Vísir - 16.01.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Þriðjudagur 16. janúar 1973
vísutm
Hvers konar starfsemi
haldið þér að fari fram inn-
an veggja frímúrarahallar-
innar?
Magnús Thoroddsen, borgar-
dómari: Ég hef nú aldrei kynnt
mér þaö. Mig hefur reyndar lang-
aö að lesa mér til um frimúrara-
regluna, það hefur ekki orðið úr
þvi. Ég held aö starfsemin, sem
þarna fer fram, sé á engan hátt
slæm.
Valdimar Kinarsson, fyrrv.
fulltr. Landssima isl: Ég get ekki
imyndað mér það, en eftir þvi,
sem maður hefur heyrt er þetta
leynifélag, sem er kristilegt að
einhverju leyti.
Þórunn Kjörnsdóttir, nemi: Ég
held að þessi starfsemi sé hálf-
laránleg. Þeir vilja hafa þetta allt
mjög leynilegt' en ég held, að
þetta sé meinlaust og geri engum
skaða.
Éiður Kiðsson, afgreiðslumað-
ur: bað veit ég ekki. Það eru
haldnir lundir og ég held, að þess-
ir menn reyni að bjarga hver öðr-
um, ef þeir lenda i kröggum,
gjaldþroti, eða ef fyrirvinnan fell-
ur frá, þá hjálpi þeir heimilinu og
kosti börnin til náms.
Jón Uallgrimsson, nemi: Ég
held að þeir aðhafist ekkert ljótt
þarna, frimúrararnir, annars veit
ég það ekki.
Andrés Sigurðsson, viðskipta-
fræðingur: Ég kannast við
nokkra, sem eru i þessum félags-
skap, en veit litið, hvað þeir gera.
Annars held ég að þetta sé mikill
snobbfélagsskapur og þyki finni
manna samkunda.
Hverjir geto
— ef rafmagnslaust verður?
Siðan rafmagnsleysið
varð nú um jólin, hefur
margt verið rætt og rit-
að um rafmagnsmál.
Fólk hefur velt þvi fyrir
sér, hvort raflinurnar
stæðust islenzk veður,
og ýmislegt annað hefur
komið upp i hugann i
þessu sambandi.
En ef litið er nú á málið frá þvi
sjónarmiöi, að rafmagnið fari
aftur, hvað sem landsvirkjunar-
menn eöa aðrir segja, hvað mun
þá gerast? Þaö er alls ekki frá-
ieitt að taka þennan möguleika
fyrir, þvi aö fieira en rok getur
valdið tjóni á mannvirkjum. Ætti
að nægja að nefna nokkur atriði,
sem engan veginn er nærtækt að
hugsa um, en geta þó komið fyrir
hvenær sem er. tsland er þekkt
fyrir þá ólgu, sem er undir yfir-
borði þess og brýzt upp, þegar
minnst varir. Sú raflina, sem
sta'ði af sér hraunflóð, yrði að
þola býsna marga hnútá. Viða á
Íandinu hafa orðið jarðsig, sem
stundum hafa fyllzt af vatni. Hætt
er viö, að erfitt yrði að hemja raf-
linu, er lægi yfír síikt svæði, að
ekki sé talað um, ef slikar ham-
farir yrðu á sjálfum virkjunar-
svæðunum. Fyrir utan náttúru-
hamfarir má svo bæta viö, aö ef
einhverjum dytti i hug að kasta
sprengju á virkjanirnar, þá væri
frekar erfitt um vik að laga
skemmdirnar aftur i fljótheitum.
