Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 27. janúar 1973 ' cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklisf: Leikir og veruleiki Þjóðleikhúsiö: ÓSIGUR og HVERSDAGS- DRAUMUR Tveir einþáttungar eftir Birgi Engilberts. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson og Benedikt Árnason. Leikmyndir: Birgir Engilberts. Það er að sjá að Birgir Engilberts hafi nú hrein skrifað einþáttunga sína sem sýndirvoru á listahátíð i vor. Svo mikið er víst að frumsýning þeirra, öðru sinni, i Þjóðleikhúsinu á fimmtudag var miklu ásjá- legri og ánægjulegri en sýningin var í vor. Ekki man ég sýningu þeirra I vor nógu vel til að gera i einstök um atriðum grein fyrir breyting- um og lagfæringu leikjanna. En svo mikið er vist að hún varðar miklu fremur stil og framsetn- ingu en efnisatriði þeirra. Eink- um skiptir hreinskriftin miklu máli fyrir Ósigur sem óneitan- lega var i vor ósköp frumstæð leiksmið, en nú tókst miklu betur að leiða i ljós innra efni hans. Ennfremur var það hyggilega ráðið að leika nú ósigur á undan Hversdagsdraumi, öfugt við það sem gert var I vor. Siðari leikur- inn er hvað sem öðru liður burð- ugra og veigameira verk, flutt með krafti og kynngi af þeim Margréti Guðmundsdóttur og Bessa Bjarnasyni. Hversdags- draumur er án efa það markverð- asta sem Birgir Engilberts hefur að svo komnu samið. Mannlíf f gullastokk Annars nægir i þetta sinn að endurtaka helztu efnisatriði úr umsöng minni um leikþætti Birgis Engilberts i vor — og fyrst þá það að báðir eiga þeir sam- merkt að þeir virðast að stofni til samdir um eina smellna sviðs- hugmynd. Enda eru leijcmyndirn- ar, eftir Birgi sjálfan, hug- kvæmnislega og haglega unnin verk. Þessi hugmynd er I sjálfri sér ofur-einföld enda alkunn úr barnasögum og ævintýrum allt frá dögum Gúllivers og Lisu i Undralandi: umhverfi leikend- anna, sviðsmyndin er færð I ofur- mannlega stærð og hlutföllum hennar ruglað, leikurinn gerist svo sem i gegnum stækkunargler. A mestu veltur auðvitað hvernig þessi hugmynd er notfærð til leiks. Og þá hygg ég að miklu skipti hversu barnslegum hugar- heim og andrúmi báðir þessir leikir lýsa — að þar er háskaleg Tindátar i Ósigri: Flosi Ólafsson, Sigurður Skúlason og Hákon Waage. veröld fullorðinna litin að hætti barns að leikjum. Þetta er alveg glöggt i ósigri sem gerist i aflögðum gullakassa inni I skáp, drengurinn sem leik- föngin átti löngu hættur að leika sér að þeim. Og þá hafa þau ekk- ert að lifa fyrir lengur: Leikurinn snýst um imynd mannlegs lifs i guölausum heimi, hvorki meira né minna. Hversu hugtæk og trú- verðug slik lifsmynd verður, hygg ég að velti mikils til á þvi hversu trúverðuglega tekst að leiða fyrir sjónir hugarheim leikstofunnar á sviðinu, gera verulegt mannlif gullastokksins. í þessari gerð sinni kemst ósigur a.m.k. miklu nær lagi en áður var, verkleg framvinda á sviðinu er nú hvergi nærri jafn-stirð og álappaleg og áður, og texti leiksins til muna lif- legri og munntamari, kemur trú- legri orðum að efninu. Orðfæri er stundum einkennilegt. En auk þess að greiða úr leikrænum erfiðleikum virtist mér lagfæring eða hreinskrift leiksins miða að þvi að færa orðbragð leiksins nær hugmyndaheimi barna, koma þeirra orðum aö hinu erfiða efni og hugmyndum hans. Og leikendurnir, Flosi Ólafsson, Hákon Waage, Sigurður Skúlason I gervi þriggja tindáta. Randver Þorláksson og Þórhallur Sigurðsson, upptrekktur trúður og tuskukarl, fóru