Vísir - 26.01.1973, Side 7
Visir. Föstudagur 26. janúar 1973
7
sé? Hefur nokkuð á það reynt?
I þessu gosi eins og öðrum, sjá-
um við, að hópar visindamanna
koma á vettvang með allskyns
mælitæki. Þeir framkvæma við-
tækar efnafræðilegar og eðlis-
fræðilegar mælingar. Ekki skal
dregin i efa visindalega gagnsemi
aðgerða þeirra. En að undan-
förnu hafa orðið svo mörg eldgos
svo lærdómsrik og vel rannsökuð,
að ekki eru orðnar miklar likur til
að fleiri eldgos bæti neinum veru-
legum fróðleik við. Þeir segja lika
að þetta nýja gos sé visindalega
ósköp likt siðasta Heklugosi og
siðasta Surtseyjargosinu.
Það sem er nýtt við Heima-
eyjargosið er að stórri og blóm-
legri byggð er ógnað. Vegna
þeirrar sérstöku aðstöðu finnst
mér gefið mál, að eldgosa-
rannsóknir nú eigi að beinast inn
á nýjar brautir, sem lika eru lang
mikilvægastar og raunhæfar, —
hvaða ráðum sé hægt að beita til
að verja byggð eldgosi og hraun-
straumum. Þetta ætti að vera
aðalatriðið og það er svo stórkost-
lega mikilvægt fyrir þjóð sem býr
i eldfjallalandi, að ekkert má til
spara. Auðvitað mætir maður þá
strax vantrú og þar að auki
ekki nógu sterkur á þekkingar-
svellinu. En margar hugmyndir
fljúga um hugann, — er hægt að
sprengja gigbarma og hraun-
veggi til að ráða stefnu hraun
straums, er hægt að kæla hraun-
rennsli á vissum stöðum með
vatni til að mynda storkinn vegg,
er hægt að reisa stálveggi eða
hlaða garða úr stórvöxnu grjóti
og salla likt og hafnargarðinn
við Grindav. myndi kannski þýða
til öryggis að grafa djúpa skurði i
slakkanum fyrir ofan byggðina til
að sveigja hugsanlegan hraun-
straum til hliðar, og myndi e.t.v.
þýða að senda dýpkunar'Skip til
að grafa hraunrennsli rauf eða
farveg á hafsbotni, svo sjórinn
taki við meiru og rennslið haldi
lengur áfram i austurátt, gæti
hugsazt að enn öflugri dýp-
kunarskip fengjust erlendis frá.
Það má vera að allt þetta yrði
kallað vonlaust þvi að verk
mannanna séu svo óendanlega
smá móti ægistærð og veldi
náttúruaflanna. En þessi miklu
öfl standa stundum á einkennileg-
um skilum jafnvægisstangar og
smáhreyfing við skriðu eða
hraunstraumi getur leyst marg-
faldan kraft úr læðingi með þvi að
beina einum steini i vissa átt eða
taka burt litla völu sem fyrir
stendur. Hvi ekki að reyna? Við
sem höfum svo sjálfumglaðir
verið að dást að þvi stundum hvi-
lik risamannvirki séu fram-
kvæmd með fullkomnustu vél-
tækni. Væri nú ekki nær að flytja
stórvirkar gröfur, krana, ýtur og
stórvaxna flutningakagga og
birgðir af sprengiefnum til Eyja
til að taka upp baráttu heldur en
að flytja einkabila i land til að
halda áfram flóttanum.
Það hefur lika fengið á okkur,
að sjá hvernig hraunsletturnar
hafa kastazt lengar leiðir og
kveikt i húsum og enginn þorir að
koma nærri til slökkvistarfa af
hræðslu við sletturnar. Er samt
ekki hægt að finna einhver ráð við
þvi, eru ekki til brynvarðir
vagnar sem þola jafnvel
kröftugustu sprengikúlur við
brynvörn sina og yfir þá mætti
þar að auki setja hlifðarþekjur til
að bera fram brunaslöngur og
berjast við eldinn. Eru ekki jafn-
vel til skriðdrekar á Keflavfkur-
flugvelli sem nota mætti til þeirra
hluta og taka upp vatnsbyssur i
stað fallbyssna i skotturnana.
