða jólatré. Það gerði hann með þvi að
setja á það kerti og skreyta það, en hugmynd
sú er i raun og veru miklu eldri. Egyptar og
Rómverjar þóknuðust guðum sinum fyrr á
öldum með þvi að skreyta pálmatré eða önn-
ur i húsum sinum með ávöxtum eða leikföng-
um.
I dag eru notaðir skrautlegir og fallegir
dúkar á jólaborðið, en i gamla daga voru
dúkar aðeins notaðir við aðalmáltiðina. Hinir
fátæku urðu að láta sér nægja lak. Jólamál-
tiðin varð að vera stærri og meiri en venju-
legar máltiðir á heimilinu og borðið var hlað
ið ýmiss konar skrautlegu góðgæti eins og
gert er enn þann dag i dag.
1 Sviþjóð og á nokkrum stöðum i Noregi
tiðkast það ennþá að hafa stóra hæð áJ miðju
matarborðinu undir oúknum. Sá si&ur er
kominn af þvi, að áður fyrr var lagt korn frá
siðustu haustuppskeru og brauð á borðið. Sið-
an var dúkurinn lagður á. Alveg nauðsynlegt
þykir, að hæðin sé á borðinu undir dúknum öll
jólin.
A nokkrum stöðum tiðkaðist það að hylja
matinn á borðinu með dúk, sem var svo fjar-
lægður, þegar gestir komu. Enginn ,má bera
jólin út frá heimilinu, og gesturinn' varð að
muna að óska og biðja um jólafrið i stofunni,
áður en hann gekk fram að fremsta bjálkan-
um i loftinu.
Okkur finnst það nokkuö skritlnn siöur, aö
þegar grautur var borinn inn á uðfangadags-
kvöld, rjúkandi heitur, þykkur grautur, þá
var siður að hleypa af einu riffilskoti. Þann
graut má kalla „skotgraut,” en svo er til
annar, sem kalla mætti „rimnagrautinn.”
Hann er kallaður það, vegna þess að eftir að
búið var að bera fram grautinn, mátti enginn
fá aö bragða á honum, fyrr er búið var að
fara með rimu um jólagraut og jólamat.
Hugmyndin er liklegast frá Síáni, en hana
mætti þó bera saman við sið, sem þekktur
var i Danmörku. Þegar borðaðar voru grisa-
tær, fékk hver og einn „snafs' fyrir bita af
tá, sem borðaður var.
Margar hverjar sögusagnir
ákaflega rómantiskar og falle
vist, að þær falla börnunum vel
um jólin eru
ar, en eitt er
Ein er sú, að
þegar hirðarnir við Betlehem höfðu heyrt um
fæðingu Jesú, lögðu þeir strax af stað til hans
með gjafir. Aftast gekk litil stúfka, sem grét
af sorg yfir þvi, að hún gat ekki gefiö neina
gjöf. En þá kom engill. sem breytti strax tár-
unum i fallegar. hvitar rósir, og litla stúlkan
flýtti sér strax að tina þær upp og flytja þær
til jötunnar.
JOLASIÐIR
Á ÍSLANDI
FYRR OG NÚ
„Jólasveinarnir koma
utan af hafi á aöfangadag-
inn, og stendur þvi ævin-
lega vindur af landi á að-
fangadag. Þeir eru stórir
og ljótir og luralegir. Sumir
álita þá klofna upp i háls og
að fæturnir séu kringlóttir,
en aðrir scgja, að þeir séu
tómur búkur niöur i gegn.
Þeir eru i röndóttum fötum
með stóra gráa húfu á höfði
og hafa með sér gráan
poka. Þeir lifa mest á þvi,
sem talað er Ijótt um jóla-
leytið, en annars benda
nöfn þeirra á það, sem þeir
girnast mest og hvernig
þeir haga sér. Svo hættir
þeim við að fara i jólamat-
inn fólksins, einkum barn-
anna, og cta hann eða spilla
honum. Þeir eru mjög
meinlausir og gera engum
illt, nema helzt að þeir
hrekki löt og óþæg börn.”