af mikilli alúð, nærfærni og natni með leikinn. Martröð á stofuborði Hversdagsdraumur gerist á hinn bóginn á meðal fullorðinna, einhvers staðar á mörkum leiks eða draums og hins leiða veru- leika. Leikurinn fer fram i hvers- dagslegri ibúð i blokk að lokinni smá-næturveizlu að loknu balli: Þetta er umhverfi sem áreiðan- lega kemur mörgum bæði Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist: Ánœgjan blandin trega Sinfóniuhljómsveit tslands: 8. tónleikar — 25. janúar 1973 Stjórnandi: Eduard Fischer Einleikari: Einar G. Sveinbjörns- son Það er einstaklega ánægjulegt að hlýða á okk- ar beztu tónlistarmenn. En ánægja manns verður því miður blandin trega þegar þess er minnzt að önnur lönd er ísland njóta starfs- krafta þeirra. Tónleikarnir hófust með frum- flutningi hér á landi á Sinfónisk- um tilbrigðum eftir tékkneska tónskáldið tvan Jirko (f. 1928 i Prag). Hér er á ferðinni verk sem er samið 1967 og ber greinileg merki þeirrar stefnu sem hefur verið að skjóta upp kollinum slð- ustu 10 árin. Hér er átt við þær tónsmiðar sem eru samdar til að Eduard Fischer Einar G. Sveinbjörnsson höfða til jarðneskra tilfinninga, ekki þau nútimaverk sem eru rig- bundin við hinar hégómlegustu skreytingar, sem höfða eingöngu til nýjungagirni sýndarmennsk- unnar. Innihaldslaus nýjunga- girni getur að visu verið skemmtileg, en sjaldnast nema stutta stund i einu. Það verk sem hér var flutt er að visu hvorki gamaldags eða ný- móðins, heldur mitt á milli. En það er ekki vefur verksins sem skiptir máli, heldur áhrif þess. Ahrif þessa verks eru það sterk og mannleg, að þau skilja eftir minningu um að eitthvað hafi gerzt er skiptir máli. 1 þessu felst lif allra tónverka, hvernig svo sem byggingu þeirra er varið. Það var sem hljómsveitin vand- aði sig einstaklega i þessu verki við lifandi túlkun stjórnandans. Eduard Fischers. öryggi virtúósa Næst á efnisskránni var fiðlu- konsert i e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn. Þetta sivinsæla verk fékk einstaklega góðan flutning. Nákvæmni og öryggi einleikarans i hámarki. Verkið fór einstaklega vel af stað og hélt þvi marki, meö vaxandi gæðum, sérstaklega 1 öðrum þætti verks- ins (Andante). Léttleikinn i flutn- ingi siðasta þáttarins var með þeim yndisþokka er minnir á leiki barna á vorin. Stjórnandinn hafði einstaklega gott vald á ferskri túlkun með nærgætni og næmni I garð einleikarans. Einleikarinn i þessum fiðlu- konserti var Einar G. Svein- björnsson, frábær ungur fiðlu- leikari sem var starfandi hér til ársins 1964. En hann hefur verið konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitarinnar I Malmö i tæplega 10 ár. Túlkun Einars á þessu fallega verki var meö afbrigðum góð. Tónn hans einstaklega fallegur og leikurinn með öryggi virtuósa. Enda fékk hann frábærar undir- tektir áheyrenda. Þar sem Einar G. Sveinbjörnsson er einn af okk- ar fremstu tónlistarmönnum, er mikil eftirsjá að hafa hann ekki starfandi hér á landi. Það er eitt- hvaðbogið við skipulagningu á is- lenzku tónlistarlifi, er hann og aðrir ágætir tónlistarmenn verða að hverfa héðan til annarra landa til þess að fá að njóta sin i list sinni. Að kveða þann gamla niður Siðast á efnisskránni var sin- fónía nr. 9 i e-moll op. 95, eftir Antonin Dvorak. Þetta verk er samið i Bandarikjunum árið 1893 undir titilorðunum: „Frá nýja Hversdagsdraumur i blómapottinum: Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarnason. kunnuglega