Vísir - 26.01.1973, Síða 9
Sjö lands-
leikir - 3 í
HM-keppni
islenzka landsliðið í
knattspyrnu mun leika sjö
landsleiki í sumar— þar af
þrjá í sambandi við riðla-
keppni heimsmeistara-
Metaðsókn
að leik!
Þó illa gangi hjá Man-
chester United er langt frá
þvi, að áhorfendur hafi yfir-
gefið liðið eins og oftast vill
verða hjá liðum i fallbaráttu.
A miðvikudagskvöld, þeg-
ar Manch. Utd. og Everton
léku á Old Trafford i
Manchester i 1. deild voru
yfir 59 þúsund áhorfendur á
ieiknum — mesti áhorfenda-
fjöidi á 1. deildarleik i Eng-
landi á þessu leiktímabili.
En ekki gaf leikurinn til
kynna mikla framför hjá
United — að visu náði það
stigi i jafnteflisleik án þess
mark væri skorað og komst
við það úr neðsta sæti. Cryst-
al Paiace er nú neðst með 18
stig, en Manch. Utd. hefur 19
stig og hefur leikið tveimur
leikjum meira en Lundúna-
liðið. WBA og Birmingham
hafa einnig 19 stig eftir 25 og
26 leiki. United hefur leikið
27 leiki.
FUNDIR
Aðalfundur TBR. verður hald-
inn þriðjudaginn 30. janúar að
Hótel Esju og hefst kl. 20,30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Lagabreytingar. önnur mál
(upplýsingar og umræður um
húsbyggingarmál).
tþróttakennarar, félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 1.
febrúar n.k. að Hótel Esju kl.
20,30.
Fundarefni: 1. Kjaramál. 2.
önnur mál.
keppninnar. Tvívegis verð-
ur leikið við Hollendinga
ytra, og einnig leikið við
Noreg hér heima. Þessi
lönd eru ásamt Islandi og
Belgíu i riðli.
Þá verður leikið við Svia ytra i
sambandi við Norðurlandakeppn-
ina, einn leikur við Færeyinga i
Þórshöfn og tveir landsleikir við
Austur-Þjóðverja hér heima 17.
og 19. júli.
Það eru þvi mikil verkefni
framundan hjá landsliðinu og á
laugardag efnir stjórn KSl til
fundar með þjálfurum 1. deildar-
liðanna og einnig formönnum
knattspyrnudeilda þeirra félaga.
A fundinum verður rætt um
landsliðsæfingar og væntanlegt
fyrirkomulag þeirra. Enn hefur
ekki verið ákveðið hver eða
hverjir velja landsliðið i sumar.
A laugardag gengst mótanefnd
KSl einnig fyrir fundi með for-
mönnum 1. deildar félaganna.
Keino fór
heim
Hlaupagarpurinn mikli, Keino
fra Kenýa, sem fór til Banda-
rikjanna i keppnisför hefur snúið
heim aftur eftir deilur við Frjáls-
íþróttasamband Bandarikjanna.
Keino æltaði að keppa i San
Francisco nú um helgina en
ekkert verður af þvi. Sambandið
bandariska mun hafa ætiað Keino
að keppa mikiu oftar en hann
hafði hug á og þess vegna kom til
útistöðu milli hans og forráða-
mannanna.
Keino hafði keppt einu sinni i
Bandarikjunum nú —á innanhús-
móti i Los Angeies, þar sem hann
varð annar í miluhlaupi á sama
tima og sigurvegarinn David
Wottle, Olympiumeistarinn I 800
m. Keino varð 33 ára i siðutu viku
og sagðist koma næsta ár til
Bandarikjanna, en gat þess ekki
hvort hann kæmi sem keppandi
eða áhorfandi.
TEKST NÚ AÐ HALDA
MULLERS-MÓTIÐ?
Veðurskilyrði hafa verið
erfið fyrir skíðamenn hér
sunnanlandsi vetur og litið
um mót. Mullersmótinu,
sem fresta varð á dögun-
um, hefur nú verið ákveð-
inn dagur að nýju og fer
það fram að öllu forfalla-
lausu við Skíðaskálann í
Hveradölum á morgun og
hefst kl. tvö.
Nafnakall verður þar á sama
stað kl. eitt og skal tekið fram, að
keppendur i mótinu verða að vera
17 ára eða eldri.
Þá hefur Skiðafélag Reykjavik-
ur ákveðið æfingagöngumót á
sunnudaginn og hefst það kl. tvö.