Aður hefur verið skýrt frá þvi
hér i blaðinu, að bæjarsiminn i
Reykjavik væri virkur i sólar-
hring eftir að rafmagn færi. betta
vekur til umhugsunar um, hvort
Pósturogsimi og fleiri stofnanir,
sem hafa með höndum mikilvæga
starfsemi fyrir almenning, þyrftu
ekki að tryggja sér varaaflstöðv-
ar, svo aö allt færi ekki i óefni,
þegar eitthvað bjátar á. Það sem
kemur upp i hugann i fljótu
bragöi, eru til dæmis sjúkrahúsin,
simakerfiö allt, bæði til útlanda
og hér innanlands, útvarp og
sjónvarp. Um útvarp og sjónvarp
ber að geta þess, að kerfi Al-
mannavarna gerir meðal annars
ráð fyrir, aö ákveðið hljóðmerki
segi fólki aö hlusta á útvarpið,
einnig geta útvarp og sjónvarp
haft mikið að segja við aö róa fólk
og segja þvi, hvaö bezt er að gera,
þegar voða ber að höndum. bað
eru sjálfsagt ýmsar aðrar stofn-
anir en hér voru nefndar, sem
þyrftu að hafa rafmagn, og man
þá hver fyrir sig eftir þvi. En það
skiptir ekki höfuömáli, mestu
varðar aö hægt sé aö veita al-
menningi mesta mögulegt öryggi,
ef mikinn vanda ber aö höndum.
Visir fékk upplýsingar hjá Raf-
magnseftirliti rikisins um vara-
rafstöövar i eign fyrirtækja og
stofnana i Reykjavik og nágrenni
hennar. Þar sem mörgum leikur
eflaust forvitni á að vita, hverjar
þessar stofnanir og fyrirtæki eru,
munum við birta það hér.
Sjúkrahúsin hafa sum fengið
varastöðvar, sem duga mismun-
andi vel. Borgarsjúkrahúsið hef-
ur 500 kw stöö, sem nægir þvi þó
allt rafmagn fari, en Landspital-
inn hefur til skamms tima aðeins
haft þriggja kilóvatta rafstöð,
sem þjónar aðeins þeim tilgangi,
að hægt sé að ljúka við aðgerð á
skurðstofunni, sé aðgerðin hafin,
þegar rafmagnið fer. Úr þessu
mun þó verið að bæta um þessar
mundir.
Onnur sjúkrahús, sem hafa
vararafstöðvar, eru: Rikisspital-
inn Vifilsstöðum (50 kilóvöt.t),
rikisspitalinn Viðihlið (50 kw),
Heilsuverndarstöðin, Barónsstig
(84 kw og 84 kw 380/220), Sólvang-
ur i Hafnarfirði (32 kw) og St.
Til skamms tíina hafði Landspitalinn ekkert rafmagn til að notast við,
þegar ólag varð á kerfinu, fyrir utan litla þriggja kilóv atta rafstöð,
sein sá skurðstofunum fyrir nægu rafmagni, svo að hægt væri að ljúka
aðgerðum.Nú er aöstaöaáLandspitaianum að breytast til batnaðar, og
ákveðið liefur verið aðauka orku varakerfisins til mikilla muna.
bjargað sér,
Borgarspitalinn hefur veriðtil fyrirmyndar i sambandi við öryggisráð-
stafanir gegn rafmagnsleysi. Þar er 500 kw rafstöð, sem fer sjálfkrafa
af stað um leiö og rafmagnið á heildarkerfinu minnkar.
Jósepsspitalinn (10 kw). Af öðr-
um stofnunum, sem flokka mætti
undir heilsugæzlu er um að ræða
Elliheimilið Grund og Tilrauna-
stöðin að Keldum.
Aðrar stofnanir i opinbera þágu
hafa sumar varastöðvar, sem
anna mismunandi vel þörfum
þeirra. Póstur og simi (Gufunesi)
hefur 15 kw stöð, Póstur og simi á
Rjúpnahæð (110 kw), Lands’ima
húsið við Austurvöll (8 kw),
(Þetta þýðir, aö talsimasamband
við útlönd rofnar ekki i rafmagns-
leysi og ekki heldur fjarskeyti um
Gufunes, en simi innanlands fer
út sambandi). Flugráð Reykja-
vikur hefur 80 kw stöð, Alþingis-
húsið (16 kw). Dælustöðin i Mos-
fellssveit hefur 688 kw 405.Þá eru
þær stofnanir eða rekstur á opin-
berum vegum upp taiin, sem hafa
vararafstöðvar. Auðvitað geta
flestir látið sér detta eitthvað i
hug, sem vantar, af þvi hefur ver-
ið nefnt nokkuö og mætti bæta
tvennu við, en það er Klepps-
spitalinn og dælustöðvar hita-
veitunnar.
