Vísir - 05.02.1973, Side 20
Fjölskyldan kemur öll aftur. þegar húsift er Ibúöarhæft.sagöi
Trausti Þorsteinsson.
Mánudagur 5. febrúar 1973
,Sendið Vísi áfram'
Áœtlun um moksturinn tilbúin:
260 MILLJÓNIR
KOSTAR ÞAÐ
OG 23 VIKUR TEKUR MOKSTURINN
Það mun kosta 260
milljónir króna að
moka i Vestmannaeyj-
um. Almenna verk-
fræðistofan hefur á veg-
um Vestmannaeyja-
nefndar gert áætlun um
mokstur, miðað við nú-
verandi ástand, og
komizt að þessari niður
stöðu. í öðru lagi hefur
verkfræðistofan gert
áætlun, sem miðast við
30% meira gosmagn en
nú er, og kostnaður
þeim mun meiri.
Pétur Stefánsson, einn
forráftamanna Almennu verk-
fræöistofunnar, segir í viötali
við blaðið, að áætlunin taki til
kostnaðar, vélaþarfar og mann-
aflaþarfar. Gert er ráð fyrir, að
sex stórar mokstursvélar verði
notaðar og 40-60 stórir bilar, auk
urmuls af hjálpartækjum.
Aðalmoksturinn taki þrjá og
hálfan mánuð, og er þar um að
ræða grófa hreinsun bæjarins.
Síðan verður finhreinsað á lóð-
um og götum, og loks mokað
svæöi utan bæjarmarkanna. Að
öllu samanlögðu á þessi mokst-
ur að taka 23 vikur, gróf- og fin-
hreinsun samtals. Þar er miðað
við, að magn ösku og vikurs
aukist ekki frá þvi sem er, en
veröi aukning að ráði, lengist
hreinsunartiminn að sjálfsögðu
að sama skapi.
,,Þá á að verða grænt og fint
aftur i Eyjum”, segir Pétur
Stefánsson. — HH.
,PATT0N# TOK VIÐ
STJÓRN í EYJUM
Við upphaf gossins á Heimaey
rikti skipulagsieysi og nokkur
óreifta á ölium hlutum. Og heldur
engin furfta þó aft svo hafi verift,
og fæstir býsnast yfir þvi. En nú
er öidin önnur. Gott skipulag
virftist komift á alla hluti og menn
fá nú sinn næstursvefn eins og
hver annar. Flestir aft minnsta
kosti.
Þegar slökkviliösstjórinn á
Keflavikurvelli tók að sér stjórn
um það bil 280 manna i Eyjum
fyrir skömmu, fékk hann fljótt á
sig nafnið Patton, en heitir i raun
og veru Sveinn Eiriksson.
Eitthvað virðist þeim i Eyjum
honum hafa svipað til Pattons
hershöfðingja, að minnsta kosti
var stjórnað af mikilli röggsemi,
og þess gætt, að menn fengju sinn
svefn.
Að visu er „Patton” nú farinn
fráEyjum, en þegar hringt var á
slökkvistöðina og beðiö um
Svein, sagði sá, sem svaraði: Þú
meinar Patton! Sagt er, að eitt
sinn þegar Magnús bæjarstjóri i
Eyjum hringdi á slökkvistööina
og vildi fá aö tala við slökkviliös-
stjórann, hafi hann sagt: „Góðan
daginn, þetta er Eisenhower. Er
Patton við?”
Þetta er aðeins litið dæmi um
þann anda, sem nú virðist rikj-
andi i Eyjum, og gott dæmi um
það, að þó að gangi á ýmsu, og þó
að mikil eyðilegging hafi orðið, þá
er margur hver staðfastur i
trúnni á, að allt muni aftur
blómstra i Eyjum. -EA.
— Ég hef aldrei afþakkað hann, segir
Trausti Þorsteinsson, sem fór aldrei
úr húsi sínu í Vestmannaeyjum
Kirkjan á eldsvœðinu
— en sóknarbörn nývígða Eyjaprestsins
dreifð um allt land að heita mó
fog hef atdrei afþakkaft Visi.
Eg vii þvi biöja þig aft skila þvi
til áfgreiðslu biaösins, aft þeir
sendi mér Vísi áfram eins og
hingaft til. fcg hef ekki farift hér
úr húsi minu og hef ekki ætlaft
mcr aft fara, sagfti Trausti Þor-
steinsson, vélvirki, Birkihliö 8,
Vcstmannaeyjum, vift blafta-
mann Visis á laugardaginn.
Trausti var þá aft keppast vift aft
moka frá húsi sinu meft aftstoft
traklorsgröfu.
Eg er fyrst og fremst að
moka frá bilskúrnum, svo ég
geti sett þar inn kúta úr vél-
smiöju, sem við faðir minn
rekum, Vélsmiðju Þorsteins
Steinssonar. Hluti af þakinu i
vélsmiöjunni hefur gefiö sig. Til
aö koma kútunum úr hættu, ætla
ég að koma þeim inn i bil-
skúrinn hérna og ýta aftur fyrir.
Þar veröa þeir siðan geymdir
meðan við erum að tjasla upp á
vélsmiðjuna. Við ætlum að hefja
starfrækslu hennar um leiö og
það er búið, segir Trausti.
Mér lizt hreint ekki illa á
þetta, segir Trausti. Það er
hraustlega mælt, þegar það er
haft i huga, að hann talar úr
meira en mannhæöardjúpri
gryfju. Ég sé ekki betur, en
vikurfalliö sé nú miklu minna,
þrátt fyrir mikið gos. 011 min
fjölskylda hér i Eyjum er
ákveöin i þvi, að koma aftur um
leið og húsið verður ibúðarhæft
að nýju;-segir Trausti.
