Vísir - 26.01.1973, Síða 1

Vísir - 26.01.1973, Síða 1
vísm 63.árg.— Föstudagur 26. janúar 1973 — 22. tbl. Ekkert Brekkukot á Á mánudagskvöid átti að frumsýna kvikmyndina um Brekkukotsannál i sjónvarpinu eins og kunnugt er. Þvi hefur nú fyrirvaralaust veriö frestað og er ekki ákveðið hvenær myndin verður sýnd hér á landi. — A menningarsföu er viðtal við Rolf Hadrich, leikstjóra kvik- myndarinnar, þar sem hann gefur islenzkum tæknimönnum sjónvarps góða einkunn, en er minna hrifinn af skiptum sinum við yfirmenn sjónvarpsins. mánudag Frumsýningin mun verða 12. febrúar, a.m.k. er stefnt að þvi. Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri, er farinn til Hamborgar á frumsýninguna, sem átti að verða i kvöld, en ekki er ljóst hvort af henni veröur. — SJABLS. 7 „Trúi, að talsvert verði eftir af bœnum" — segir Sigurður Þórarinsson „Ég er ekkert bjartsýnn á þetta gos persónulega, sagði Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur I morgun. „Auðvit- að halda menn i vonina i lengstu lög, en ekki heid ég, að Vestmannaeyjar verði með i spilinu I þessari vetrarútgerð. Ég tel þó, að möguleikar hljóti að vera á að byggja upp aftur. Þótt höfnin færi, mætti byggja nýja höfn. Ég trúi þvi, að talsvert verði eftir af bæn- um, þegar þessum ósköpum lýkur. Gosið gengur nokkuð nor- malt, eins og eðlilegast er um slik gos. Það gæti haldið áfram með þessum hætti um hríð, kannski eitthvað dregið úr þvi, en varla unnt að spá um það, segir Sigurður. —HH Margir vilja fó Eyjamenn í vinnu Mjög margir hafa orðið til aö bjóða Vestmannaeyingun- um vinnu hér á meginiandinu, en sem vonlegt er, hafa fáir enn byrjað aö leita sér aö starfi. Fólk er hvorki búið að koma sér fyrir ennþá,né hefur það gefið upp alla von um að komast heim bráðlega. Vinnumiðlun hefur enn ekki verið opnuð, en að sögn þeirra Jónasar Guðmundssonar og Garðars Júliussonar, sem voru að vinna i Hafnarbúðum i morgun, þá hefur veriö hringt víðsvegar að af landinu og ýmsir aðilar falast eftir Eyja- búum til vinnu. „Fólk er ekki komið i sam- band ennþá, held ég,” sagði Jónas. „Það er ennþá að átta sig á ástandinu og sjá til hvort ekki rætist úr hlutunum. Það verður liklega ekki fyrr en eft- ir næstu helgi, aö fólk fer að lita i kringum sig eftir at- vinnu.” —LO Svíar leggja lið — safna fé til styrktar Vestmanna- eyingum Sænska dagblaðið Göten- borgs-Posten hóf i gær söfnun til styrktar Vestmannaeying- unum. Þetta blað mun vera stærsta dagblaö Sviþjóöar utan Stokkhólms, með upplag nálægt hálfri milljón. Að sögn Axels Miltander, hjá Götenborgs-Posten, varð strax mjög mikil hreyfing I sambandi við söfnunina. Gamall maður kom i gær eftir að blaðið kom út, með 1000 krónur sænskar, sem er ná- lægt 20 þúsund islenzkum. Siminn þagnaði varla á ritstjórninni vegna fólks, sem hringdi til að spyrja nánar um söfnunina og tilkynna sin væntanlegu framlög. —LÓ SAUTJÁN HÚS BRENNA — Róðgert er að allir yfirgefi Heimaey upp úr hódeginu í dag nema björgunarmenn Enn brenna hús í Eyjum. Nú síðast þrjú fyrir vestan Suðurver svokallað. Öll fremur ný. Fimm voru að minnsta kosti vitað um eitt eða tvö, sem voru að brenna. Annars mun vera orðið illmögulegt að gera sérgrein fyrir hversu mörg hús hafa nú orðið hrauni og eldi að bráð, en nefnd er talan 17. Rétt fyrir hádegi fékk blaðiö þær upplýsingar frá fréttamönnum i Eyjum, að breytt hefði þannig um vindátt, að vikurinn leggur ekki eins yfir miðbæinn. Jarðýtur puðuðu við að ryðja braut þeim bilum, sem aka þeirri búslóö, sem menn fá að hafa með sér um borð i skipin. Og eins þurfti aö vera hægt aö aka nokkr- um bilum niður að skipi sem flytti þá af stað til lands um klukkan eitt. Vikurlagið er taliö vera jafn- falliö á að gizka 30 