Enginn má halda, að
fyrrnefnd lýsing sé hug-
mynd einhvers nútima-
mannsins um þessa kátu
karla. Þvert á móti, þetta
er hugmynd, sem forfeður
okkar mynduðu sér um
jólasveinana. Svo sannar-
lega hefur þessi hugmynd
breytzt nú. Núna eru jóla-
sveinarnir kátir og huggu-
legir á að lita og þeir gera
engum mein, heldur koma
þeir sifellt færandi hendi og
skapa gleði og kátinu, hvar
sem þeir tylla niður fæti.
Og það eru ekki aðeins
jólasveinarnir, sem voru
öðru visi hér fyrr á öldum.
Jólasiðirnir voru öðru visi,
og þegar farið er að grafast
fyrir um það i gömlum
skruddum og bókum, má
komast að ýmsu skemmti-
legu um jólahaldið hér áður
fyrr.
Þó að jólaundirbúningur
hafi þótt mikill og ærlegur
áður þá er það ekki likt þvi
sem nú er. Allt var reyndar
þvegið og sópað hátt og
lágt. öll nærföt voru þvegin
og „stundum” lika rúmföt-
in. Jafnvel mestu sóðar
gerðu sig hreina og þokka-
lega. Þá tiðkaðist það lika
viða að fara i kaupstaðinn
fyrir jólin, og sumir náðu
sér þá i hressingu á jóla-
kútinn, eins og kallað var.
Einstaka geröu sér jafnvel
mikla og erfiða ferð á
hendur, eingöngu til þess
að ná i hressinguna.
Það var lika gömul venja
að slátra kind fyrir jólin, og
sú var kölluð jólaærin. Þá
var hægt að hafa alveg nýtt
kjöt um jólin. Og það er
ekki alveg vist, að nútima-
manninum mundi litast á
blikuna, ef borinn væri
fram jólamatur nú eins og
þá gerðist bezt. Svinakjöt,
hamborgarhryggur, rjúp-
ur, is, ávextir, sósur, græn-
meti og fleira góðgæti er
borið á borð á islenzku
heimilunum núna, og ekki
er litið við öðru. En hvað
um magál, sperðil, lauf-
kökur, kaffi og lummur,
eða þá hnausþykkan
grjónagraut með sirópi
eða rúsinum og svo hangi-
kjöt? Jú, sæmilegasti mat-
ur, en ekki jólafæða á okk-
ar mælikvarða.
En i dag eru jólin aðal-
lega hátið barnanna, og
það voru þau lika fyrr. 1
fyrsta lagi fengu þau al-
deilis nóg að borða, og svo
var það einnig gamall og
góður siður að gefa þeim
kerti. Sums staðar fékk
jafnvel allt heimilisfólk
kerti, en það þótti stór gjöf,
á meðan grútarkolur og
lýsislampar voru aðal ljós-
gjafarnir.
Nú hendast foreldrar og
börn um allan bæ til þess að
fá hentugan jólakjól eða
jólaklæðnað á barnið, eða
þá leitað er til saumakon-
unnar og fenginn finn silki-
pifukjóll. Áður fyrr varð að
gefa barninu einhverja
nýja flik á jólunum, þvi
annars var hætta á pvi að
það „færi i jólaköttinn”.
Jólakötturinn var einhvers
konar óvættur, sem tók alla
þá, sem fengu engin ný föt.
Kötturinn var þá vis til
þess að éta viðkomandi eða
gera annað spellvirki. Það
var þó algengt, að flestir ef
ekki allir á bænum fengju
nýja skó fyrir jólin, það
voru þá nefndir jólaskór.
Jólanóttin var allra helg-
asta stund ársins i augum
almennings, og reyndar er
hún það enn þann dag i dag.