Nokkur fyrirtæki hafa varaafl-
stöðvar, þau eru eftir þvi, sem
Rafmagnseftirlitið kemst næst:
Landsbankinn, Búnaðarbankinn,
Útvegsbankinn, Austurbæjarbió,
Gamla bió, Nýja bió, Egill Skalla-
grimsson, Kirkjusandur, Oliustöð
BP Laugarnesi, Bernhard Peter-
sen Sólvallagötu 80, Lýsi HF.
Ræsir, Steðji, Sveinn Egilsson,
Málningarverksmiðjan Harpa og
Klæðaverksmiðjan Alafoss. Þessi
upptalning kann að vera ófull-
komin, þvi að misbrestur getur
hafa orðið á, að fyrirtæki til-
kynntu um varastöðvar sinar til
Rafmagnseftirlits rikisins.
Trúlegt er að nokkur vakning
hafi orðið i þessum efnum, þegar
rafmagnið fór að miklu leyti nú
um daginn, og vissulega er mikið
öryggi fyrir alla aðila að hafa
varastöðvar að gripa til, þvi að
allt þjóðfélagið er orðið svo háð
þessum aflgjafa, að alltlamast og
tjón getur orðið gifurlegt, þegar
rafmagn skortir, ekki aðeins á
álkerjum, heldur jafnvel á lifi og
heilsu manna. —LÓ
VERÐUM VIÐ AÐ GERA EIGIN
RÁÐSTAFANIR í BREIÐHOLTI?
Reiöur Breiöholtsbúi:
„Þegar maður las um ósköpin
hérna uppi i Breiðholti um helg-
ina, rifjaðist upp það, sem haft
var eftir yfirvöldum á dögunum i
Visi. ,,Að það væri engin löggæzla
i Breiðholti”.
Þetta er nú um 20.000 manna
hverfi, eða fimmti hluti allrar
Reykjavikur. Fyrirvinna hvers
heimilis hefur haft það af að
koma sér upp þaki yfir höfuðið, og
til þess þurft að afla sér drjúgra
tekna, sem hann hefur orðið að
gjalda ærinn skatt af — bæði til
rikis og bæjar.
Samt er horft i það, að láta eyri
hrökkva til þess að tryggja hon-
um lögvernd.
Þaö þyrmir alveg yfir mann,
þegar maður les svo. að lögreglan
sé HALFA KLUKKUSTUND að
silast á staðinn til hjálpar, eftir að
henni hefur verið tilkynnt, að
vopnaður maður hefði brotizt þar
inn i hús og hefði MANNVIG i
huga. Hálfa klukkustund.
Gera yfirvöld sér grein fvrir,
hvaða áhrif þetta á eftir að hafa?
— Ég efast um. að það sé nokkur
maður svo vitlaus hérna upp frá,
að hann treysti i framtiöinni á
vernd löggæzlunnar, þegar i húfi
eru lif hans og limir, eða eigur.
Þetta fólk er varkárara en svo
að það ætli að láta slembilukku
ráða þvi, hvort það verður drepið,
limlest eða rænt þvi, sem það hef-
ur þrælað fyrir súrum svita. Er
ætlazt til, að það vilji eiga undir
þvi, hvort hurðarlæsingar tefja
fyrir mönnum i hálftima, meðan
verið er að koma lögreglunni i
skilning um, hvað er á seyði?
Nei. takk. Það verður ekki beð-
ið eftir þvi. Fólk gripur einfald-
iega til eigin ráða. — Það er ósköp
eðlileg mannleg sjálfsbjargarvið-
leitni.
En hvað getur þá hlotizt af þvi,
er menn fara að hafa við höndina
vopn (þótt i varnarskyni sé) og
venja sig við ásetninginn um að
nota þau, ef þeim þykir svo
þurfa?
HRINGIÐ í
SÍMA 86611
KL13-15