Vísir - 19.02.1973, Síða 1
„Ja, þessi
dekurbörn!"
Þaö er ekki svo lítið sem
smábörn geta orðið reið.
„Ja, þessi dekruðu börn”,
heyrist kannski frá einhverj-
um, þegar barnið kastar sér
æpandi á gólfið i kjörbúðinni.
Og hvað á eiginlega til
bragðs að taka. Sjá INN-sfð-
una á bls. 7.
Þjófurinn
og só rœndi
Enginn er óhultur um eigur
sinar. Þeir eru ófáir, sem
hafa misst dýrmæta hluti til
óráðvandra manna. Þjófur
einn tók ófrjálsri hendi for-
láta frakka og kuldaskó úr
prentsmiðju i miðborginni i
siðustu viku. Næstu daga
gerðist ýmislegt markvert I
þessu máli. Við segjum
þessa þjófnaðarsögu eins og
hún gekk fyrir sig, enda er
hún liklega ekki ólik þvi sem
stundum verður i svipuðum
tilvikum. — Sjá bls. 2
Höfðu toppkratar
áhrif á Frakka?
Frakkar standa nú frammi
fyrir þingkosningum.
Pompidou er dauðhræddur
um að alheimsþing jafnaöar-
manna á dögunum hafi verið
haldið i Frakklandi i þvi
skyni að ýta undir fylgi
jafnaðarmanna þar i landi.
Og nú er talið, að heimsókn
helztu jafnaðarmanna-
brodda heimsins þangað
muni hafa tilætluð áhrif. —
Sjá bls. 6
Lögreglan
varð að flýja
eiturhœttuna
— sjá baksíðuna
Vísindamenn til Eyja:
Nýir sprengju-
frœðingar
og eitur-
efnafrœðingar
Bandariskur eiturefna-
fræðingur, Betts að nafni, fór til
Eyja i morgun til að rannsaka
eiturgas og leggja á ráðin um
ráöstafanir. t Eyjum hafa
bandariskir menn undanfarna
daga mælt eiturefni i andrúms-
loftinu.
Tveir kunnir bandarisk-
ir sprengjusérfr. frá Kali-
forniu fóru til Eyja i gær, dr.
Colgate, sem er eðlisfræðingur,
og O’Hara, sem er jarðfræðing-
ur. Munu þetta vera færustu
sprengjufræðingar, sem komið
hafa til Eyja, að sögn blaðafull-
trúa varnarliðsins, Caroline
Hess.
Rannsóknir héldu áfram án
afláts á möguleikunum á
sprengingum til að breyta
hraunstraumi.
Herkúlesvélarnar héldu
áfram flutningum i morgun.
Flugskilyrði voru hagstæð. Þær
höfðu i morgun farið átta ferðir
og flutt 90 tonn, að sögn blaða-
fulltrúa varnarliðsins.
—HH
Gœti drepið mann á 2
mín. þar sem verst er
Gasið i Vestmannaeyjum
er nú það sem mest hrjáir
starfsliðið þar Að þvi er
Haukur Tómasson, jarð-
fræðingur, sagði okkur i
morgun, getur það hæglega
drepið mann á tveimur
minútum, þar sem verst er
í kjöllurunum og á öðrum
stöðum neðarlega, ef loft
kemst ekki að.
Það er lika auðheyrt á þeim,
sem talað er við i Eyjum þessa
dagana, að eitthvað óhreint er i
loftinu, kvefpest og hæsi hrjáir
mannskapinn. Ekki er þó vitað
um nein alvarleg veikindi.
Gasið virðist ekkert hafa
breiðzt út, og enn er starfað á
Rafstöðinni i Eyjum, og allar
vélar eru i gangi. Þó er oröið
slæmt að hafast við þar, og til
dæmis er búið að panta vararaf-
stöð á Hótel HB I Vestmanna-
eyjum, þar sem hluti lögreglu-
liðsins hefst við.
Hótelið stendur á mörkum
hættusvæðisins, Heiðarvegi, en ef
rafmagnið færi, yrði erfitt um
vinnu. Læknir, sem nú er staddur
i Eyjum, hefur einnig alla sina
aðstöðu á hótelinu.
Að þvi er Haukur Tómasson
tjáöi okkur i morgun, hefur
hækkað nokkuð i sjálfum
gignum, en gos viröist i meðal-
lagi. Það var með minna móti i
gærdag en jókst aftur i nótt. Suö-
vestan átt er rikjandi i Eyjum og
öskugos er. Fellur askan öll yfir
hraunið, en svartur mökkur
teygir sig i loftið.
Mjög litið hraunrennsli er, en
hraunlæna rennur þó til austurs.
Hraun er viöast hvar um 50-90
metra þykkt.
Vatnskerfið i Eyjum gaf sig i
gærdag, og var vatnslaust á tima-
bili. Reynt er nú að lagfæra þær
skemmdir sem urðu. -EA.
