Vísir - 16.01.1973, Side 6
4
Visir. Þriöjudagur 16. janúar 1973
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
V
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Öryggi Breiðholtsbúa er of lítið
Lögreglumenn hafa látið hafa það eftir sér, að
Breiðholtshverfi sé að verða mesta afbrotahverfi
borgarinnar. Dæmin styðja þetta álit. Þar var
ung kona stungin hnifi i undirgöngum ekki alls
fyrir löngu. Og þar gekk byssumaðurinn
berserksgang um helgina. Þjófnaðir, rán og
likamsárásir hafa verið næsta daglegt brauð þar
efra upp á siðkastið.
Með þessu er alls ekki sagt, að Breiðholtsbúar
séu meiri afbrotamenn en aðrir. Það er athyglis-
vert, að tveir alvarlegustu glæpirnir þar að
undanförnu voru framdir af aðkomumönnum.
Bæði hnifstungumaðurinn og byssumaðurinn áttu
heima utan hverfisins.
Það er skiljanlegt, að Breiðholtsbúum gremjist
þróun þessara mála. Annars vegar er hverfið
þeirra að fá á sig orð sem glæpahverfi. Og hins
vegar virðast þeir búa við minna öryggi gagnvart
afbrotamönnum en aðrir borgarbúar. Þeir safna
þvi núna undirskriftum undir áskorun um, að lög-
reglustöð verði komið upp i hverfinu.
Breiðholtshverfi er orðið fjölmennara en Akur-
eyri. Samt er þar ekkert útibú frá lögreglustöð.
Og lögreglumenn sjást þar sjaldan við eftirlits-
störf. Ekki bætir úr skák, að Breiðholt er tiltölu-
lega afskekkt i Reykjavik. Lögreglu-, sjúkra- og
slökkviliðsbilar eru lengi að aka þangað neðan úr
bæ. Það er lika langt fyrir lögregluna i Árbæjar-
stöðinni að krækja út á brýr til að komast upp i
Breiðholt.
Útibúið i Árbæ kemur Breiðhyltingum ekki að
gagni. Þeir þurfa að fá sem allra fyrst eigin stöð,
enda mun vera gert ráð fyrir henni i skipulagi
hverfisins. Og það er einnig trúlegt, að i þessari
lögreglustöð þurfi að vera aðstaða til brunavarna
og sjúkraflutninga i neyðartilvikum.
Svo hörmulega vill til, að rikisstjórnin hefur
tekið lögreglumálin úr höndum sveitarfélaganna
og afhent rikinu til umsjár. Þetta er einn liðurinn
i þeirri eflingu miðstjórnarvalds, sem rikis-
stjórnin stefnir að. Þess vegna geta Reyk-
vikingar ekki leyst þetta mál sjálfir, eins og þeir
hefðu getað gert, áður en rikisvaldið komst i
spilið. Og ástandið er orðið svo slæmt, að um 100
lögreglumenn vantar i Reykjavik
Það er þvi iskaldur raunveruleiki, þegar lög-
reglustjóri telur öll tormerki á, að unnt verði i
náinni framtið að veita Breiðholtsbúum fulla
þjónustu á þessu sviði, úr þvi að rikisvaldið hefur
bannað honum að ráða fleiri lögregluþjóna. En
hann hefur jafnframt heitið þvi, að til bráða-
birgða verði komið til móts við óskir Breiðhylt-
inga með þvi að hafa talstöðvarbil stöðuet á ferli
i hverfinu að kvöld- og næturlagi.
Varanlegasti árangurinn næðist, ef menn tækju
saman höndum um að fella miðstjórnarvalds-
hyggjuna i kosningum og dreifa valdinu aftur i
átt til fólksins. Liður i þvi afturhvarfi væri að fela
sveitarfélögunum aftur lögreglumálin.
Til bráðabirgða kemur svo til greina, að
Breiðholtsbúar myndi sveitir áhugamanna, sem
gætu tekið löggæzluvaktir i samráði við lög-
regluna og undir stjórn hennar. Ef hið opinbera
bregzt, verður fólkið sjálft að koma til skjalanna.