Þá var siður að kveikja ljós
um alian bæinn svo að
hvergi væri skuggi. Þegar
siðan búið var að sópa allan
bæinn, og húsfreyjan gekk
um hann og i kringum
hann, sagði hún: „Komi
þeir, sem koma vilja, veri
þeir, sem vera vilja, fari
þeir, sem fara vilja, mér og
minum að meinalausu.”
Sumir létu ljósin jafnvel
lifa alla nóttina.
Ekkert mátti leika sér á
jólanóttina, hvorki spila né
dansa. Ekki mátti heldur
rifast eða blóta, og til voru
margar sögur um það, að
þá væri sjálfum kölska að
mæta. Sögur voru lika til
um álfa og huldufólk i sam-
bandi við jólanóttina.
En sé vikið aðeins útfyr-
ir landsteinana og jólasið-
ina hér uppi á Islandi, þá
hefur Marteinn Lúther oft
fengið heiðurinn af þvi að
hafa fyrstur skreytt jóla-
tré. Það gerði hann með þvi
að setja ljós á það og
skreyta, en hugmynd þessi
er i raun og veru miklu
eldri. Egyptar og Róm-
verjar þóknuðust guðunum
fyrr á öldum með þvi að
skreyta pálmatré eða önn-
ur i húsum sinum með
ávöxtum eða leikföngum.
t Sviþjóð og á nokkrum
stöðum i Noregi tiökast það
ennþá að hafa stóra hæð á
miðju matarborðinu undir
dúknum. Sá siður er kom-
inn frá þvi, að áður fyrr var
lagt korn frá siðustu haust-
uppskeru og brauð á borð-
ið. Siðan var dúkurinn
lagður á. Alveg nauðsyn-
legt þykir, að hæðin sé á
borðinu öll iólin.
—EA.
Kóngakerti.
Það eru vist heldur ekki mörg ár siðan, að
fátæk ekkja með mörg börn reyndi að
skreyta jólatréð sitt eftir beztu getu og efn-
um. En á eítir komu kóngulær og spunnu hinn
finasta silkiþráð i bezta munstri yfir jólatréð.
Að siðustu birtist Jesúbarnið og lagði vel-
þóknun sina yfir tréð.
Jerikórósin er einnig ein sögusögnin. Sagt
var, að hún hefði sprottið undan fótspori
Mariu meyjar á flóttanum til Egyptalands. Á
jólanótt ber að setja hana i vatn. Er þá sagt,
að uppskeran verði góð.
Jólastjarnan svokallaða, blómið, sem er
vel þekkt, er upprunnið frá Mexikó. Sagt er,
að litil bóndastúlka, sem ekki átti peninga
fyrir gjöf handa Jesúbarninu, þegar hún fór
til kirkju, hafi séð engil. Hann benti henni á
að tina óskrautleg há blóm, sem stóðu við
veginn, og þegar stúlkan teygði sig eftir
þeim, blómstruðu allt i einu stór, rauð blóm á
stilkunum. Siðan hefur blómið verið kallað
jólastjarnan.
En skyldu ekki sögur, sem eru öllu raun-
verulegri frá jólunum, hafa meiri áhrif á
okkur nú til dags. Sagnir um hermenn, sem
leggja frá sér vopnin um jólin stutta stund og
syngja saman jólasálma i snjáðum og
óhreinum hermannabúningum. Á þessum
siðustu ófriðartimum heyrist einnig getið um
vopnahlé og frið örstutta stund i hinum óró-
legrihornum heims okkar. Þvi miður aðeins
friður, sem ekki nær að breiðast lengra út.
t sögn frá Siberiu segir frá félögum, sem á
aðfangadagskvöld fyrir aldamótin leituðu að
bóndabæ og spurðust fyrir um veitingahús,
þar sem hægt væri að fá gistingu. Þó aö fé-
lagarnir væru alls tiu og næstum þvi jafn
margir hestar, var þeim boðið inn i bæinn.