Hann sagði blaðamanni Visis,
að hann hefði aldrei farið úr
húsinu fyrst meðan öskufall
hafi verið. Það heföi verið eins
gott að hafa einhvern i húsinu
til að henda út glóandi hraun-
molunum um leiö og þeir komu
inn. -VJ.
„Ég sé ekki fram á verkefna-
skort”, sagöi Karl Sigurbjörns-
son, sem i gær var vígður prestur,
og er nú annar tveggja presta
þeirra Vestmannaeyinga.
Þegar Visir spurði Karl, hvort
hann hefði þegar hafið störf,
sagði hann að hann heföi unnið
um nokkurt skeið við skipulagn-
Brutust inn á
Langholtsvegi
fundust á Egilsstöðum
Tveir 16 ára piitar
brutust inn i söluturn
við Langholtsveg að-
faranótt laugardags
og stálu þar 22 þúsund
krónum.
Lögregluna grunaði strax
þessa tvo um verknaðinn, en
ekki náðist til þeirra á
laugardaginn. Fréttir bárust
af strákunum á sunnudag, en
þá voru þeir komnir til Egils-
staða. Höfðu þeir farið á ær-
legt fylliri og þvælst með flug-
vél austur. Þeir voru svo send-
ir til Reykjavikur á sunnudag,
og játuðu þá á sig verknaðinn
við yfirheyrslur. Þá voru þeir
búnir að eyða meirihluta
peninganna, en eftir voru um
5-6 þúsund krónur.
Drengirnir eru „gamlir
kunningjar” lögreglunnar.
— ÞM.
ingu og stjórn á barnastarfi, sem
fram hefur farið i Neskirkju.
Að sögn Karls munu þeir skipta
með sér verkum, hann og hinn
presturinn, sem þjónar Vest-
mannaeyingum, en það er ekki
komið á hreint ennþá hvernig sú
skipting verður. Sóknarbörnin
eru dreifð vitt og breitt, en mest-
ur fjöldinn mun þó vera á suð-
vesturhorni landsins, þar af um
helmingur i Reykjavik.
Eins og önnur ár, eru mörg
börn, sem eiga að fermast núna,
liklega nálægt 100, og munu þeir
prestarnir skipta þeim á milli sin.
Karl var vigður. til prests i gær,
og sagði hann aðspurður, að hann
heföi verið mjög ánægður með þá
athöfn og sérstaklega þótti hon-
um vænt um að margir Vest-
mannaeyingar voru viðstaddir,
og hefði veriö uppörvandi fyrir
sig á byrjun starfsferilsins að fá
hlýjar heillaóskir frá þeim.
Þegar blaðið spurði Karl,
hvernig það hefði komið til, að
hann væri orðinn starfandi prest-
ur, svo skömmu eftir að hann
heföi lokið prófi, sagði hann:
— Það hafa verið starfandi
tveir prestar i Vestmannaeyjum,
bæði vegna fólksfjölda og lfka
vegna einangrunar. Svo var það,
að þegar séra Jóhann Hliöar sótti
um Nesprestakall og fékk það, þá
vantaði þangað prest og embættið
var auglýst laust. Enginn sótti
um, og þá fóru Vestmannaeying-
ar þess á leit við mig, að ég tæki
starfið að mér, þegar ég hefði lok-
ið prófi, og féllst ég á það. Eftir aö
ósköpin gengu yfir var þessi
áskorun itrekuð, þar sem sóknar-
nefndinni þótti ekki siður þörf á
tveim prestum eftir að þetta
gerðist en áður.
— Verður þú ekki að vera mik-
iö á ferðinni, Karl, þar sem
sóknarbörn þin eru jafn dreifð og
raun ber vitni um?
— Jú, það er áreiðanlegt, þvi
að þó helmingur fólksins sé hér i
Reykjavik, þá er mikið af fólki
bæði i ölfusborgum, Hveragerði,
Selfossi, og mikið verður trúlega
einnig i Keflavik og jafnvel á
Akranesi.
Helztu verkefnin sem biða min
eru liklega i sambandi viö barna-
starfiö og svo að vera i sambandi
við fólkið á þeim stöðum, sem það
finnst, sagði Karl að lokum.
— LÓ.
STAKK16ÁRA UNG-
LING MEÐ HNÍF
Rúmlega þrítug kona
veitti 16 ára pilti áverka
með hníf sl. laugardags-
nótt. Hlaut hann áverka á
þremur stöðum á
líkamanum, en ekki voru
þeir alvarlegs eðlis.
Hafði konan komið af balli
ásamt drengnum, og höföu
þau farið i hús eitt i Arbæjar-
hverfinu. Yfirgáfu þau húsið
saman, en stuttu seinna kemur
pilturinn aftur og er þá al-
blóðugur. Hringt var strax i
lögregluna og henni tilkynnt um
atburöinn. Fannst konan i húsi
við Suðurlandsbraut, þar sem
hún var komin i annað partý.
Konan var úrskurðuð i gæzlu-
varðhald og geðrannsókn, en
hún er ekki talin heil á geðs-
munum. Konan var undir
áhrifum áfengis er atburðurinn
átti sér stað. -ÞM.
Hér er biskupinn yfir islandi ásamt þrem sona sinna, sem allir
eru prestar. Frá vinstri eru Karl, nývigftur Vestmannaeyja
prestur, Einar og Arni. (Ljósm. Visis Bj.Bj.)