Börnunum i Breiðholti verður það fjötur um fót
á lifsleiðinni að alast upp i hverfi innbrota, rána
og likamsárása. Þess vegna verðum við að gripa
strax i taumana.
Hvaða dilk draga leyniskytturnar
á eftir sér . . . .
Skotdrunurnar ofan af
þaki Howard Johnsons-
hótelsins í New Orleans
eiga eftir að bergmála
lengi, lengi i eyrum íbúa
þessarar Suðurríkjaborgar.
Hvaða áhrif eiga þær
eftir að hafa á kynþátta-
stefnu jassborgarinnar,
þar sem 46% af 600.000
ibúum hennar eru svartir?
„Margir blökkumenn óttast, að
lögreglan kunni að gera sig seka
um fljótræði, ef árekstrar verða,
sagði Revius Ortique, lög-
maður, blökkumaður, sem átti
sa'ti i nei'nd, sem Bandarikjafor-
seti skipaði til að kanna orsakir
vaxandi ofbeldis.
„Menn gera sér ljóst, að
lögreglan hlýtur að verða sem á
nálum. Hver lögreglumaður segir
við sjálfan sig: ,,Nú verð ég að
vera varkár." — A mánudag
i siðustu viku, þegar skot-
bardaginn stóð yfir, reyndi
blökkumaður að komast i
gegnum hindranir lögreglunnar,
slakk hendinni i vasa sinn og var
skotinn fyrir bragðið.”
,,Ég kviði þvi sérstaklega, að
negrunum verði kennt um og
þeita látið bitna á þeim, — af
cinstaka lögreglumönnum, sem
gætu gengið of langt," sagöi Bill
Rousclle, annar blökkumaður,
fyrrum varaformaður félags-
málastof nunarinnar i New
Orleans.
En aðrir hafa meiri áhyggjur af
varanlegri skaða i sambúö hvitra
og svartra i borginni vegna þessa
bardaga við leyniskytturnar i
hótelinu 7. og 8. janúar. Eins og
sagt var frá i fréttum, féll þar ein
svört leyniskytta og sex
hvitir menn — þar af þrir
lögregluþjónar.
..Hvernig ætli hvitir skatt-
greiðendur greiði atkvæði með
framlögum til kynþáttamála eftir
þetta? " spurði einn blökkumaður
i opinberu embætti, en hann vildi
ekki láta nafns sins getið. „Koma
þeir til með að segja, að
byggingaráætlunin hafi verið
gagnslaus, að vinnumiðlunin hafi
verið til einskis?
Enn aðrir blökkumenn vonast
til þess, að hvitir menn i New
Orleans, og reyndar þjóðin öll
muni athuga gaumgæfilega
hvaða bræði það hefur verið og
örvilnan, sem knúði Mark James
Essex (levniskyttuna ) til þessara
örþrifa.
Verður
það
hart ó
móti
hörðu?
,,Ég vona vissulega að fólk
haldi ekki, að þetta hafi einfald-
lega verið af einkaástæðum eins
einasta manns”, sagöi annar
blökkumannaleiðtogi, sem ekki
vildi heldur að Sid Moody, frétta-
maöur Ap-fréttastofunnar, birti
nafn hans. — ,,En þetta voru enn
ein einkenni kynþáttahatursins.”
,,Það verður allt undir þvi
komið, hvað viö sjálf gerum úr
þvi," sagði Bob Tucker, ungur
negri, sem er fulltrúi borgar-
stjórans. Moon Landrieu.
,,Það má læra af þessu ákveðna
lexiu. Lögreglan mun læra af
mistökum og fólk um land allt
mun læra að skilja, að það biöa
óleyst mörg erfið vandamál.”
Tucker vonaðist til þess, að
ábyrgir aðilar legðu sig fram
,,við að skapa aðstæður, sem
mundu útrýma þvi, sem rak
Essex upp á hótelþakið.”