Það er lika undarlegt að ekkert
skuli hafa verð leitað til varnar-
liðsins á Keflavikurvelli, einu
skipulegu herflokkanna hér á
landi, sem auk þess eru þjálfaðir
til að flýja ekki undan hættum.
Ætti það ekki að vera óhætt núna
pólitiskt þegar þeir eru einmitt
hættir að berjast i Vietnam. Þar
eru auk þess menn þjálfaðir i not-
kun sprengiefna og spurning
hvort fallbyssur þeirra gætu ekki
komið að gagni til að hafa úrslita-
áhrif á rennsli hrauns, er það tvi-
nónarviðtil hvorrar handar skuli
renna.
Hér er kannski fávislega talað
en það er skylda að reyna allt.
Hér er ekki einungis um að ræða
að bjarga einu eða tveimur hús-
um i Vestmannaeyjum, heldur
upp á framtiðina aö afla sér
reynslu i hvað hægt sé að gera til
að verja byggð gegn eldgosum.
Ég gæti vel hugsað mér að dr.
Sigurði Þórarinssyni sem unnið
Það er eins hér og annars stað-
ar, að það eru ekki alltaf réttir
menn á réttum stöðum. Ég hef
litið haft af ráðamönnum islenzka
sjónvarpsins að segja, en það
hefur einhverja stjórn, er það
ekki? Ég veit þó allavega að það
er til sem stofnun. Ég veit ekki til
að stjórnendur sjónvarpsins hafi
látið svo litið að spyrja eftir
heilsu minni þegar ég lenti i bil-
slysi hér og varð að liggja á
sjúkrahúsi. En einmitt þá fann i
hlýhug margra annarra.
Þegar við komum til landsins
að hefja kvikmyndatökuna var
Jón Þórarinsson, yfirmaður is-
lenzka sjónvarpsins i frii, og var
ekki hægt að ná af honum tali.
Hugsa sér, þegar á að fara út i
fyrirtæki sem kostar gifurlegt fé,
þá er forstöðumaður þess hvergi
nærri. Ég veit bara að þetta gæti
ekki skeð i Þýzkalandi. Raunar
hef ég ekkert séð af þessum
manni nema reikninga sem hann
hefur sent okkur Þjóðverjunum.
En Sveinn Einarsson reyndist
mér ómetanleg hjálparhella og
hann á ekki litinn heiður af þvi
hve verkið heppnaðist vel.
— Þú ert sem sagt ánægður-
með árangurinn?
Það er bæði alvara og kæti i
þessu verki eins og öðrum verk-
um Laxness og ég geri mér stórar
vonir um þessa kvikmynd.
Tæknimenn og leikarar unnu sin
störf mjög vel. Halldór Laxness
og Jón Laxdal veittu mér geysi-
mikla hjálp og aðstoð. Ég held, að
þessi kvikmynd sé ekki siður fyrir
ungt fólk en það sem komið er á
fullorðins ár. Ég býst við að um 30
milljónir manna muni sjá mynd-
ina i sjónvarpi i Þýzkalandi, og
vafalaust verður hún tekin til
sýningar i öðrum löndum.
Læknaðist i Moskvu
Nú fer Rolf að ræða um islenzk
skáldrit sem hann hefur komizt i
kynni við:
— Mig langar mikíð til að
kynna hin fögru ljóð Steins Stein-
arr. Sérstaklega er ég ánægður
með ljóðið Kreml, enda höfum við
Steinn þar sömu sögu að segja.