til 40 senti- metrar upp i 1. metra háar hrúgur þar sem hruniö hefur af húsþökum og þar sem að nær er gosstöövunum. Klumparnir, sem borizt hafa niöur i bæinn eru allt upp undir hnefastórir og ullu sársauka þegar þeir féllu á axlir manna i nótt. Hinn griðarlegi gufustrókur, sem jafnvel sást héðan úr höfuð- borginni, fer af stað þar sem hraunið rennur til norö-austurs út úr gignum og út úr gigopinu þar sem það er. Hraunið rennur hvergi, og stefnir hvergi, i átt að innsigling- unni, heldur leitar það öllu frekar til austurs. Óhugnanlegan vikurstrók legguryfir Helgafell og hrynur úr mekkinum yfir efstu byggðina á Heimaey. Útlitið var oröið mjög iskyggi- legt á miðnætti i nótt og héldu þá margir af stað til lands. Siöan var ákveðið i morgun að allir, sem eftir væru, skyldu koma sér af eynni fyrir klukkan eitt. Aöeins Hjálparsveitarmenn skyldu verða áfram en þeir eru um eitt- hundrað talsins. Staöið var i flutningum fram á siðustu stundu. Kindur voru fluttar með flugvélum, en hús- búnaöur niður i miðbæinn. Var búið aö flytja innbú húsanna i austurbænum og er það mest- megnis geymt i og við Fiskiðju- verið, það sem siöast hefur veriö flutt. Að sögn fréttamannanna i Eyjum er einstakt áð virða fyrir sér Dalfellið, sem öðru hvoru er hvitt af snjó, en annarsvegar er svo hið nýja fjall, sem logar i og bullar, og sendir frá sér svarta vikurstróka. Sannkallað land sýnishorna af veðri og náttúruöflum, Islandið okkar. —EA/ÞJM brunnin i gær, en í nótt var Gosstrókurinn og mökkurinn voru tignarlegir I veðurbliöunni eftir birtingu I morgun. Mynd þessa tók Bjarnleifur kl. 11 i morgun. . AÐSTOÐUM EKKI VIÐ AÐ FLYTJA BURT ATVINNUTÆKI — segir Magnús Magnússon, bœjarstjóri í Eyjum. Stefnt að því að bœjarlífið verði sem nœst óbreytt, þegar gosinu lýkur. Nei, ég er alls ekki svo svart- sýnn aö ég telji hættu á þvi, aö byggð leggist af i Eyjum. Þvert á móti leggjum við nú höfuðáherzlu á það, að lifið geti hafizt hér af krafti um leið og gosið hættir, eða jafnvel fyrr, sagði Magnús Magnússon bæjarstjóri Vest- mannaeyja i viðtali við Visi i morgun. Magnús sagði, að samþykkt hefði verið í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, að stuðla ekki að þvi að menn flyttu atvinnutæki, vélar og annað frá Eyjum. Raddir hafa komið upp um það, að flytja eigi vélar og tæki i burtu, sagði Magnús. Við getum auövitað ekki bannað þeim, sem eiga atvinnu- tæki, að flytja þau burtu, en okkar tæki verða ekki notuö i þvi skyni. Við munum gera það, sem i okkar valdi stendur, til að koma i veg fyrir, að Vestmannaeyingar týnist uppi á meginlandinu. Þannig ætlum við t.d. að reyna að koma þvi þannig fyrir, að bekkja- deildir héðan verði sem mest óskertar, þó að kennsla hefjist i þeim á höfuðborgarsvæðinu, sagði Magnús. Þá hefur komið fram, að útvegsbændur héðan leggja áherzlu á það, að allir út- vegsmenn fái fyrirgreiðslu eða enginn. 1 samningum sinum við frystihús i landi setja þeir þann fyrirvara, að þeir haldi til Eyja með aflann um leið og verður fært. Við ætlum að hafa fiskimjöls- verksmiðjurnar og aðrar fisk- vinnslustöðvar tilbúnar hérna, þannig að þær geti farið af stað um leið og það verður fært, sagði Magnús. Eftir þvi, sem lengra liður frá þvi að gosið hófst, þeim mun meiri likur eru á, að ösku- fallið minnki og er þá hugsanlegt að hefja fiskvinnslu, þó að gosið sé ekki hætt. Magnús sagði, að nú hefði verið ákveöið að láta alla þá, sem ekki hafa bráðnauðsynlegum skyldustörfum að gegna, fara frá Eyjum. Seinna i dag er ætlunin að athuga,. hvort unnt verði að leyfa fólki að koma og sækja bila sina og smámuni. Hér var alls ekki lift i nótt og hætta þvi á ferðum, sagði Magnús. —VJ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.