Vísir


Vísir - 29.12.1972, Qupperneq 6

Vísir - 29.12.1972, Qupperneq 6
6 Vísir. Finimtudagur 28. desember 1972, VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Brottför er ótímabær Ef rikisstjórnin fer eftir þeirri kröfu Alþýðu- bandalagsins að þoka varnarliðinu úr landi á kjör timabilinu, gengur hún i berhögg við almennings- álitið i landinu. Ný skoðanakönnun Visis, sem sagt var frá i blaðinu á miðvikudaginn, sýnir, að enn sem fyrr eru tveir þriðju hlutar íslendinga andvigir þvi, að varnarliðið hverfi úr landi á kjörtimabilinu. í september 1968 voru 63% andvigir þvi, að varnarliðið færi brott ,,innan tiðar”. í október 1971 voru 67% andvigir þvi, að varnarliðið færi ,,á kjör- timabilinu”. Og núna eru 68% andvigir brottför varnarliðsins ,,á kjörtimabilinu”. Þetta eru ein- dregnar niðurstöður, sem ekki verða dregnar i efa, þótt ýmsar skekkjur geti verið i skoðanakönn- ununum. Þar með er ekki sagt, að almenningur vilji hafa varnarliðið hér um aldur og ævi.Visir spurðii júli 1970 að þvi, hvort menn vildu, að varnarliðið færi einhvern tima úr landi. Voru þá 55% andvigir brott- förinni. Þetta bendir til þess, að menn skiptist nokk- urn veginn i tvo jafna hópa i hinni almennu afstöðu til varnarliðsins, þegar litið er til langs tima, en ein- dreginn meirihluti manna vilji hafa það áfram enn um sinn. Almenningsálitið er raunsætt i þessu máli. Það er afar eðlilegt, að menn vilji ekki lita á dvöl erlends herliðs hér á landi sem varanlegt ástand. Aðstæður i heiminum eru sifellt að breytast. Þær geta hæg- lega breytzt á þann veg, að varnarliðið verði óþarft. Og jafnframt kunna að opnast möguleikar á, að ís- lendingar geti sjálfir tekið að sér eftirlit á svæðun- um umhverfis landið, eins og margir hafa stungið upp á. Þess vegna er réttmætt, að stjórnvöld taki afstöð- una til varnarliðsins til gaumgæfilegrar endur- skoðunar, ekki aðeins i þetta sinn, heldur aftur og aftur með vissu millibili. Við ölum þá von i brjósti, að viðræðurnar um öryggismál Evrópu og vaxandi samstarfsvilji austurs og vesturs efli friðarhorfurn- ar i heiminum. En við erum lika nógu raunsæ til að sjá, að þiðan, sem nú stendur yfir, þarf ekki að hindra, að frostakaflar séu framundan. öryggismálaráðstefna Evrópu, sem væntanlega verður haldin á næsta ári, getur leitt til þess, að austur og vestur fari smám saman að draga úr vig- búnaði sinum með skipulegum hætti. Slik þróun er forsenda þess, að við getum i alvöru farið að ræða um brottför varnarliðsins. Hitt er einnig hugsan- legt, að Bandarikjamenn verði svo þreyttir á stuðn- ingi við bandamenn sina, að þeir telji ekki lengur svara kostnaði að halda úti varnarliði hér á landi. Að óbreyttu ástandi væri hreint flan að fara að ýta varnarliðinu úr landi. Enn er engin reynsla komin á, hve mikil alvara er á bak við yfirlýsingar ráða- manna Sovétrikjanna um friðarvilja sinn. Meðan sú reynsla er ekki fengin, eigum við ekki að fyrra bragði að visa varnarliðinu brott. Mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála um þessa raunsæju af- stöðu. Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur lýst þvi yfir, að ákvörðun um brottför varnarliðsins verði ekki tekin, fyrr en að athugun lokinni. Sú stefna er án efa i samræmi við vilja meirihluta stuðnings- manna flokks hans. