Vísir - 16.03.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 16.03.1973, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 16. marz 1973. visiitsm: Eigum við að halda þjóðhátið á Þingvelli næsta ár? Kristján Ellasson, bifvéiavirki: Nei — mér finnst þaö ekki koma til mála og hef alltaf verið á móti þessu. Erna Guðmannsdóttir, húsmóðir: — Nei, ekki á þann hátt, sem ég hef heyrt um það rætt, en ef dregiö væri úr kostnaöinum, víkingaskipinu og fleiru þess háttar sleppt, fyndist mér það svo sem I lagi. Kristján Arnason, lögreglu- maöur: — Já, ég er fylgjandi þvi i höfuðdráttum, auk þess sem ætlunin er að framkvæma ýmsa gagnlega hluti jafnframt, svo sem vegagerð. Sveinn Frlmannsson, rafvirki: — Já, mér finnst sjálfsagt að halda hana á veröugan hátt, kannski svolitið hóflegar en um hefur verið rætt. Reinhold Þ. Kristjánsson, lög- fræöingur: — Nei, ég er á móti þvi og finnst það óþarfa bruðl miðað við það, sem gengið hefur á hér hjá okkur. Anna Guöiaugsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Já, ég er fylgjandi þvi og finnst alveg sjálfsagt aö halda hana eins og um hefur veriö talaö. „Kristnir menn sameinist um kœrleikann heldur en X I • ■ ■ 1 f I gg — segir séra að deila um trumal „islendingar hafa verið frjáls- huga þjóö. Frjálslyndar skoöanir I trúmálum hafa veriö óvenju sterkar hjá Islenzku þjóöinni. Eitt aöalinntakiö I llfsskoöun lúterskra manna er samvizku- frelsi einstaklingsins. Biblian er okkar trúbók, geysimikill auöur, og þangaö hafa kristnir menn sótt sér sitt lifsmynztur, en mynztriö er ekki alltaf unniö á sama hátt. Á hverjum tima eru miklar hræringar I trúmálum og trúar- mynztriö er breytilegt, þótt sami veruleiki sé á bak viö þaö,” segir Þórir Stephensen, annar fram- bjóðandinn I prestskosningunum 1 Dómkirkjuprestakalli. „Kristnin verður að koma fram i verkum manna. Ef trúin á að breyta heiminum, þarf hún að koma fram bæði í hugsun og verki. Ég legg mesta áherzlu á kærleikann. Kristnir menn eiga aö sameinast um þetta frekar en að deila um trúmál. Hendur Krists og kærleikurinn, sem i þeim býr, tel ég vera nauðsynleg- ast I Kristsmynd nútimans.” Hið jákvæða i Jesúbyltingunni lifir hér — Hvað um Jesúbyltinguna? „Jesúbyltingin hefur haft þau áhrif hér á landi, að ungt fólk hugsar meira um Krist og hefur frekar tekið afstöðu til hans. Hér hafa hin farsælu áhrif komið fram, en ekki öfgar sumra Jesú- byltingarmanna erlendis.” Hvað segir þú um ný messu- form sem ungt fólk hefur verið að reyna? „Ég er þvi hlynntur, að ungt fólk fái að gera tilraunir með ný tjáningarform I messunni. Það er að minnsta kosti eðlilegra en að leita þúsund ár aftur I timann.” Sem formaður æskulýðs- nefndar þjóðkirkjunnar átti séra Þórir hlut aö kynningu á Jesú- byltingunni I fyrra. Hann segist hafa lagt áherzlu á, aö hingaö kæmu hófsamari fulltrúar Jesú- fólksins. Hann segir, að kannski lifi Jesúhreyfingin hér ekki sem slik, en hið farsæla í henni dafni i vaxandi æsku1ýös s t arf i kirkjunnar. Séra Þórir varð