Þar var þeim veittúr gómsætur matur. I einu
horni stóð borð, þar sem enginn sat. En i
hvert sinn, sem nýr réttur var á borð borinn,
tók elzta dóttir bóndans á bænum beztu
stykkin og bar þau að litla borðinu i horninu.
Þar sem gestgjafar og gestirnir áttu i erfið-
leikum með að skilja mál hvers annars, gekk
erfiðlega að fá svar við þvi, hvers vegna
boröið stæði þarna. En svar kom um siðir.
Maturinn var ekki þarna til minningar um
ástkæran ættingja, heldur gjöf til allra
þeirra, „sem maður á ekki að sjá.” Litlu
seinna uppgötvaðist, að það voru flóttamenn
frá siberisku fangabúðunum, sem ekki mátti
sjá. A leið sinni á næturflóttanum fundu þeir
upplýsta glugga. Gluggana þurfti aðeins að
opna, þá beið þar brauð og vin, en enginn
haföi séð flóttamennina, og gat þvi enginn
neitt um þá sagt. Það er svo annað mál, að
trú fólksins á bæjunum, að Guð hefði opnað
fangelsið, lét það bera matinn i gluggana.
Danski rithöfundurinn S.A. Klubien, sem
lézt fyrir nokkrum árum siðan, sagði frá ferð
með lest i gegnum Siberiu um jólanótt fyrir
fyrri heimsstyrjöldina. A auðri járnbrautar-
stöð stöðvaði lestin og þar átti hún að dvelja
um nóttina. Ferðalangurinn, sem var S.A.
Klubien, var einn og i ókunnu landi og varð
nú að sjá um sig sjálfur og verða sér úti um
svefnstað. Á veitingahúsi i þorpinu tók ung
stúlka við pöntun hans um mat, en eiginlega
átti staðurinn að vera lokaður. Þó gat hann
fengið aö borða af jólamat fjölskyldunnar:
Hrisgrjónagraut og gæsasteik: Kráareigand-
inn var þá eftir allt Dani, sem fyrir 40 árum
hafði orðið að dvelja i bænum vegna snjó-
þyngsla, hafði gift sig og sett á stofn veitinga-
hús. Þetta varð löng jólanótt, en sönnun þess,
að enn gerast undur um jólanætur!
Sjómennirnir geta einnig lifaö jól noröurs-
ins, jafnvel þótt þeir séu staddir i ókunnum
höfnum eöa höfum fjarri heimalandinu, sér-
staklega ef meö i förinni var feitur gris, á
dögunum fyrir frysti- og kæliskápaöld. 1 upp-
hafi var grisinn i þessu tilfelli hafður með til
leiks og gamans. Sjómennirnir smuröu hann
allan upp úr feiti, og siðan reyndu þeir aö
fanga hann, — sem ekki var létt — og leiöa
hann fyrir slátrarann. I dag þykir það hins
vegar ekkert furðulegt, aö kokkurinn á suö-
urpólnum geti boöið upp á nýtt flesk úr ný-
slátruðum gris.
Það er kannski einna helzt á jólunum, sem
gamlar minningar vakna um liðna daga og
liðin jól. En er það ekki annars skritið, að um
jólin skuli allt haldast óbreytt. Að minnsta
kosti að mestu. Uppi á lofti eða niðri i kjall-
ara er geymdur gamli jólatrésfóturinn, sem
hefur verið undir jólatrénu i mörg, mörg ár.
Jólatrésstjarnan, sem er á toppnum, er á sin-
um sama stað ár eftir ár. Og það er sama
sagan með jólaskrautið. Allt er geymt og
fæstu er hent. Og er það ekki einmitt fast-
heldnin i okkur mannfólkinu, siðir sem við
höfum átt að venjast um mörg ár, sem gera
það að verkum.
Verum nýjungagjörn og „móðins” alla
virka daga ársins, en um jólin getum við al-
veg leyft okkur aö vera gamaldags.
—EA