Vísir - 26.01.1973, Síða 13
Vísir. *Föstudagur 26. janúar 1973
13
„Vonlaus maður enginn maður7'
„Viljalaus maður eins og stjórnlaust skip fyrir vindi," segir Stefón Árnason fyrrv. yfirlögregluþjónn
Ef álfur hefði komið út
úr hól fyrir framan
Hafnarbúðir, hefði hon-
um liklega helzt boðið i
grun að þarna væri
kosningaskrifstofa. Sá
grunur hefði ekki horfið,
þó að hann hefði gengið
inn.
Bilar komu og fóru,
fólk stóð á tröppunum
fyrir framan húsið og
inni sat fólk við að skrá
niður nöfn og heimiiis-
föng . Hvað sem annars
má segja um blaðamann
og ljósmyndara Visis,
þá eru þeir ekki álfar út
úr hól og vissu að þarna
sat útlagastjórn Vest-
mannaeyjakaupstaðar
og fólkið var landflótta
Eyjabúar.
Þegar inn var komið sveif
blaðamaðurinn á einn þeirra,
sem var að vinna þarna og veita
upplýsingar. Það var Guðmundur
Guðjónsson skólastjóri tónlistar-
skólans i Eyjum.
„Það eina, sem við getum gert
fyrir fólk er að veita upplýsingar
og þá helzt um heimilisföng Vest-
mannaeyinga i Reykjavik. Ann-
ars spyr fólk um allt mögulegt.
Mikið er til dæmis spurt um skir-
teini og skilriki alls konar. Slikt
hefur yfirleitt orðið eftir heima og
erfitt er að vera án slikra hluta,
til dæmis sjúkrasamlagsskir-
teinis.
Við höfum auðvitað ekkert um-
boð til að gefa slikt út og er þetta
þvi i sumum tilfellum atriði, sem
ekki er hægt að hjálpa fólki með.
Skráin yfir fólkið er hins vegar
komin i gott og handhægt form og
við erum fljót að finna nöfnin og
heimilisföngin.” Guðmundur er
með litla skrá i höndunum.
Þegar við spyrjum Guðmund,
hvort fólk komi mikið til þeirra
vegna peningavandræða þá segir
hann að ekki sé mikið um það ,
fólk hjálpi hvort öðru eftir getu.
Sparisjóðsbækurnar urðu flestar
eftir i flýtinum en svo vel vill til
að starfsfólk útibúsins i Eyjum
starfar hér og það þekkir flesta af
viðskiptamönnum bankans þar,
þannig að sparisjóðsbækur eru
ekki nauðsynlegar. En nú er fólk-
Stefán Árnason er mörgum kunnur, þvi að hann hefur stjórnaö ófáum
þjóðhátiðum i Eyjunum um dagana. Hann spjallaði við biaðamenn
Visis og var ómyrkur i máli að vanda. Ljósmyndir Bjarnleifur.
VESTMANNAEYINGAR
Lœknisþjónusta
Tilkynning frá Vestmannaeyja-
læknum og Læknafélagi Reykja-
vikur, um læknisþjónustu fyrir
Vestmannaeyinga á Reykja-
vikursvæðinu.
Höfum opnað stofur i Domus
Medica, Egiisgötu 3. Viðtalstimar
verða eins og hér segir:
Ingunn Sturlaugsdóttir, kl.
9—11,30 og 13—15, simi 26519. Ein-
ar Guttormsson, mánudaga og
föstudaga kl. 14—16. Aðra daga,
nema iaugardaga, kl. 10—12, simi
11684. Kristján Eyjóifsson, hér-
aðslæknir, kl. 10—12 i sima 15730.
Einnig viötalstimi að Digranes-
vegi 12, Kópavogi, kl. 14—16 i
sima 41555. ÓliKr. Guðmundsson,
yfirlæknir. Timapantanir eftir
samkomulagi I sima 15730. Einar
Valur Bjarnason, yfirlæknir.
Timi auglýstur siðar.
Einn læknir mun annast þjón-
ustu að staðaidri I Vestmannaeyj-
um og skiptast læknarnir á um
hana.
Heilsugæzla verður sem hér
segir: Ungbarnaeftirlit verður I
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
og er heilsuverndarhjúkrunar-
kona frá Vestmannaeyjum stað-
sett þar.
Fólki, sem staösett er I Kópa-
vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði,
er heimiit að leita til heilsuvernd-
arstöðva viðkomandi svæða.
Timapantanir æskilegar.
Mæðraeftirlitið fyrir Stór-
Reykjavikursvæðiö verður I
Heilsuverndarstöð Reykjavlkur.
Timapantanir æskilegar.
