Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 27. janúar 1973 9 Fóikið hamast linnulaust viö að flytja eigur sinar undan mekkinum. Bæjarstjóri-vonast eftir hraungosi, en jarðfræðingar eru ekki tilbúnir að spá þvi. Ef áframhald verður á „öskugosi”, gætu þessi orðið örlög mests hluta bæjarins. Niðri við höfn var öskulagið enn aðeins nokkrir sentim , og lygnt í gærdag. 'ysss® Fólki var sagt, að þaö kæmist aðeins með það, sem það gæti borið. Meöölium ráðum reyndu þeir bæjar- búar, sem komizt höfðu til Eyja I gær, að pakka eigum sinum og komast til skips. Margir bátar til- kynna ekki komu sína Húsgögn flutt úr 70 húsum - 100 bílar eftir enn Rúmlega hundrað manns eru nú i Vest- mannaeyjum og eru það allt menn úr slökkviliði, lögreglu eða úr Hjálpar- sveit skáta ásamt nokkrum fréttamönnum, sem enn eru þar staddir. I gær var sem kunnugt er öllum skipað að yfirgefa eyjarnar fyrir klukkan eitt á hádegi, og voru bátar úr Eyjum, ásamt Heklu og Herjólfi i flútningum. Fólk flýtti sér að tina saman það sem mest þörfin var fyrir, en enginnmáttihafa neitt meira með sér af farangri en það, sem hægt var að halda á svo vel færi, eins og t.d töskur og poka. Bílar og húsgögn fóru einnig með skipunum. Margir voru þvi fegnir að yfirgefa loksins eyjarn- ar, enda hafði nokkur hræðsla gripið um sig i fyrrinótt. I gærdag kom Dettifoss til Eyja, og verður hann i einhverj- um flutningum áfram á milli lands og Eyja ásamt Herjólfi og Heklu. Vestmannaeyingum, sem staddir eru annars staðar en á Heimaey, er leyft að sigla með til Eyja, ef þeir þurfa þeim að koma einhverju sérstöku frá heimilum sinum. Enginn hefur meira en tvo og hálfan tíma til umráða á eyjunni. Fæst ferða- leyfi með skipi með þvi skilyrði, að farið verði með því hinu sama aftur til baka. Þótt vindur hafi verið á vestan og öskufall hafi verið á sjó yfir innsiglingunni i gær, var skipum óhætt að sigla heim. Von er á nokkrum bátum til Eyja með fólk. Lögreglan kvartar um, að bátar, sem koma, tilkynna ekki komu sina né hve mikið þeir eru með af farþegum. Búið er að tæma og bera út húsgögn á samtals um 70 stöðum á Heimaey og ennþá er haldið áfram af kappi. Þeir Eyjamenn, sem flúið hafa kaupstaðinn, hafa skilið eftir lykla að húsum sinum og ibúðum i umsjá lögreglunnar ásamt heimilisfangi. Lögreglan sér siðan um að hirða húsgögn úr hibýlunum ásamt slökkviliði og mönnum úr hjálparsveitum skáta. Billyklar eru sömuleiðis i vörzlu lögreglunnar. Að þvi er lögreglan telur á aöeins eftir að flytja um 100 bila á land. Sumir hverjir hafa þó annaðhvort gleymt að skilja eftir lykla að bilum eða ekki kært sig um það. Lögreglan mun þó reyna að sjá svo um, að þeir bjargist sem flestir. Þá má geta þess, að björgunar- liðið allt hefur staðið sig aðdáan- lega þessa daga. Unnið er við- stöðulaust allan sólarhringinn og fæstir láta eftir sér nema andar- takshvildir. Það er vist vart hægt að kalla það hvild, þó sofið sé kannski einn tima i sólarhring. — EA/ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.