Vísir - 29.12.1972, Qupperneq 3
Visir. Föstudagur 29. desember 1!)72
3
Árið slœmt og útlitið skuggalegt
segir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður um óstand og horfur í sjávarútvegi
Þvi miöur veröur ekki annað sagt
um árið, sem er að liða, en það
hefur verið mjög siæmt fyrir
sjávarútveginn, og nær það jafnt
til vinnslu sjávarafurða. Og útlit-
ið fyrir næsta ár er skuggalegt.
Kg tala nú ekki um, ef aflinn yrði
minni en var á þessu ári, eins og
fiskifræðingarnir eru nú að spá,
sagði Einar Sigurðsson útgerðar-
maður.
Þessi atvinnuvegur þjáist nú
af ákaflega miklu peningaleysi,
sem .jaðrar við hreint hallæris-
ástand. Það var áreiðanlega ekki
vanþörf á gengisfellingunni.
Spurningin er aðeins, hvort hún
hafi verið nægjanlega mikil, sér-
staklega ef aflinn yrði minni en á
þessu ári.
Fram hefur komið, að áður en
gengisbreytingin var reiknuð inn,
væri Utlit fyrir um 450 milljóna
króna halla hjá bátaflotanum á
árinu. NU hefur komið fram um
150 milljóna króna „pinkill” til
viðbótar, þannig að hallinn stefn-
ir á 600 milljónir króna. Þó að
þetta verði að teljast anzi svart,
er ástandið enn iskyggilegra hjá
togaraflotanum. Efnahagsstofn-
unin var bUin að reikna Ut um 125
milljón króna halla hjá togara-
flotanum. Aður hafði sjávarUt-
vegsráðuneytið áætlað tapið um
188 milljónir króna, áður en 21
milljóna króna styrkir hefðu
verið dregnir frá. Þetta þýðir, að
tapið að meðaltali á togara
verður um 10 milljónir króna.,
enda hefur nU enginn efni á þvi
lengur, nema vel stæð bæjarfélög,
að tapa á Utgerð togara.
Það kom hart niður á Utgerð-
inni, að þrátt fyrir aukningu fiski-
skipastólsins um 4% minnkaði
þorskfiskaflinn um 15%. Þó að
aukning á magni loðnu jafni
kannski metin i tonnat., munar
auðvitað miklu, hvort 1.20 kr. fást
fyrir hvert kiló af loðnu eða 12-18
kr. fyrir kilóið af þorskfiski. Með
þetta allt i huga þarf það ekki að
vefjast fyrir mönnum að skilja,
að Utvegsmenn þykjast þurfa að
tala saman um horfurnar á fundi
hjá sér á morgun og fá spilin lögð
á borðið. — VJ
Óœskileg ótrú fólks ó peningum
##
##
Rœtt við Hjört Hjartarson, formann Verzlunarráðs
,,Það er trú inin að bjart sé
framundan, sé rétt ú málum
haldið,” scgir Hjörtur Iljartar-
son, formaður Verzlunarráðs
islands. „Vandamál okkar i
efnahagsmálum nú tel ég heima-
tilbúin, en ckki eins og stundum
áður til komin vegna aflabrests
og sliks. Mest er komið undir,
hvernig stjórnað er. Verzlunin er
á sama hátt og allur almenningur
háð slikum almennum aðstæðum
i landinu. Örar kollsteypur i efna-
hagsmálum fara að sjálfsögðu
illa með verzlunina.
Verzlunin hefur almennt verið
góð árið 1972 og meiri en áður. Þó
er hætt við, að ótrú almennings á
peningum hafi valdið þvi, að fólk
hafi eytt meira fé til lifsgæða en
ella, og slik þróun er auðvitað
ekki æskileg. Ég vona, að stjórn-
völd beri gæfu til að halda svo á
málum, að traust skapist á gengi
krónunnar. Það stendur og fellur
með þvi, að stjórnvöld beiti
gengisskráningu og öðrum hag-
stjórnartækjum á þann veg, að
traust skapist”.
Er verzlunin svelt með
álagningarákvæðum?
„Mér hefur alltaf fundizt,”
segir Hjörtur, „að þetta sé alger-
lega óþörf aðferð til að finna
markaðsverð vara, og ég treysti
bezt á neytandann sjálfan til að
stjórna verðlaginu. Reyndar
viðurkenna allir, að ■ þessi
hámarksálagningaraðferð sé
óþörf og valdi oft þvi, að verðlag
verði hærra en ella. Þó virðist það
eins konar trúaratriði margra
forystumanna i verkalýðs-
hreyfingunni, að svona eigi það
að vera.
