Vísir - 29.12.1972, Síða 19
V'isir. Föstudagur 29. desember 1972
19
FÖSTUDAGUR
29. desember
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Við sjóinn Ingólfur
Stefánsson ræðir við nema i
Fiskiðnskólanum (endurt.)
14.30 Siðdegissagan: „Siðasta
skip suður" eftir Jökul
Jakobsson Höfundur les
bókarlok .
15.00 M iðdegistónleikar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Poppliornið
17.10 Pjóðlög frá ýmsum lönd-
u m.
17.40 Tónlistartimi barnanna.
Guðmundur Gilsson ræðir
við Húsavikurtrióið, sem
leikur nokkur lög.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Frcttaspegill,
19.35 Þingsjá. Ingóifur
Kristjánsson sér um þátt-
inn.
20.00 Gestur i útvarpssal:
Pliilip Jenkins leikur á
pianó verk eftir Pál tsólfs-
son, Debussy og Liszt.
20.35 ,,Á annan i jólum", smá-
saga eftir Ánton Tsjékohoff.
býðandinn. Pétur Sumar-
liðason, les.
21.00 Tónleikar Pólyfónkórs-
ins i Háskólabiói: Jólaóra-
tória eftir Johann Sebastian
Bach; — fyrri hluti.Flytj-
endur með kórnum: Sandra
Wilke, Neil Jenkins, Ruth
Magnússon, Halldór Vil-
helmsson og félagar úr
Sinfóniuhljómsveit tslands.
Stjórnandi: Ingólfur Guð-
brandsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Útvarps-
sagan: „Strandið” eftir
Hannes Sigfússon Erlingur
E. Halldórsson les.
22.45 Létt músik á siðkvöldi.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Útvarp í kvöld og á gamlársdag:
Jólaóratoria eftir Bach
í flutningi Pólýfónkórsins
Polylonkorinu lieldur jolatonlcikn sma i kvold og á morguii.
Verkið, sem kórinu l'lytur, er Jólaóratoria Jóhanns Sebastíans
Baelis. Kórinn liel'ur tvisvar áður sungið þetta tónverk á hljómleikum.
Útvarpsupptökur verða gerðar af hijómleikunum og verður fyrri
hluti verksins l'luttur beinl.úr lláskólahiói i kvöld, cn seinni hlutinn
verður siðan fluttur á gamlársdag kltikkan hálf þrjú.
Stjórnandi kórsins er Ingólfur Guðbrandsson, en einsöngvarar verða
hrezku lijónin Neil Jenkins og Sandra Wilkes, ásamt Rutli Magnússon
og Halldóri Vilhelnissyni. Félagar úr Sinfóniuhljómsveit islands leika
m eð.
Útvarp, gamlárskvöld og nýársdag:
JONAS 72 & JONAS 73
,,Við reynum að gera
eins og við getum og
meira getur enginn
gert” sagði Jónas
Jónasson, þegar Visir
hafði tal af honum til að
fræðast nánar um
þættina tvo, sem hann
annast i útvarpinu, sinn
hvorum megin við ára-
mótin.
Á gamlárskvöld klukkan hálf-
niu er Jónas með þátt, sem
nefndur er „Brotajárnshaugur”,
og er Jónasar getið sem „haug-
búa” væntanlega i þessum
brotajárnshaugi. Jónas kvaðst
ætla að hafa þetta opið útvarp,
brugðið væri á ýmsar glettur og
leikin músik af plötum á milli.
Meðal þess, sem gerist að öllum
likindum i Brotajárnshaugnum,
er það, að farið er i leiðangur nið-
ur i örfirisey og teknir þar tali
menn, sem búa undir bátum, en
þannig búa þar ýmsir, eins og
mörgum er kunnugt.
Sjónvarp
nýársdag kl. 20.20:
Listskrúðugt
landslag í svart-hvítu
Siðan islenzka sjónvarpið tók til
starfa, liafa starfsmcnn þess ver-
ið nokkuð iðnir við aö gera mynd-
ir um náttúru landsins og ýmis
sérkenni liennar. Er fátt nema
gott um þaö að segja i sjálfu sér,
þvi aö á þessum siðustu timum er
handaverka mannanna æ viðar
farið aö gæta og þvi kannski ekki
seinna vænna að mynda nátt-
úruna, á meðan hún er enn litt
snortin.
En eitt vandamál eiga þeir á
sjónvarpinu við að striða og það
er, hvort myndirnar skuli teknar i
litum eða i svart-hvitu.