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa hins vegar lýst þvi yfir, að stjórnin standi og falli með brottför varnarliðsins. Sú stefna nýtur sjálfsagt meirihlutafylgis i þeim flokki. En i þessu mikilsverða máli á þjóðin sem heild að eiga siðasta orðið. Milliónamœrinqurinn HOWARD HUGHES VARí MANAGUA og slapp naumlega fró jarðskjálftunum ,,Milljónamæringurinn ósýnilegi" — hinn leyndar- dómsfulli Howard Hughes — kann nú að vera til- neyddur til þess að koma fram fyrir almennings- sjónir, en hingað til hefur honum tekizt að hliðra sér hjá því. — Það eru hartnær tuttugu ár liðin, síðan hann sást siðast á almannafæri. Og það, sem helzt gæti komið þessu í kring, er ekki stór hlutur. Nefnilega eitt lítið vegabréf og tólf dollara gjald! Howard Hughes þarf nefnilega að fá sér nýtt vegabréf. Smáuppistand, sem varö á þegar hótelið, sem hann bjó á i Managúa, hrundi i jarðskjálft- unum. beir foröuðu sér út úr rúst- unum, og i tvo sólarhringa dvaldi Hughes i hjálparbúðum, sem skotið var upp fyrir bágstadda, þar til einkaþota hans kom frá Kaliforniu til þess að bjarga honum. Hópurinn flaug fyrst til Miami, þar sem hvilzt var og skotið á ráðstefnu. Siðan var flogið til Ný- fundnalands, en þaðan yfir Atlanzhafið ti! Shannon á Irlandi og loks til Gatwickflugvallar. Hughes vonaðist til þess að smjúga inn i landið með sömu leyndinni og hann hefur háft yfir ferðum sinum undanfarin 20 ár. En lormfastir vegabréfs- skoðunarmenn spilltu þeim áformum hans. Leyniþjónustumenn frá þeirri deild „Special Branch”, sem fer með mál pólitiskra glæpamanna, llvernig lloward llughcs lítur út i dag er ennþá ekki vitað, en þessi mynd er frá árinu 1947, er hann kom fyrir nefnd öldungadeildar Bandarikjaþings. Gatwick-flugvelli fyrir utan Lundúnir á miðvikudagsmorgun, átti eflir að setja flestar frétta- stol'ur á annan endann. Litil 14 sæta forstjóraþota hafði lent þar, og með vélinni var maður, sem ekki hafði vegabréf. bað höfðu komið skilaboð eftir diplómatiskum leiöum frá Bandarikjunum, að i vélinni væri amcriskur rikisborgari, vega- bréfslaus að visu, en það þyrfti að greiða götu hans framhjá vega- bréfaskoðuninni, svo að hann fengi að koma inn i landið. bað er þó við ramman reip að draga, þar sem eru annars vegar brezkir tollþjónar og vegabréfaeftirlit, og þá verður ekki framhjá þeim komizt með þvi einu að veifa hendi. bað upphófst stapp, þref og töf við afgreiðslu þotunnar, sem vakti athygli á flugvellinum og barst til eyrna fréttamanna. Og þá sprakk sprengjan! betta var einkaþota Howards Hughes, milljónamæringsins, sem virðist ekki þola dagsljósið og forðast fréttamenn eins og pestina. botan var að koma frá Managúa i Nicaragua, en það er einmitt hald manna, að þar hafi Hughes hafzt við. Ekki höfðu blaðamennirnir lengi þurft að spyrja, þegar þeir þóttust fullvissir um að Howard Hughes væri sjálfur i vélinni. Lundúnablaðið Daily Express hefur það eftir einum aðstoðar- manna Hughes, John nokkrum Eckersky, að milljónamær- ingurinn hafi sloppið naumlega, llllllllllll ffl tóku á móti vélinni, þegar flug- stjórinn ók henni að dimmum stað á Gatwick, þar sem einka- flugvélar eru venjulega af- greiddar. Vegabréf Hughes var löngu útrunnið og þvi ógilt. En fyrir beiðni, sem borizt hafði frá yfirvöldum i Bandarikjunum, var Hughes Hleypt inn i Bretland, eftir að hann hafði sannfært vega- bréfsskoðunina um, að hann væri raunverulega sá, sem hann gagðist vera. Á meðan höfðu að- stoðarmenn Hughes haldið sima- linum glóandi frá Gatwick til Lundúna til þess ,,að liðka fyrir”. Hughes sækir annars illa að Bretum um þessar mundir, þar sem menn eru