Ég er siður en svo svartsýnn á
framtiðina. Landið byggir dug-
mikið fólk og vel gert. Ef það fær
að starfa á lýðræðislegan hátt, er
þvi engu hætt efnahagslega,”
sagði Hjörtur Hjartarson að
lokum. —HII
Æ | jag | m m m f ~ segir Halldór Pólsson,
Akaflega hagstœft ar búnasarraat!
Þetta ár, sem er að liða, hefur
verið ákaflega hagstætt bændum,
einkum hvað veðurfar snertir.
Þar munar mest um siðastliðinn
vetur, sem skildi þannig við, að
jörð var klakalaus, sem er mjög
óvenjulegt, enda byrjaði að gróa
injög snemma i vor, sagði Iiall-
dórPálsson, búnaðarmálastjóri, i
viðtali við Visi.
Þvi miður hef ég ekki enn tölur
handbærar til að staðfesta skoð-
anir minar á þvi, hversu hagstætt
árið hefur verið. Þær verða ekki
til fyrr en á næstu dögum. Það fer
þó ekki á milli mála, að árið hefur
verið bændum hagstætt. —
Vegna hins milda vetrar og
hvað gróður tók snemma við sér,
drógu bændur úr áburðarnotkun
um 2.5% frá árinu áður, en fengu
meiri hey en nokkru sinni áður.
Aldrei siðan land byggðist hafa
verið til jafnmiklar heybirgðir
eins og nú og eru heybirgðir
miklu meiri en á undanförnum
árum.
öðru máli gegnir um garð-
ávexti. Kartöfluuppskera varð
helmingi minni en haustið áður,
en þar kom það fram, að árið,
sem er að liða, var alls ekki heitt
ár, þó að veturinn hafi verið mild-
ur. Sauðfé var þó vænt i haust, og
kýr hafa mjólkað vel allt árið.
Vegna mikilla heybirgða varð
nokkuð mikil skepnufjölgun, von-
andi þó mest i sauðfé, þó að
ánægjuleg sé lika sú þróun, að
eldi ungneyta fer vaxandi, þ.e. að
bændur rækta nautgripi sérstak-
lega til slátrunar.
Horfur verða að teljast mjög
góðar, a.m.k. búfræðilega með
allar þær heybirgðir, sem til eru.
Minnast má á þá miklu mögu-
leika, sem virðast vera i hrossa-
rækt, enda fer áhugi á þeirri
búnaðargrein ört vaxandi, en
hrossamarkaður er góður og is-
lenzki hesturinn búinn að vinna
sér álit á erlendum markaði.
Þá er það ekki siður til að auka
mönnum bjartsýni, að hlunnindi
hafa verið góð. T.d. hafa allar
laxár verið fullar af laxi. Skýr-
ingar á hinni miklu aukningu lax-
veiðinnar eru sennilega marg-
þættar, — aukin laxarækt, aukin
mannvirki við árnar, og bætt lifs-
skilyrði i .ánum. —VJ
„Samþykkja þarf ný ferðamólalög ó
nœsta úri
# # Búizt við 13-14% aukningu ferðafólks ó órinu 1973.
— Rœtt við Lúðvíg Hjólmtýsson, formann Ferðamólaróðs
„Þetta ár hefur verið mjög
hagstætt ferðamálum. Aukning
ferðamanna til íslands var 12,4
prósent á timanum janúar til
október, miðað við sama tima i
fyrra. Gjaldeyristekjur okkar af
ferðamönnum hafa vaxiö um 42%
á árinu, en eyðsla okkar i gjald-
cyri óx um 87%, svo að hlutfallið
er hagstæðara en áöur, sam-
kvæmt tölum Scðlabankans um
túristatekjurnar.
Ég býst við um 13-14% aukn-
ingu árið 1973 einnig. Þessi aukn-
ing i prósentum ætti þó að lækka,
eftir þvi sem tölurnar verða
stærri, eins og eðlilegt er. 1 stóru
ferðamannalöndunum þykir gott,
að aukning ferðamannastraums
sé 3-4% ”,
Þetta segir Lúðvig Hjálmtýs-
son, formaður Ferðamálaráðs,
við spurningunni um stöðu ferða-
mála um áramótin. „Mest
aukning ferðafólks var frá Bret-
landi á þessu ári, en þvi fjölgaði
um 26%. Ferðafólki frá Þýzka
landi fjölgaði um 14.4%.
Túristar voru alls 63.802 á tima-
bilinu janúar-október i ár, en þeir
voru 56.200 á þeim tima ársins
1971.