Það er auðvitað betra, ef tekið
er mið af framtiðinni, að mynda i
lit, en sé það gert, verður að miða
alla tökuna við litinn, sem siðan
nýtur sin ekki i svart-hvitu sjón-
varpi. En þegar tekin er svart-
hvit mynd eru það aðallega form-
in i landslaginu, sem gleðja aug-
að, og gerð myndarinnar og kvik-
myndatakan þvi frekar miðuð við
það.
Þvi miður er nokkuð hætt við,
að áhorfendur fái ekki eins mikið
út úr myndinni um Landmanna-
laugar, sem sýnd verður á nýárs-
dagskvöld og efni hefðu staðið til,
vegna þess að hún er litmynd, og
þar sem einmitt landslagið i
Landmannalaugum byggist mik-
ið á litum, hlýtur myndin að
missa talsvert, þó að hún sé sjálf-
sagt áhugaverð að ýmsu leyti i
sinni svart-hvitu mynd. —Ló
Seint þreytist hann Jónas okkar
Jónasson við að stytta landslýðn-
um stundirnar. Ilann hefur tekið
að sér að koma liðinu i stuð á
gamlárskvöld og gleðja og kæta
misniunandi heilsuhrausta lands-
menn um þrjúleytið á nýársdag.
Að sögn Jónasar verður reynt
að hafa eitthvað nýtt og ferskt i
þættinum og leitazt við af fremsta
megni að koma fólki i hátiðar- og
gleðiskap.
Um þrjúleytið á nýársdag er
Jónas svo aftur á ferðinni með
þátt, sem heitir „Nýársglettur”
með undirskriftinni: Leikþættir
um gærdaginn og morgundaginn.
Þetta verður i léttum dúr eins og
nafnið bendir til og tilgangurinn
sem áður að létta lund hlustenda.
Varla mun vist veita af að hressa
upp á húmorinn hjá sumum á
þessum degi ef að likum lætur.
—LÓ.
Það eru hverasvæðin, sem hafa gert Landmannalaugar að þvi augnayndi, sem þær eru og sem auðvit-
að gera það að verkum, að hægt er að baða sig þar i heitu vatni.
Þegar þeir Magnús Bjarnfreðsson og Örn Harðarson kvikmyndatökumaður voru i Landmannalaug-
um að vinna að töku myndarinnar, var þar um leið hópur fransks ferðafólks með fararstjóra. Á mynd-
inni sést þetta fólk vera að skoða eitt af jarðhitasvæöunum i Landmannalaugum.
LAUGARDAGUR
30. desember
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Herdis Egilsdóttir les
frumsamda músasögu i
ljóðum og sögu af álfkonu.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Morgunkaff-
ið kl. 10.25: Páll Heiðar
Jónsson og gestir hans ræða
dagskrá útvarpsins. Einnig
sagt frá veðri og vegum.
12.00 Dagskráin. TOnleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
15.00 Dagskrárstjóri i cina
klukkustund.Asi i Bæ ræður
dagskránni.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Stanz.Arni
Þór Eymundsson og Pétur
Sveinbjarnarson sjá um
þáttinn.
16.45 Siödegistónlcikar: Tón-
list eftir Schubert a. Wil-
helm Kempff leikur Pianó-
sónötu i G-dúr op. 78. b.
Rikishljómsveitin i Dresden
leikur Sinfóniu nr. 3 i D-dúr;
Wolfgang Sawallisch stj.
17.40 úlvarpssaga barnanna:
„Kgill á Bakka" eftir John
I.ic.Bjarni Jónsson islenzk-
aði. Gunnar Valdimarsson
les sögulok.
18.05 Söngvar i léttum tón. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 „Allar jarðir við Djúp
eru góðar”, Geir Christen-
son ræðir við Ragnar Helga-
son frá Hliö i Alftaíirði við
Isafjarðardjúp, sem fer
með kveöskap sinn.
20.00 llljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
20.55 Fra m haldsleikritið:
„I.andsins lukka” eftir
Gunnar M. Magnúss.Tiundi
þáttur: Fáni við hún i
Grindavik. Leikstjóri:
Brynja Benediktsdóttir.
Persónur og leikendur:
Skúli landfógeti: Sigurður
Karlsson. Steinunn kona
hans: Margrét Guðmunds-
dóttir. Rannveig dóttir
þeirra: Helga Stephensen.
Bjarni Pálsson læknir:
Knútur Magnússon. Budtz
kaupmaður: Lárus Ingólfs-
son. Niels Loy búðarþjónn:
Guðlaugur Einarsson. Hall-
dór Vidalin stúdent: Guð-
mundur Magnússon. Frið-
rik konungur: Þorsteinn
Gunnarsson.
21.40 Gömlu dansarnir
22.00 F'réttir.
22.15 Veöurfregnir. Danslög,
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.