Aðrir leiðtogar blökkumanna
óttuðust. að hvitir sem vildu vel,
mundu að nokkrum mánuðúm
liðnum segja: „Jamm, það var
hræðilegt," — en láta svo þar við
sitja án þess að hugsa frekar út i
hlutina og sizt orsakarinnar hjá
sér.
Illlllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Einn hinna eldri New Orleans-
búa þóttist þó merkja eina
breytingu á tiðarandanum, en
hann sagði:
,,! gamla daga flýtti negri sér
yfir á hina gangstéttina ef hann
sá lögregluþjón koma. En i dag
gengur hann beint upp að honum
og kallar hann svin."
Landrieu, borgarstjóri, sem
hlaut 92% atkvæða svertingja,
þegar hann var kjörinn hefur 1
verki sett negra til ýmissa starfa
og embætta á vegum
borgarinnar. T.d. er
byggingaráætlunin, einhver
stærsta framkvæmdaáætlun, sem
unnið hefur verið að i Suöurrikj-
unum til að ráða fram úr hús-
næðisvandanum, nálega að öllu
leyti unnin af blökkumönnum.
Sömu sögu er aö segja um áætlun
sem borgin hefur á prjónunum
vegna unglinga og yngri kynslóð-
arinnar.
En sambúð svartra og hvitra
hefur orðið fyrir alvarlegum
áföllum. Til blóðugra átaka kom
milli lögreglu og „Svörtu
pardusanna” 1971. Tveir blakkir
stúdentar féllu fyrir skotum
lögreglunnar við Suðurrikjahá-
skóla i Baton Rouge, sem er ekki
langt frá New Orleans.
„Skotbardagarnir við
pardusana, óeiröirnar viö
„Southern University” og núna
hótelorustan — i þeim öllum
speglast vonleysi svartra i
baráttu þeirra við að hafa sig upp
ör eymd sinni. Þetta er allt
i örvæntingugert,” sagði Ortique.
Ortique hélt, að ef til vill mætti
leita orsakanna að einhverju leyti
i skemmtiefninu sem nú er á boð-
stólum — „allt ofbeldið, sem þar
kemur fram.” „1
„Guðföðurnum” sjáum viö fólk fá
skot i auga . I „Shafts big score”
sjáum við blökkumann ráðast á
þyrlu lögreglunnar.”
Og aðrir nefna i þessu sam-
hengi kvikmyndina „Superfly”,
sem fjallar um ósigrandi
svertingja.
„Það er alrangt af okkur að
skapa þess konar hetjur, sérstak-
lega á þeim timum, sem nú eru,”
sagði Ortique. „Það minnir mann
á hliðstæðu i sögunni, þegr hvitir
menn seldu Indiánum vopn.”
„Vissulega hafði verið ráðizt á
lögregluna og hún nánast skoruð
á hólm, þegar óeirðirnar brutust
út við Southern University — og
þannig brugðust þeir lika við þvi.
Þeir ætluðu ekki að hopa.” sagði
Ortique. „Og um leið og fariö var
að sjónvarpa atburðunum við
Johnsonshótelið, þá fannst
lögreglunni hún verða að sýna, að
hún gæti látið hart mæta höröu.”
Slikar vangaveltur hafa enn
einu sinni vakið spurninguna —
sem alltaf skýtur upp kollinum,
þegar talið berst að vopnaðri
lögreglu: „Getur höndin, sem
stýrir byssunni, haldið aftur af
sér?”
Og hættan er sú. aö það eigi
eftir að reyna alvarlega á það.
Þvi að til eru margir blökku-
menn, sem lita Mark Essex
þannig augum. „aö hafi hann
ekki verið hetja, þá tókst honum
að minnsta kosti að halda
„kerfinu” milli vonar og ótta i
meira en sólarhring. — jafnvel
eftir að hann var dauður.”
„Fólkið vill setja manninn á
þakinu i samband við jafnréttis-
baráttu svartra,” sagði Tucker.
„Með þá ringlureið i huga, sem
rikir i þvi samfélagi sem Essex
lifði i," sagði einn góðkunnur
blökkumaður i New Orleans, „þá
er mér ómögulegt að fordæma
hann.”