Nafnakall verður klukkustund
áður. Keppt verður i eftirtöldum
flokkum. 8-14 ára og verður geng-
inn einn kilómeter. 15-19 ára þátt-
takendur ganga 3 km., 20-40 ára
sömu vegalengd, en eldri tvo kfló-
metra.
Mótstjóri i Mullersmótinu verð-
ur formaður Skiðafélags Reykja-
vikur Leifur Muller, en mótstjóri
göngumótsins hinn kunni, sigl-
firzki skiðamaður Jónas Asgeirs-
son. Allar upplýsingar um þessi
mót verða gefnar i Skiðaskálan-
um keppnisdagana — fyrir há-
degi.
„Ætti að hafa sér-
Þrjár beztu í stórsviginu í keppninni um heimsbikarinn i Saint Gervais i Frakklandi 20. janúar. Anna
Maria Pröll (I miðið) brosir cftir sigurinn en tilhægri er Monika Kaserer, sem varö önnur, og til vinstri
Rouvier Frakklandi, er þær eru einnig i þessari röð I stigakeppninni.
keppni fyrir hana"
— Enn sigrar Anna María Pröll í keppninni um heimsbikarinn
„Þetta er ekki rétt og
ekki skemmtilegt — þaö
ætti aö vera sérkeppni fyrir
hana", sagði franska
skíðakonan Christine Rol-
land eftir að Anna Maria
Pröll frá Austurríki hafði
sigrað í brunkeppninni um
heimsbikarinn í Chamonix
i Frakklandi í gær— sigrað
með gifurlegum yfirburð-
um. Hún hefur þar með
sigrað í öll sex skiptin, sem
keppt hefur verið í bruni í
heimsbikarkeppninni i vet-
ur og hefur auk þess sigrað
tvivegis í stórsvigi.
Anna Maria, sem siðustu þrjú
árin hefur orðið heimsmeistari i
alpagreinum kvenna sagði eftir
keppnina. „Mér likaði vel við
brautina, þar sem hún var hörð
og kraföist mikillar tækni. Já, ég
hafði mjög gaman af þessu”.
Þetta var 38 Kandahar-keppnin,
sigildasta keppnin i alpagreinum.
Brautin var 3050 metrar og fall-
hæð 710 metrar.
Þó keppt væri i Frakklandi
voru austurrisku stúlkurnar að
venju mjög snjallar — áttu i
fyrstu fimm af sex fyrstu, en sið-
an var ein þeirra dæmd úr leik.
Úrslit urðu þessi:
1. Pröll, Austurriki, 2:06.61
2. W. Drexel, Aust. 2:09.57
3. J. Rouvier, Frakkl. 2:11.12
4.1. Gfolner, Aust. 2:11.86
5. B. Schröll, Aust. 2:12.43
6. Wenzel, Lichtenst. 2:13.16
7. M. Hefti, Sviss, 2:13.28
8. Mittenmaier, V-Þ. 2:13.53
9. S. Cochran, USA, 2:13.63
10. L. Kreiner, Kanada, 2:14.16
Bezt af norrænu keppendunum
var Marit Ellen Bröste i 22. sæti
— tiu sekúndum á eftir Onnu
Mariu.
Stigakeppnin i keppninni um
heimsbikarinn er nú þannig. 1.
Anna Maria Pröll 200 stig.
Monika Kaserer, Austurriki, 126
stig. 3. Jacquelina Rouvier,
Frakklandi, 86 stig. 4. Hanny
Wenzel, Lichtenstein, 63 stig. 5.
Rosi Mittermaier, Vestur-Þýzka-
landi, 61 stig og 6. Wiltrud Drexel,
Austurriki, 59 stig.
Best fyrir
vestan
Glaumgosinn George Best
gerir nú litið af þvi að sparka
bolta —hann fór til Kanada ný-
lega ásamt framkvæmdastjóra
sinum, hafði einnig hárskera
sinn með i förinni! Talið var, að
Best hefði í huga að gera samn-
ing við knattspyrnulið i Toronto
— en ekkert varð af þvi. Förinni
er nú heitið til Los Angeles i
Bandarikjunum, þar sem at-
huguð verða tilboð, sem Best
hafa borizt i sambandi við kvik-
myndaleik i Hollywood — og
einnig sjónvarpstilboð.
Best er enn i leikbanni hjá
félagi sinu, Manchester United,
en ekki virðast miklar likur á
þvi, að liann leiki framar fyrir
félagið — eða það hafi einhvern
hagnað af sölu á honum. Myndin
hér til hliðar er tekin af Best á
Toronto-flugvelli.