og hversdagslega fyrir sjónir. En leikurinn gerist uppi á stofuborðinu hjónanna þar sem þau eru rammvillt innan um blómapott, öskubakka, eldspýtur og sigarettupakka, þekkja ekki lengur hvort annað og þaðan af siður sig sjáif. Þau eru reyndar, annaðhvort eða bæði, hjónin á næstu hæð! Þetta er sizt lakari Imynd lifs- firringar, leiða og angistar af innantómritilveru en mörg önnur framúr-hugmynd fyrir svið og i sögu. Ég treysti mér ekki til að meta það að hve miklu leyti leikurinn hafi breytzt i hrein- skrift, I öllu falli minna en Ósigur En svo mikið er vist að i þessari gerð haföi ég mun meira gagn og gaman af leiknum en var i vor. Umeiginlega „persónusköpun” er varla að tala I þessum leik frekar en i ósigri: þeim nægja báðum hinar einföldustu mann- gervingar til að framfleyta hug- myndum sinum. En Birgir Engil- berts fer að mörgu leyti mjög haglega með sinar smellnu hug- myndir i Hversdagsdraumi, leikurinn er viða fyndinn, þar er margvislegu efni hjóna- og hvers- dagslifs skipað upp i samhengi martraðar svo að efni veru- leikans skin hvarvetna i gegnum hinn vonda draum sem leikurinn lýsir. Þar tekst allt á litið að við- halda fáránlegu jafnvægi hrolls og hláturs. Hversu vel þetta tekst á leikurinn ekki sizt að þakka með- förum þeirra Bessa Bjarnasonar og Margrétar Guðmundsdóttur, við leikstjórn Benedikts Árna- heiminum”. En þetta vinsæla verk erfrægasta sinfónia Dvoraks og lýsir áhrifum þeim sem tón- skáldið varð fyrir þar i landi, m.a. þjóölögum og þjóðháttum. Flutningurinn var i einu orði stór- fenglegur. Frábær túlkun og stjórn Eduard Fischers forðaðist að gera verkið væmið og notaði til hins ýtrasta ferskleika þess. Sjaldan hafa lúðrar hljómsveit- arinnar verið þandir með eins. sonar. Bæði saman fóru þau með leikinn af einlægni og ákefð, ein- hvers staðar á mörkum bernskra öfga og raunsæileika, fjarstæðu og hversdagsins, sem gerði mannlýsingar þeirra alveg trú- verðugar i sinu skringilega sam- hengi. AFSPURN OG EFTIRTEKT Ekki er að sjá að frum- sýningargestir Þjóðleikhússins hafi mikinn áhuga á nývirkjum ungra höfunda: ég hef ekki i annan tima verið við jafn-fá- skipaða sýningu i leikhúsinu. Vera má að undirtektir og af- spurn leikjanna i vor hafi spillt fyrir þeim i þetta sinn. En það er á misskilningi byggt. Birgir Engilberts er ótvirætt höfundur sem verður er allrar eftirtektar, það verður öldungis ljóst af þessari sýningu. Það sem sagt var hér á undan um einfaldar stofn-hugmyndir leikja hans má ekki misskilja á þá leið að Birgir sé til skammar „ófrumlegur” eða leikirnir séu réttar og sléttar „eftirstælingar” annarra. Þvert á móti: Það verður ekki séð að Birgir Engil- berts sé háður fyrirm. annarra höfunda, þótt ekki séu allar hug- myndir hans „nýjar”. Það sem honum tekst er af eigin mætti gert. Og hér er um sýningu að ræða sem augljóslega hefur verið tekið með áhuga,unnin af kappi og alúð i leikhúsinu — og þegar þess vegna vert að gefa henni gaum. miklu samræmi og fitonsanda. Sá kraftur hefði ef til vill dugaö til þess að kveða þann gamla niður hér fyrir sunnan lpnd ef hann hefði náð að heyra. Ekki létu strengirnir sitt eftir liggja undir ýtarlegri túlkun stjórnandans, og heildarsvipur verksins var það góður að ekki er vert að dvelja á smámunum. Undirtektir áheyr- enda voru frábærlega góðar og eins þakkir þær er hljómsveitin færði stjórnandanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.