Vísir - 26.01.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 26. janúar 1973
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
RUSL í
SJÓNUM
Ilúmlega 35 milljón
plastflöskur eru á reki i
norðurhiuta Kyrrahafs-
ins, fullyrða sex banda-
riskir haffræðingar i
skýrslu, sem þeir hafa
nýlega sent frá sér.
Þeir töldu allt rusl, sem þeir
sáu á reki á ferð sinni i ágúst i
fyrra um 156 ferkilómetra haf-
flæmi. En það vill segja, að þeir
hafi fundið að meðaltali eina og
hálfa plastflösku á hverjum fer-
metra.
„Jafnvel þótt þetta kynni að
hafa verið oftalið,” sögðu haf-
fræðingarnir, ,,þá er hryllilegt að
hugsa til þess, að við fundum rusl
og úrgang 1000 kilómetra frá
næstu mannabyggð.”
Leiðangur þeirra var þó farinn
utan við aðalskipaleiðir.
Þessar athuganir rifja upp það,
sem Thor Heyerdahl varð
áskynja á ferðum sinum á Ra.
Hann hélt þvi fram, að sjórinn
væri orðinn eins og skolpræsi,
fullur af oliuklumpum, plast-
flöskum og öðru rusli.
Nixon fyrirgefur
ekki
Liðhlauparnir fá ekki
uppgjöf saka
í vopnahléinu
Vopnahléssamkomu-
lagiö/ sem náöst hefur F
Víetnam, mun þó ekki
hafa það í för með sér, að
þær þúsundir ungra
Bandarikjamanna, sem
leitað hafa hælis erlendis
til þess að komast undan
herþjónustu, geti snúið
heim strax við svo búið.
í kosningunum i fyrra gerði
Nixon forseti það ljóst, að hann
væri ekki á þeim buxunum að
gefa liðhlaupum upp sakir.
Engar ákveðnar tölur liggja
fyrir um, hve margir Banda-
rikjamenn flúöu úr landi, en
varnarmálaráðuneyti Banda-
rikjanna skýrði frá þvi, að 1.
ágúst 1972 hefðu 2.391 liöhlaupar
verið staddir erlendis.
Striðsandstæðingar i Kanada
fullyrða, aö meira en 60.000
Bandarikjamenn, sem ýmist
hafi flúið herkvaðninguna eða
strokið úr hernum, séu staddir
þar i landi. Fleiri hundruð liö-
hlaupa búa i Sviþjóð.
Þingmenn fulltrúadeildarinn-
ar hafa áður látið á sér skilja, að
strax og friður væri fenginn,
mundu þeir beita sér fyrir þvi,
að liðhlaupum yrðu gefnar upp
sakir. En áðuren þeir hafa gert
þær ráðstafanir, sem til þurfa,
eiga liðhlaupar refsingu yfir
höfði sér.
Varnarmálaráðuneytið upp-
lýsir, að alls gangi enn 32.557
liðhlaupar lausir. í það heila
höfðu 423.422 gerzt liðhlaupar,
en 390.865 (eöa 92,3%) sneru aft-
ur. Um það bil 24% liðhlaup-
anna voru útlendingar, sem
sneru aftur til ættjarðar sinnar,
þegar þeir sáu fram á herþjón-
ustuna. En útlendingar, sem
fengið hafa innflytjendaleyfi i
Bandarikjunum, verða að sinna
herskyldu, ef þeir eru kvaddir
til.
Friðorverðlaun Nóbels
fyrir Richard Nixon?
Sœnska akademían fœr uppóstungur fró
bandarískum þingmönnum
Sænsku akademiunni
hafa borizt tvö bréf frá
bandariskum þing-
mönnum, þar sem lagt
er til, að Richard
Nixon forseta verði
veitt friðarverðlaun
Nóbels fyrir árið 1973.
Þingmennirnir telja i
bréfum sinum liklegt,
að akademiunni eigi
eftir að berast fleiri
slikar uppástungur.
Þingmenn eru meðal þeirra,
sem hafa rétt til þess að stinga
upp á hugsanlegum verðlauna
höfum, og fulltrúadeildarþing-
maðurinn Vernon Thomson,
republikani frá Wisconsin, fór i
gær að dæmi flokksfélaga síns,
Henry Belmon, öldungadeildar-
þingmanns. Hafa báðir i bréfum
sinum til akademiunnar talið
Nixon óvéfengjanlega verðugan
friðarverðlaunanna, eftir ferðir
hans til Peking og Moskvu, og
svo friðarsamningana i Viet
nam.