yngri prestur en nokkur annar hér á landi siöustu öld, 22ja ára, er hann varö prestur i Dölum. Hann fluttist til Sauðárkróks eftir sex ár. Þar „islendingar hafa alltaf veriö frjálshuga I trúmálum”, segir séra Þórir Stephcnsen. beitti hann sér fyrir eflingu æsku- lýðsstarfs kirkjunnar, og hafði söfnuðurinn keypt gamla sjúkra- húsið þar til þess starfs. í æsku- lýðsheimilinu var margs konar tómstundaiðja um hönd höfð. Séra Þórir var formaður æsku- lýðsnefndar kirkjunnar í tvö ár, en lét af störfum I fyrra. Hann gekkst fyrir rúmu ári fyrir stofnun Æskulýðsfélags Dóm- kirkjunnar. Nú starfar þar um 50 manna hópur, sem kemur saman hálfsmánaðarlega. Samtals- þættir eru fluttir og síðan um- ræður, sem taka til meðferðar helztu vandamál ungs fólks, af hvaða tagi sem vera skal, segir séra Þórir. Unga fólkið heim- sækir gamla fólkið á Elli- heimilinu, þá sem fáa gesti fá annars, og lesa fyrir blinda. Þetta starf hófst á jólaföstu í hitteð- fyrra. „Unga fólkiö, sem tekur þátt i þessu starfi, er frá fermingu til tuttugu ára,” segir séra Þórir. „Þaöertalaðum óstýriláta æsku, en hinn góði kjarni kemur fram, eftir að gelgjuskeiði lýkur. Gott sæði grær alltaf og vex, og þvi þarf að nota timann vel.” „öll sannleiksleit mannsins hlýtur að eiga rétt á sér.” „Hvað mér finnist um sálar- rannsóknir? 011 sannleiksleit mannsins hlýtur að eiga rétt á sér. Þaö er svo miklu fleira i kringum okkur en við sjáum eða skynjum. Sálarrannsóknirnar hafa leitt ýmislegt i ljós, sem enginn getur neitað. Ég vil að lokum segja, að ég lít á prestsstarfið fyrst og fremst sem þjónustu við söfnuðinn. Prestur á ekki bara að starfa i kirkjunni, heldur á að vera hægt að leita til hans bæði nótt og dag, i gleði og sorg. Presturinn er I rauninni sjálfur einn af söfnuðin- um og hann þarf ekki siður á samfélagi við söfnuðinn að halda en söfnuðurinn við hann.” -HH Lesendur J$t hafa Umhverfis • •• X* jorðma ó 80 dögum K. i Breiöholti hringdi: „Ég veit sjálf um all- marga fyrir utan mig, sem hefðu hug á að fá endur- sýnda í sjónvarpinu kvikmyndina „Umhverfis jörðina á 80 dögum" — og þá báða þættina flutta um leið. Og helzt líka umræðu- þáttinn, sem fór á eftir, því að maður hefur heyrt af því, að hann hafi verið bráðf jörugur". Vill ef til vill kaupa sœnskt hús Guölaugur Jóhannsson frá Eyr- arbakka hringdi: „Ætli það sé hægt að fá | birtar myndir af þessum húsum, sem á að flytja inn frá Svíþjóð fyrir Vest- mannaeyinga? Nú kann að fara svo, að einhverjir standi uppi hús- lausir, þegar búið verður að úthluta sænsku húsunum. En ætli þeir geti þá fengið slík hús keypt þegar þessi 200 eru búin? Hvað ætli þau kosti, og hvernig ættu menn að snúa sér í því?" Heppilegast er fyrir þig, Guö- laugur,að snúa þér til Guðmundar Þórarinssonar, sem getur veitt þér upplýsingar um þessi atriöi, en hann á sæti i nefndinni, sem fylgist meö þessum málum fyrir Vestmannaeyinga. Eitt sænsku húsanna. Þetta er fjögurra herbergja, auk eldhúss.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.