Vísir - 05.02.1973, Page 4
4
Vísir. Mánudagur 5. febrúar 1973.
Innbú og
innstæóa
Það er dýrt að stofna heimili og
margt sem þarf að kaupa. Stundum er
ungt fólk bráðiátt. Því finnst taka langan
tíma að spara fyrir því, sem það vill
eignast.
Nú kemur Landsbankinn til móts við
sparifjáreigendur með nýju sparilánakerfi
Sparilán eru nýr þáttur í þjónustu Lands-
bankans. Reglubundinn sparnaður
skapar yður rétt til lántöku á einfaldan
og fljótlegan hátt.
Ungt fólk getur gert áætlun um
væntanlegan innbúskostnað. Síðan
ákveður það hve mikið það vill spara
mánaðarlega.
Eftir umsaminn tíma tekur það
út innstæðuna, ásamt vöxtum, og
fær Sparilán til viðbótar. Rétturinn
til lántöku byggist á gagnkvæmu
trausti Landsbankans og viðskiptavin-
arins. Reglubundinn sparnaður og reglu-
semi í viðskiptum eru einu skilyrðin.
Reglubundinn sparnaður er uppþaf
velmegunar.
Kynnið yður þjónustu Landsbank-
ans. Biðjið bankann um bæklinginn um
Sparilán.
Baiiki allm lamlsmanna
OKKAR ÁRLEGA ÚTSALA HÓFST í MORGUN
OG STENDUR AÐEINS í NOKKRA DAGA
i
I___ilvmpía—
LAUGAVEGI 26
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Á fyrirtækið að kaupa tölvu? — Á að kaupa bók-
haldsvél? — Á að leigja tíma á tölvu? — Hverjir
eru möguleikar tölvutækninnar?
TÖLVUTÆKNI
Vegna fjölda tilmæla verður námskeið í tölvu-
tækni endurtekið 16. og 17. febrúar n.k. að Hótel
Loftleiðum (Kristalsal).
Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana.
M.a. verður fjallað um:
★ Gatspjöld og pappirsræmur.
-*• Vélbúnað og hugbúnað tölvu.
Fjarvinnslu og forritunarmál.
^ Skipulagningu verkefna fyrir tölvur.
Hvenær borgar sig að taka upp sjálfvirka
gagnavinnslu.
■A-Stjórnun og tölvur.
Leiðbeinandi er Davíð Á. Gunnarsson, vélaverk-
fræðingur og hagfræðingur.
Aðilar, sem reynslu hafa af notkun ýmissa
tölugerða gefa upplýsingar og svara spurningum
í lok námskeiðsins.
Ennfremur verður þátttakendum gefinn kosturá
að fylgjast með starfi fullkomnustu tölvusam-
stæðu hérlendis.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 82930.
EYÐUBLAÐA TÆKNI
Námskeið i eyðublaðatækni verður haldið að
Skipholti 37, dagana 12.—13. — 14. — 15. og 16.
febrúar n.k. kl. 9:00-12:00 f.h.
Stuðzt verður við staðal um grunnmynd
eyðublaða.
Efni m.a.:
Prentverk, mælikerfi, efni, letur og setning.
Pappírsstaðlar, teikning og gerð eyðublaða.
Sérstök áherzla verður löqð á verklegar æfingar.
Leiðbeinandi er Sverrir Júlíusson rekstrarhag-
fræðingur.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku f síma 82930.
Hvernig er bezt að nýta bókhaldið við stjórnun
fyrirtækisins?- Hvernig á að neikna út birgðir án
vörutalningar? — Hvernig á að gera fjárhags-
áætlanir og greiðsluhæfisáætlanir?
BÓKHALD SEM
STJÓRNTÆKI
Dagana 16. og 17. febrúar n.k. (töstudag og
laugardag) verður haldið námskeið um „ Bókhald
sem stjórntæki" að Hótel Loftleiðum, (Víkinga-
sal).
Jan Weyergang deildarstjóri frá Noregi og
Gunnar Sigurðsson lögg. endurskoðandi kenna á
námskeiðinu, sem nú verður haldið í fjórða og
síðasta sinn.
Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana.
Þátttaka tilkynnist í síma 82930.
STJÓRNUNARFÉLAQ fSLANDS