Skákmótið hændi ekki hingað
ferðafólk i þeim mæli, sem hafði
verið vonað, en hins vegar var
það auðvitað geysileg landkynn-
ing. Talið er, að alls hafi verið hér
um 300-400 manns vegna mótsins.
Það er enginn vandi að sporna
við þvi, að fleiri feröamenn komi
en við kjósum. Ég bind miklar
vonir við ný lög um ferðamál,
sem nefnd hefur undirbúið og
þurfa að taka gildi á árinu 1973,
ekki sizt vegna þjóðhátiðarinnar
árið eftir.
Fyrstu lögin um ferðamál voru
sett hér árið 1964. Af þeim hefur
fengizt nokkur reynsla. Nýju lög
in eru undirbúin með það fyrir
augum, að við getum stjórnað
„kontrollerað” ferðamanna-
strauminn i framtiðinni okkur til
beztra hagsbóta.
Eitt hið merkasta á árinu 1972
var, að sérfræðileg úttekt var
gerð á vegum Sameinuðu þjóð-
anna á skilyrðum tslands sem
ferðamannalands. Viðeigum upp
úr áramótum von á niðurstöðum
þessarar úttektar.
Nýting hótela betri hér en
yfirleitt i OECD.
Ég vil benda á, að hér er að risa
ný atvinnugrein i sambandi við
ferðamálin. Ég vil minna á, að i
iðnvæddu löndunum er reiknað
með, að þjónustugreinar taki við
vaxandi hluta vinnuafls. í þvi
sambandi mun vöxtur ferða-
mannastraumsins auka mögu-
leikana.
Við tölum oft um, að túrisminn
á tslandi sé aðeins að marki i 3-4
sumarmánuði. Skýrslur OECD-
landanna sýna, að við erum ekki
svo mjög frábrugönir öðrum i
þessu. Þær sýna, að meira en
þriöjungur ferðafólks kemur til
þessara landa á mánuðunum
júni-ágúst. Hér er talan 54%. Ég
vil lika benda á, að hér i Reykja-
vik er meðalnýting hótela betri en
gerist að meðaltali i öðrum rikj-
um i OECD. — IIH.
Hagur iðnaðarins versnaði
— segir Gunnar J. Friðriksson
formaður Félags isl. iðnrekenda
— enda þótt útflutningur og framleiðsla ykist að mun
Hagur iðnaöarins fór versnandi
á árinu 1972, á hliðstæðan hátt og
hagur sjávarútvegsins .
Meginorsakir voru tvær. Gifurleg
aukning kostnaðar við fram-
leiðsluna vegna niikilla launa-
hækkana, styttingar vinnutima
og hækkana á rekstrarvörum og
þjónustu. Önnur ástæða fyrir
versnandi hag var framlenging
verðstöðvunarinnar, sem nú
hefur staöið nær samfellt siðan i
nóvember 1970. Þá hefur harka-
leg beiting verðlagsákvæða
bitnað illa á mörgum. Er ástandiö
orðið svo alvarlegt hjá nokkrum
iðngreinum, að fyrirsjáanlegt er,
að framtið þeirra er stefnt i voða.
Er þetta þeim mun hörmulegra,
að þetta bitnar fyrst og fremst á
fyrirtækjum, sem standa i fullri
samkeppni við hliðstæöar inn-
fluttar vörur.
Framleiðsla iðnaðarins hefur
vaxið til þessa, en verulega hefur
dregið úr aukningunni. Mun
framleiðsluaukningin hvergi
nærri nægja til að bæta hina
óhagstæðu afkomu. Útflutningur á
iðnaðarvörum jókst verulega á
árinu, og er vonandi, að gengis-
breytingin, sem gerð var I
desember, muni stuðla að áfram-
haldi á þeirri þróun. En hin óhag-
stæða verðlagsþróun innanlands
var á leið með að eyðileggja
árangur undangenginna ára.
Ef á árinu, sem er að byrja,
tekst að sigrast á þeim vanda,
sem orsakast af víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags, og halda
gengisskráningu i samræmi við
afkomu útflutningsframleiðsl-
unnar, ætti að geta orðið hægt að
halda áfram nauðsynlegri þróun
iðnaðar.
Að visu þurfa að koma til
ýmsar aðgerðir, svo sem breytt
stefna i verðlagsmálum, aðgerðir
i fjármálum og tryggður að-
gangur, fyrir iðnaðarvörur, að
stórum mörkuðum, með fullgild-
ingu samningsins við Efnahags-
bandalag Evrópu.