Liklega hafa komið nálægt þrjú hundruö manns I Hafnarbúðir þann
hálftima, sem Visismenn stóðu þar við. Sumir komu til að leita
upplýsinga eða að láta skrá sig, en aðrir bara til að hitta kunningjana
og ræða málin.
ið fariö að verða óþolinmótt og
Guðmundur snýr sér að þvi og
reynir að leysa úr vandamálun-
um. Við köstum á hann kveðju og
snúum okkur að mönnum, sem
sitja á bekk i grenndinni og ræða
vandamállíðandi stundar.
,,Ef fólkið fer ekki strax aftur
til Eyja og það kemur sér fyrir
hér, þá fer það aldrei aftur
þangað,” segir Þórarinn Grims-
son. ,,Það á að senda allt friskt
fólk aftur út i Eyjar og byrja að
gera þaðan út. Ekkert vandamál
væri að koma þessu fólki burtu, ef
hraunið tæki að renna i átt til
bæjarins. En sjálfsagt væri að
skilja gamalt fólk og lasburða
eftir hér.
Það eina, sem getur gerzt til að
koma i veg fyrir að hægt væri að
stunda útgerð er að höfnin lokist,
en það gerist nú ekki i einu vett
vangi.”
Spallið heldur áfram og þegar
einn kemur inn I salinn og segir I
spaugi hvers lags eiginlega
ástand þetta sé hérna, þá svarar
annar, að það sé nú litiö annað að
gera en að taka þessu, ,,það er
hvort eð er engin leið að setja
tappa i og loka fyrir þetta.”
Stebbi pól
Nú gengur einn maður léttum
sporum i salinn, hressilegur i sjón
og tali. Þetta er Stefán Árnason
fyrrverandi yfirlögregluþjónn i
Vestmannaeyjum. Hann fellst á
að spjalla svolitið við okkur.
,,Ég er nú ekki sá spámaður að
ég geti imyndað mér hvenær
þessu slotar, enda væru allar slik-
ar spár út i hött, en hitt er annað
mál að góðar vonir spilla ekki.
Vonlaus maður er enginn maður,
hann gerir ekkert og honum
verður ekki við bjargað. Viljalaus
maður er eins og skip, sem er
stefnis- og stýrislaust og rekur
fyrir vindi.”
Og það er greinilegt að Stefán
er hvorki von- né viljalaus þvi að
hann iðar i sætinu og talar með
öllum likamanum, þó að hann sé
kominn á niræðisaldur.
„Mér finnst sérstaklega gleði-
legt hvaö við höfum fengið góðar
viðtökur og skilningur er mikill á
okkar hlutskipti. Grimseyingar
hljóta að vera einstakt öndvegis-
fólk, það er mikil rausn að gefa
1500 krónur á mann. Ég held bara
að ég flytjist til Grimseyjar!
Annars er ég mikið á móti þvi
að gera hlutina svartari en þeir
kannski eru i raun og veru, ég
held að fólkið finni bezt sjálft
hvernig ástandið er og ekki sé
vert að vera að draga kjarkinn úr
þvi.
Það er annars merkilegt hvað
skepnurnar finna á sér, þegar
svona náttúruhamfarir eru vænt-
anlegar. Ég heyrði einu sinni
sögu um visindamenn, sem voru
að rannsaka eldfjallið Vesúvius.
Þeir gátu ekki með neinu móti séð
að gos væri i aðsigi, en það kom.
Viku áður en gosið byrjaði hafði
hvert einasta lifandi kvikindi
komið sér i burtu utan mann-
fólkið, sem bjó á þessum
slóðum.”
Nú verður Stefán að hverfa á
braut þvi að i ýmsu er að snúast
og við kveðjum hann.
A leiðinni út heyrum við á tal
manna, sem eru að tala um
fréttaflutning af gosinu og af-
leiðingar þess.
Ég kom frá Eyjum i gærkvöldi”
sagði einn, „og það lá við að hárin
risu á höfðinu á mér þegar ég
heyrði fréttasendingar útvarps-
ins frá gosinu, þó að mér liði
prýðilega þar sem ég var stadd-
ur inni i húsi. Ef að ég hefði ekki
veriðstaddur þarna, þá hefði mér
hreint ekki orðið um sel að vita af
öllu minu þarna. En ég verð nú að
viðurkenna, að þegar ég fór út
skömmu seinna og kom i
námunda við gosstöðvarnar, þá
stóð mér ekki á sama. Það hefur
mikil áhrif á mann að vera stadd-
ur i nálægð við þessar hamfarir.
— Ló
Mikið var um að vera hjá Hafnarbúðum. Menn stóðu á tröppunum og ræddu saman, bllarnir, sem komu
að húsinu voru sumir hlaðnir af fötum og sængum.
Þegar Vlsismenn voru á leiðinni út bar þessa sjón fyrir augu. Búslóð, sem kom með báti og eigandinn
hafði ekki vitjaö, var sett upp I flutningabil, þviað dóttirin á heimilinu hafði rekið augun i húsgögnin og
tók það upp á sitt eindæmi að drifa dótið „hcim” á leið.