BÍLARNIR NEITUÐU
#/
AÐ FARA LENGRA
— 30 bilar í hrakningum ó Holtavörðuheiði
/f
Hér stendur einn af reyndustu langferðabilstjórum Oliufélagsins, Þóröur Svcinsson, viö bil sinn uppi á miðri heiði, en bak við hann sér i
langa lest bila, sem stöðvuðust. (Ljósmynd Gunnar Jónsson, Húsavik)
„Þegar við vorum uppi á heið-
inni, snemma á laugardaginn,
var þar vitlaust veður. Það er
óhættað segja að veðurhæðin hef-
ur ekki verið minni en 10-12 vind-
stig. Enda drápu bilarnir lika á
sér og við urðum aö gefast upp við
að fara lengra.
Horfið var að þvi ráði að snúa
einni rútunni við, það þurfti að
gera með jarðýtu, þvi að ekki gat
rútan snúið við sjálf.”
Þetta sagði Gunnar Jónsson,
langferðabilstjóri, okkur i morg-
un, en hann kom til Reykjavikur i
gærkvöld eftir þessa hrakninga.
Þarna uppi á Holtavörðuheiði
voru 30 bilar, þar af tveir lang-
feröabilar frá Norðurleiðum og
þrir jeppar.
Það var brugðiö á það ráð, að
allur mannskapurinn, sem hafði
verið með þessum bilum, alls 70
manns, fóru með þessum eina
langferðabil til byggða aftur, og
var fólkinu dreift niður á Reykja-
skóla, Staðarskála, simstöðina á
Brú og nokkra bæi. Fólkið var á
þessum stöðum um nóttina.
,,Um hádegi daginn eftir var
veðrið farið að lægja það mikið,
að menn hugðu til þess að fara
upp á heiðina að vitja bilanna,
sem þar biðu.
Bilstjórarnir fóru með rútunni
aftur upp á heiðina i fylgd með ýt-
unni, og þegar að bilunum kom
varð fljótlega ljóst, að ekki yrði
auðhlaupið að þvi að koma þeim i
gang. Svo mikið hafði fennt inn á
vélarnar að það tók fjóra tima að
koma þeim i gang,” sagði Gunnar
ennfremur.
,,Og það get ég sagt ykkur, að
bilstjórar, sem eru búnir að aka
þessa leið i 16 ár hafa ekki komið
að bilunum sinum i jafn slæmu
ástandi.”
1 sem skemmstu máli sagt, þá
gekk heimleiðin með þvi móti, að
rútan fór aftur að ná i fólkið og
allir komust ofan af heiðinni.
Meðal þeirra, sem með bilun-
um voru var Pálmi Jónsson, al-
þingismaður frá Akri, en hann
átti að flytja ræðu á Húnvetninga-
móti i gærkvöldi og rétt slapp
timanlega til að tala. Seinna
mátti það ekki vera. —LÓ
„Þess vegna studdum við ísland ekki," segja Norðurlandamenn
„ÁGREININGUR UM ORÐALAG"
Þeir heföu kannski viljaö að
þeir hefðu breytt ööruvisi viö at-
kvæðagreiðsluna á þingi Sam-
einuöu þjóðanna. Sú var skoðun
Ólafs Jóhannessonar forsætis-
ráðherra á afstööu Norðurlanda
til samþykktar S.Þ. um auðlind-
ir hafsins. A þingi Norðurlanda-
ráðs hafa danskir þingmenn
lagt til, að Norðurlöndin miðli
málum I landhelgisdeilunni.
Forystumenn Norðurlanda
hafa látið i það skina, að þeir
hefðu viljað styðja tillögu Is-
lendinga hjá S.Þ. ef orðalagi
hefði verið brey.tt, en íslending-
ar hefðu ekki viljað breytingu.
Um þetta sagði Ólafur
Jóhannesson, að hann gæti ekki
sagt, að þetta væri raunhæf við-
bára, en greinilega hefði af-
staða stjórna Norðurlandanna
komið mörgum stjórnmála-
mönnum þar á óvart.
Nyboe Andersen, fyrrum
danskur ráöherra, mæltist til
þess, að Norðurlönd miðluðu
málum i landhelgisdeilunni, og
fékk hann stuðning danska við-
skiptaráðherrans Nörgaard.
Fulltrúar sænskra hægri
manna og kommúnista gagn-
rýndu afstöðu sænsku stjórnar-
innar á þingi Sameinuðu þjóð-
anna i þessu máli.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
auðvitað yrði tillögum um
málamiðlun Norðurlanda ekki
visað á bug. Hins vegar mundu
Islendingar halda sinu striki og
halda áfram viðræðum við
Breta og Vestur-Þjóðverja sem
fyrr.
— HH.