Sjálfur fór ég sjúkur af hrifningu
til Moskvu, en kom læknaður til
baka úr þeirri för. Þá hef ég
kynnt mér verk Halldórs Laxness
og ennfremur hef ég lesið nokkuð
eftir Kristmann. Nú erum við Jón
L.axdal að þýða i sameiningu
Dúfnaveizluna og einnig Domino
eftir Jökul Jakobsson en það leik-
rit hafði sterk áhrif á mig.
Vera min hér á fslandi hefur
verið mikið ævintýri, og ég er að
byrja á að skrifa greinarflokk um
hana i Akzente i MUnchen. Fyrstu
kynni min af tslandi voru þegar
ég gerði kvikmynd um islenzka
hestinn erlendis, og siðan hef ég
haft áhuga á landinu. Ekki
minnkaði hann þegar ég komst i
kynni við Jón Laxdal. Hann er
frábær leikari og samstarfsmað-
ur, og alltaf er gott að vinna með
mönnum sem ekki eru haldnir
þeirri firru að þeir hafi fundið upp
filmuna.
Rolf Iladrich — íslenzkir tæknimenn fá góða einkunn
Áhugi á íslandi
— Hvað heldurðu um undirtekt-
ir i Þýzkalandi?
' Sá mikli áhugi sem nú rikir á
tslandi, bæði vegna skákeinvigis-
ins og landhelgismálsins verður
ábyggilega tii þess að auglýsa
hana mikið. Laxness er talsvert
þekktur i Þýzkalandi, og ég hef þá
trú að margir verði forvitnir að
fylgjast með Brekkukotsannál.
Þetta er myndræn og spennandi
kvikmynd, og ég geri mér stórar
vonir um hana eins og ég sagði
áðan. Fæstir sjónvarpsnotendur
eiga litasjónvarp, ég veit ekki
hvort það er nokkuð verra að sjá
myndina i svart-hvitu. Litirnir
beina oft athygli fólks að natural
isma sem ekki er nauðsynlegt i
þessu tilfelli.
Og áfram höldum við að spjalla
vitt og breitt. Þrátt fyrir von-
brigði leikstjórans vegna af-
skiptaleysis ráðamanna sjón-'
varps, hælir hann mörgu og gefur
islenzku tæknimönnunum góðar
einkunnir. Nú liður að kvöld-
matartima og Rolf verður alvar-
legur á svip:
Heyrðu, það vantar algjörlega
hótel i þennan bæ sem býður uppá
jafngóðan mat og islenzkar hús-
mæður búa til, segir hann og dæs-
ir mæðulega.
Að siðustu leggur hann áherzlu
á nauðsyn þess, að við varðveit-
um landið óspillt sem lengst. Það
séu auðæfi sem ekki verði metin
til fjár.
— Mér likaði sérstak-
lega vel að vinna með
unga fólkinu, sem margt
hefur frábæra hæfileika
fyrir þetta starf. Það
var ekki hægt að finna
hjá þvi neinn rangan
metnað eða hroka, það
var aðeins blátt áfram
og elskulegt. Mig lang
ar mikið til að gera
kvikmynd um nútima
ísland. Þetta er siðasta
eyjan þar sem hið
mannlega skiptir miklu
máli.
Svo sagði Rolf Hadrich, hinn
þýzki leikstjóri Brekkukotsannáls
i samtali við Visi skömmu áður en
hann hélt af landi brott. Eins og
rækilega var frá sagt átti að
frumsýna fyrri hluta myndarinn-
ar hér á landi á mánudagskvöld
— en nú hefur þvi veriö frestað á
siðustu stund.
Rolf er enginn byrjandi i kvik-
myndastjórn. Hann hefur haft
þann starfa á hendi i ein 17 ár og
gert milli 50 og 60 kvikmyndir.