almennt mjög við- kvæmir, þegar um er að ræða að hleypa útlendingum inn i landið. Vegna mikils umframboðs á vinnumarkaðnum vilja Bretar draga úr sókn útlendinga til dvalar i landinu, en öðrum sýnist ósanngjarnt að loka úti þegna samveldisins eða fyrrverandi samveldislanda, þaðan kemur þó mestur fólksstraumurinn. Nema Hughes var hleypt i gegn og með miklu irafári stjakað inn i Rolls Royce-drossiu, sem beið ásamt heilum bilaflota, og ekið i snarhasti á brott. Gluggar bilanna voru myrkvaðir, svo að ekki sæist inn. Blaðamenn voru hindraðir i þvi að fylgja bilalestinni eftir, en með þvi að njósna um hótelin i Lundúnum komust þeir á snoöir um það, að ,,N.M. Rothschild” - Umsjón: Guðmundur Pétursson viðskiptabanki Hughes i Lundúnum — haföi tekið á leigu heila álmu i lúxusgistihúsinu, ,,Inn of the Park”. Og það stóð heima, að þessi álma var vand- lega einangruð, allar dyr harð- læstar — jafnvel eldvarnarút- gangar — og þeirra vandlega gætt. Eini aðgangurinn, sem opinn var til umferðar, var út- búinn dyrasima, og óþekkt rödd, sem svaraði i simann, neitaði að hleypa nokkrum inn og vildi ekkert kannast við, að þar væri neinn Howard Hughes. „Milljónamæringurinn ósýni- legi” var aftur kominn i felur. En það vöknuðu aftur vonir hjá fréttanjósnurunum, þegar þeir fréttu hjá bandariska sendiráðinu i Lundúnum, að frá Washington hefði komið ábending til Hughes um að honum væri fyrir beztu að endurnýja vegabréfið sitt. Og sendiráðsmenn sögðu, að til þess þyrfti Howard Hughes að koma til sendiráðsins, fylla út umsóknar- eyðublað og greiða 12 dollara gjald. ,,Rétt eins og allir aðrir þurfa að gera. Út af þvi hefur aldrei nokkurn tima verið breytt, svo að mér sé kunnugt um”, sagði tals- maður sendiráðsins. ,,beir koma alltaf til okkar. Við förum aldrei til þeirra”. barna eygðu menn góðar vonir til þess, að loks yrði Howard Hughes að sýna sig. En það er hreint ekki svo ein- falt. Hughes þarf nefnilega ekkert vegabréf til þess að vera um kyrrt i Bretlandi, eftir að hann er einu sinni kominn inn ilandið.Og hann þyrfti ekki á þvi að halda heldur til þess að komast til Bandarikjanna, ef hann getur sannað rikisborgararétt sinn með öðru móti. Hann þarf þvi aðeins á þvi að halda, að hann ætlaði til annars rikis, sem ekki væri jafnstima- mjúkt og Bretland að hleypa honum inn fyrir landamærin vegabréfslausum. Svo að horfur eru á þvi, að Howard Hughes geti enn farið huldu höfði án þess að rjúfa venju sina hann er enn einusinni sloppinn úr greipum fréttamann- anna, sem hafa verið á Slóð hans tugi ára. bó er hann ekki alveg búinn að bita úr nálinni með það að komast vegabréfslaus til Bret- lands. bingmenn Verkamannaflokks- ins hafa sumir mótmælt þessari sérmeðferð, sem milljónamær- ingurinn hlaut. Einn jjeirra, John Grant, sagðist mundu vekja máls á þessu i þinginu: „Manni sýnist þetta hreint og beint fáránlegt, að láta undan duttlungum sér- vizkulegs milljónamærings, meðan venjulegt ferðafólk má þola ýmsar tafir og óþægindi, þegar það kemur til landsins”. Grant sagði, að rikisstjórnin (Ihaldsflokksins) væri að undir- búa sérstakar inngöngudyr, þar sem mönnum væri hleypt inn i landið, „eftir þvi hve stórar bankainnistæður þeirra eru”. bó er ekki liklegt, að stjórnar- andstöðunni takist að kynda slika elda undir rikisstjórninni úr þessum eldivið, að hún neyðist til þess að krefjast þess, að Hughes sýni vegabréf sitt. Hver veit þó?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.