Thomson kallað heimsóknir
Nixons sannanir fyrir þvi, að
forsetinn væri staðráðinn i bvi
að beita valdi og áhrifum
Bandarikjanna til þess að koma
á friði i heiminum og tryggja
sjálfsákvörðunarrett þjóða.
Bellmon, öldungadeildarþing-
maður, hafði i sinu bréfi á mið-
vikudag talið, að Nixon forseti i
viðleitni sinni til að koma á friði
iheiminum, tæki öðrum þjóðar-
leiðtogum langt fram á þessari
öld.
Þessi hugmynd hefur áður
skotið upp kollinum, þegar
timarit i New York varpaði
henni fram og fékk þá stuðning
Hugh Scott, formanns þing-
flokks republikana i öldunga-
deildinni.
Eftir að Willy Brandt fékk
friðarverðlaunin fyrir framlag
sitt til að draga úr spennunni
milli austurs og vesturs i
Evrópu, hafa augu manna
beinzt að Nixon.
Bent er á, að Nixon hafi tekizt
að mynda þau tengsl milli
Bandarikjanna og Kina, sem
enginn hefði trúað fyrir tveim
árum að væru möguleg.
Ennfremur er bent á, að honum
hafi tekizt að binda endi á Viet-
namstriðið, sem hefur staðið frá
þvi i lok seinni heims-
styrjaldarinnar.
Bardagarnir harðna
112 árásir í Víetnam síðasta sólarhring.
Einn bandarískur her-
maður var drepinn og
tuttugu og einn særður í
eldflaugaárás, sem gerð
var á Bien Hoa-f lugvöllinn
um 25 kílómetra norður af
Saigon seint í gærkvöldi.
Rúmlega 20 rússneskar
eldflaugar hæfðu flug-
stöðina. M.a. byggingar t
grennd við lendingarbraut,
sem notuð er af orrustuþot-
um flotans.
Flestir þessara Bandarikja-
manna, sem særðust, voru
óbreyttir borgarar, sem unnu að
viðhaldi og rekstri flugstöðvar-
innar — en voru ekki skráðir her-
menn.
Flestum þessara 23.000 Banda-
rikjamanna, sem enn eru eftir i
Vietnam, hefur verið komið fyrir
á stöðum, þar sem varnir eru
taldar traustastar — eins og t.d. i
Bien Hoa. En það hefur verið gert
til þess að draga úr hættunni á
mannfalli þessa siðustu daga,
sem þeir eiga eftir að vera i Viet-
nam.
Það er öllum ljóst orðið, að
Norður-Vietnamar og skæruliðar
Viet-Cong hafa mjög hert sókn
sina þessa siðustu sólarhringa,
áður en vopnahléð gengur i gildi,
til þess að auka við yfirráðasvæði
sin.
Tiu suður-vietnamskir borgar-
ar létu lifið og aðrir tiu særðust i
annarri eldflaugaárás, sem
kommúnistar gerðu á herstöðina
við Da Nang. Alls skutu
kommúnistar 18 eldflaugum að
stöðinni.
A siðasta sólarhring bárust
fréttir um 112 árásir viðsvegar i
Suður-Vietnam, en harðastir hafa
bardagarnir verið rétt sunnan við
hlutlausa beltið, sem samkvæmt
gamla Genfarsamkomulaginu
átti að skilja að Norður- og Suður-
vietnam.
leyst í Belgíu
Lokið er nú tveggja
mánaða stjórnarkreppu
Belgiu, eftir að Emond
Leburton tilkynnti i gær-
kvöldi, að hann hefði
myndað þriggja flokka
rikisstjórn.
Leburton, sem er
socialisti, kunngerði
þessi tiðindi eftir að
hann hafði notið áheyrn-
ar Baudouins konungs,
til þess að fá samþykki
hans fyrir stjórnar-
myndun.
Rikisstjórn Leburtons verður
samsteypa þriggja stærstu flokka
landsins, — socialista, kristilegra
socialista og frjálslyndra. Rikis-
stjórn Belgiu er skipuð 36 mönn-
um — 22 ráðherrum og 14 ráöu-
neytisstjórum.
Stjórnarlaust er búið að vera i
Belgiu siðan i nóvember, þegar
samsteypustjórn Gastons Eysk-
ens sagði af sér, en hún saman-
stóð af socialistum og kristilegum
socialistum.
Þessi mynd var tekin af þeim tveim, Le Duc Tho og Henry
Kissingcr, þegar þeir kvöddust með brciðu brosi og þcttu hand-
taki eftir siðasta fund þeirra i Paris. Markinu var loks náð.
Stjórnarkreppan