Eftir að vinnu við Brekkukot lauk
fór hann að vinna við gerð kvik-
myndar um spánska rannsóknar-
Or Brekkukotsannál: Gúðmún-
sen kaupmaður, Garðar Hólm,
Björn i Brekkukoti og Alfgrimur
litli á hlaðinu.
réttinn, myndin byggð á sögu
Jerzy Andrejevski. Hann segist
hafa haft hug á að verða rithöf-
undur, en hafi siðan valið kvik-
myndina sem tjáningarform i
stað orðsins listar.
Brekkukotsannáll
og Islenzka sjónvarpið
En Rolf fér fljótt að tala um
Brekkukotsannál og kvikmynd-
unina og ber margt á góma.
— Hvernig likaði þér samstarf-
ið við islenzka sjónvarpið?
cyyienningarmál
Rœtt við Rolf Hadrich, leikstjóra Brekkukotsannóls:
Ekki alltaf réttir menn á
réttum stððum
eftir
Sœmund
Guðvinsson
hefur svo frábært starf við
visindalegar rannsóknar á eld-
gosum, yrði nú fengið tækifæri til
að flytja þekkingu sina inn á
raunhæft svið og hann yrði
skipaður fyrsti hershöfðingi
okkar i fyrstu styrjaldaraðgerð-
um okkar við eldhraun.
Sálrænt er það mikilvægast
fyrir okkur móti slikum náttúru-
hamförum að efla viðnámið. Mér
fannst sorglegt þegar sú mikla
kempa Einar riki fór að segja i
Timanum, að engin atvinnustarf-
semi yrði i Eyjum i vetur. Mig
hefði langað meira til að sjá hann
herða upp hugann og hrópa her-
hvöt um að staðið skyldi meðan
stætt væri, jafnvel meðan gosið
stæði yfir skyldi gera allt hið
ýtrasta til að halda við atvinnu-
starfsemi. Fara að eins og Bjarni
i Garðshorni til að byrja bara i
rólegheitum að sópa stéttina.
Þetta er nú mikilvægasta at-
riðið i öllum Vestmannaeyjamál-
um að koma upp þvi viðnámi,
sem hver striðandi þjóð verður að
sýna á neyðarinnar stund. Og við
þetta þarf aðstoð hins opinbera
fyrst og fremst að miðast. Það
verður þvi erfiðara að snúa til
baka eftir þvi sem lengra liður.
Eittmeginatriðiðerað tryggja og
ábyrgjast fjárhagsgrundvöll við-
reisnarstarfs og þjónustu. Þó
bankastofnanir hafi flutt sin
plögg til varðveizlu i Reykjavik,
er fyrsta skylda þeirra að reyna
að starfa áfram i Eyjum og sama
gildir um hverskonar þjónustu-
starfsemi, þar þarf að hafa opna
verzlun, bensinstöð, simstöð,
matsölur, i stuttu máli leggja
aftur grundvöllinn að þvi að sam-
félag geti starfað þar og barizt
sameiginlega gegn hættum og
erfiðleikum. Og það þarf að flytja
þangað stórvirk grafar- og jarð
flutningatæki og stofna nýja
tegund brunavarna. Ef einhver
bátur skyldi nú fá loðnu fyrir
Austurlahdi, þá væri það stærsta
hjálpin við Vestmannaeyjar að
koma gegnum öskureykinn og
landa farminum til vinnslu svo
hjólin fari aftur að snúast.
Ég geri mér grein fyrir þvi að
ég tek á mig áhættu að gefa Siik
ráð, kalli menn það gapaskap, en
menn og það stærri menn en ég
verða á hættustundum að taka á
sig áhættu Og fyrst og ofar öllu
verður að miða aðgerðir við það
að efla viðnámið og baráttuvilj-
ann. Þar er karlmennskan mest.
Annars munu menn siðar eiga
erfitt með að horfa inn i eigin
samvizku og hugsa um hið
blómlega og yndislega
byggðarlag, sem lagðist i auðn.-
kannski ekki mest vegna hætt-
unnar — heldur meira vegna við-
námsleysis mannanna gegn hætt-
unni.
Þorsteinn Thorarensen